Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 8
Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánsiæk kl. 13.00 og 19.30 Bókið bíla með fyrirvara (síma 438 1120 og 456 2020 Þriðjudagur 11. júní 1996 Alla daga Frá Stykkishólmi kl. 10.00 og 16.30 Frá Brjánsiæk kl. 13.00 og 19.30 Bókiö bíla meö fyrirvara í sima 438 1120 og 456 2020 84. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ Islendingar fengu að tiltölu stærstan hluta Marshallaðstoðarinnar og nýttu fjármagnið til að framfylgja harðari haftastefnu þvert á hugmyndafræðina sem bjó að baki aðstoðinni. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Gunnar Á. Gunnarsson stjórnmálafræðing um áhrif Marshall- aðstoðarinnar á íslenskt atvinnulíf og hvað réði því að við fengum svo vænan skerf Herstöðin áhrifamikil skiptimynt - segir Gunnar sem telur að með Marshalláætluninni sé markað fyrsta skrefið í samrunaþróun Evrópu í nýútkomnu tímariti Sögufélagsins er að finna merkilega grein eftir Gunnar Á. Gunnarsson um ísland og Marshalláætlunina 1948-1953. Hún byggir á doktorsritgerð sem Gunnar lagði fram 1989 við London School of Economics and Political Science. Rit- gerðin hefur ekki farið víða þrátt fyrir að í henni megi finna athyglisverðar uppgötvanir, til dæmis er lúta að at- vinnuþróun og pólitískum afskiptum af henni. Stjómvöld hafa ekki falast eftir ritgerðinni en Gunnar gerir ekki mikið úr þvf, segist hafa lagt hana í Landsbókasafnið þar sem allir hafi að- gang að henni. íslendingar fá meira en stríðshrjáð lönd „íslendingar fengu í styrk 29,3 milljónir dollara," segir Gunnar um hlut okkar í Marshallaðstoðinni. „Það er að vísu ekki stór partur af þeirri heildaraðstoð sem veitt var til allra þátttökuríkja viðreisnaráajtlunarinnar. Þetta voru 16 ríki, en íslendingar fengu 209 dollara á íbúa meðan næsta ríki, Hollendingar, fengu 109 dollara. Þetta er athyglisvert því ísland var ekki beinn þátttakandi í stríðinu. Hins vegar ber á það að líta að íslendingar misstu talsvert af framleiðslutækjum sem urðu fyrir tundurduflum. Þannig urðu íslendingar fyrir tjóni og auðvit- að gengu framleiðslutækin úr sér á þessum tíma. En eyðileggingin hér er ekki neitt sem hægt er að bera saman við það sem gerðist annars staðar þar sem stríðið var raunverulega háð. Þar sem Marshallaðstoðinni var ætlað, samkvæmt orðanna hljóðan, að fjár- magna viðreisnaráætlun Evrópu, við- reisn efnahagslífs, framleiðslutækja og atvinnutækja í stríðshrjáðum löndum Evrópu þá vekur það vissulega athygli hvað ísland fékk vænan skerf.“ Herstöðin styrkir samnings- aðstöðu Hvað varð til þess að við fengum hlutfallslega svo stóran part kökunn- ar? „Síðari tfma rannsóknir benda til þess að megin tilgangur Marshalláætl- unarinnar hafi verið að efla alþjóða- viðskipti. Einnig að koma í veg fyrir að þjóðimar lokuðu sig af og kæmu sér upp nýjum höftum. Þetta tengdist að sjálfsögðu hagsmunum Bandaríkj- anna. Þeir stóðu vel að vígi, voru með framleiðslukerfi í toppstandi og þurftu auðvitað á miklum viðskiptum að halda. Þetta tengdist líka hemaðarleg- um hagsmunum þeirra, baráttu sem var milli austurs og vesturs - milli hugmyndakerfa kommúnismans og kapítalismans. ísland kemur inn í það. Að vísu voru hér skilyrði sem má kannski bera saman við Evrópulöndin að því leyti að gjaldeyrisforðinn var nær uppurinn. Það var ákveðin réttlæt- ing á því að óska eftir aðstoð með ein- hverjum hætti. Upphaflega ætluðu ís- lendingar að gera það með þeim hætti að njóta viðskiptavildar og geta þann- ig átt aðgang að mörkuðum fyrir sinn fisk. En fljótlega gerðu íslensk stjóm- völd sér grein fyrir því að Marshallað- stoðin hafði ekki bara þessa hreinu efnahagslega þýðingu að fá markaði fyrir fiskinn heldur hafði hún einnig pólitíska þýðingu." Telur þú að Bandaríkjamenn haft þarna verið að leggja inn fyrir her- stöðinni ú Miðnesheiði? „Það má segja að íslendingum hafi tekist að hagnýta sér hernaðarlegt gildi landsins til þess að afla hærri að- stoðar heldur en þeir hefðu ella feng- ið. Þeir áttuðu sig mjög fljótlega á því að þetta var mjög áhrifamikil skipti- mynt fyrir aðstoð.“ Mennirnir sem skiptu máli „Það vom mjög margir sem komu að þessu máli,“ segir Gunnar aðspurð- ur um þá íslendinga sem helst komu að samningum um Marshallaðstoðina. „Áhrifamesti aðilinn í þessu sambandi er ríkisstjómin. Utanríkisráðherra allt þetta tímabil var Bjami Benediktsson og viðskiptaráðherra fyrstu árin Emil Jónsson frá Alþýðuflokknum og síðan Bjöm Ólafsson frá Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir hafa haft mest um þetta að segja. En ríkisstjórnin í heild kom mikið að þessu máli og ber að nefna sjávarútvegsráðherra sem vom Jóhann Jósepsson, útgerðarmaður úr Eyjum og ráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og sömuleiðis Ólaf Thors. Hann var alþekktur fyrir afskipti af útgerðarmál- um. Landbúnaðarráðuneytið höfðu með höndum framsóknarmaðurinn Bjami Ásgeirsson sem var formaður Búnaðarfélags fslands og síðar Her- mann Jónasson sem var formaður Framsóknarflokksins á þessum tíma og fulltrúi flokksins í bankaráði Bún- aðarbankans sem var með í lánastofn- un landbúnaðarins. Ríkisstjómin skip- aði síðan ákveðna einstaklinga til að sjá um útfærslu á þessu máli og gera að framkvæmdaáætlun um nýtingu fjármagnsins. Veigamestu embættis- mennimir, sem halda um framkvæmd málsins voru Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri í Viðskiptaráðuneytis- ins og þá varðandi framkvæmd máls- ins á innlendum vettvangi. En sá sem kom langmest við sögu hvað varðaði samskiptin við Bandarfkin og hafði mest áhrif á að íslendingar komu jafn vel út í þessum samningum var Thor Thors. Hann var þá sendiherra í Washington og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var mjög áhrifamikill á þessu sviði sem og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna." Tilgangur aðstoðarinnar virtur að vettugi Þetta hefur ekki veríð lagt fyrir al- menning d neinn hdtt? Nei, allt ( einu kom Atómstöðin eftir Laxness upp í hugann? „Nei, út af fyrir sig ekki. En tildrög þess að ég fór að rannsaka þetta er í sjálfu sér ekki það atriði. Marshall- áætlunin á íslandi er mjög áhrifamikið dæmi um fjárfestingastefnu íslensku ríkisstjómarinnar á fyrstu ámnum eftir stríð. Það má segja að nýbyggingaráð sé fyrsta meiriháttar dæmið um slíkt. Þegar nýsköpunin á sér stað, nýsköp- unartogararnir eru keyptir og svo framvegis. Þetta er dæmi um opinber afskipti af þróun atvinnulífsins og mjög áhrifamikið sem slíkt og hafði mjög afgerandi áhrif á efnahagslíf okkar. Þó að þetta hafi ekki haft í för með sér opnari utanríkisviðskipti, eins og var nú tilgangurinn með þessu öllu - tilgangurinn var að opna utanríkis- viðskipti, þá tel ég að Marshalláætlun- in hafi ekki leitt það af sér, að minnsta kosti ekki til skamms tíma. Hins vegar þá tengdust íslendingar við þetta þró- un sem var að heíjast í Evrópu og hef- ur nú leitt okkur inná Evrópskt efna- hagssvæði. Það má segja að Marshall- áætlunin sé eitt fyrsta skrefið í sam- runaþróun Evrópu og markaði raun- verulega línuna. Þau ríki sem tóku þátt f henni tengjast þessari hugmynda- fræði um opnari utanríkisviðskipti og frjálsari viðskiptahætti. Síðan leiðir það eitt af öðm hingað sem við emm komin nú - Evrópusambandið - Evr- ópskt efnahagssvæði. Mjög athyglis- vert í því sambandi er að Islendingar notfærðu sér Marshallaðstoðina til að viðhalda höftunum. Það gerði þeim auðveldara að viðhalda mjög harðri haftastefnu einkum framan af þessu tímabili. Ríkisstjómin fær þarna fjár- magn til þess að spila úr og útdeila til tiltekinna verkefna sem þeir telja Bjarni Benediktsson var utanríkis- ráðherra allt þetta tímabil. „Það má segja að ís- lendingum hafi tekist að hagnýta sér hernað- arlegt gildi landsins til þess að afla hærri að- stoðar heldur en þeir hefðu ella fengið." æskileg en geta á hinn bóginn haldið uppi harðri tolla- og vemdarstefnu á almennum innflutningi. Við brugð- umst ekki við til samræmis við til- ganginn en það var ákveðin skilningur og velvild sem íslendingar mættu í þessum efnum. Þar hefur samningaað- staða okkar gagnvart herstöðinni tví- mælalaust haft mikið að segja. Náttúr- lega hefur það jafnan verið notað að ísland sé smátt og hagkerfi þess við- kvæmt.“ Frumatvinnugreinar hagnast „Niðurstöðurnar komu mér á óvart,“ segir Gunnar. „Kjarninn í minni rannsókn var ekki síst að kafa ofan í þessi ríkisafskipti af atvinnuþró- un þar sem ríkisvaldið er að reyna að stýra henni. Þær hugmyndir vom uppi, í tengslum við Marshallaðstoðina, að gera atvinnulífið fjölþættara. Sú hefur ekki orðið raunin. Að vísu má segja að með því að byggja áburðarverk- smiðju, síðar sementverksmiðju og að virkja í Soginu þá hafi grundvöllur verið lagður að vissri fjölbreytni. En þó vom þessar framkvæmdir fyrst og fremst til að þjóna frumatvinnuvegun- um. Fulltrúar þeirra höfðu langmest áhrif á stefnumörkunina í Marshall- áætluninni. Þeir höfðu mest um það að segja hvert fjármagnið fór og megin- þunginn var lagður í frumatvinnu- greinamar, landbúnað og sjávarútveg eða þjónustu við þessar greinar. Áburðarverksmiðjan var klárlega þjónusta við þessar greinar enda var henni stýrt af landbúnaðarráðuneyt- inu. Þar réðu áhrifamenn eins og Bjami Ásgeirsson sem var landbúnað- arráðherra á ámnum 1947-49 og for- maður Búnaðarfélags íslands. Einnig má nefna Steingrím Steinþórsson, for- sætisráðherra frá 1950-53 - þá var verið að deila um þessa peninga líka, hann var framkvæmdastjóri Búnaðar- fclags íslands. Þessir fmmatvinnuveg- ir halda áfram að styrkjast mjög. Ef að það hefði verið farið að óskum útlend- inga þá er vafamál að vöxtur fiski- skipastólsins hefði orðið jafn ör og hann varð vegna Marshallaðstoðarinn- ar. Eins er vafamál að Áburðarverk- smiðjan hefði nokkru sinni verið byggð því menn litu svo á í Evrópu að það væri í samkeppni við verksmiðjur sem átti að byggja þar.“ í ^ -í } r ' . j I - l j ’ O' • f y -I i y i , | .r'- .| ; ) ■ n ri (|l r -l ) , / \ | ■ i i y i i f 1 !' m y ) r l i ó / I í . U l : !. U ói-a 1.1 A ) Afmælisfagnaður Reykjavíkurlistans verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 13.06 '96 en þann dag fyrir tveimur árum síðan tók Reykjarvíkurlistinn við stjórnartaumunum í Reykjavík. Húsið opnar klukkan 20.00 Ókeypis aðgangur. Dagskrá: - Kynnar kvöldsins verða þau Tómas R. Einarsson og Linda Blöndal. - Ávarp borgarstjóra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. -Ávarp, Skúli Helgason. - Strengjakvartett, nemendur úrTónlistarskóla Reykjavíkurflytja strengjakvartett eftir Kolbein Einarsson. - Margrét Sigurðardóttir söngkona syngur nokkur lög. - Nemendur úr Listdansskóla íslands dansa ballett eftir David Greenall við Bolero Ravels. - Ávarp, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. - Hljómsveitin SOMA leikur nokkur lög. •/■// ílflill i'/fÍt' iy:)íllllil' ■"ll'lllll, i : : ; ' / / " // f I ■ I í !l I' j-'l :ill I !■ !l I, Sjáumst!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.