Alþýðublaðið - 31.05.1996, Page 11
FÖSTUDAGUR 31. MÁfTð96 3 ALÞÝÐUEíUADlÖ' if
unmii™
■ Mestu stríðsglæpir í sögu Evrópu frá tímum seinni heimsstyrjaldar áttu sér stað í Bosníu. En
þeir sem ábyrgðina bera ganga lausir og alþjóðasamfélaginu virðist standa á sama
r
A að gleyma stríðsglæpum?
Sumarið er að koma til Bosníu.
Og þá einnig til Srebrenica sem um-
kringt er skógi vöxnum hlíðum og
þröngum dölum. En sumarið fær
ekki bætt fyrir syndimar og minnis-
merki hryllingsins eru fyrir augum
þeirra sem leið eiga um svæðið. Þar
liggja beinagrindur hundruða músl-
íma, óbreyttra borgara og hermanna,
sem Bosníu Serbar gerðu fyrirsát og
höfðu ekki fyrir að grafa. Þar er
einnig að ftnna grafir á annað þús-
und múslíma sem Bosníu Serbar
tóku af lífi. Þúsundir íbúa Srebrenica
hafa ekki fundist og ekki þarf mikil
hyggindi til að ráða í örlög þeirra.
Þrátt fyrir vitneskjuna um fjölda-
morðin í Srebrenica eru einungis
tveir hermenn úr aftökusveit Bosníu
Serba í haldi hjá Stríðsglæpadóm-
stóli Sameinuðu þjóðanna í Haag.
Þeir eru þar vegna þess að þeir vildu
játa glæpi sína og einnig vegna þess
að það þjónaði hagsmunum Slobod-
an Milosevic, forseta Serbíu, að láta
líta út fyrir að hann ætti gott sam-
band við dómstólinn og fylgdi þarm-
eð ákvæðum Dayton friðarsam-
komulagsins.
Drazen Erdemovic, annar morð-
ingjanna, sem er hálfur Króati, telur
að tólf hundruð karlmenn frá Sre-
brenica hafi verið skotnir í drápsher-
ferð Bosníu Serba þann 20. júlí
1995. Erdemovic segir að nokkur
fómarlambanna hafi verið mjög ung,
sextán eða sautján ára, en þeir elstu á
sextugsaldri. Fómarlömbin vom flutt
í bílum frá Srebrenica. Margir grát-
báðu um miskunn en á þá var ekki
hlustað. „Þvi' miður,“ sagði Er-
demovic við mann sem sagðist eitt
sinn hafa hjálpað nokkmm Serbum á
flótta og hafði nöfn þeirra og síma-
númer til að sanna mál sitt. „Yfir-
maðurinn vill ekki að við skiljum
eftir eitt einasta lifandi vitni“.
Aftökusveitin hélt uppi stöðugri
skothríð allan daginn, þar til hún var
nær örmagna af þreytu. Jarðýtur sáu
svo um að koma líkunum undir
mold. í hervagni, á leið frá aftöku-
staðnum urðu hemiennimir dmkknir.
„Þeir sungu hástöfum," sagði Er-
demovic. „Ég var þögull".
Ábyrgð Mladics
og Milosevics
Dómstóllinn í Haag hefur byggt
mál sitt á vitnisburði þeirra sem
komust lífs af frá hildarleiknum og
hefur birt ákæru á hendur yfirmönn-
um Bosníu Serba.
Höfuðpaurinn er Ratko Mladic,
hershöfðingi Bosníu Serba, en hann
fyrirskipaði árásina á Srebrenica.
Hurem Suljic, múrari, sem komst lif-
andi frá fjöldaaftökunum, vegna þess
að lík féll á hann og skýldi honum,
segir að Mladic hafi staðið í fjórtán
metra fjarlægð frá sér þegar aftök-
umar hófust.
Mladic sýndi óvenjulega
óskammfeilni í samskiptum sínum
við Sameinuðu þjóðirnar. Þann 17.
júlí, nokkrum dögum eftir að hann
var viðstaddur fjöldaaftökur, þar sem
tæplega tvö þúsund manns kann að
hafa verið slátrað, neyddi hann Ro-
bert Franken yfirmann hollensku
friðargæsluliðanna í Srebenica til að
undirrita yfirlýsingu þess efnis að
brottflutningi flóttafólks frá Srebren-
ica væri framfylgt samkvæmt reglum
Genfars samkomulagsins.
Þann 19 júlí tilkynnti hann Rupert
Smith, yfirmanni Sameinuðu þjóð-
anna í Bosníu að „séð hefði verið um
Srebrenica á viðeigandi hátt“ og
hann hefði persónulega haft umsjón
með flutningunum. Staðreyndin var
sú að hann hafði fyrirskipað að „-
hreinsa til og drepa“.
Tíu mánuðum eftir fjöldamorðin í
Sbrebrenica er Mladic frjáls maður.
Á Vesturlöndum láta menn sig
stríðsglæpi litlu varða og vamarher-
sveitir NATÓ eru örugglega ekki í
þann veginn að knýja dyra við híbýli
hans.
Þögn Vesturlanda um Srebrenica
er kaldhæðnisleg. Meðan Mladic
stjómaði árásinni á svæðið var vest-
rænum ríkisstjómum fullkunnugt um
að hann naut hernaðarlegrar sam-
vinnu við stjórnina í Belgrad sem
samþykkti aðgerðir hans, þótt opin-
berlega væri látið í veðri vaka að
engin tengsl væm þar á milli.
Milosevic hefur harðlega neitað
að bera nokkra ábyrgð á atburðunum
í Srebrenica og ríkisstjómum Vestur-
landa er ekki sérlega um að þvinga
hann til játninga, nú þegar þær telja
hlutverk hans felast í því að halda
friði í ríkjum fyrmm Júgóslavíu. En
Haag dómstóllinn hefur sankað að
sér sönnunargögnum sem staðfesta
að júgóslavneski herinn, undir stjóm
Momcilo Perisic hershöfðingja, hafi
skipulagt aðgerðirnar í Srebrenica
með samþykki Milosevic.
Dagskipunin: „Drepið"
I mars síðastliðnum heimsótti Ma-
deleine Albright, fulltrúi Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum, sa-
myrkjubú í grennd við Pilice þar sem
Erdemovic viðurkennir að hafa tekið
þátt í fjöldamorðum á um tólf hundr-
uð karlmönnum. „Ó, Guð, þetta er
sannarlega hræðilegt," sagði hún
brostinni röddu þegar hún leit á illa
farin líkin. „Þetta er viðbjóðslegt.
Ótrúlegt. Þetta er skelfilegasta sjón
sem mætt getur manneskju."
í bakgmnni mátti sjá Rauður húf-
urnar, hermenn úr öryggislögreglu
Serbíu, sem falið hafði verið það
hlutverk að gæta öryggis hennar.
Albright vissi ekki að hersveitir úr
þeirri deild tóku þátt í þjóðarhreins-
unum í Srebrenica.
Sjónarvottur segja að Rauðu húf-
urnar hafi gert múslímskum flótta-
mönnum fyrirsát nálægt þorpinu
Konjevic Polje og tekið þá af lífi í
hundraðatali. f Kravice, þorpi í ná-
grenni Srebrenica, voru hundruðir
múslíma lokaðir inni í vöruhúsi og
brytjaðir niður. Eftir slátrunina vom
loft og veggir þakin blóði og heila-
sellum.
Rauðu húfurnar sem létu til sín
taka í Konjevic Polje eru hluti af
deild sem stofnuð var af Jovica Stan-
isic, hinum volduga yfirmanni leyni-
lögreglunnar í Serbíu, sem er hægri
hönd Milosevics. Þegar haft er í
huga hversu náið samband er á milli
þeirra tveggja væri furðulegt ef Mi-
losevic hefði ekki verið kunnugt um
aftökurnar. Jafnvel þótt hann hefði
ekki persónulega fyrirskipað þær, og
engar sannanir em fyrir því, þá hefði
verið í hans' valdi að fá Stanisic og
júgóslavneska herráðið til að stöðva
þær,“ segja vestrænir fréttaskýrend-
ur. í herdeildum Bosníu Serba og
Serba sem lögðu til atlögu við Sre-
brenica voru um fimm þúsund her-
menn og þeim var greinilega fjölgað
í eftirleiknum. Eftir að hafa lagt und-
ir sig svæðið eltu þeir, dögum sam-
an, um tuttugu þúsund múslíma sem
voru á flótta. Serbar beittu öllum
þeim afla sem kostur var á, þar á
meðal sérsveitum frá Serbíu.
Fyrirskipun þeirra, samkvæmt
vestrænum heimildum, var að drepa
alla sem þeir næðu til. Verðlaunum
var heitið fyrir hvem þann múslíma
sem drepinn var. Jafnvel bömurn var
miskunnarlaust slátrað. Dagskipunin
var ætíð ein og hin sama: „Drepið“.
Verðlaunum var heitið
fyrir hvern þann músl-
íma sem drepinn var.
Jafnvel börnum var
miskunnarlaust slátr-
að. Dagskipunin var
ætíð ein og hin sama:
„Drepið".
Alþjóðasamfélagið
ypptir öxlum
Dómstóllinn í Haag starfar sam-
kvæmt sömu reglum og Nuremberg
stríðsglæpadómstóllinn. Hann hefur
vald til að ákæra yfirmenn í hemum
og valdamenn sem tekið hafa
ákvarðanir sem leiddu til stríðs-
glæpa, en voru ekki beinir þátttak-
endur í aðgerðum. En meðan ríkis-
stjórnir Vesturlanda og NATÓ láta
eins og þeim koma þessi réttarhöld
ekki við leggur dómstóllinn allt kapp
á að háttsettum mönnurn í her Bo-
sníu Serba og yfirmönnum þeirra
verði refsað.
Richard Goldstone, aðalsaksókn-
ari segir: „Sögunnar vegna er mikil-
vægt að draga leiðtogana til ábyrgð-
ar.“ Dómstóllinn tilkynnti í síðustu
viku að hann ætlaði að gefa út al-
þjóðlega handtökuskipun á hendur
Mladic og Radovan Karadzic, leið-
togum Bosníu Serba, þar sem þeir
eru sakaðir urn glæpi gegn mannkyn-
inu.
En það er til skammar að tíu inán-
uðum eftir mestu stríðsglæpi í sögu
Evrópu frá lokum seinna stríðs, skuli
alþjóðasamfélagið einungis geta gert
grein fyrir örlögum nokkur hundruða
af þeim sjö eða áttaþúsund einstak-
lingum sem saknað er frá Srebrenica.
Þeir sem bera ábyrgð á dauða þeirra
og hvarfi ganga lausir. Meðan ætt-
ingjar þessa fólks grátbiðja um svör
er engu líkara en alþjóðasamfélaginu
standi á sama. ■
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
Kjör forseta íslands
29. júní 1996.
Ráðuneytið vekur hér með athygli á nokkrum atriðum
(tímasetningum) er varða undirbúning og framkvæmd
kjörs forseta íslands 29. júní 1996.
1. Kjörskrár skulu gerðar og miðað við skráð lcgheimili í
sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár laugardag-
inn 8. júní.
2. Sveitarstjórnir skulu leggja kjörskrár fram almenningi
til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 19. júní.
3. Osk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúk-
dóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist kjör-
stjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi laugardaginn 22. júní.
Slík atkvæðagreiðsla má ekki fara fram fyrr en laugar-
daginn 8. júní.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 29. maí 1996
Ungir jafnaðarmenn
Helgina 28.-30. júní 1996 verður aðalfundur FNSU
haldinn í Bommersvik í Svíþjóð. SUJ á þar fimm full-
trúa og eru laus þrjú sæti. Ahugasamir geta nálgast
umsóknareyðublöð á skrifstofu sambandsins, Hverfis-
götu 8-10, 2. hæð. Skilafrestur er til 7. júní. Þeir sem
verið hafa virkir í starfsemi SUJ ganga fyrir.
Framkvæmdastjóri