Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 5. JUNI 1996 ALÞVÐUBLAÐIÐ listahátíð ' ■ Einar Örn er fulltrúi í nefnd Listahátíðar. Jakob Bjarnar Grétars- son settist með Einari á grasbala við útitaflið og reyndi að flækja gamla pönkarann í mátgildru. Var pönkið bernskubrek? Er Einar að breytast í hámenningarsnobbhænsn? Ég verð að sjá hvernig hinn helm- ingurinn lifir -segir Einar Örn en hann annast meðal annars klúbb Listahátíðar. Einar Öm Benediktsson er titlaður fulltrúi í bæklingi þeim sem gefinn var út til kynningar á þeim atburðum sem verða á Listahátíð ’96. Einar Öm segist ekki vita hvað það felur í sér að vera fulltrúi, („hvað gera fulltrúar?“), hann bara vinni þama og leitist við að leysa þau mál sem uppá borð koma. Einar Öm var held- ur ekkert alltof hrifinn af því að veita viðtal en hann fékk að vera með hvítt og byrjar rólega með því að útskýra hvaða hug- mynd liggi að baki klúbbi þessi sé og hvar ætli hinn sé? Það er Listahátíð? Fólk þarf því ekki að þræða öll önnur kaffihús þar sem er sami glasaglaumurinn og sama hjómið sem gengur árið útí gegn. Þarna er einstakur glasaglaumur því hann er aðeins á tveggja ára fresti og það er núna. Klúbburinn á ekkert endilega að fróa fólki. í raun þarf ekki nema eina forsendu fyrir því að fólk komi og hún er sú að það er Listahátíð.“ Listahátíð afsnobbun Hvemig þykir þe'r hafá tekist til að velja atriði á Listahátíð svcma per- sónulega og prívat? „Ég held að það hafi tekist nokkuð vel. Eg er orðinn það gamall Listahátíðar. Sikileyjarvöm. Alveg einstakur glasaglaumur „Hugmyndin er einföld," seg- ir Einar Om en honum er auð- sýnilega annt um klúbbinn. „Það em fimmtíu og eitthvað atburðir á Listahátíð að þessu. sinni og mikið af þeim atburðum em útí Loftkast- ala. A hverju kvöldi er eitthvað að gerast þar inni í sal og frammi er prýðileg aðstaða, bæði fyrir veitingar og fyrir fólk að koma saman. Það hef- ur myndast hefð fyrir því að hafa klúbb Listahátíðar sem býður uppá vettvang fyrir fólk að hittast og er þannig ein viðbót í dagskrá Listahá- tíðar. Einhver atriði verða í boði en hugmyndin er ekki sú að menn komi til að láta mata sig heldur er þetta öðruvísi vettvangur - viðbót við menningarflóm Reykjavíkur meðan á Listahátíð stendur. Þess vegna heitir þetta klúbbur." Með öðrum orðum, vettvangur fyrir þá sem stunda Listahátíð að koma og verajullir saman ? „Eg vildi nú ekki segja þetta svona. Klúbburinn þarf ekkert endilega að vera drifinn áfram af alkóhóli. En það er alveg gefið að fyrir suma er mikið álag að fara á hinar og þessar sýningar og mikið álag iyrir listamenn að koma hinum og þessum sýningum frá sér. Þama er hægt að slappa af. Fólk getur slappað af heima hjá sér og það getur slappað af þama.“ Og borið saman bœkur sínar um alla menningarviðburðina? „Ef það endilega vill. En auðvitað er ekki skilyrði að fólk ræði menningu og listir á líðandi stundu þannig að það fái gjörsamlega uppí kok af því og fari að æla. Tilgangur klúbbsins er frekar að vera hinn vettvangurinn. Það myndast alltaf ákveðin stemmning þegar Listahátíð er. Við vitum að Listahátíð er í Reykjavík. En hvar er hún? Hún er um alla borg og mið- punkturinn verður í klúbbnum. Það em margir sem gleðjast yfir Listahá- tíð, (það eru margir sem ógleðjast líka), og þeir vita að þama er glaðst og þurfa ekki að spekúlera: Hvar ætli Fólk þarf því ekki að þræða öll önnur kaffihús þar sem er sami glasaglaumurinn og sama hjómið sem gengur árið útí gegn. v«g"a lesu lauúsjf og aiit Þarna er einstakur glasaglaumur því hann er aðeins á tveggja ára og það er núna. Klúbburinn á ekkert endilega að fróa fólki. að ég man eftir Listahátíðum þar sem var kannski ekki neitt sem var ágætt. Nú er ég búinn að sjá eitt atriði sem er gott. Maureen Flemming. Jújú, ég held að Listahátíð sé góð.“ Nú er ekki ólíklegt aðfólk sjái í þe'r einskonar fulltrúa alþýðumenningar í þessu Listahátíðarapparati öllu. Hvemig sýnist þér hlutföllin hámenn- ing - lámenning vera? Örstutt! „Ég er hjá Listahátíð sem starfs- maður. Ég er ekki fulltrúi lámenning- ar. Ég veigra mér við að skilgreina hvað er fínt og hvað er ófínt. Ég vil ekki gera það. Ég hef alltaf gengið út frá öðmm forsendum og ætla ekki að fara að taka uppá því núna á gamals aldri.“ En nú hefur verið einhver snobb- stimpill á Listahátíð í gegnum tfðina? „Eg veit alveg hvað þú átt við og ég veit líka hvað þú vilt að ég segi. Nei. Smekkur manna er misjafn. Ef ein- hveijir hafa áhuga á einhverju sem á að kallast hámenning þá snobba þeir fyrir því. Ef það er eitthvað sem kall- ast lámenning, segjum til dæmis ein- hver sjónvarpsþáttur sem á að tilheyra lámenningu, segjum Miami Vice...“ Já, eða Guiding Light... „... eða það. Það er líka snobb. Ég sé engan mun. “ Hvaða atriði œtlar þú að leggja þig sérstaklega eftir? „Ég hef ekki hugleitt það. Ég verð að vinna. Ég ætla bara að grípa það sem ég get séð. Ég ætla að reyna að sjá sirkusinn og héma... já.“ Nú fórnar blaðamaður riddara og talar urn „off the record“ og spyr Ein- ar hvemig honum lítist nú á þetta í al- vömnni? Einar þiggur ekki fómina. „Bara „on the record“. Ég held, lega þarft fyrirbæri. Ef þú ert að tala um snobb þá er- um við að færa alþjóða- menningu til landsins. Það er fólk sem er búið að bíða ég veit ekki hvað lengi eftir David Bowie eða hvaða myndlist sem er... síðan er þetta allt í einu komið. Það er afsnobbun að fá þessi atriði til lands- ins því áður fyrr var það eingöngu fólk sem hafði eitthvað milli handanna sem gat farið út og kýlt á þetta. Nú em atriðin komin heim í hérað og fólk getur sótt þau þangað.“ Er ekki að vinna fyrir óháða Listahátíð (Hér kemur nokkuð þvælið mið- tafl.) Hann hefur nú kostað eitthvað þessi bœklingur? „Ég veit ekkert um það. Ég er bara starfsmaður. Það er það sem felst í því að vera fúlltrúi. Ég leysi þau verkefni sem koma uppáborð." Það er afsnobbun át?vonáþvUð í 3ð fá ÞeSSÍ atrÍðÍ tU landsins því áður fyrr var það eingöngu fólk sem hafði eitthvað milli í mínum huga er ekki hákúl handanna sem gat ,úr °s lákúltúr Þó að Það sé farið út og kýlt á þetta Símaskrá 1997 verðir þú titlað- ur fyrrverandi fulltrúi? „Ég er titlaður fulltrúi í síma- skránni og fyrrverandi póstbifreiðar- stjóri.“ Hefurðu eitthvað hitt þennan Goldie sem cetlar að fara að giftast Björk? Er þetta ekki algjör asni? „Nei, nei, þetta er prýðispiltur." Áttu von á þvt' að það komi margir á Listahátíðarklúbbinn ? „íslendingar eru orðnir svo góðu vanir. Það þarf alltaf eitthvað til að trekkja. Þetta verður bara að koma í ljós.“ Þetta var svoldið gott hjá þér þama með afsnobbunina. Ertu til í að út- skýra það aðeins nánar? „Þú getur alveg fundið fólk sem virkilega vill hafa þetta fyrirbæri sem einhveija snobbhátíð. Þetta er líka sagt um tónlist. Þær hljómsveitir sem ég hef verið í, og nú get ég bara talað út frá minni persónulegu reynslu, Purrkur Pilnikk og Kukl vom að spila tónlist 10 prósentanna. Við náðum aldrei út fyrir þann markað. Ekki held- ur Sykurmolamir í byijun. Við vomm að spila fyrir þá sem höfðu fengið trúna. Ég hef aldrei nálgast hluti á þann hátt að ég þurfi að ná til þeirra sem em þegar búnir að skipta um trú. Með Listahátíð þá hugsa ég að fólk vilji halda í þessa hluti til að geta haft eitthvað til að kjamsa á. Það vill hafa eitthvað sem gefur hinu daglega froð- usnakki gildi. Hvað er list og hvað er ekki list? Það er hveijum og einum í sjálfsvald sett hvað honum finnst gaman. Það kom öllum á óvart þegar Sykurmolarnir voru ekki lengur að predika yfir þessum tíu pró- sentum. Flestir eru með einhverjar myndir á veggjunum heima hjá sér. Og þó að það séu kannski eftirprentanir þá em þetta oft myndir sem búið er að sýna á Listahátfð. búið að koma því þannig fyr- ir. Alþýðulist? Ég veit það ekki. Ég nenni ekki einu sinn að hugsa um það. Og ég hef ekki áhuga á þessum snobbstimpli." Hahahahahaha. Ha? ,Já, þú getur hlegið. Þegar ég segi fólki að ég sé að vinna fyrir Listahátíð þá er yfirleitt spurt: - Já, fyrir óháða Listahátíð? - Nei, Listahátíð, segi ég, í Reykja- vík! -Jájá. Þú ert að tala um að ég sé einhver alþýðumaður. Ég veit ekki til þess. Ég Einar Örn: En auðvitað er ekki skil- yrði að fólk ræði menningu og listir á líðandi stundu þannig að það fái gjörsamlega uppí kok af því og fari að æla. borga bara mína skatta eins og hver annar. Ég tel það snobb að hafa áhuga á golfi. En margir sem em undir ein- hverjum kvóta í launum hafa áhuga á golfi. Er golf þá snobbíþrótt?“ Ekki að svíkja Sigga pönk En það er ekki óeðlilegt að spyrja þig útí snobbið, þú þessi einn affyrr- verartdi ceðstuprestum pönkbylgjunn- ar sem gaf skít i allt sem kallaðist fín list? „Þú vilt sjálfsagt fá svar á borð við: Ég verð að sjá hvemig hinn helming- urinn lifir. Þú mátt alveg hafa það eftir mér. Ég held að það skaði ekki nokk- um mann að fá víðsýni í sitt líf. Það er merki um bata og uppbyggjandi að vera ekki með einhveija rörasýn á h'f- ið. Þeir sem vilja kíkja á Listahátíð sem snobb em með ákveðna rörasýn. Það má setja þetta á allt. Ef fólk temur sér ekki víðsýni þá emm við komnir út í þrætupólitísk atriði. Ég reyni að öðlast skilning á sem flestu. Sumir vilja það hreinlega ekki. Sumum finnst Guiding Light algjört krapp. Sumum finnst Sinfóníutónleikar al- gjört krapp.“ Ertu ekki bara að svfkja Sigga pönk og Bjarna Móhtkana? „Ég var nú aðeins á undan þeirn. Nei, við skulum bara rokka yfir íikrist- infræðina. Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Fyrst að kynna sér hlutina svo að dæma. Ef einþveij- um finnst Guiding Light (hvað sem það nú er) algjört krapp þá er best að horfa á það áður en sá hinn sami ;kem- ur sér upp þeirri skoðun." Nú er Einar koniinn í svo mikinn ham að blaðamaður Alþýðublaðsins býður honum jafntefli sem hann þigg- ur - sem betur fer.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.