Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 _______________ ALÞÝÐUBLAÐIÐ m e n n i i n g IV' 3 f ó r n m á 1 Barnslík í líkkistu Reykjavík um 1925. ■ Halldór Björn Runólfsson skrifar um sýningar þarsem sjálfur dauðinn er í aðalhlutverki Að velta sér upp úr dauðanum Reyndar verður manni oft hugsað til þjóðlegr- ar matargerðar frammi fyrir þessum voveif- legu myndum. Úttútnaður handleggur manns- ins sem látist hefur af lungnabólgu eftir að hafa drekkt sér er undarlega líkur ósoðnum sláturkeppi. Það voru blendnar tilfmningar sem bærðust í hjörtum gesta á opnun sýn- ingar Sjónarhóls á ljósmyndum Andr- es Serranos síðdegis á mánudag. Frammi fyrir stórum og óvægnum myndum hans af illa fömum líkum var sem áhorfendum væri brugðið. Það var greinilegt að þeir voru vanir allt annarri og mildari tegund myndlistar. Um kvöldið var uppákoman kórónuð með opnun á Mokka á íslenskum Ijós- myndum af látnum bömum og ung- lingum. Sérlegur vemdari beggja sýn- inga var „maðurinn með ljáinn“ hempuklæddur með amboðið beitta, vappandi álútur kringum sýningasal- ina. Osjálfrátt hægðu ökumenn á neð- anverðri Hverfisgötunni á sér þegar þeir sáu þessa gráleitu vera. Þeir hafa eflaust getið sér til að þar færi enn eitt átakið á vegum Umferðaráðs. Jafnframt slógu aðstandendur sýn- inganna á óhugnaðinn innandyra með Andres Serrano Stunginn til bana 1992. þessum táknræna gjömingi. Með því að gera dauðann sýnilegan, og jafnvel svolítið leikrænan, komu þeir á móts við gesti sem ekki eru vanir því að myndlist fjalli um annað en fegurð forms og lita. Þó mátti finna á mörgum þeirra sem stóðu í Sjónarhóli miðjum að þeim fannst nóg um óhugnaðinn í stóram cibachrome-litmyndum Andres Serrano. Kalla menn þó ekki allt ömmu sína nú til dags þegar óhugnan- legu sjónvarpsefni er dengt yfir þá eins og hverju öðra auglýsingaregni. Meginuppistaðan á sýningu Serran- os er úr syrpu hans Líkhúsinu, frá 1992. Sem blökkumaður af kúbönsk- um og hondúrasískum ættum er hon- um nærtækur hinn daglegi óhugnaður sem vofir yfir hverfum innflytjenda í New York og öðrum bandarískum stórborgum. Þarna er Jane Doe, hin ónefnda blökkukona sem lögreglan kálaði. Augun era sokkin og það er farið að slá í húðina. Þannig líkist hún engu frekar en sviðakjamma. Reyndar verður manni oft hugsað til þjóðlegrar matargerðar frammi fyrir þessum voveiflegu myndum. Uttútn- aður handleggur mannsins sem látist hefur af lungnabólgu eftir að hafa drekkt sér er undarlega líkur ósoðnum sláturkeppi. Þrútnar æðarnar undir rauðleitri húðinni eru sjónrænt ekki svo Ijarri slenginu sem hálfgagnsæjar vambimar halda saman. Munurinn á ísskápnum og líkhúsinu er ef til vill ekki annað en stærðin þegar öll kurl koma til grafar. Til að miða Serrano betur út era svo nokkrar myndir úr syrpu hans af Kirkjunnar þjónum, frá 1991. Þarna fáum við smjörþefinn af þeirri vídd sem gerði lista- manninn frægan að end- emum árið 1989. Það byrjaði með árásum AFA, bandarísku fjöl- skyldusamtakanna á ljós- mynd Serranos af Piss- Kristi, plastkrossi með Frelsaranum sem hann dengdi í hlandbala árið 1987 og festi svo á filmu. Eftir þetta komst listamað- urinn greiðlega á skrá Jesse Helms yfir varhugaverða listamenn sem meina skyldi aðgang að öllum opinberum styrkjum. Að sjálfsögðu sást Helms og öðram íhaldssömum þingmönnum yfir djúp- trúarlega undirölduna í verkum Serran- os. Hann var ekki að deila á trúna heldur Kirkjuna sem stofnun og mark- aðstorg. AFA og Helms hefðu því fúllt eins getað útskúfað allri hugmynda- fræði mótmælendatrúarinnar á þeirri einföldu forsendu að Lúter og Kalvín væru sögulega séð ekki annað en óprúttnir og uppivöðslusamir óróa- seggir. En að Andres Serrano ólöstuðum hlýtur sýningin á Mokka, Dauðinn í (s- lenskum veruleika, að teljast einstæður fengur. Aldrei hefur þessi hlið á ís- lensku samfélagi verið opinberað með svo afdráttarlausum hætti þótt dauða- myndir séu vel þekkt stærð í ljós- myndasögu nágranna okkar. Þetta samvinnuverkefni Mokka og Þjóð- minjasafnsins er þeim mun metnaðar- fyllra sem því er fylgt úr hlaði með bók með á annan tug greina um dauð- ann. Reyndar dekkar bókin einnig ljós- niyndir Andres Serranos. Dauðamyndirnar íslensku eru á fjórða tug, eftir um það bil 15 ljós- myndara og spanna árin frá 1886 til 1956. Langflest era þó frá öndverðri 20. öld. Það eru öðram fremur börn sem prýða þessar áleitnu myndir, böm sem hafa verið kistulögð og hvíla í friði einsog þau sofi rótt. Við fyrstu sýn slær mann umbúða- laust raunsæið og áfallið sem fráfall bamanna hefur á nánustu en þeir era oftast ekki með á myndinni. Olíkt því sem virðist hafa verið býsna algengt hjá nágrönnum okkar, að minnsta kosti í hinum enskumælandi heimi, er ekki reynt að dylja staðreyndir málsins. Oft var hið látna barn fært í sitt fínasta púss og haft sitjandi milli foreldra sinna eins og það hefði óvart lokað augunum þegar blossinn tendraðist í stúdíóinu. Slíkt „fals“ virðist ekki hafa átt upp á pallborðið hér. Hins vegar er reynt að líkja eins vel eftir svefni og kostur er þótt hitt sé jafnframt algengt að áhrif dauðans séu hvergi dulin. Á nokkram myndanna ber holdafar bamanna vott um návist dauðans. Annað hvort eru hin látnu í rúmum sínum og vöggum eða þau hafa verið kistulögð með blómaskrúði. Ef til vill boða þessar tvær sýningar breyttar áherslur í sýningahaldi hér- lendis. Það er vissulega tími til kominn að við fslendingar losum okkur við fjötra skynlausra fegurðasjónarmiða þegar myndlist er annars vegar og fór- um að kannast við fleiri og marg- breytilegri hliðar á almennum sjón- menntum. Þá er löngu tímabært að fé- lagsleg ljósmyndalist fái þann sess sem henni ber og Ijósmyndarar fyrri tíðar - með brautryðjandann Sigfús Ey- mundsson í broddi fylkingar - sáðu til í lok síðustu aldar og upphafi þessarar. Myndlist snýst ekki einvörðungu um mannlausa náttúru heldur einnig og engu síður um mannlega náttúru og náttúra mannlegs samfélags. ■ ■ Á landsfundi Þjóðvaka um helgina var dustað rykið af gömlum hugmyndum Vilmundar Gylfasonar um grundvallaruppstokkun íslenska stjórnkerfisins. Þjóðvaki vill aukinn rétt til þjóðaratkvæðis, jöfnun atkvæða, að forsætisráðherra sé kjörinn beinni kosningu og að ráðherrar víki af þingi. Þeir sem aðhyllast þessar hugmyndir segja að þetta kerfi myndi auka sjálfstæði Alþingis og skerpa skilin milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Blaða- menn Alþýðublaðsins leituðu álits á þessum róttæku hugmyndum Parf að stokkáJ spilin upp. upp í stjómarráð bæti þingið. Þingið verður dýrara og embættismönnum í stjómarráðinu fjölgar um tíu. Ég tek fram að Alþýðubandalagið hefur ekki mótað sér skoðun á þessum málum í einstökum atriðum. En ég held að ísraelska aðferðin styrki þingið vera- lega sem þar með yrði samkeppnisað- ili við framkvæmdavaldið en í ekki vasanum á því.“ Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Þarna eru baráttu- mál Alþýðuflokks- ins „Það hlýtur að vera auðvelt fyrir al- þýðuflokksmenn að skrifa undir flest af því sem fram kemur í stjómmála- ályktun Þjóðvaka. Þama era á ferðinni mál sem Alþýðuflokkurinn er búinn að berjast fyrir um áratuga skeið, eins og veiðileyfagjald, hagræðingu í vel- Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Engin rök fyrir klofningi jafnaðar- manna „Stjómmálaályktun Þjóðvaka úr Viðey staðfestir það, sem áður var vit- að, að í stærstu málum skortir ekki málefhalega samstöðu milli Alþýðu- flokks og Þjóðvaka. Ályktunin tekur á fimm málum. Það fyrsta er veiðileyfagjald í sjáv- arútvegi, sambærilegt orkugjald fyrir nýtingu orkulinda og krafan um nýjan búvöru- samning. Allt eru þetta gömul baráttu- mál Alþýðuflokksins. Annað málið snertir fjárhagsgrund- völl velferðarkerfisins sem hefúr verið eitt meginþemað í stefnu og starfi Al- þýðuflokksins frá upphafi til þessa dags. Þriðja málið, um að sameina fólkið á vinnustöðunum í eitt stéttarfélag og auka áhrif starfsfólks á stjómir stórfyr- irtækja, er sígilt baráttumál jafnaðar- manna. Fjórða málið um réttlátt skattakerfi er kjami jafnaðarstefnunnar. Fimmta málið um stjómkerfis- breytingar, eins og til dæmis um jöfn- un atkvæðisréttar og lagasetningu um þjóðaratkvæði, era með sama hætti baráttumál Alþýðuflokksins frá upp- hafi vega. Þetta staðfestir að engin rök era fyrir klofningi í röðum jafnað- armanna vegna málefnaágreinings. Þetta staðfestir líka að ástæðulaus klofningur jafnaðarmanna er til þess eins fallinn til að veikja áhrif jafnaðar- manna á stjóm landsins, eins og reynslan sýnir. Það er einnig ástæða til að minna á að þingmenn Alþýðu- flokks og Þjóðvaka náðu órofa sam- stöðu um málefni og málflutning á því þingi sem nú var að ljúka. Engin hald- bær rök era fyrir því að viðhalda flokkslegri sundrangu jafnaðarmanna. Ég tek því eindregið undir niðurstöð- una um það að menn læri af mistök- unum og, eins og segir í ályktuninni, „að jafnaðarmenn bjóði sameiginlega fram við næstu Alþingiskosningar. Það er aðeins eitt atriði í stjóm- málaályktun Þjóðvaka sem valdið get- ur ágreiningi. Það er að komið verði á beinni kosningu framkvæmdavalds- ins. Þetta er hið gamla baráttumál Bandalags jafnaðarmanna frá því fyrir kosningar 1983 um að kjósa forsætis- ráðherra eða æðsta handhafa fram- kvæmdavaldsins beinni kosningu og hverfa þar frá þingræðisskipulaginu. Þessi hugmynd hefur komið upp nokkram sinnum á lýðveldistímanum en aldrei hlotið verulegar undirtéktir. Reynslan sýnir að þjóðir hverfa ekki frá rótgróinni hefð eins og þingræðinu nema það hafi beinlínis beðið skip- brot. Þrátt fyrir margvíslega galla í ís- lensku stjómkerfi, sem rekja má til ójöfnuðar í kosningarétti og úreltrar kosningalöggjafar, hefur þjóðin ekki á tilfinningunni að þingræðið hafi beðið skipsbrot. Þessi tillaga er róttæk og mundi vafalaust kalla á uppstokkun flokkakerfis. og kalla fram tveggja flokka kerfi, sérstaklega ef kosið yrði um forsætisráðherrann í tveimur lot- um til að tiyggja meirihlutakjör. Það þarf miklu vandaðri rökstuðning og meiri umræðu um stjómkerfisbylt- ingu, en rúmast í þessum fáu orðum í stjómmálayfirlýsingu á einu blaði." Vilhjálmur Þorsteinsson kerfisfræðingur Langur með- göngutími hug- mynda „Alþýðuflokkurinn hefur samþykkt á flokksþingi oftar en einu sinni að ráðherrar sitji ekki á þingi. Ég styð þá hugmynd. Varðandi þá hugmynd að kjósa beri forsætisráðherra beinni kosningu þá er það einmitt hugmynd sem Bandalag jafnaðarmanna og Vil- mundur Gylfason komu með á sínum tíma. Hún hefur kosti og galla. Menn hafa bent á það sem ókost að þess háttar kosning yrði populistísk kosn- ing. Svo má á móti spyrja: Er nokkuð að því? Ég hef verið hrifinn af hugmynd- um sem ganga í þá átt að tengja betur saman vilja kjósenda og skipan-fram- kvæmdavaldsins. Eins og staðan er í dag virðist oft býsna langt á milli vilja kjósenda og þeirrar ríkisstjómar sem nær völdum. Ég hef jákvætt viðhorf gagnvart hugmyndum sem miða að því að minnka bilið þar á milli. Það er hægt að hugsa sér fleiri útfærslur þar á en þetta er hugmynd sem er vel þess virði að líta á. I tengslum við forseta- kosningamar er að skapast umræða um jöfnun atkvæðisréttar. Ég fagna þeirri umræðu. Þegar við í Bandalagi jafnaðarmanna gösluðumst í þeim málum þá var stundum eins og við væram að beijast við vindmyllur; áhugi fólks virtist ekki vera fyrir hendi. Þróunin nú er ánægjuleg. Áhuginn hefur verið að aukast og augu fólks að opnast fyrir þessu vandamáli. Þetta er kannski eðlilegt ferli. Menn á borð við Vilmund koma fram með hugmyndimar. Þær ná ekki fjöldafylgi en skjóta rótum í þjóðarvit- undinni. Síðan vega menn og meta at- burði í stjómmálum með hliðsjón af þessum hugmyndum. Sumar hug- myndanna eiga nú talsvert meira fylgi heldur en þegar þær vora settar fram. Hver hefði trúað því að framsóknar- þingmenn færa fram og töluðu fyrir jöfnun atkvæðisréttar, eins og mér skilst að Siv Friðleifsdóttir og Ólafur Öm Haraldsson hefði gert? Þetta er kannski hinn eðlilegi meðgöngutími hugmynda, en mér finnst hann reynd- ar svolítið langur. Þrettán ár. Ég hef ekki trú á því að Alþingi eigi að fjalla um breytingar á stjómar- skránni. Ég hef alltaf verið fylgjandi gömlu hugmyndinni um nokkurskon- ar stjómlagaþing sem endurskoði stjómarskránna. Hver veit? Kannski gerist það eftir önnur þrettán til tjórtán ár.“ Svavar Gestsson, þingflokksformaður Alþýðubandalagsins Sver sig í ætt ann- arra vinstri flokka „í þessum tillögum sver Þjóðvaki sig í ætt annarra vinstri flokka eins og eðlilegt er því fátt er nýtt undir sólinni. AÐ því er varðar tölulið fimm bendi ég á þetta: Tillögur um þjóðaratkvæði sem fari fram með skipulegum hætti eftir að tiltekinn hluti, jafnvel minnihluti þjóðarinnar, hefur óskað þess er einna skýrastur í tillögum Alþýðubandalags- ins í stjómarskrámefnd 1983 en ég hygg að Ragnar Amalds sé aðalhöf- undur þeirra tillagna. Það kemur því ekki á óvart að við séum yfirleitt sam- mála slíkum hugmyndum. Við höfum alltaf verið samferða í þeim kjördæmabreytingum sem gerð- ar hafa verið hér á landi og hafa allar miðast við að stuðla að jöfnun at- kvæða eða jafnara vægi atkvæða. Ég tel einsýnt að við yrðum samferða í næstu lotu ef um það mál tækist víð- tæk samstaða sem er mikilvæg for- senda að mínu mati. Ég tel reyndar einsýnt að fljótlega og fyrir næstu al- þingiskosningar verði gerð alvarleg at- laga að því að breyta kjördæmaskip- uninni og kosningalögunum. Það er óskynsamlegt fyrirfram að gefa það upp hvemig slík breyting ætti að vera í einstökum atriðum en ég tel bæði koma til greina að fækka kjördæmum og minnka mismuninn á milli vægis atkvæða eftir lanéshlutum. Ég spái því að ekki náist sátt um að landið verði eitt kjördæmi fyrr en í annarri eða þriðju lotu kjördæmabreytinga héðan í frá. Ég vil stuðla að raunveralegum að- skilnaði framkvæmdavalds og lög- gjafarvalds. Mér ofbýður hvemig rík- isstjómin niðurlægir Alþingi hvað eft- ir annað Ég tel að ísraelska aðferðin - þar sem forsætisráðherra er kosinn beint um leið og þingið er kosið geti vel komið til greina. Ég tel hins vegar ekki að það að ráðherramir fari allir ferðarkeifinu og jafnari tekjuskipt- ingu. Það er mér ánægjuefni að sjá málin frá tímum Vilmundar heitins Gylfasonar, eins og um breytingar á stjómskipuninni, beina kosningu framkvæmdavalds, aukið atvinnulýð- ræði og vinnustaðasamninga Það er hins vegar sárgrætilegt að stór hluti þjóðarinnar sem keppir að sama pólitíska markmiðinu skuli vera að þvælast í mörgum stjómmálaflokk- um. Það þjónar litlum tilgangi að gefa út stjómmálaályktanir með áherslum sem allir geta fallist á þegar skortir skyrkinn til að hrinda stefnunni í ffamkvæmd. Við þurfum ekki nýja flokka til að túlka jafnaðarstefnuna. Hún er mjög skýr og klár. En því fleiri sem flokkamir verða sem kenna sig við frelsi, frið og jafnrétti því minni von að þeir nái árangri. Draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinn strandar enn á persónulegum hags- munum." Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Hlutir sem hafa enga úrstitaþýð- ingu „Þessa hluti má í sjálfu sér ræða. Ég held hins vegar að þeir hafi enga úr- slitaþýðingu um það hvemig okkur vegnar. Ef við lítum í kringum okkur þá sé ég ekki að það sé samasemmerki milli þess hvemig framkvæmdavaldið er kosið og hvemig þjóðinni gengur að koma undir sig fótunum. Kostimir era þeir að betur er skilið á milli framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds. Gallamir era hins vegar þeir að ef framkvæmdavaldið og löggjafar- valdið era sitt á hvorri línu þá er erfið- ara að ná fram ákvörðunum. Það era kostir og gallar á þessu en í sjálfu sér hef ekki afdráttarlausar skoðanir á því á hvom veginn þetta eigi að vera. Ég er tilbúinn að ræða málin. Jöfnun atkvæðisréttar er mál sem er að þróast í rétta átt. Ég held hins vegar að það mætti huga að fleiri at- riðum í sambandi við kosningalög- gjöfina. Sjálfur er ég hrifnastur af hug- inyndinni um einmenningskjördæmi og tel að fólk eigi ekki að vera skyld- ugt til að kjósa á þeim stað þar sem það býr, heldur geti það fengið að kjósa í þeim kjördæmum sem það vill. Þingmenn eiga að vera fulltrúar fólks- ins en ekki Ijallanna." Ólafur Örn Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokksins Ekki Þjóðvaki sem stýrir umræðunni „Þessi atriði eru til umfjöllunar hjá öllum stjómmálaflokkum, ekkert síður hjá Framsóknarflokknum en öðrum. Ég hef til dæmis beitt mér mjög ákveðið fyrir jöfnun atkvæðisréttar. Það er ekki Þjóðvaki sem stýrir þess- ari umræðu, Alþýðuflokkurinn sinnir henni og hópur einstaklinga úr öðrum flokkum. Það ætti að skoða mjög vandlega hvort ráðherrar eigi að sitja á þingi. Atriði er varða beina kosningu og ffamkvæmdavaldið hef ég ekki skoð- að þannig að ég þori að setja frarn ákveðnar skoðanir um þau. Annars finnst mér kominn tími til að menn veiti athygli málefnum eins og aðgangi að landi og landnýtingu. Það búa níutíu og fimm prósent þjóð- arinnar í þéttbýli og eru landlaust fólk. Við þurfum að tryggja aðgang al- mennings að landinu án þess að ganga einhliða á rétt landeigendanna. Það þarf að nást sátt um þessi atriði og það verður að gerast meðan við höfum tækifæri til, því ef við missum tökin á lendum við í fyrirsjáanlegum árekstr- um.“ Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans Þjóðvaki þarfað skýra hugmyndir sínar betur „Mér hefur lengi þótt skorta mjög á að Þjóðvaki skýri betur hvað býr að baki hugmynda hans. Þjóðvakafólki er gjarnt að skella fram fullyrðingum svo sem um nauðsyn á sameiningu jafnað- armanna án þess að skilgreina um hvað sú sameining eigi að snúast eða hvað hinir heittelskuðu eri sundraðu jafnaðannenn eiga að gera eftir að þeir era gengnir í lukkulegt hjónaband. I stjómmálaályktun Þjóðvaka er að þessu sinni að finna hugmyndir um stjómkerfisbreytingar sem oft hefur verið slegið fram en hafa lítt verið ræddar, hvað þá rökstuddar. Ég get tekið undir að það þarf að einfalda reglur um þjóðaratkvæði og að sjá til þess að ákveðinn hópur fólks geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök og mikilvæg mál í sam- bandi við afgreiðslu EES-samningsins 1993. Jöfnun atkvæða er sjálfsagt mál sem virðist þó vefjast ótrúlega fyrir þessari þjóð sem vill telja sig til lýð- ræðisþjóða. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að skilningur manna á þrískiptingu ríkisvaldsins sé afar takmarkaður hér á landi, en þó ber nokkuð á togstreitu milli valdsviða líkt og þekkist til dæmis í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér hefur framkvæmdavaldið þó greinilega yfirhöndina. Því er ég sem parlamentaristi sammála því að greina þurfi mun betur milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds en nú er gert, annars vegar með því að ráðherrar séu ekki þingmenn (þó þarf að hugsa það mál vel), hins vegar með því að auka til muna sjálfstæði í vinnubrögðum þingsins, þar sem ráðuneytin hafa allt of mikil álirif auk þess sem þingmenn era allt of ósjálfstæðir. Hvað varðar beinar kosningar fram- kvæmdavaldsins hef ég meiri efa- semdir. Það gafst heldur illa nýverið í Israel að kjósa forsætisráðherrann beint. Slikar kosningar geta farið að snúast meira um menn en málefni og sú staða getur komið upp að mikill munur verið á stefnu þeirra sem kosn- ir era til þings og hinna sem kosnir yrðu ráðherrar. Það gæti kallað á tíma- freka samninga líkt og gerist í Banda- ríkjunum en yrði um leið mikið að- hald að báðum. Hér er einfaldlega hugmynd á ferð sem þarf að ræða. Hitt er svo annað mál hversu flókið stjómkerfi og kosningakerfi jafn lítil þjóð og Islendingar eiga að hafa yfir sér. Ef eitthvað þarf að einfalda það til muna. Aðalatriðið er að stjómkerfið sé lýðræðislegt og að það virki í þágu al- mannahags. Þjóðvakafólk þarf að skýra betur hvemig það hugsar sér þessar breytingar en það er að sjálf- sögðu gott eitt um það að segja að enn einu sinni sé riðið á vaðið, einhvem tímann komumst við yfir á bakkann hinum megin.“ ■ Stéttin erfyrsta skrefið iim... Mikiðúrval afhellmn og steinum. Mjög gott verð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.