Alþýðublaðið - 31.05.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 31.05.1996, Qupperneq 5
FOSTUDAGUR 31. MAI 1996 ALÞYÐUBLAÐIÐ e n n ■ Það var ekki að sjá að sjómannadagurinn væri í nánd á kæjanum í gær þegar Einar Óla Ijósmyndari og Jakob Bjarnar Grétarsson voru þar á ferð í gær. Satt best að segja dauflegt um að litast. Þeir rákust þó á tvo saltstorkna sjóara sem sátu á Grandakaffi, sötruðu kaffi og lágu ekki á skoðunum sínum Allir hrifnir af sjómönnum Þorgils Þorgilsson og Óttar Överby bæði róa á Mána ÍS 59 og eiga hann. „Við gerum þetta út. Hásetar og skipstjórar. Hann er skipstjórinn og ég er blókin," segir Óttar. Þeirfélagar koma víða við í spjalli við blaðamann Alþýðublaðsinsen efst í huga þeirra er misréttið sem þrífst í kringum kvótabrask. Hér fara bútar úr því sem flaug yfir borðið á Grandakaffi. Sjómannadaginn hátíðlegan? Jú, ætli við tökum ekki rúnt um höfnina á bátnum eða eitt- hvað. Við vorum að fá hann úr klössun. Þetta er náttúrlega okkar hátíðisdagur - eins og jólin hjá hinum. Áður fyrr var það bara sunnudagurinn. Þegar maður var á togurunum var komið í land á sunnudagsmorgni og við höfðum þennan eina dag. í seinni tíð hefur þetta breyst og laugardagurinn kominn inní. Þetta er orðin helgi. á sjómannadaginn V Við erum báðir búnir að vera á sjó alla okkar ævi, byrjuðum fjór- tán ára. Það kom ekkert annað til greina. Maður kláraði sína skyldu í skóla og svo fór maður í ævin- týramennskuna. Hvort að það sé munur á sjó- mönnum í höfuðstaðnum og úti á landsbyggðinni? Nei, þetta er allt það sama. Við höfum verið að róa héðan núna og þetta hefur mikið breyst. Það er miklu minna líf hér nú en var. Þetta er bara dauði hér á kvöldin. Það var miklu meira fjör. ið fiskuðum fyrir 8 millj- ónir á skömm- um tíma. 5 millj- ónir af því fóru í kvótakaup. Við höfum svona lágmarkslaun út úr því sjálfir. Það eru komnir sægreifar inní krókakerfið líka. Menn fá ekkert vinnu. Ég gekk hér um atvinnulaus í ár og ekkert að hafa. Maður verður bara að fara í útgerð og gera út undir sig sjálfur til að hafa eitthvað að gera. Það er ekkert hlaupið í nein djobb. Þetta er orðið svoleiðis á togurunum að menn mega ekki segja eitt einasta orð þá eru þeir reknir í land. Út- gerðarmenn eiga orðið auðlindina. Þeir segja bara maður kemur í manns stað. Ef menn eru með ein- hvern kjaft þá geta þeir bara tekið pok- Kvótakerfið er allt að drepa. Það má ekkert orðið gera. Við viljum sjá þetta eins og var áður, sóknardagakerfið. Þetta er orðið svo bundið. Ef þú átt engan þorsk þá ertu stopp og verður að henda því í sjóinn. Það er ekki hægt að fara út á sjó og veiða eina tegund fyrir sig. Þetta er komið á svo fáar hendur. Ég er hrifinn af þessu kerfi sem kratarnir boða. Auðlindarskattinn. Það er betra að borga þjóðinni þennan pening helduren einhverj- um útgerðarmönnum eða lögfræð- ingum útí bæ. Það eru margir aðilar sem eiga orðið kvóta sem aldrei hafa komið til sjós. Sitja bara á skrif- stofu hérna í Reykjavík og taka á móti peningunum. Jú, það má finna sam- stöðu meðal þjóðar- innar á þessum degi. All- ir voðalega hrifnir af sjó- mönnum á sjómanna- deginum. Annars ekki, auk þess sem það er ósamstaða meðal sjó- mannanna sjálfra. Menn eru á mismunandi kerf- um og það er rígur þar á milli. LÍÚ vinnur algjör- lega á móti smábátum og þannig útgerð. Þeir sjá ekkert nema togara. Þorgils Þorgilsson og Óttar Överby: Það eru margir aðilar sem eiga orðið kvóta sem aldrei hafa komið til sjós. Sitja bara á skrifstofu hérna í Reykjavík og taka á móti peningunum. Við mundum nú kannski ekki tala svona ef viö ætt- um kvóta. Þetta erfyrirtaks bisniss, langbesta fjárfestingin. Þú kaupir kannski eitt tonn af þorski á 500 þúsund og leigir það á ári á 95 krónur kílóið. Bát- arnir fá enga fyrirgreiðslu. Það er alltaf spurt hvað sé mikill kvóti á bátnum. Þú getur ekkert veðsett bátinn. Það verður að veðsetja kvótann ef þú ferð í banka eða lánastofnun. Báturinn er einskis virði. Þeir ríkari verða rikari. Ég segi kannski ekki að kvótakerfið sé tómt píp. Það er framkvæmd- in á því. Að þeir stóru sem eiga peninginn geti i keypt upp heilu byggðalögin og lagt þau í rúst?! Annars fer þetta að lagast núna. Þeir eru þúnir að auka kvótann og þá fer kvóta- verðið að lækka. Það er nú það sem við höngum í þó að við séum kvótalausir. Þegar þeir fara að bæta 30 - 40 þúsund- um við þorskinn. Það lækkar náttúrlega ekki kvótaverðið ef þeir fara bara að veiða þetta heima þeir sem eiga kvótann. Það sem hefur bjargað okkur er Smuguveiði. Það eru þeir sem eru að leigja kvóta. Ann- ars væri ekkert til. Við vorum að róa og það sem bjargaði okkur var að stærsti fiskur- inn var hérna fyrir utan Hvalfjörðinn og Kjalarnes- ið. Við erum að fara á kola- net. Svo förum yfir á snur- voð fyrir vestan. Við lentum í óláni. Það var öllum tækjum stolið úr bátnum hjá okkur. Tæki uppá hálfa millj- ón. Allt ótryggt. Ja, tryggingarnar bjarga okkur kannski eitt- hvað. Við ætluðum að vera komnir af stað. Þetta er búið að taka okkurviku- 10 daga. Nei, við vorum að koma úrslipp. Búnir að vera í slipp hátt í mánuð. Það er búið að klassa hann alveg upp. Við þurf- um ekki að hugsa um það næstu tvö árin. Fiski er hent í stórum stíl. Maður hefur orðið vitni af því. Þegar þú þarft að leigja kvóta fyrir 90 krónur þá kemur þú ekkert með fisk í land sem þú færð kannski 60 krónur fyrir. Þú verður að koma með stóra fiska sem þú færð 120 krónur fyrir. Snurvoðarbátar og aðrir eru að róa eftir pöntun. Þeir vilja bara fá átta kílóa fisk, ekkert fyrir neðan það, hinu er hent. Þetta er staðreynd. Núna er mönnum skaffað það sem þeir mega veiða og þurfa ekki að sýna neinar hetjudáðir. Þeirfara út þegar gott er veður og ná í sína titti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.