Alþýðublaðið - 06.06.1996, Side 1

Alþýðublaðið - 06.06.1996, Side 1
■ Valgerður Sverrisdóttir segir klúður þingforseta orsök þess að frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur var tekið af dagskrá þingsins Tek ekki við neinum slettum frá Valgerði -segir Ólafur G. Einarsson forseti Alþingis. „Það urðu mistök hjá forsetum þingsins," sagði Valgerður Sverris- dóttir þingflokksformaður Framsókn- arflokksins í samtali við Alþýðublaðið í gær, þegar hún var innt eftir því hvers vegna frumvarp Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra var tekið af dagskrá Alþingis í fyrrakvöld. Mikla athygli vakti að ekkert samráð var haft við Ingibjörgu um málið, og var hún mætt í þingsal til að mæla fyr- ir frumvarpi sínu um samstarfsráð sjúkrahúsanna í Reykjavík en þess í stað var frumvarp um úthafsveiðar tekið fyrir. Frumvarp Ingibjargar fékkst ekki afgreitt á þinginu og var sett í nefnd. „Það var verið að skipta um forseta á vaktinni og þau mistök urðu að ekki var rætt við ráðherrann um hvort hún féllist á að málið yrði tekið út af dag- skrá eða að því yrði frestað,“ segir Valgerður. „Sturla Böðvarsson var að skipta við Ragnar Amalds og svo var Ólafur G. Einarsson forseti líka að Valgerður Sverrisdóttir: Sturla Böðvarsson var að skipta við Ragn- ar Arnalds og svo var Ólafur G. Ein- arsson forseti líka að skipta sér af þessu þannig að það varð hálfgert klúður. skipta sér af þessu þannig að það varð hálfgert klúður." Þegar þessi ummæli voru borið undir Ólaf G. tók hann þau óstinnt upp. ,,Ég mótmæli því algerlega. Al- gjörlega hreint. Þetta líkar mér mjög illa að heyra frá Valgerði og mótmæli því alfarið," sagði Ólafur. „Það er enginn ágreiningur milli forseta þings- ins og varaforseta um meðferð máls- ins. Málið var á dagskrá og það lá allt- af ljóst fyrir að það var algjör andstaða við að taka málið til umræðu. Þegar ég er að tala um algjöra andstöðu þá er ég að tala um þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar. Forseti þings- ins, sem ræður dagskránni, tekur mið af slíkum viðbrögðum. Þegar hann er að reyna að ljúka þingi á tilteknum tíma þá metur hann stöðuna. Ég mat stöðuna þannig að það væri ekki rétt að setja málið í umræðu. Það myndi setja öll önnur mál, sem voru nú al- deilis áhugamál einstakra ráðherra, þar á meðal Framsóknarflokksins, sett í hættu. Þetta mat getur ekki verið í höndum annars en forseta þingsins. Og það er enginn misskilningur milli forseta þingsins og varaforsetanna. Enginn." Um það er rætt meðal stjómarand- stöðuþingmanna að þetta sé dæmigert fyrir samstarf ríkisstjómarflokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn valti yfir Fram- sóknarflokkinn þegar honum býður svo við að horfa. Alþýðublaðið spurði Valgerði hvort ekki væri einsdæmi að mál væm afgreidd með þessum hætti og hún taldi svo vera. „Það er bara sjálfsögð kurteisi. Þó að forseti stjómi fundi og hafi þannig mikil völd þá á að tala um svona hluti við viðkomandi ráðherra." Valgerður segir jafnframt að þetta hafi verið klaufalegt. Ólafur G. Einarsson segir hins vegar fjarri lagi að slík afgreiðsla sé einsdæmi. „Það er alrangt. Þingfor- setinn er eini maðurinn sem getur metið þetta. Það er spuming um sam- skipti milli manna hvort hann ber það Arnór Benónýsson um Galdra-Loft - bls. 2 Afhverju eru launin á íslandi svona lág? - leiðarinn bls. 2 Júrgen Klinsmann skrifar um stjörnurnar í Evrópukeppninni - og snillingana sem voru skildir eftir heima - bls. 4 Einar Örn, listahátíð og snobbhænsnin - bls. 7 ■ Rannveig Guðmundsdóttir á Alþingi vegna skýrslu um laun á íslandi og í Danmörku Vill rannsókn á lífskjörum ein- stakra stétta Rannveig: Við skuldum þeim sem báru þungann af þjóðarsátt- inni að arðurinn af hagvextinum skili sértil þeirra. „Við höfum nú fengið samanburð á kjömm milli landa, en við höfum ekki fengið samanburð innbyrðis milli stétta. Við höfum þessvegna ekki nógu skýra mynd af því hverjir bera samneysluna og hverjir sleppa við að leggja sitt af mörkum," sagði Rann- veig Guðmundsdóttir formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, en í gær- morgun var rætt á Alþingi um skýrslu forsætisráðherra um laun og lífskjör á íslandi og Danmörku. f samtali viðA/- þýðublaðið sagði hún skýrsluna að mörgu leyti gagnlega en að hún segði alls ekki alla söguna um lífskjör á ís- landi. Rannveig sagði að vitanlega kæmi ekkert fram í skýrslunni um sam- þykktir stjómarmeirihlutans á Alþingi síðustu vikur. „Eftir tvö til þrjú blasir við að hvað gerist eftir þær breytingar á ávöxtun af arði sem ekki er launa- mannsafkoma. Það er verið að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu og þessvegna mun Alþýðuflokkurinn strax í haust fara fram á skýrslu um hfskjaradreifingu milli stétta á íslandi annarsvegar og í Danmörku hinsveg- ar,“ segir Rannveig. Sjá baksíðu undir viðkomandi ráðherra eða þing- flokksformenn eða aðra. Það er allur gangur á slíku. Samskipti um einstök mál gerast ekkert endilega milli for- seta þingsins og viðkomandi ráðherra heldur þingflokksformannsins og við- komandi ráðherra. Þannig að ég tek ekkert á móti einhveijum slettum frá Valgerði út af þessu. Ef einhver átti að gera ráðherranum grein fyrir málinu þá var það Valgerður en ekki ég.“ r Islenskir kaþólikar í pólska sjónvarpinu f kvöld verður sýnd í pólska sjón- varpinu mynd um Karmelítaklaustr- ið í Hafnarfirði, en framleiðandi myndarinnar er Interland 2000 AB sem er í eigu íslendingsins Einars Þorsteinssonar í Uppsölum. Myndin hefur verið sýnd gagnrýnendum í Póllandi og hlotið lofsamlega um- fjöllun. 6. júní er Corpus Christi, rómversk-kaþólskur hátíðisdagur til dýrðar kvöldmáltíðarsakramentinu. Handrit og stjórn annaðist Pól- verjinn Krzysztof Grabowski og landi hans Witold Oklek var töku- maður. Hljóðmaður var Steingrímur Þórðarson, klippingu annaðist Grzegorz Piotrowski. Alla tónlist í myndinni syngja nunnurnar í klaustrinu, en hún er meðal annars eftir Eyþór Stefánsson, Þórarin Guðmundsson og Gretu Scheving. f myndinni koma meðal annana fram Sigurður Pétur Harðarson, Árni Gunnlaugsson, Helgi Helgason, Jó- hanna Long og Gunnar Eyjólfsson. Pállá Húsafelli á Laugarnesi Á laugardag opnar Páll Guðmundsson á Húsa- felli sýningu í Sigurjóns- safni, og er sýning hans hluti af Listahátíð í Reykjavík. Páll á Húsafelli er einn frumlegasti lista- maður okkar af yngri kyn- slóðinni og í blaðinu á morgun segir hann frá sjálfum sér og steinlista- verkum sinum. I Sagnfræðingar takast á Kemursagnfræðin almenningi ekkert við? Brynhildur Ingvarsdóttir: Sam- félag sagnfræðinga á ekki að vera lokuð klíka. „Ég geri fyrst og fremst mikla kröfu til þess að menn skrifi góða, fallega ís- lensku. Mér finnst það ekki til of mik- ils mælst,“ segir Brynhildur Ingvars- dóttir sagnfræðingur en hörð gagnrýni hennar í Skírni á íslenska sagnfræð- inga hefur vakið umræður um hvort sagnfræði hér á landi sé lítt aðgengileg almenningi. Brynhildur segir enn- fremur: „Það eru allt of litlar kröfur gerðar til þessa þáttar í sagnfræði- námi. Menn geta fengið skínandi ein- kunn fyrir sagnfræðiritgerð sem er á hörmulegu máli. Það eru röng vinnu- brögð. Háskólinn er æðsta menntaset- ur landsins. Ef kröfur til góðra vimiu- bragða eru ekki gerðar þar hvar á þá að gera þær?“ Alþýðublaðið birtir í dag viðtal við Brynhildi og leitaði auk þess eftir við- brögðum frá sagnfræðingunum Gunn- ari Karlssyni, Jóni Ólafi ísberg, Ingu Huld Hákonardóttur, Jóni Þ. Þór og Má Jónssyni. Brynhildur sagði meðal annars: „Samfélag sagnfræðinga á ekki að verða lokuð klíka þar sem menn loka sig af, helga sér fastmótað svið og skrifast á við aðra fræðimenn, en láta eins og almenningur komi þeirn ekki við.“ Sjá miðopnu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.