Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 s k o ð a n i r 21122. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Auglýsingastjóri Amundi Amundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk íslendingar hafa það fínt. Að meðaltali Miðað við höfðatöluna margfrægu eiga íslendingar fleiri litasjón- vörp en nokkur önnur þjóð í heiminum. Sama máli gegnir um myndbandstæki og einkabflaflotinn tekur öllum öðrum fram. Verð- bólga er nánast engin og atvinnuleysi, þrátt fyrir allt, minna en víð- ast annarsstaðar. Svo Islendingar hafa það fínt. Eða hvað? Skýrsla Þjóðhagsstofnunar um laun og lífskjör á íslandi og í Dan- mörku og fleiri löndum er athyglisverð um margt. Tímakaup á Is- landi er lægra en í flestum löndum sem okkur er gjamast að bera okkur saman við: í hittifyrra var Island þannig í 19. sæti af 24 yfir mánaðarlaun verkafólks í iðnaði eftir skatta og tryggingagjald í OECD ríkjum. Þá leiðir skýrslan í ljós að tekjur hjóna í Danmörku voru 39 prósent hærri en á íslandi, en ráðstöfunartekjur voru þar tæplega 15 prósent hærri. Það sem þó er athyglisverðast - og alvar- legast - við skýrsluna, er hve íslendingar þurfa að hafa mikið fyrir að halda uppi lífskjörum sínum. Islendingur í fullu starfi vinnur að meðaltali 50 klukkusmndir á viku, en Daninn aðeins 39. Þetta stafar vitanlega af því að tímakaupið er miklu lægra hérlendis, en það er aftur skýrt með lítilli ffamleiðni. Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur hefur gert merkilegar saman- burðarrannsóknir á launum á íslandi og Danmörku. í Alþýðublaðinu í dag bendir Gísli S. Einarsson alþingismaður bendir á að niðurstöð- ur hennar eru í öllum meginatriðum samhljóða skýrslu Þjóðhags- stofnunar, en Gísli lagði snemma vors fram frumvarp á Alþingi um lögbindingu lágmarkslauna og byggði röksemdir sínar að vemlegu leyti á rannsóknum Eddu. Hún segir í skýrslu sinni: „Þær skýringar sem helst hafa verið nefndar á lágum launum á íslandi er lág fram- leiðni, einfalt atvinnulíf, skortur á fúllvinnslu, smæð fyrirtækja og markaða og hár flutningskostnaður. Þessar skýringar, og fleira, þarf að skoða nánar. Taka þarf fast á þeim atriðum sem hægt er að breyta og bæta. Strax.“ Edda varpar því líka fram, að svo virðist sem margir hræðist mjög að íslendingar feti í fótspor annarra Norðurlandaþjóða, hvað varðar háar atvinnuleysisbætur, sem letja alþýðu fólks til vinnu - en að hitt heyrist sjaldnar að íslendingar hafí áhyggjur af því að láglaunastefn- an letji íslensk fyrirtæki til framsækni. Gísli S. Einarsson segir í samtali við Alþýðublaðið í dag að í reynd sé verið að niðurgreiða laun fyrir mörg fyrirtæki. Þetta kemur heim og saman við niðurstöð- ur Eddu sem segir í skýrslu sinni: „Það er almennt viðurkennd skoð- un að tengsl séu milli skattkerfis og launastigs þjóða. Spyija má hver sé í raun að borga launin; fyrirtækin eða ríkið? Það má færa rök fyrir því að í samanburði við Danmörku sé íslenska rfldð að niðurgreiða stóran hluta launanna." Meðaltalstölur segja aldrei alla söguna. Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins boðar að hún muni fara fram á rannsókn á lífskjörum einstakra stétta á íslandi og Danmörku. Þeg- ar niðurstöður shkrar rannsóknar liggja fyrir er fyrst hægt að meta hvar þörfin er brýnust fyrir úrbætur og stefnubreytingu. Við umræð- ur um skýrsluna á Alþingi í gær gerði Rannveig líka að umtalsefni hvaða áhrif hinn óhóflegi vinnutími íslendinga hafi á fjölskyldulífið. Um þetta segir hún í viðtali við Alþýðublaðið í dag: „Sú staðreynd að bæði hjón vinna mun meira hér en í Danmörku bitnar á bömun- um og skapar þarmeð erfiðari uppvaxtarskilyrði. Það kemur ekki ffam í þessari skýrslu, fremur en sá vandi sem skapast við umönnun aldraðra og sjúkra hjá yfirkeyrðum og þreyttum fjölskyldum. Al- þýðuflokkurinn hefur lagt fram tillögur um samræmda opinbera fjöl- skyldustefnu. Stefna okkar hefur fengið víðtækan stuðning allra sem um hafa fjallað, en hún hefur ekki fengist afgreidd á Alþingi.“ Lífsgæði verða ekki bara mæld í þeim krónum sem koma uppúr launaumslaginu - fremur en litasjónvörpum eða bifreiðum: það em mannréttindi að veita fólki tækifæri til að sinna og rækta fjölskyld- una. Þessvegna er vinnuþrælkun einsog viðgengst á íslandi mann- íjandsamleg. Það á að vera forgangsmál að bæta lífskjör fólks með þeim hætti að það þurfi ekki að vinna myrkranna á milli. Afleiðing- amar af því yrðu bæði víðtækar og jákvæðar - og myndu áreiðan- lega skila margvíslegum arði. ■ Kraftmikill Loftur Verkefni: Galdra Loftur, ópera í þremur þáttum, byggð á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar Höfundur: Jón Ásgeirsson Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes Leikstjóri: Halldór E. Laxness Leikmynd: Axel Hallkell Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir Lýsing: David Walters Sýningarstaður: íslenska Óperan sjálfum sér. Þriðji þáttur gaf verkinu síðan dramatíska þyngd svo að á heildina litið verður ekki betur séð en Jón hafi skilað afburða góðu verki sem muni lifa um framtíð í íslensku óperulíft. Frammistaða allra söngvaranna var þeim til sóma og enn einu sinni sann- aðist að það er orðið með ólíkindum hversu stóran og góðan söngvarahóp við íslendingar eigum. Að öðrum ólöstuðum er Þorgeir Það hýtur að teljast til stórtíðinda í íslensku listalífi þegar frumsýnd er ópera eftir innlendan höfund, svo fá- tæk er sagan af slíkum listaverkum. Jón Asgeirsson er fullsæmdur af verki sínu og ekki fer hjá því að maður dáist að þeim kjarki og elju sem að baki býr. Með Galdra Lofti hefur Jón skap- að fullburða sjálfstætt listaverk sem vissulega byggir á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, en með því að nota ljóð og brot úr ljóðum Jóhanns gefur Jón sögunni nýja dýpt og fær mann raunar til að velta því fyrir sér hversu nátengd örlög Lofts og saga er lífi og starfi Jóhanns. Sagan af Lofti, skóla- pilti á Hólum, býður uppá mikil dram- atísk tilþrif og þau skortir ekki í verki Jóns og raunar var helst að maður saknaði á köflum hægari og lýrískari þátta, einkum á þetta við um fyrsta þáttinn sem í minningunni verður með einhveijum hætti sístur þáttanna þrig- gja. En annar þátturinn gerði betur en vega það upp, er raunar gullkorn í Leikh ús I Andrésson stjarna sýningarinnar og skilar feikilega erfiðu hlutverki Lofts með glæsibrag. Þóra Einarsdóttir er ung og upprennandi söngkona og frammistaða hennar í hlutverki Dísu, sýnir að þar er mikið efni á ferðinni. Loftur Erlingsson syngur andann eða samvisku Galdra Lofts og gerði það afburðavel. Þá var leikur hans með miklum ágætum Leikstjóm Halldórs E. Laxness er ekki fyrirferðarmikil, hófstillt og lát- laus, jafnvel um of. Þannig verður lokaatriði annars þáttar ekki eins sterkt a a t a 1 6 . ú n í og verið gæti. Eins varð persóna Lofts full einlit í verkinu og verður það að skrifast á reikning leikstjórans. Loftur var einfaldlega of illa innrættur frá byrjun og erfitt að hafa með honum samúð í hremmingum hans. Svo langt gekk þetta að búningur hans var látinn undirstrika þetta illa innræti, svart leð- ur og sundurgerðarlegt vesti að hætti Hollywood. Búningar Huldu Kristínar eru ann- ars hið prýðilegasta verk stílhreinir og einfaldir, sérstaklega voru búningar kvennanna vel heppnaðir. Lýsing David Walters er einn af burðarásum sýningarinnar. Feiknagott verk sem er mikill gerandi í sýning- unni og samspil hennar og leikmynd- arinnar skapar dulúðugt og dramatískt umhverfi sem styður og styrkir fram- vindu sýningarinnar. Leikmynd Axels Hallkels er ein- föld, stfihrein og skapar kraftmikla, glæsilega og gefandi umgjörð um til- finningasveiflur verksins. Axel er í sí- felldum þroska sem leikmyndahönn- uður og hlýtur að teljast með þeim bestu í faginu. Hljómsveitarstjóm Garðars Cortes var örugg og verður ekki annað sagt en hann hafi haldið utanum flutning- inn með styrkri hendi fagmannsins. Niðurstaða: Sýning sem telst til stórviðburða í íslensku Iistalffl. Höfundurinn Jón Ásgeirsson hef- ur unnið þrekvirki og öll vinna aðstandenda er þeim til mikils sóma. Atburðir dagsins 1584 Prentun Guðbrandsbiblíu lauk. Hún var gefin út í 500 eintökum. 1938 Sjómannadag- urinn haldinn hátfðlegur í fyrsta sinn. Fjórðungur Reyk- víkinga tók þátt í hátíðahöld- um. 1944 Bandamenn efna til mestu innrásar sögunnar þegar milljón manna herlið tekur land á Ermarsundsströnd Frakk- lands. 1949 Framtíðarhroll- vekjan 1984 eftir George Or- well kemur út. 1961 Austur- ríski sálgreinirinn Carl Jung deyr. 1976 Bandaríski auðkýf- ingurinn Jean Paul Getty, sem eignaðist fyrstu milljón dollar- ana sína tvítugur, deyr. 1989 Trylltur múgur, yfirkominn af sorg, tætir klæðin af líki Kho- meinis erkiklerks þegar hann er borinn til hinstu hvílu í íran. Afmælisbörn dagsins Alexander Púskín 1799, rúss- neskt stórskáld. Þorvaldur Thoroddsen 1855, jarðfræð- ingur. Guðmundur Finnboga- son 1873, landsbókavörður og rithöfundur. Thomas Mann 1875, þýskur rithöfundur. Björn Borg 1956, sænskur tennismeistari, sigraði fimm sinnum í einliðaleik á Wim- bledon. Tækni dagsins Fyrst er að vilja, afgángurinn er tækni. Halldór Laxness; Kristnihald undir Jökli. Málsháttur dagsins Eigi er hver slíkur sem hann er séður. Annálsbrot dagsins Fannst sá fjórði heimspartur, sem heilög ritning ekki getur, sem nefndist Amerika, og hef- ur sú heimsálfa nafn af þeim manni, sem fann, er hét Amer- icus Vesputius. Plato vottar þessi heimspartur hafi í fymd- inni eða forðum kallazt Atlant- ia. Skarösárannáll 1497. (Ártaliö er vitanlega skakkt: Kólumbus sigldi vestur um haf áriö 1492.) Samningur dagsins Samningar em ágætir á meðan til em einhverjir heimskingjar sem halda þá. Bismarck. Orð dagsins Ósnotur maður hyggur sér alla vera viðhlœjendur vini. Hávamál. Skák dagsins Staðan í skák dagsins er ekki öll þarsem hún er séð - í fljótu bragði að minnsta kosti. Wem- er hefur hvítt og á leik gegn Webster: hvítur er tveimur peð- um undir og svarta b-peðið er að renna upp í borð og því virðist barátta hvíts næsta von- líúl. Hvítur leikur og heldur jafnt- eflL 1. Hxb2! Hh2+ 2. Kf3 Hxb2 - og hvítur er patt!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.