Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 1
Forsetaframbjóðandi í hremmingum yfir Snæfellsjokli Hurð flugvélar opnaðist í fimmþúsund feta hæð Pétur Kr. Hafstein hélt hurðinni þangaðtil flugvélin lenti. ■ Samningaviðræður við Norðmenn og Rússa um kvóta í Barentshafi runnar út í sandinn Guðs mildi að ekki var samið - segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður. Alls óvíst að samningur núna styrki stöðu okkar þegar úthafs- veiðisamningurinn er kominn til framkvæmda. „Þetta var ekki sérlega skemmti- leg reynsla meðan á þessu stóð,“ sagði Pétur Kr. Hafstein forseta- frambjóðandi í samtali við Alþýðu- blaðið en á laugardag opnaðist hurð á sex sæta flugvél sem Pétur var farþegi í þegar hún var í fimm- þúsund feta hæð yfir Snæfellsjökli. Pétur var á leið á kosningafundi á Snæfellsnesi og meðal farþega í vélinni voru eiginkona hans, Inga Ásta’ Hafstein, Pétur Hrafn, yngsti sonur þeirra, og vinur hans, Hlynur Valsson. Hlynur sat við hurðina en Pétur náði að halda henni aftur. Það var hinsvegar með öllu ókleift að loka „Ég þakka guði fyrir að samn- ingar tókust ekki á þeim grunni sem kynntur var í fjölmiðlum. Ég sé satt að segja ekki hvað rekur okkur til samninga um Smuguna, því ég er ekki sannfærður um að það styrki okkur til frambúðar, þegar samningur Sameinuðu þjóð- anna um úthafsveiðar tekur gildi. En það sýnast mér helstu rök ís- lenska ráðherraparsins," sagði Össur Skarphéðinsson, sem á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Um helgina slitnaði uppúr samninga- henni meðan vélin var á lofti, og því þurfti Pétur að halda hurðinni uns vélin lenti á Rifi. „Nei, ég hugsaði nú ekki mikið um hættuna meðan á þessu stóð, mér fannst fyrir öllu að drengur- inn, sem sat við hurðina, og aðrir í vélinni slyppu óskaddaðir. Ég held varla að veruleg hætta hafi verið á ferðum," sagði Pétur. Hann bar sérstakt lof á flugmanninn fyrir rétt og snöfurmannleg viðbrögð. Pétur og Inga Ásta með soninn Pétur Hrafn. viðræðum fslendinga, Rússa og Norðmanna um kvóta í Barents- hafi, og er óljóst hvert framhaldið verður. Össur minnti á, að það hefði ekki síst verið fyrir andstöðu Al- þýðuflokksins að tókst á sínum tíma að koma í veg fyrir að Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra bannaði Smuguveiðarnar. „Menn lögðu nú ekki þann slag á sig til að fallast á að Þorsteinn semji enn einu sinni af sér, en samningur uppá tólf til þrettán þúsund tonn einsog var í burðar- liðnum er fráleitur frá sjónarhóli íslenskra hagsmuna. Hvað rekur okkur til að semja um takmörkun á veiðum á alþjóðlegu hafsvæði, sér í lagi þegar ljóst er að viðkomandi stofn er sterkur, og ekki í neinni hættu. Þarna er engin rányrkja á ferðinni." Össur sagði að allir samningar yrðu að gera ráð fyrir því að ís- lendingar fengju óáreittir að veiða í flottroll, það væri lykilatriði fyrir veiðarnar. Hann sagðist ekki viss um að nokkur fótur væri fyrir stað- hæfingum um að samningur núna myndi styrkja stöðu okkar þegar úthafsveiðisamningurinn er kom- inn til framkvæmda. „Er einhver vissa fyrir því? Hafa Norðmenn og Rússar lagt það á borðið? Ef svo er hefur utanríkismálanefnd ekki ver- ið kynnt það.“ Þess má geta að síðustu ár hafa Islendingar veitt upp í 35 þúsund tonn á ári, og í sumar er líklegt að aflinn verði miklu meiri, eða 50 til 60 þúsund tonn. ■ Nýstárleg skoðana- könnun á vegum Ástþórs Magnússonar r Olafurefstur hjá Ástþóri Ástþór Magnússon forsetafram- bjóðandi véfengdi í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld þau vinnubrögð sem notuð eru við skoðanakannanir, og sagði að hann hefði sjálfur látið gera könnun sem sýndi aðra niðurstöðu en þær kannanir sem birst hafa hingað til. Hann neitaði hinsvegar að skýra nánar frá könnuninni, framkvæmd hennar og niðurstöðum. Samkvæmt upplýsingum sem Al- þýðublaðið fékk í gær hjá heimilda- manni á kosningaskrifstofu Ástþórs var könnunin framkvæmd með þeim hætti að atkvæðaseðlar og kjörkassar voru útbúnir og fólki víðsvegar um Reykjavík gefin kostur á að „kjósa“ leynilega. 412 greiddu atkvæði með þessum hætti en 23 seðlar voru auðir eða ógildir. 389 atkvæði voru gild og þau skiptust á þessa leið: Ölafur Ragn- ar Grímsson 200 atkvæði (51,4 pró- sent), Pétur Kr. Hafstein 79 atkvæði (20,3), Guðrún Agnarsdóttir 45 (11,6 prósent), Guðrún Pétursdóttir 39, (10) og Ástþór Magnússon 26 (6,7). Fylgi Ástþórs í þessari könnun er talsvert meira en hingað til hefur mælst, en einsog heimildamaður Al- þýðublaðsins sagði, var framkvæmd hennar ekki með strangvísindalegum hætti. Ólafur Ragnar málalaðastur Ólafur I Ragnar Grímsson og Guðrún Agnarsdóttir töluðu iang- mest í umræðuþætti sjónvarpsins í fyrrakvöld. Þangað mættu allir frambjóðendurnir fimm og sátu fyrir svörum fréttamanna. Ólafur Ragnar talaði í 26 mínútur, Guðrún Agnarsdóttir í 22, Ástþór Magnús- son í 14, Pétur Kr. Hafstein í 13 og Guðrún Pétursdóttir í 11 mínútur. ■ PftOTIM Architectural Solignum Architectural fyrir íslenskan markað í meiraNatt>30ár. PROT1É '\SOLIGNUM 3K. Solignum ‘M 1 Medium Brcwn |' Traditianal prescrvativc PROTIM PLIGNUM Architectural iöpaque a "oodstain Þu mátt ekki sofna á verðinum! K.Richter

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.