Alþýðublaðið - 16.05.1996, Síða 1

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Síða 1
Fimmtudagur 16. maí 1996 Stofnað 1919 72. tölublað - 77. árgangur ■ Helsti talsmaður ræstingakvennanna á hótelum Flugleiða rekin eftir að Vinnueftir- litið óskaði eftir skýringum á framkomu fyrirtækisins í garð starfsmanna Flugleiðir beita starfs- menn andlegri kúgun - segir Sigurður Guðmundsson formaður Félags starfsfólks í veitingahúsum. „Hjá mörgum íslenskum fyrirtækjum viðgengst andleg kúgun, og fólk lifir í þrælsótta við atvinnurekendur." Vinnueftirlitið að rannsaka málið. „Brottrekstur starfsmanns fyrir að hafa spyrnt við fótum gegn því andlega ofbeldi sem þarna átti sér stað er mjög alvarlegt mál,“ sagði Sigurður Guðmundsson formaður Félags starfsfólks í veitingahúsum í samtali við Alþýðublaðið í gær. Félagið hafði beðið Vinnueftirlit ríkisins að kynna sér mál um 10 ræstingakvenna sem unnu á hótel- um Flugleiða, og átti að knýja til ■ 30 manna leikhópurtil Litháens á vegum Þjóð- leikhússins Uppseltá Don Juan í Vilníus „Við sýnum tvisvar á hátíðinni og það er víst löngu uppselt á báðar sýn- ingamar. Það fylgdi meira að segja sögunni, að þetta væru einu sýning- amar sem er uppselt á. Þetta segir sína sögu um annarsvegar stöðu leikstjór- ans á heimavelli og hinsvegar um áhuga á íslandi og íslensku leikhúsi," sagði Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri í samtali við Alþýðublaðið. 30 manna hópur fer í næstu viku í leik- ferð á vegum Þjóðleikhússins á leik- listarhátíð í Vilníus í Litháen, með uppfærsluna á Don Juan sem leikhús- ið sýndi í vetur við góðar undirtektir. Þrír af virtustu leikhúsmönnum Lithá- ens áttu heiður af uppfærslunni hér- lendis. Hátíðin kallast „LIFE“ og er nú haldin í þriðja skipti á vegum leik- listarsambandsins í Litháen, mennta- málaráðherra landsins og borgar- stjórnar Vilníus. Þangað er jafnan boðið virtum og athyglisverðum leik- hópum víðsvegar að úr heiminum. að minnka við sig vinnu um helm- ing. Yfirmenn fyrirtækisins hvöttu þær til að sækja um atvinnuleysis- bætur til að vega upp tekjumissinn, eða útvega sér svarta vinnu. Nokkrum klukkustundum eftir að fulltrúar Vinnueftirlitsins áttu fund með yfirmönnum hjá Flug- leiðum vegna kvörtunar um að fyr- irtækið beitti ræstingakonur „and- legri kúgun“ var Louise Kjartans- son, ein kvennanna, rekin. Louise var helsti talsmaður kvennanna gagnvart fyrirtækinu og hafði beitt sér gegn því að þær þyrftu að minnka við sig vinnu. Eftir brott- rekstur hennar skrifuðu aðrar ræst- ingakonur undir samning um minni vinnu. Samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins er málið litið alvarlegum augum hjá Vinnueftir- litinu, og því alls ekki lokið. Kári Kristjánsson hjá Vinnueftirliti rík- isins staðfesti að stofnunin myndi á næstunni senda Flugleiðum er- indi vegna málsins, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það efn- islega. Sigurður Guðmundsson sagði að Félag starfsfólks í veitingahúsum myndi fylgja málinu eftir: „Það er alvarlegt mál að fólk sem er búið að vinna langan aldur hjá Flugleið- um skuli með þessum hætti vera þvingað til að minnka við sig vinnu, einmitt á þeim tíma sem vinnuþörfin er mest hjá fyrirtæk- inu. Hjá mörgum íslenskum fyrir- tækjum viðgengst andleg kúgun, og fólk lifir í þrælsótta við at- vinnurekendur. Við áttum hinsveg- ar ekki von á þessu frá Flugleið- um. En það var táknrænt þegar Hótel Loftleiðir hélt uppá 30 af- mæli voru sumar af þessum konum heiðraðar fyrir vel unnin störf, meðan þær voru með uppsagnar- bréfið í vasanum," sagði Sigurður Guðmundsson. Ungir listamenn Um þessar mundir stend- ur yfir sýning útskriftar- nema í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Halldór Björn Runólfsson gerði sér ferð í Laugar- nesið á vegum Alþýðu- blaðsins, skoðaði sýning- una og ræddi við ungu listamennina. Meðal við- mælenda hans var Eyrún Sigurðardóttir. Sjá miðopnu. ■ Elías Davíðsson tónskáld vill draga íslenska ráðamenn til ábyrgðar vegna aðildar íslands að viðskiptabanni á íraksem kostað hefur hálfa milljón manna lífið Vill að utanríkisráðherra verði ákærður Elías: Ég hefði brugðist borgaralegri, siðferðilegri og lagalegri skyldu minni ef ég hefði látið ógert að vekja athygli þingheims á stuðningi starfandi ráðherra við slíkan verknað. „Hér með tilkynnist yður að ég ásaka núverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, um að viðhalda þátttöku Islands í aðgerðum gegn al- menningi í Irak sent fela í sér ntann- dráp, alþjóðleg hryðjuverk og stríðs- glæpi.“ Með þessum orðuni hefst bréf sem Elías Davíðsson tónskáld kóm til Ólafs G. Einarsson forseta Alþingis í gær. El- ías sendi jafnframt bréf til Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara og fór fram á, að höfðað yrði opinbert mál gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni tyrr- um utanríkisráðherra vegna sama máls. ísland er aðili að alþjóðlegu við- skiptabanni á írak, sem staðið hefur síðan írakar gerðu innrás í Kúvæt fyrir fimm árum. Viðskiptabannið hefur leitt ómældar hörmungar yfir írösku þjóð- ina, og segir Elías í bréfum sínum til forseta Alþingis og ríkissaksóknara að 500 þúsund óbreyttir borgarar hafi látið lífíð. Eh'as segir að hann hefði brugðist borgaralegri, siðferðilegri og lagalegri skyldu sinni, hefði hann látið ógert að vekja athygli þingheims á stuðningi starfandi ráðhena við slíkan verknað. Hann segir ennfremur í bréfi sínu til forseta Alþingis: „Samkvæmt 14. grein stjómarskrár og samkvæmt lögum um ábyrgð ráðherra er það einungis á færi Alþingis að ákæra starfandi ráðherra vegna meintra embættisbrota, þar með talinna brota á almennum hegningar- lögum og öðmm refsiverðum verknaði. Því skora ég á yður að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að Alþingi íslend- inga geti uppfýllt skuldbindingar sínar samkvæmt ákvæðum stjómarskrár og íslenskra laga og samkvæmt skuldbind- ingum íslands að þjóðarétti." Halldór Ásgrímsson. Samkvæmt stjórnarskrá er ekki hægt að sækja sitjandi ráðherra til saka, og því biður Elías forseta Alþingis að taka á málinu. ■ Er ámælisvert hversu mjúkum höndum frétta- menn fara um forseta- frambjóðendur? Bardaginn um Bessastaði - hysterísk aug- lýsingavelia! „Það er ámæhsvert hversu mjúkum höndum fréttamenn fara um forseta- frambjóðenduma. Það er farið að tala um þá á annan hátt en venjulegt fólk. Auðvitað á að ræða um forsetaffam- boðið af fullri virðingu. Hins vegar þarf að spyija mjög skýrra spuminga um embættið og það hvað þetta fólk vill gera á Bessastöðum og hvað það hafi gert fyrir þjóð sína. Hvers vegna það sé verðugt til að verða forseti Is- lands,” segir Þómnn Sveinbjamardótt- ir stjómmálafræðingur og varaþing- maður meðal annars í viðtali við Al- þýðublaðið í dag. Blaðið leitaði til fólks úr öllum áttum og innti það eftir áliti þess á bardaganum um Bessa- staði. Flestum fmnst kosningabaráttan heldur dauf og embættið sjálft óspenn- andi: „Embættið er þess eðlis að það er skelfileg hugsun fyrir fólk sem er spontant og skemmtilegt að það megi ekki lengur vera þannig af því það er - komið í embætti forseta íslands," segir Hannes Öm Blandon sóknarprestur. Og Bragi Kristjónsson fombókasali segir meðal annars: „Alls konar fólk sem ekki hefur tilkynnt að það ætli fram er að tilkynna að það ætli ekki ffam. Það er að tilkynna eitthvað sem kannski var í bígerð en ekkert hefur orðið af. Þetta er ekkert annað en hysterísk auglýsingavella." Sjá blaöslðu 7 Blettur á glansmynd Flugleiða - sjá leiðara Hvað er að Birni Bjarnasyni? - spyr Guðmundur Andri Thorsson - sjá blaðsíðu 2 Hið rétta andlit Shakespeares loks fundið -sjá blaðsfðu 6 Ráðist á iaunafólk - sjá grein Glsla S. Einarssonar á blaðsíðu 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.