Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 8
I * W&ÉW 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Fimmtudagur 6. júní 1996 MWMMD 82. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Rannveig Guðmundsdóttir formaður þingflokks Alþýðuflokksins telur skýrslu um laun og lífskjör á íslandi og í Danmörku gagnlega að mörgu leyti, en að hún segi ekki alla söguna Rannveig: Sú staðreynd að bæði hjón vinna mun meira hér en í Dan- mörku bitnar á börnunum og skap- ar þarmeð erfiðari uppvaxtarskil- yrði. Það kemur ekki fram í þessari skýrslu. Þurfúm að skila arðinum af hagvextinum Rannveig benti á, að á samanburð- arárunum milli Islands og Danmerkur var efnahagskreppa hér á landi en ekki í Danmörku. Þannig óx kaupmáttur í Danmörku árin 1991-94 um 6,7 pró- sent en minnkaði á sama tíma hérlend- is um 6 prósent. „Þetta er rammi sam- anburðaráranna í skýrslunni. Kaup- máttur 1994 var lakari hérlendis en hann var árið 1990 vegna stórfelldra efnahagserfiðleika. Okkur tókst að vinna okkur út úr erfiðleikunum, og það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem vorum í stjóm að halda þessu á loft. Vegna þess að skynsamlega var haldið á málum gátum við tekið við hagvextinum og hann skilaði sér strax inn í þjóðarbúið og til almennings. Þetta er mikilvæg staðreynd, af því þetta var verk okkar alþýðuflokks- manna. En þótt kaupmáttur hafi aukist og mikið hafi rofað til þýðir það ekki þar með að allt sé orðið r' himnalagi. Við skuldum þeim sem báru þungann af þjóðarsáttinni að arðurinn af hag- vextinum skili sér til þeirra. Við höf- um gengið of langt í tekjutengingu, skýrslan staðfestir það. I sumum til- fellum eru bætur hærri hjá okkur en tekjutengingin er svo brött að tilfærsl- ur til efnaminni verða lakari og fólk hefur þar af leiðandi minna úr að spila.“ GATT ekki notað til að lækka matarverð Rannveig sagði athyglisvert að skýrslan sýni ótvírætt að matarverð sé hærra á íslandi, þótt verðlag sé annars almennt hærra í Danmörku. Um þetta sagði hún: ,£f við hefðum nýtt okkur tæki einsog GATT hefðum við gert betur í að bæta lífskjör, og við hefðum þannig getað lækkað matarverð. Því miður var ekki pólitískur vilji hjá rík- isstjómarflokkunum til að nota GATT til þess að lækka matarverð og bæta lífskjör." Fjölskyldustefna fæst ekki rædd á Alþingi Atvinnuleysi er talsvert minna á ís- landi en í Danmörku, en Rannveig bendir á að þrátt fyrir tölur um örh'tið minna atvinnuleysi nú áður, sé það staðreynd að það hafi ekkert minnkað á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysi sé ennþá yfir fimm prósent og- yfir sjö prósent kvenna séu án atvinnu. Hún segir skýrsluna staðfesta að vinnutími á íslandi sé óhóflega langur. Islendingar vinna að jafnaði 50 stundir á viku en Danir aðeins 39. Rannveig kvaðst þeirrar skoðunar að styttri vinnutími muni skila sér í hækkun dagvinnulauna og auknum lífsgæðum. „Sú staðreynd að bæði hjón vinna mun meira hér en í Danmörku bitnar á bömunum og skapar þíu'með erfiðari uppvaxtarskilyrði. Það.kemur ekki fram í þessari skýrslu, fremur en sá vandi sem skapast .við umönnun aldr- aðra og sjúkra hjá yfirkeyrðum og þreyttum fjölskyldum. „Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram tillögur um samræmda opinbera fjöl- skyldustefnu. Stefna okkar hefur feng- ið víðtækan stuðning allra sem um hafa fjallað, en hún hefur ekki fengist afgreidd á Alþingi. Brýnasta verkefni allra alþýðuflokksmanna, á báðum stjómsýslustigum, er að bregðast al- hliða við í málurn fjölskyldunnar," sagði Rannveig. Þá ítrekaði hún að Alþýðuflokkur- inn myndi fara fram á ítarlega skýrslu um samanburð á lífskjömm stétta á Is- landi og í Danmörku. Rannveig: Við skuldum þeim sem báru þungann af þjóðarsáttinni að arðurinn af hagvextinum skili sértil þeirra. „Við höfum nú fengið samanburð á kjöram milli landa, en við höfum ekki fengið samanburð innbyrðis milli stétta. Við höfum þessvegna ekki nógu skýra mynd af því hverjir bera samneysluna og hverjir sleppa við að leggja sitt af mörkum," sagði Rann- veig Guðmundsdóttir formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, en í gær- morgun var rætt á Alþingi um skýrslu forsætisráðherra um laun og lífskjör á íslandi og Danmörku. í samtali við Alþýðublaðið sagði hún skýrsluna að mörgu leyti gagnlega en að hún segði alls ekki alla söguna um lífskjör á ís- landi. Rannveig sagði að vitanlega kæmi ekkert fram í skýrslunni um sam- þykktir stjómarmeirihlutans á Alþingi síðustu vikur. „Eftir tvö til þrjú ár blasir við að hvað gerist eftir þær breytingar á ávöxtun af arði sem ekki er launamannsafkoma. Það er verið að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélag- inu og þessvegna mun Alþýðuflokkur- inn strax í haust fara fram á skýrslu um lífskjaradreifingu milli stétta á ís- landi annarsvegar og í Danmörku hinsvegar," segir Rannveig. Hún segir mikilvægt að skoða skýrsluna mjög vel og knýja fram úr- bætur á þeim sviðum sem þörf er á. Ótvírætt væri að íslendingum hefði tekist að vinna sig út úr kreppu sem stóð frá lokum níunda áratugarins til 1994. „Við héldum skynsamlega á málum þegar hér varð samdráttur í veiðum með meðfylgjandi erfiðleik- um. Við bragðumst rétt við, og inn- viðir efnahagshfsins vora styrktir við afar erfiðar aðstæður. Um þetta er ekki talað nú.“ Glaðar þingkonur Þingmenn tóku endasprettinn í gær en síðustu daga hafa ný lög hrannast upp, enda Alþingi ver- ið við störf næst- um allan sólar- hringinn. Engin þreytumerki var þó að sjá á þeim Bryndísi Hlöð- versdóttur og Guðnýju Guð- björnsdóttur í gær, þær skemmtu sér beinlínis konung- lega. ■ Árbæjarsafn Leikfanga- sýning og tóvinna Árbæjarsafn verður opið helgina 7. og 8. júní frá klukkan 10 til 18 báða dagana. A laugardag verður teymt undir bömum milli klukkan 14 og 15. Þá er og leikfangasýning fyrir bömin og farið verður í gamla og góða leiki. Sunnudagurinn verð- ur helgaður tóvinnu, en allt fram á þessa öld var tóskapur aðalvetrar- starfið sem íslendingar sinntu innan- húss. Þegar sláturtíð lauk var tekið til við tóskapinn og hamast við kembingu, spuna, prjónaskap og vefnað. Kappið var oft það mikið að karlar og konur gengu prjónandi milli húsa, og stundum unni fólk sér ekki næturhvfldar en vakti yfir tó- skapnum framundir morgun. Kindur verða rúnar í safninu klukkan 15 og á Komhúsloftinu verður tekið ofan af, kembt, spunnið, prjónað og spjaldofið. Auk alls þessa verður sýnd roðskógerð, gullsmíði og hannyrðir. í árbænum verður hægt að fá lummur og kaffi. Vill rannsókn á lífskjör- um einstakra stétta f ■ Skýrsla forsætisráðherra um lífskjör og laun á Islandi og í Danmörku staðfesta rannsóknir Eddu Rósar Karlsdóttur hagfræðings Launin niðurgreidd fyrir íslenskfyrirtæki - segir Gísli S. Einarsson alþingismaður. „Það sem fram kemur í skýrslunni er staðfesting á rökum sem ég setti fram með frumvarpi mínu um lögbindingu lágmarkslauna." „Ég tel mjög athyglisvert að það sem kemur fram í skýrslu forsætis- ráðherra nú er í raun staðfesting á þeim rökum sem ég setti fram fyrir frumvarpi mínu um lágmarkslaun og atvinnuleysisbætur fyrir tíu vik- um,“ sagði Gísli S. Einarsson þingmaður Alþýðuflokksins í sam- tali við Alþýðublaðið, en hann tók í gær þátt í umræðum á Alþingi um laun og lífskjör á íslandi og Danmörku vegna skýrslu forsætis- ráðherra þar um. Gísli segir að þetta sé sérstök staðfesting á gagn- merkum skýrslum sem Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur vann fyr- ir VMSí annarsvegar og Félag verslunarmanna hinsvegar, og sem Gísli lét fylgja frumvarpi sínu. „Ég les útúr þessum skýrslum að í reynd er verið að niðurgreiða laun fyrir mörg fyrirtæki á Islandi," sagði Gísli. Við umræðurnar á þingi í gær ít- rekaði Gísli þau sjónarmið sín, að meginvandinn í íslensku þjóðfélagi sé fátækt sem stafi af lágum laun- um. Þetta hafi leitt til fólksflótta frá landinu, og þannig hafi Islend- ingum sem búa í útlöndum fjölgað um 10 prósent milli áranna 1994 og 1995. Hann vísaði til skýrslu Eddu Rósar, þarsem segir að þær skýr- ingar sem nefndar eru á lágum launum á íslandi séu bág fram- leiðni, einfalt atvinnulíf, skortur á fullvinnslu, smæð fyrirtækja og markaða og hár flutningskostnað- ur. A þessum atriðum þurfi að taka fast og stuðla að breytingum til hins betra sem fyrst. Gísli sagði ekki einhlítt að tala um lélega framleiðni á íslandi: „Það vekur athygli mína að við er- um nú þrátt fyrir allt 3,6 prósent fyrir ofan meðaltal OECD í fram- leiðni og 7,6 prósent fyrir ofan meðaltal í ESB-löndum. Þetta vek- ur athygli. Að sjálfsögðu staðfestir þetta að við erum með kringum 15 til 20 prósent minni ráðstöfunar- tekjur, þrátt fyrir að vinnuárið sé um þremur mánuðum lengra hjá meðalverkamanninum á Islandi en í Danmörku," sagði Gísli. Gísli S. Einarsson: Vinnuár verkamannsins þremur mánuðum lengra á íslandi en í Danmörku - en ráðstöfunartekjur 15-20 prósent minni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.