Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MAI 1996 s k o ð a n i r MMÐUBIMÐ 21112. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökuisson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Blettur á glansmynd Flugleiða Kyndugt uppátæki hjá Birni. Og óheppilegt því Ríkisútvarpið er illa statt eftir margra ára afskipti Sjálfstæðismanna af stofnuninni. Ekkert íslenskt fyrirtæki leggnr jafnmikið uppúr ímynd sinni og Flug- leiðir. Auglýsingar Flugleiða miða að því að sýna að þar fari traust fyr- irtæki, byggt upp af samhentum hópi starfsmanna. Gæðastjómun er boðorð dagsins hjá hinum nútímalegu stjómendum Flugleiða, og þeir gera mikið úr því hversu vel sé að starfsmönnum búið. Þetta er glans- mynd auglýsinganna. Bakvið þessa glansmynd er annar vemleiki. Því fengu nokkrar ræstingakonur, sem starfað hafa ámm saman hjá fyrir- tækinu, að kynnast nýlega. Konumar vom í fullu starfi en var tilkynnt að þær yrðu að minnka við vinnu um helming. Þá hefur komið fram að stjómendur Flugleiða sögðu konunum að þær gætu sótt um atvinnuleys- isbætur til að vega upp tekjumissinn - eða bara fengið sér svarta vinnu einhversstaðar. Yfirmenn Flugleiða gera það ekki endasleppt, einsog fram kemur í Alþýðublaðinu í dag. Stéttarfélag kvennanna fór þess á leit við Vinnu- eftirlitið að það kannaði máhð, og taldi - réttilega - að um andlega kúg- un væri að ræða. Vinnueftirlitið kynnti sér mál kvennanna og fulltrúar stofnunarinnar áttu síðan fund með stjómendum Flugleiða. Eftir þann fund fékk sú kona sem verið hefur málsvari ræstingakvennanna sent uppsagnarbréf heim til sín. Jafnframt var ekki óskað eftir því að hún ynni út uppsagnarfrestinn. Þetta var klárlega ósvífm hefridaraðgerð, og átti að sýna konunum að þær kæmust ekki upp með neitt múður. I kjöl- farið skrifuðu þær konur sem enn héldu vinnunni undir nýjan samning um hálfsdagsstarf. Framkoma Flugleiða í þessu máli er blettur á fyrirtækinu og í hróp- andi mótsögn við vel hannaða glansímyndina. Þama er níðst á þeim sem síst geta varist. Þetta em laun hins vellauðuga fyrirtækis til þeirra sem hafa unnið í þágu þess ámm saman á smánarlaunum. En málinu er ekki lokið, og er nú í höndum Vinnueftirlitsins. Full ástæða er hinsvegar til að ræða þetta mál á opinbemm vettvangi, sem og réttleysi launafólks. Enginn vafi er á því að sum fyrirtæki í landinu nýta sér atvinnuleysið til hins ítrasta, og hika ekki við að bijóta öll siðalögmál á starfsmönnum í trausti þess að óttinn við atvinnumissi komi í veg fýrir að þeir leiti réttar síns. Er lýðræðið óvirðing við Davíð Oddsson? Það er alkunna að Davíð Oddsson forsætisráðherra unir sér ekki nema mátulega vel í þingsal. Síðan hann var kjörinn á þing fyrir fimm árum hefur hann verið iðinn við að gera lítið úr störfum löggjafarsamkom- unnar, og með því móti átt dijúgan þátt í að móta neikvæð viðhorf þjóð- arinnar til Alþingis. Nú er margt aðfinnsluvert við starfshætti og skipu- lag Alþingis, en forsætisráðheira hefur aldrei með sannfærandi hætti getað útskýrt hversvegna honum er svona uppsigað við þingið; þaðan af síður hefur hann komið með tillögur til úrbóta. Trúnaður til sölu Kyndugt það uppátæki Björns Bjamasonar útvarpsmálaráðherra að skipa Pál Magnússon, nokkra krakka og Akureyring í nefnd um firamtíð Rík- isútvarpsins. Krakkamir eru úr Heim- dalli, Akureyringurinn er Akureyringur en PáU er eins og kunnugt er yfirmaður klám- og ofbeldissviðs hjá Islenska Ut- varpsfélaginu - þegar hann starfaði sem fréttamaður hjá ríkisfjölmiðhnum gat hann sér hins vegar einkum orð fyrir einarða baráttu sína í því brýna réttlætismáli að fá að auglýsa bindi. Jón Olafsson, sem er yfirmaður Páls, kvað tillögur nefndarinnar viturlegar og mátti á honum skilja að ánauð væri létt af Ríkisútvarpinu að þurfa ekki að standa í veraldlegu stússi eins og aug- lýsingum, en sjálfur er hann vafalaust tilbúinn að taka á sig þann kross. Vikupiltar Þetta er viskulegt, eins og mamma myndi segja. Kannski myndu tillögurnar ekki hljóma illa ef til væri önnur íslensk sjónvarpsstöð. Svo er ekki. Og kannski tillögumar myndu ekki hljóma svo vit- lausar ef ekki væri borin von að stofn- unin myndi nokkum tfmann fá allar þær tekjur af nefskatti sem henni bæri samkvæmt lögum. Hér á Iandi stendur framkvæmdavaldið aldrei við það sem löggjafarvaldið ákveður - og raunar hefur Ríkisútvaipið iðulega verið svift tekjstofnum sem því höfðu verið eymamerktir. Útkoman yrði að sjálf- sögðu sú að stofnunin yrði enn frekar fjársvelt og dagskrá þess meira og minna keypt af stofnunum og félaga- samtökum úti í bæ og Jón Ölafsson sæti einn að öllum sjónvarpsauglýsing- um, að vísu með slettu og slettu til hins kanasjónvarpsins, sem Mogginn rekur. Kyndugt uppátæki hjá Birni. Og óheppilegt því Ríkisútvarpið er illa statt efitir margra ára afskipti Sjálfstæð- ismanna af stofnuninni, en sjálfstæði hennar og óhæði virðist þeim fyrir- munað að skilja eða sætta sig við, og hafa ráðskast með hana eins og komm- únistaflokkur, telja Ríkisútvarpið eitt- hvað á sínum vegum. Það er brýnt að losa þessa stofnun við afskipti stjóm- málamanna, leggja niður hið fráleita útvarpsráð þar sem sitja fávísar silki- húfur utan úr bæ og skipta sér af mannahaldi og dagskrá án þess að hafa annað til þess unnið en að starfa ötul- lega tyrir flokka sína íyrir kosningar. Að fá að setjast í útvarpsráð virðist hér á landi sams konar umbun og sendi- herraembætti eru í Bandaríkjunum. Við eigum enn eitir að súpa seyðið af síðustu afskiptum ráðsins af málum sem því koma ekkert við, en öllum er í fersku minni þegar það heimtaði að sendur yrði söngvari í Evróvision- keppnina, og þar með var peningurinn búinn fyrir það árið til dagskrárgerðar. Þetta mun hafa skeltilegar afleiðingar, þvt martröðin 'mun rætast: lagið Skúb- bídú er svo bjánalegt á einhvetja evr- ópska vísu að það mun sigra. Það er brýnt að losa stofnunina und- an tengslum við atvinnulífið svokall- aða - afleggja kostunina. Það er brýnt að gera sjónvarpið að menningarstofn- un sem landsmenn geta treyst, og kom- inn er tími til að losa rás tvö undan þeirri byggðastefnukvöð að fólk t dreifðum byggðum landsins þurfi að heyra það nýjasta í poppi - eins og það hafi ekki nóg tækifæri til þess með Geirmund á annarri hverri þúfu - getur hann ekki tekið að sér rappið líka íyrir það? Rás tvö. Hún er óneitanlega svolítið íhaldssöm, sem er skrýtið einkenni á slíkri stöð. Rás tvö er svo stöðnuð að hún er eins og gamla herbergið hans Stefáns Jóns Hafstein ef ntamma hans hefði varðveitt það með öllu dótinu eft- ir að hann flutti að heiman, öllu skemmtilega dótinu, nema nú væri ryk og köngulóarvefur sest á það og hann væri sjálfur löngu farinn. Því að hann er farinn. Og ýmsir af bestu sonum rá- sinnar líka: Skúli Helgason og Þor- steinn J. Vilhjálmsson svo að tveir þeir vöskustu séu nefndir. Fyrir vikið vant- ar rás tvö það bit sem ætti að vera sjálf- ur tilverugrundvöllur hennar og fylgdi Stefáni Jóni. Meinlaust skvaldur og þjóðarsálin alsett köngulóarvef þar sem alltaf þegar maður kveikir á henni skal vera óðamála Steingrímur l.m.n.o.einn- igp. Sigurðsson. Dagskráin er eins og allir starfsmennirnir séu frammi að horfa á sjónvr.pið milli skyldubund- inna kynninga. Ríkisútvarpið heitír til þessa byggst á einhvers kr ir sáttmála þjóðar og stofnunar; þjóðin lagði við hlustir og starfsmenn stofnunarinnar lögðu sig alla fram um að segja satt og rétt frá og vanda sig við framsetningu máls vegna þess að menn töldu að þjóðin væri að hlusta og þjóðin treysti þessum starfs- mönnum. Það skapaðist gagnkvæmur trúnaður og enn er þessi sáttmáli í fullu gildi á rás eitt og á fféttastofum útvarps og sjónvarps. Þessi trúnaður beið hnekki í tíð Hrafns Gunnlaugssonar þegar Baldur Hermannsson tók að búa til myndskreyttar kjallaragreinar með marxískum söguskýringum qg frjáls- hyggjuboðskap. En harih roinaöi ekki því þetta var bára Báldur að blaðra og Islendingar hafa állfaf háff gaman af blaðri. Þessi trúnaður milli þjóðar og stofn- unar mun hins vegar bresta ef lengra verður haldið áfram á þeirri braut að selja aðgang að þeirri auðlind sem þessri trúnaður er. Það ber æ meira á því í dagskrá sjónvarps að félagasam- tök, fyrirtæki og stofnanir láta gera skjallmyndir um sig og selja síðan sjónvarpinu. Nú er verið að endursýna áróðursmyndir fyrir landbúnaði sem gerðar em á vegum bændasamtakanna. Nýlega hófst þáttaröð á vegum verk- fræðingafélagsins sem tjallar um það í löngu og seigfljótandi máh hversu þeir séu æðislegir. Happdrætti Háskólans keypti sér heilan skemmtiþátt og heilan Hemma Gunn, sem er frábær sjón- varpsmaður og ætti ekki að þurfa að standa í þessu skrumi. Umsvif auglýs- ingadeildar RÚV virðast hafa farið stjómlaust úr böndunum með tilkomu samkeppni og afsiðun sem henni fylgdi og nú er svo komið að fyrir- ferðamestar í auglýsingatímum eru auglýsingar um auglýsingar Ifá auglýs- ingadeildinni. Þar sem verið er að segja: Hæ hó! fullt af fólki verður að horfa! Auglýsið! Hæ hó! Trúnaður til sölu! Þetta er viskulegt. ■ Nýjasti kaflinn í köpuryrðasögu Davíðs gagnvart þinginu birtist í Tímanum í gær. Þar sagði hann að stjómarandstæðingar sýndu Alþingi lítilsvirðingu með því beijast af alefli gegn vinnumarkaðsffumvörpum ríkisstjómarinnar. Orðrétt segir í blaðinu: „Forsætisráðherra segir að það afli stjómarandstæðingum ekki virðingar útávið að tala í tvo til þijá tíma fyrir tómum þingsölum. Hann segir það hinsvegar ekki trafla störf annarra þingmanna, þótt stjómarandstæðingar veiji löngum stundum í ræðustól Alþingis gegn fmmvörpum ríkisstjómarinnar.“ Hvað hefur stjómarandstaðan verið að tala um? Hún hefur verið að tala gegn fmmvörpum sem fela í sér stórkostlega skerðingu á réttindum launamanna og verkalýðshreyfingar. Stjómarandstaðan - í samvinnu við hreyfmgu launþega - hefur gert sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að stigið verði skref áratugi aftur í tímann. Stjómarandstæðingar hafa reynt að verjast atlögu ríkisstjómar Davíðs Oddssonar að lýðræði og frelsi launamanna. Þetta hefur stjómarandstaðan á Alþingi gert samkvæmt þeim leikreglum sem gilda. En leikreglur lýðræðisins em forsætisráð- herra ekki mjög að skapi - Davíð Oddsson afgreiðir það einfaldlega sem óvirðingu þegar fjórir stjómmálaflokkar, gervöll verkalýðshreyf- ingin og þorri landsmanna em honum ósammála. ■ m a Atburðir dagsins 1457 Bjöm ríki Þorleifsson, 49 ára höfðingi á Skarði, sleginn til riddara og falin hirðstjóm á Islandi. 1510 Listmálarinn San- dro Botticelli, einn mestur snillingur heims um sína daga, deyr í fátækt í Flórens. 1861 Fyrsta litijósmyndin sýnd í Lundúnum. 1901 27 manns drukknuðu með skipi sem sökk austur af Heimaey. Einum manni var bjargað. 1942 Ólafur Thors myndar fyrstu ríkisstjóm sína af fimm. 1959 Fyrsti landsleikur íslendinga í körfu- bolta; gegn Dönum í Kaup- mannahöfn. 1966 Tískubúðin Karnabær opnar í Reykjavík. 1978 Líkkista Charles Chaplins kemur í leitirnar; henni var rænt úr svissneskum kirkju- garði 10 dögum áður. Afmælisbörn dagsins Erik Satie 1866, franskur tón- smiður. Dcnnis Hopper 1936, bandarískur leikari. Grace Jo- nes 1955, poppstjarna frá Ja- mæka. Ræða dagsins Tækifærisræður eru sjaldnast pappírsins virði sem þær eru skrifaðar á. Leslie Henson. Annálsbrot dagsins 12. Septembris sofnaði hægt og vel sú heiðurs kvenpersóna Halldóra Guðbrandsdóttir, lá karlæg nokkur ár, 85 ára, fag- urt ljós þessa lands af guð- hræðslu og ölmusugjöfum. Seiluannáll 1658. Málsháttur dagsins Flest fýsir sælan, og snúðu þér upp, Imba mín. Ast dagsins Ekkert á jörðinni er eins yndis- legt og sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri um nótt á vori, þegar hestamir em sofn- aðir í túnunum. Halldór Laxness; Salka Valka. Orð dagsins Tœkifœrið gríptu greitt, giftu mun það skapa, jámið skaltu Itamra heitt, að liika er sama og tapa. Steingrímur Thorsteinsson. Skák dagsins í hugum margra skákmanna jafnast ekkert á við að fórna drottningunni fyrir mátsókn. í skák dagsins hefur Arachamia svart og á leik gegn Sadler, og þótt hvítur láti ófriðlega og hóti öllu illu knýr svartur fram snotran vinning. rm ptD'rij Íf n m PC4 ípgj 1 li km !pi 1 i pjj i || 1 n l2taa Svartur leikur og vinnur. 1. ... Dg5!! 2. Rf6+ Drottning- in er friðhelg, ella mátar svart- ur snarlega. 2. ... Hxf6 Leikn- um er lokið: hvítur gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.