Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Það má ekki pissa bakvið hurð Ef stjórnvöld ætluðu virkilega að taka mark á þeim rannsóknum sem sýnt hafa fram á að tóbak sé hættulegt ættu þau auðvitað að banna það, sama í hvaða formi þess er neytt. Ekki verður annað sagt en að yfir- völd þessa lands hugsi vel um heilsu og velferð þegna sinna. Keppst er við að setja fram boð og bönn og reglu- gerðir af ýmsu tagi sem hafa það göf- uga markmið að passa uppá að við Pallborð r 1 Hreinn Hreinsson skrifar förum okkur ekki að voða í öllu þessu frelsi sem þjakar okkur nútímamenn- ina. Nýjasta dæmið um þetta er frum- varpið um tóbakið sem varð að lögum fyrir stuttu. Þar með er okkur bannað að taka tóbak í nef og vör auk þess sem þar er unglingum bannað að kaupa tóbak nema þeir hafi náð átján ára aldri. Eflaust er fleira frumlegt og gott að fmna í þessu frumvarpi, sem ég veit ekki um, en það er nú svo margt sem ég veit ekki hvort eð er þannig að það skiptir ekki máli. Það sem vekur þó athygli mína er að enn virðist það vera að stjómvöld séu hálfvönkuð við gerð þessara laga. Sá tvfskinhungur sem kemur þarna fram er alveg með ólíkindum en kem- ur þó ekki á óvart enda í góðu sam- ræmi við ,',happy go lucky“ stefnuna sem ríkt hefur í tóbaks- og áfengis- málum landsmanna frá því að Ingólfur nam hér land og datt í það fyrstur manna. Eftir gildistöku laganna má eki taka í nefið eða vörina af því að það er svo hættulegt fyrir heilsuna að mati sér- fræðinga. Eftir sem áður má þó reykja sígarettur sem að mati sömu sérfræð- inga em líka hættulegar heilsunni. Og gott ef það eru ekki nákvæmlega sömu hættulegu efnin í báðum þessum vömm það er tóbak og öll þau eitur- efni sem í því em. í raun má jafnvel færa rök fyrir því að það sé betra að tóbaksfíklar taki sullið í vörina eða nefið frekar en að reykja það í sígar- ettum. Sígarettur senda nefnilega frá sér reyk sem á það til að leita í önnur lungu en þess sem reykir. Með öðmm orðum er verið að banna tóbaksneyslu í einu formi en leyfa í öðm. Þetta er svona álíka gáfulegt og að banna fólki að drekka Smirnoff vodka en leyfa fólki að drekka Wybrova vodka. (Minnir reyndar á það að banna bjór en Ieyfa sterk vín eins og gert var á lít- illi eyju fyrir nokkrum árum). Með samþykkt þessa fmmvarps em þing- menn að friðþægja samvisku sína en opinbera um leið hræsni sína. Goður vinur minn og sérfræðingur um krabbameinslækningar, benti mér reyndar á að fullkomna hefði mátt hræsnina með því að selja einungis sígarettur í apótekum eða sérstökum sígarettubúðum reknum af ríkinu til þess að takmarka aðgengi líkt og gert er með hættulega stöffið, áfengi. I fmmvarpinu er aldur þeirra sem kaupa mega sígarettur einnig hækkað- ur úr sextán í átján ár sem í sjálfu sér er göfug hugsun. Staðreyndin er hins vegar sú að það aldurstakmark er ekki virt í dag eins og glögglega kom fram í könnun sem gerð var í Hafnarfirði. Þar var unglingur undir aldri látinn fara í allar verslanir bæjarins og kaupa sígarettur og fékk hann afgreiðslu án athugasemda í 90-95 prósent verslana. Augljóslega mun það því litlu breyta að hækka aldurinn því það fer enginn eftir þessum lögum hvort eð er. Sjálf- ur er ég alls ekki talsmaður þess að krakkar reyki heldur er ég að benda á að það þýðir ekkert að setja bara ein- hver lög sem hafa það eina markmið að friða samvisku einhverra þing- manna sem lent hafa undir þrýstingi tóbaksvamarmanna. Kjami málsins er sá að boð og bönn hafa ekkert að segja nema þeim sé fylgt eftir á einhvern hátt. Og væri ekki betra að hafa boð og bönn í lág- marki og einbeita sér frekar að því að breyta viðhorfum fólks þannig að fólk fari að þeim lögum sem nú þegar gilda í landinu. Yfirgangur stjómvalda af þessu tagi hefur ekkert annað upp á sig en að fólk verður andsnúið þeim því það sjá allir heimskuna í þessu. Hvemig á ég eiginlega að geta tekið þann alvarlega sem bannar mér að taka í vörina af því það er svo hættulegt fyrir mig en leyf- ir mér að reykja þrátt fyrir að það sé líka hættulegt fyrir mig? Ef stjómvöld ætluðu virkilega að taka mark á þeim rannsóknum sem sýnt hafa fram á að tóbak sé hættulegt ættu þau auðvitað að banna það, sama í hvaða formi þess er neytt. Og ef stjórnvöld ætlast til þess að aldurstakmörk séu virt þá þarf að hafa viðurlög sem em nógu sterk til þess að verslunareigendur tækju ekki áhættuna af því að selja unglingum tóbak. Það fer rosalega í taugamar á mér þegar stjómvöld taka sig svona til og ætla að vera góð við fólkið í landinu og vemda það fyrir hættum heimsins með lögum eins og þessum. En ef stjómvöld hafa ekkert betra til mál- anna að leggja en þetta, þá tel ég mig alveg geta valið fyrir mig með hvaða hætti ég hyggst fá krabbamein af tób- aksneyslu. Hvort það er vegna reyk- inga eða vegna þess að ég tek í vörina varðar stjómvöld ekkert um. Höfundur er félagsráðgjafi. Dularfull saga, tengd gerð kvikmyndarinnar Djöfla- eyjan, hefur gengið um nokkurt skeið í kvikmyndakr- eðsum borgarinnar. Neyðar- boð bárust að utan þar sem filman erframkölluð þess efnis að hún væri ónýt. Þeg- ar aðstandendur fóru til að athuga málið reyndist allt í stakasta lagi með filmuna þar til kemur að atriði þar sem „Skífu-Jón" Ólafs- son, sem fer með hlutverk prests nokkurs, er hempu- klæddur í Dómkirkjunni og býr sig undir að stinga hönd sinni í vígt vatn. Þá sást bara svart. Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson hefur ekki fengist til að staðfesta þessa sérkennilegu sögu en haft er eftir honum að prestar séu í tísku í dag og hann leitist við að lafa í tískunni. Því sé fullt af prestum í Djöflaeynni. Tökum er nú lokið og klipp- ing langt komin. Hljóðsetn- ing hefst 18. júní en fyrirhug- að er að sýna myndina í september... Kosningaskrifstofa Ólafs Ragnars Grímssonar hefur nú tekið upp á því að senda fjölmiðlum ýmsar fréttir úr kosningabaráttunni. Þessu framtaki er að sjálf- sögðu tekið fagnandi á öll- um fréttastofum landsins sem þurfa þá ekki að hafa eins mikið fyrir hlutunum. í herbúðum Olafs má finna gamlar kempur úr blaða- mennsku, svo sem Mörð Árnason og Karl Th. Birg- isson, sem fara létt með að framreiða efnið á réttan hátt. Hér er dæmi: „í gærkvöldi sóttu Ólafur Ragnar og Guð- rún Katrín afmælistónleika Bubba Mortherss í Þjóðleik- húsinu, en Bubbi er vinur þeirra hjóna frá gamalli tíð og mikill stuðningsmaður framboðsins. Bubbi fagnaði nærveru þeirra sérstaklega og sagðist lýsa því yfir með stolti að hann hygðist kjósa Ólaf Ragnar. Tónleikagestir í Þjóðleikhúsinu tóku undir með hraustlegu lófataki." Þetta kemur lesendum Al- þýdubladsins ekki á óvart því poppgoðið sagðist styðja Ólaf Ragnar í nýlegu við- tali... Einn er sá þingmaður sem jafnan fer eigin leiðir. Meðan aðrir alþingismenn lýðveldisins voru ýmist að taka til á borðum sínum, eða hreinlega farnir, eftir að samkomulag tókst um þing- lok í gær, stóð Hjörleifur Guttormsson sem fastur fyrir í ræðupúlti. Hann hafði ýmsar athugasemdir við frumvarp um náttúruvernd og hefur í tvígang tekist að þæfa málið svo það næði ekki fram að ganga. Að þessu sinni var honum boð- ið að setjast í nefnd, sem átti að endurskoða lögin strax í sumar. Hjörleifur afþakkaði og ákvað fremur að reyna að tala málið í hel í þriðja sinn. Öðrum þingmönnum var eiginlega nóg boðið, og þegjandi samkomulag var um að leyfa Hjörleifi að tala sig hásan... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson „Frábaert! Alveg frábært!... Er einhver með aðra hugmynd en þá að innræta óttablandna virðingu?" fimm á förnum vegi Hvað er eftirminnilegastfrá þinginu sem er að Ijúka? spurtáAiþingi. Ögmundur Jónasson, Al- þýðubandalagi og óháö- um: Ekkert eitt atvik er mér eftirminnilegast. Mér finnst merkilegast að sjá hvað ríkis- stjómin er sjálffi sér samkvæm í að koma stóreignafólki í fyrir- rúm í öllum málum. Rannveig Guðmundsdótt- ir, Alþýðuflokki: Það hve mörg stór og þung ágreinings- mál komu inná borð þing- manna, hve óbilgjöm stjómar- stefnan var í þessum málum. í vetur hef ég fundið glöggt hve mikið vald felst í svo stómm þingmeirihluta. Sigríður Anna Þórðardótt- ir Sjálfstæðisflokki: Mér er eftirminnilegast hversu mörg mál hafa klárast og hversu stjómarflokkamir hafa starfað vel saman. Þá hefur samstarf við stjómarandstöðu verið með ágætum. Guðmundur Hallvarðsson, Sjálfstæðisflokki: Þegar stjómarandstaðan yfirgaf þing- húsið í vetur með miklu írafári. I annan stað samþykkt frum- varpsins um stéttarfélög, sem ég var á móti og taldi tíma- skekkju. Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi: Umræð- urnar um vinnumarkaðsfrum- vörpin. Óvirðing stjórnarliða var alger, þeir hunsuðu umræð- ur, og mér fannst þetta fyrsta skrefið í þá átt að bijóta niður það þjóðfélag sem við viljum sjá. m e n n Sextíu og tvö prósent af heild- arframleiðslukostnaði sýna svo ekki verður um villst, hver niðurstaðan varð fyrir tveimur árum. Hliðstæð hlutföll eru óbreytt í dag. Heimir Steinsson fer á kostum aö venju í reglubundnum en þó sérstökum greinum sínum um útvarp og sjónvarp allra landsmanna. Mogginn í gær Víkverji var þó það heppinn, að þegar hann uppgötvaði brottnám bæjarskrárinnar, átti hann eitt eintak af gömlu skránni og á enn og gætir eins og sjáaldur auga síns. Aðstandendur Símaskrárinnar, minnugir fársins í fyrra, fagna eflaust látum um for- setakosningar og Listahátíö. Víkverji sér þó til þess að þeir sleppi ekki alveg við aðfinnslur. Moggi í gær. íslenskur auglýsingamaður stöðvar ekki styrjaldir. Lík- lega er almenn skynsemi besta vörnin gegn öllu vopnaglamri. En stærsti gallinn við almenna skynsemi er sá að hún er ekki nógu almenn. Einar S. Guðmundsson segir í kjallaragrein að einhver barnalegasta og jafnframt hlægi- legasta auglýsingaherferð seinni tíma sé nú í fullum gangi. DV í gær. Fjármálaráðherra varð við til- mælum nefndarinnar og gaf út reglugerð í vor, sem æ síðan verður við hann kennd. Hann hefur að sjálfsögðu verið hafð- ur að háði og spotti, innan og utan Alþingis, og þá enn frek- ar, þegar til kastanna kemur að beita reglugerðinni í sumar. Jónas Kristjánsson ritstjóri að andskotast í hinni makalausu Tölvunefnd og notar að venju tækifærið og víkur óbeint að gáfnafari Friðriks Sophussonar. DV í gær. Ég held að það sé einna eftir- minnilegast þegar kokkurinn datt ofan í lestina og hand- leggsbrotnaði á báðum. Við hlógum í hálfan mánuð að því. Snorri Sturluson íþróttafréttaritari á Bylgj- unni og Stöð 2 segir af einkennilegri kímni- gáfu sinni í nýútkomnum Víkingi sjómannablaði. Það er hægt að bera virðingu fyrir Jackie Chan. Enginn hef- ur gert jafnlélega mynd af jafnmikilli ástríðu og hann. Arnaldur Indriðason um kvikmyndina Barist í Bronx sem er sýnd í Regnboganum. Mogginn í gær. fréttaskot úr fortíð Hvítur maður kvænist svartri konu Um þessar mundir er mikið umtal í Suður-Afríku vegna þess, að þýzkur maður Willie Heddar hefur gengið að eiga Zulu-konu. Mörg blöð hafa skorað á stjómina að banna þenna ráðahag, enda þótt lögin leyfi slíkan ráðahag, skýrt og skorinort. Þetta er annað hjónaband hvíts manns og svartrar konu, síðan heimsstyijöldin hófst. En það hefir aldrei borið við að hvít kona hafi gengið að eiga svartan mann. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, 14. júlí 1935.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.