Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ e n n i n i 5 ■ Jurgen Klinsmann, hinn þrautreyndi landsliðskappi Þjóð- verja, valdi sex leikmenn fyrir Sunday Telegraph sem sérstök ástæða er til að veita eftirtekt í Evrópukeppninni í knattspyrnu sem hefst á laugardaginn Komið með skemmtikraftana Meistarakeppni snýst um að etja saman þeim bestu; þess- vegna höfum við keppni af þessu tagi og áhorfendur verð- skulda ekkert minna. Það ætti að gleðja mig sem Þjóðverja, með það eitt að takmarki að ná fyrsta Evrópumeistaratitlinum, þegar önnurlönd sniðganga bestu leikmenn sína. En ég verð að segja að það hryggir mig að leikmenn á borð við Er- ic Cantona og Gianluca Vialli skuli ekki taka þátt í mótinu. Þjálfararnir kunna að hafa ástæður fyrir því að velja ekki þessa menn, en enginn getur gert ágreining um að þeir eru frábærir leikmenn, og að hæfileiki þeirra til að skemmta áhorfendum skiptir óendanlega miklu máli fyrir fót- boltann. Að horfa á mann einsog Roberto Baggio leika listir sínar með knöttinn er í mínum huga það sem fótbolti snýst um. Þar að auki finnst mér að leikmenn einsog Cantona og Vialli verðskuldi að leika á stærsta sviðinu. Ég get heldur enganveginn skil- ið hvernig Italir telja sig hafa efni á að skilja Beppe Signore eftir heima, aðalmarkaskorarann í Serie A [ítölsku fyrstu deildinni] á þessu keppnistímabili. En ítalir og Frakkar eru ekki þeir einu sem sniðganga stórkostlega leikmenn. Spánverjar gengu framhjá hinum bráðefnilega Ivan de la Pena, þótt hann muni ef til vill keppa á Olympíuleikunum í staðinn. Ekki svo að skilja að við í þýska liðinu séum farnir að búa okkur undir sigur. Keppninnar vegna eru sem betur fer margir góðir leik- menn sem munu verða með í slagnum. Þrátt fyrir fjarveru hinna framúrskarandi liðsfélaga sinna verður Alessandro del Piero í ítalska liðinu, sem er í sama riðli og við. Hann er leikmaður sem hefur tekið stórstígum framförum síðustu tvö ár og þykir nú, 21 árs gamall, í hópi þeirra bestu. Hann skoraði fáein frábær mörk í meist- arakeppni Evrópu á síðasta keppn- istímabili og er aukþess þegar orð- inn Evrópumeistari félagsliða með Juventus. Hann gæti orðið einn af bestu leikmönnum Evrópukeppn- innar. Svo er það minn gamli félagi með Tottenham, Darren Anderton. Hann hefur átt við langvinn meiðsli að stríða en er kominn í sitt fyrra form. Leikmaður einsog Darren, sem bæði getur leikið á kantinum eða upp miðjuna, er dýr- mætur hverju liði af því hann getur tekið að sér allar stöður á vellin- um. Hann er einstaklega hættuleg- ur þegar hann kemur upp völlinn í fararbroddi sóknarmannanna. Ég mun fylgjast með honum af sér- stökum áhuga. Annar leikmaður sem getur gert gæfumuninn fyrir lið í svona keppni er Dennis Bergkamp. Hann er mikill markaskorari með hol- lenska liðinu, hefur skorað 23 mörk í um 40 leikjum, sem er að- dáunarverður árangur. Ég gæti nefnt ýmsa í króatíska liðinu, en Zvonimir Boban er leik- maður þeirrar gerðar sem ég hef dálæti á - hann spilar fyrir liðs- heildina, en sækist ekki eftir per- sónulegri upphefð. Hann ræður yf- ir frábærri tækni og hefur þann hæfileika að geta breytt gangi Darren And- erton, Eng- landi. Kom- inn aftur í fyrra form. Zvonimir Bo- ban, Króatíu. Ræöur yfir frábærri tækni. Youri Djorkaeff, Frakklandi. Blómstrar á Ítalíu. Alessandro del Piero, Ítalíu. Ungur og bráðefni- legur. Brian Laudr- up, Dan- mörku. Já- kvæður og ákveðinn. Dennis Berg- kamp, Hol- landi. Marka- skorari af náð. Liðin í Evrópu- keppninni Fyrstu leikirnir í Evrópukeppninni í fótbolta fara fram um helgina, og verða beinar útsendingar frá fjórum leikjum á laugardag og sunnudag. England og Sviss leika á laugardag klukkan 13.45 og á sunnudag eru þrír leikir: Spánn og Búlgaría klukkan 13.15, Þýskaland og Tékkland klukk- an 15.45, Danmörk og Portúgal 18.15. Hér á eftir má sjá skiptingu liðanna í riðla. A-riðill England, Sviss, Holland, Skotland. B-riðill Spánn, Búlgaría, Rúmenía, Frakkland. C-riðill Þýskaland, Tékkland, Ítalía, Rússland. D-riðill Danmörk, Portúgal, Tyrkland, Króatía. leiksins, og það getur ráðið úrslit- um. Annar fyrrum félagi minn, Youri Djorkaeff sem ég spilaði með í Mónakó, er nú fastamaður í franska landsliðinu. Frá upphafi var mér ljóst hvað bjó í honum, svo ég gerði mitt ítrasta til þess að örva hann til dáða. Hlutskipti hans var helstil oft að dúsa á bekknum vegna þess að hann var sýknt og heilagt að þrasa við þjálfarann, Ar- sene Wenger. Djorkaeff blómstraði hinsvegar þegar hann fór til Paris St. German og nú leikur hann með Inter Milan. Og svo eru þá meistararnir, Dan- ir, sem sigruðu okkur í úrslita- leiknum í Svíþjóð fyrir fjórum ár- um. Maður gæti nefnt hvorn sem er af Laudrup-bræðrum en sá yngri, Brian, hefur tekið á sig sí- aukna ábyrgð. Það sem ég kann best við í fari hans er jákvæð fram- koman. Þegar maður leikur í út- löndum skiptir margt máli ef hlut- irnir eiga að ganga upp: andrúms- loftið, leikvangurinn, liðsandinn. Þetta snýst ekki bara um peninga. Við sem leikum á meginlandinu sjáum ekki betur en Brian njóti þess til hins ítrasta að leika á Skot- landi. Hann hljómar jafnvel skosk- ur! Þýskalandi gekk mætavel á leið- inni í úrslitakeppnina. Við leggjum hart að okkur við að þróa sóknar- leik sem felst í því að varnarmenn- irnir pressa andstæðingana og sækja frá byrjun. Markmið okkar er að hafa fulla stjórn á andstæð- ingunum fremur en að bregðast við aðgerðum þeirra. Þetta er mjög herskár leikstíll og alger breyting frá því sem við höfum gert síðustu sex til átta ár. Þegar við unnum Portúgal á útivelli og Hollendinga í vináttuleik held ég að þeir hafi verið bæði hrifnir og dálítið hissa. Því miður missi ég af fyrsta leiknum, gegn Tékkum, vegna leikbanns, og sama máli gegnir um miðvallarleikmanninn Steffen Fre- und. Okkur hefur ekki gengið sér- lega vel gegn þeim, ólíkt Italíu og Rússlandi, og við erum orðlagðir fyrir að byrja rólega. Við verðum bara að trúa því að við komumst alla leið - og að ég verði sá sem hampa bikarnum. ■ ■ Brynhildur Ingvarsdóttir sagnfræðingur á grein í nýjasta hefti Skírnis þar sem hún gagnrýnir íslenska sagnfræðinga harðlega og segir þá hafa lokast inni í eigin heimi. Hún átelur þá einnig fyrir slælegan stíl og framsetningu. Alþýðublaðið hafði samband við nokkra sagnfræðinga sem lesið hafa grein Brynhild- ar og spurði þá hvort þeir væru sammála þeim viðhorfum sem fram koma í greininni Eru sagnfræðingar á villigötum? Jón Ólafur ísberg Það er ekkert að í sagnfræðinni „Á undanfömum ámm hafa fá- mennar en háværar raddir innan sagn- fræðinnar haldið því fram að greinin sé helsjúk og hundleiðinleg í akadem- ískri einangmn. Þetta er rangt í aðalat- riðum þótt undantekningar séu til. Á síðustu ámm hafa kornið út mörg sagnfræðirit sem uppfylla ströngustu vísindakröfúr en hafa jafnframt náð hylli almennings. Góður fræðimaður getur miðlað fræðunum til almennings á aðgengi- legan hátt. Lélegur fræðimaður getur það ekki þótt hann geti kannski skrif- að skemmtilegan stíl. Spumingin er hvort það sé hlutverk sagnfræðinga að bera rannsóknir sínar á torg, með þeim aðferðum sem nauðsynlegar eru þegar slíkt er gert, eða láta öðmm það eftir. Ég tel það vera eitt af megin- markmiðum sagnfræðinga, og annarra fræðimanna, að upplýsa og fræða al- menning. Miðlun fræðimannsins er kannski ekki sérlega skemmtileg, enda er það annarra að skemmta, en hún verður að vera aðgengileg. Hérlendis hafa margir lélegir fræðimenn skrifað lélegar fræðibækur á góðu máli og uppskorið vinsældir og mikla sölu. Slík framleiðsla kemur góðum fræðimönnum sem tileinka sér vísindaleg vinnubrögð ekkert við. Ekki frekar en listmálari skiptir sér af verkum húsamálara. Einstaka sagn- fræðingar, sem aldrei hafa skrifað neitt sem fallið hefur almenningi í geð, líta öfundaraugum til starfsfélaga sinna sem hefur orðið vel ágengt. Til þess að ná hylli fólks hafa sumir reynt að skríða í faðm skáldsögunnar og lát- ið innlifun, frásagnargleði, stíl og aðr- ar vinsældauppskriftir stjóma gerðum sínum. Þetta hefur verið gert á kostn- að vísindalegra vinnubragða en í sum- um tilfellum hefur salan aukist og við- komandi orðið vinsælli hjá ákveðnum hópi, sem vildi geta gert eins. Það er ekkert að í sagnfræðinni þótt einstaka sagnfræðingar eigi í einhverri kreppu og það er ástæðulaust að láta þá smita út frá sér.“ Inga Huld Hákonardóttir Margt jákvætt hefur gerst á síðustu árum „Það er sannarlega lofsvert að auka umræðu um vinnubrögð sagnfræðinga og gott að Alþýðublaðið greip á lofti boltann sem Brynhildur og Skímir vörpuðu út. Gagnrýni Brynhildar á pósitívismann er ágæt. Hins vegar hefur margt gerst á þeim sjö ámm sem liðin em frá útkomu SnOrra á Húsa- felli. Brynhildur virðist sjálf ennþá - það á vafalaust eftir að breytast - sitja föst í viðjum rannsóknarefnis síns. Enda er grein hennar byggð á B.A. rit- gerð, en þær henta misvel sem efni í tímarit. Það er til dæmis alrangt að enginn sagnfræðingur hafi stundað frásagnarlist síðan 1989. Bæði Guðjón Friðriksson og Þór Whitehead hafa hlotið íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir fræðibækur sínar. Þetta hefðu rit- stjórar Skírnis átt að hafa hugfast, en næsta skref hjá þeim mætti gjama vera að endurbirta nokkra af óviðjafn- anlegum textum Sverris Kristjánsson- ar. Hvorki lífs né liðnum hefur honum verið hleypt inn fyrir víggirðingar sagnfræðideildar Háskóla íslands." Jón Þ. Þór Margt má betur fara „Em íslenskir sagnfræðingar á villi- götum? Er þeir leiðinlegir rannsóknar- menn sem sitja í fílabeinstumi eigin rannsókna, en hirða ekk- ert um þær breyttu kröfur sem farið er að gera til sagnfræði í öðmm lönd- um? Tilefni þessara spum- inga mun vera grein eft- ir Brynhildi Ingvars- dóttur, „Hvað er á * >u mið þeirra var að segja satt og rétt frá, byggja á traustum heimildum. Vel má það vera rétt að íslenskir sagnfræðingar séu flestir „rannsóknar- sagnfræðingar" fremur en rithöfundar, en það get ég engan veginn talið ljóð á ráði þeirra. „Skemmtileg sagnfræði" og ,,rannsóknarsagnfræði“ fara reynd- ar ágætlega saman og geta engan veg- inn talist andstæður. Eigi sagnfræðirit að vera hvortveggja í senn, marktækt og læsilegt, verður það að byggja á traustri rannsókn. Enginn sagnfræð- ingur getur skrifað skemmtilega nema hann hafi góða þekkingu á viðfangs- efni sínu og þekki heimildimar. Hitt er svo annað mál hvort við- fangsefni íslenskra sagnfræðinga á undanfömum ámm hafa alltaf gefið tilefni til skemmtilegheita. Sagnfræð- ingar verða að hafa til hnífs og skeið- ar, ekki síður en annað fólk. Þeir, sem sinnt hafa ritstörfum og rannsóknum að aðalstarfi, hafa flestir verið ráðnir til sérstakra verkefna sem oftar en ekki em kostuð af fyrirtækjum, stofn- unum eða sveitarfélögum. Þar er mönnum sjaldnast ætlað að vera skemmtilegir í frásögn sinni, verkin em ekki alltaf ætluð til sölu á almenn- um markaði og í öðmm tilvikum skiptir salan minnstu máli fyrir útgef- er endur. I þessum tilvikum er ***&» sa, S4, seyði í sagnfræð- inni?“, sem birtist í vorhefti Skfrnis og kom út fyrir skömmu. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Ég get að vísu engan veginn fallist á að íslenskir sagn- fræðingar séu, eða hafi ver- ið, á villigötum í fræðum sínum, þótt vafalaust megi margt betur fara í þessum efnum sem öðmm. I grein sinni staðhæfir Brynhildur að rann- sóknarsagnfræði (sem hún virðist telja gamaldags) sé allsráðandi á Islandi, að íslenskir sagnfræðingar hafi látið sér fátt um frnnst helstu nýjungar, sem fram hafa komið á undanfömum ár- um, en þær byggist fyrst og fremst á því að gera söguna „skemmtilega". Til stuðnings máli sínu vitnar Brynhildur í ýmsa ritdóma og gagnrýnir undirrit- aðan og fleiri kollega fyrir að hafa lagt meira upp úr því hve traust rit séu fræðilega en hinu, hve vel þau séu skrifuð. I þessu viðfangi ber þess að gæta að við munum allir hafa verið að fjalla um rit þar sem höfundamir höfðu kröfu „rannsóknarsagnfræði" að leiðarljósi. Margir þeirra skrifuðu mjög læsilegan texta en meginmark- -"H '<5-% ,rin. ij? cLl ■ <rr>! „ - Cstjr i íc‘'ð -■> , Pdj >dr: vir-> 'gn. Aí “■M "'<ði. ’SVr«, >‘y>rr tra„dl. íyrst og fremst ætlast til þess að frá- sögnin sé traust. Annað atriði, ákaflega veiga- mikið, sem kannski gerir sam- anburð Brynhildar við erlenda sagnfræði marklausari en ella, er það að hér á landi er næsta lítill markaður fyr- ir sagnffæðirit. í Dan- mörku, Bretlandi og Bandaríkjunum er ekki óal- gengt að sagnfræðirit, sem þó uppfylla ströngustu fræði- legar kröfur, verði metsölu- bækur. Hér er slíkt afar fágætt og ég þekki nokkur dæmi um sagnfræðinga, sem haft hafa á prjónunum rit ætluð hinum almenna lesanda, en enginn vildi gefa út. Ut- gefendur töldu þau „vonlaus". Svo er það spumingin um það, hvort íslenskir sagnfræðingar beiti ekki listrænum efnistökum í framsetn- ingu, skrifi leiðinlega og jafnvel illa. Veldur hver á heldur. Víst má öðlast ritleikni með æfingu, en við verðum víst alltaf að sætta okkur við það að fólk er misjafnlega ritfært og ekki er öllum gefið að skrifa texta sem er í senn bókmenntir og sagnfræði. Við getum vitaskuld tileinkað okkur fonn skáldsögunnar en það eitt gerir ekki textann listrænan, ritið að listaverki eða höfúndinn að listamanni. Vel má vera að íslenskir sagnfræð- ingar hafi ekki sinnt nægilega vel þeim hræringum sem orðið hafa er- lendis á undanfömum ámm. Margir hygg ég þó að hafi fylgst vel með þeim og ekkert í frásögn Brynhildar um þessi efni kom mér á óvart. Frekar að mér þætti ýmislegt vanta, meðal annars um athyglisverðustu hræringar sem orðið hafa í norrænni og þýskri sagnaritun á síðustu ámm. Að lokum vil ég þakka Brynhildi Ingvarsdóttur fyrir ágæta grein og víst höfum við öll gott af því að líta öðm hvom upp úr skmddunum, líta til átta og velta fyrir okkur stöðu fræðigrein- arinnar, hvert við stefnum og hvemig okkur hafi miðað.“ Gunnar Karlsson Lokamarkmiðið er að orka á fólk ,Eg er í gmndvallaratriðum sam- rnála Brynhildi að lokamarkmið allrar sagnfræðilegrar þekkingar og hugsun- ar sé að snerta almenning, að orka á fólk.þannig að það hugsi eða finni til öðmvísi en það mundi annars gera. Það er tvennt sem er ástæða til að taka fram og stundum misskilst við þetta sjónarmið. Annars vegar er það að með þessu er ekki verið að gera lít- ið úr þeirri sagnfræði sem er eingöngu ætluð öðmm sagnfræðingum. Það er ekki verið að segja að allar rannsóknir séu í sjálfu sér ómerkilegar eða lítil- vægar. Þessu sjónarmiði hefur stund- um verið gerð upp sú skoðun og það er ekki sanngjamt. Hinn fyrirvarinn sem ég vil nefna er að þetta þýðir ekki að öll sagnfræði eigi endilega að vera skemmtileg eða spennandi. Það er ekki hægt að gefa fyrirfram reglur um hvemig góð sagnfræði eigi að vera, frekar en hægt er að segja hvemig ljóð eigi að vera eða skáldsögur. I þessu sjónarmiði er ekki að fmna nein fyrir- mæli um ákveðna tegund eða ákveð- inn stfl. Það er lokamarkmiðið sem skiptir máli og ég held að rannsóknir yrðu fijórri ef akademískir sagn- fræðingar hefðu þetta í huga í meira mæli en þeir gera.“ Már Jónsson Sagnfræði er fullt hús matar og finnast marg- ar dyr „Sagnfræðingar fást við fortíðina og nota til þess skjöl og skýrslur, handrit og bækur, fomleifar, smíðisgripi og fleira. Skylda þeirra við samtímann er tvíþætt. Ánnars vegar ber þeim að komast að einhverju sem skiptir máli. ■ Brynhildur Ingvarsdóttir sagnfræðingur Samfélag sagn- fræðinga á ekki að vera lokuð klíka -segir Brynhildur sem í grein í Skírni gagnrýnir ís- lenska sagnfræðinga fyrir að starfa í einangrun. Hins vegar hljóta þeir að koma niður- stöðum sínum á framfæri. Lestur á rit- dómum sagnfræðinga um sagnfræðirit sannfærði Brynhildi Ingvarsdóttur um að fyrra atriðið væri það eina sem fag- fólk virtist hafa áhuga á, því ritdómar- ar láta framsetningu liggja á milli hluta en leiðrétta rangfærslur í gríð og erg, jafnvel prentvillur. Hér hefur hún lög að mæla og ég tek líka undir það með henni að sagnfræðingar mega ekki loka sig af og vinna bara íyrir sjálfa sig eða vini sína. En eiga aðrar öfgar að taka við af þessum? Brynhildur boðar endurreisn frá- sagnarinnar, nýja sagnfræði og sam- mna vísinda og listar. Gott og vel. Það er göfugt markmið. Oft má skrifa rennilegan og hrífandi texta um fortíð- ina. Þá er rétt að reyna og hafa margir gert á nýliðnum ámm með góðum ár- angri. Þetta er bara ekki hægt og stundum óæskilegt. það þýðir ekki að skrifa um hvað sem er hvemig sem er. Framsetning efnis ræður því hvað kemst til skila og iðulega krefst rök- stuðningur fyrir tilteknum ályktunum og fullyrðingum meiri nákvæmni en góðu hófi gegnir. Textinn er þá ekki fyrir hvem sem er. Slíkri sagnfræði má ekki farga þótt almenningur hafi ekki áhuga á henni. Slflc sagnfræði er heldur enginn óvinur annairar sagn- fræði og Brynhildur fer með rangt mál þegar hún fullyrðir að það sem hún með nokkurri lítilsvirðingu kallar „rannsóknarsagnfræði" útiloki aðrar tegundir sagnfræði. Hið rétta er að vandaðar og ítarlegar sagnfræðirann- sóknir em forsenda þess að hægt sé að skrifa um fortíðina á sem íjölbreyttast- an hátt fyrir sem flesta. Sagnfræði hefur sjálfstæðan til- verurétt sem fræðigrein. Hafi sagn- fræðingar bmgðist þeirri skyldu sinni að gefa þjóðinni tækifæri til að vera með á nótunum er rétt að skamrna þá fyrir það, líkt og Brynhildur gerir. Þar með er ekki sagt að fræðigreinin sem slík eigi að fara til fjandans.“ ■ Brynhildur Ingvarsdóttir er tutt- ugu og fimm ára sagnfræðingur sem skrifar snarpa grein í nýjasta hefti Skírnis þar sem hún gagn- rýnir kollega sína. Greinin er byggð á BA- ritgerð sem Bryn- hildur skrifaði við Háskóla Is- lands. Það voru fyrst og fremst viðbrögð sagnfræðinga við bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli sem urðu kveikjan að ritgerðinni. „Já, ég er hrifin af þeirri bók Þórunnar,“ segir Brynhildur. „Mér finnst hún vera kjarkmikil og vel hugsuð tilraun með sagnfræði- formið. Þar er aðferðafræði skáld- skaparins notuð samhliða sagn- fræðinni. I verkinu heldur Þórunn mjög stíft í sagnfræðina, en tekst um leið að setja hana fram á mjög skemmtilegan hátt. Ég las ritdóma sagnfræðinga um bókina og varð afar undrandi á mismunandi við- brögðum þeirra við henni. I BA- ritgerð minni notaði ég ritdóma sagnfræðinga sem vitnisburð urn skoðanir þeirra og lagði út af þeim. Mér heyrist þessi aðferð mín vera umdeild, en ég hef til- hneigingu til að láta þá gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Þó svo sagnfræðingar haldi því fram að ritdómar séu skrifaðir eftir ákveðni formúlu þá leysir það þá ekki undan þeim skyldum að vera trúir fræðigrein sinni og hug- myndum.“ Nú ertu í grein þinni harðorð i garð sagnfrœðinga, dregur upp mynd af þeim sem heldur forpok- uðum frceðimönnum sem skrifi þurran og leiðinlegan stíl. „Ég er kannski ekki að spara stóru orðin. En það kemur að því að menn verða að leggja skoðanir sínar á borðið af ákveðni og mót- mæla því sem þeim þykir ekki vera nægilega gott. Stundum þarf að hafa hátt. Ég sé enga ástæðu til að efast um vísindalegt eðli sagnfræðinn- ar, en eðli hennar er margþætt. Það er ekki hægt að taka út einn þátt, einblína á hann og vinna ein- göngu út frá honum. Stór þáttur sagnfræðinnar felst í því að skrifa fyrir almenning. Það er ekki hægt að loka þann þátt úti og skrifa ein- vörðungu fyrir hina fræðimenn- ina. Samfélag sagnfræðinga á ekki að verða lokuð klíka þar sem menn loka sig af, helga sér fast- mótað svið og skrifast á við aðra fræðimenn, en láta eins og al- menningur komi þeim ekki við.“ Nú gerir þú dkveðna kröfu um góða, jafnvel list- rcena, framsetningu í skrifum frceði- manna. Nú munu þeir sem rdða ekki við slik skrifa vcent- anlega segja að þetta sé ósanngjörn krafa. „Ég geri fyrst og fremst kröfu til þess að menn skrifi góða og fallega ís- lensku. Mér finnst það ekki til of mik- ils mælst. Það eru allt of litlar kröfur gerðar til þessa þáttar í sagnfræði- námi. Menn geta fengið skínandi einkunn fyrir sagn- fræðiritgerð sem er á hörmulegu máli. Það eru röng vinnu- brögð. Háskólinn er æðsta menntasetur landsins. Ef kröfur til góðra vinnu- bragða eru ekki gerðar þar, hvar á þá að gera þær?“ Ætlarðu að fylgja þessum skoð- unum þínum eftir? „Ég er byrjuð að hugsa um fyrirlest- ur sem ég ætla að flytja á söguþingi sem haldið verður í maí 1997. Þar ætla ég að halda áfram á svipuðum nótum og spyrja: Fyrir hverja er sagnfræðin?" í Háskóla íslands geta menn fengið skínandi einkunn fyrir sagn- fræðiritgerð sem er á hörmulegu máli. Það eru röng vinnubrögð," segir Brynhildur sem segir ekki vera til of mikils mælst að sagn- fræðingar skrifi góða íslensku. ‘v- . s ' • ''' ''j xÆ ' . ' '’ v, . ’ 'v. .. ,•>'. '• V\v ' u’ v \ >\ «. * V :'i v* ’♦ > " ’' ' •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.