Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Staöreyndir í stað rógs Ungur maður að nafni Birgir Her- mannsson vék á dögunum nokkrum orðum að mér og Jóni Steinari Gunnlaugssyni í grein hér í blaðinu. Sakaði hann okkur um að hafa efnt til rógsherferðar gegn Ólafr Ragnari Pallborð | I ^J| Hólmsteinn Gissurarson Grímssyni forsetaframbjóðanda, enda værum við að bila á taugum vegna mikils fylgis hans r' skoðana- könnunum. Ég veit ekki hvar Birgir þessi hefur alið manninn, en í öllum menningarríkjum er talið sjálfsagt að skoða vandlega feril þeirra sem bjóða sig fram til æðstu trúnaðar- starfa. Ég hef ekki gert annað opin- berlega en rifja upp nokkrar stað- reyndir. • Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur margoft gerst sekur um ósæmilegt orðbragð á opinberum vettvangi. Skýrasta dæmið um það var þegar hann sagði úr ræðustóli á Alþingi að Davíð Oddsson hefði sýnt skítlegt eðli sitt, þegar Davíð taldi ógætilegt að Ólafur hefði sem fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins skipt við sömu auglýsingastofu (Hvíta húsið). Önnur dæmi eru ofsa- fengnar árásir hans á Flugleiðir árið 1980 og á Hafskip árið 1985, sem Þingtíðindi geyma. • Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólafur Ragnar Grímsson tók í upphafi ráðherraferils síns verðlaust veð gilt fyrir söluskattsskuld fyrir- tækis sem þáverandi kosningastjóri hans (Bjöm Jónasson) rak, en ríkis- sjóður tapaði kröfunni þegar fyrir- tækið varð gjaldþrota. Nokkrum mánuðum síðar sigaði Ólafur lög- reglunni á ýmis fyrirtæki sem áttu í deilum við opinbera aðila um sölu- skattsgreiðslur, lét loka þeim fyrir- varalaust og tók ekki gilda banka- ábyrgð fyrir meintri skuld. Hefur hann verið dæmdur fyrir ólögmæta lokun eins þeirra (Þýska-íslenska hf.). • Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur margoft sagt ósatt í því skyni að skreyta feril sinn. Ég nefni tvö dæmi. Hann sagði í viðtali við Séð og heyrt, að hann hefði gert Nand Khemka nokkurn að ræðismanni Islands á Indlandi. En Sigurður Helgason hef- ur lagt fram gögn um það, að Ólafur kom þar hvergi nærri, enda hitti hann ekki Khemka fyrr en nokkrum mán- uðum eftir að ákvörðun hafði verið tekin í málinu. Ólafur Ragnar segir líka í æviágripi í ársskýrslu Parlia- mentarians for Global Action 1991, að hann hafi verið þingmaður á „elsta þjóðþingi heims“ frá 1974, en hann varð fyrst þingmaður 1978. • Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur sagt ósatt um það sem flestum er helgast, en það er trúarsannfæringin. í réttarsal 1989 sagðist hann ekki trúa á guð og staðfesti framburð sinn í dómsmáli með drengskaparheiti í stað eiðs. Samkvæmt íslenskum lög- um verða menn að vinna eið, sé þess krafist, nema þeir lýsi því fyrir dóm- ara að þeir trúi ekki á guð eða séu ekki í viðurkenndu trúfélagi. Hér í Alþýðublaðinu 22. maí síðastliðinn neitaði hann því hins vegar að hann væri trúlaus, og kvaðst vera í Þjóð- kirkjunni. • Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur fylgt allt annarri utanríkisstefnu en þorri þjóðarinnar. Hann hefur verið á móti aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu, vamarsamningnum við Bandaríkin, aðild íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu og samning- um um erlenda stóriðju. I því efni hef ég engu við að bæta rækilega greinargerð, sem birtist hér í blaðinu IÉg veit ekki hvar Birgir þessi hefur alið mann- inn, en í öllum menningarríkjum er talið sjálf- sagt að skoða vandlega feril þeirra sem bjóða sig fram til æðstu trúnaðarstarfa. fyrir skömmu eftir formann Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. • Það er staðreynd, en ekki rógur, að Ólafur Ragnar Grímsson gerði í fjármálaráðherratíð sinni samning við háskólamenntaða starfsmenn rík- isins, sem hann rauf skömmu síðar, og hefur hann verið dæmdur fyrir ólögmætt samningsrof. Nú skora ég á Birgi Hermannsson að reyna að hrekja þessar staðreynd- ir. Ef hann getur það ekki, þá er hann ómerkur orða sinna. Höfundur er dósent við Háskóla íslands. Friðarpostulinn Ástþór Magnússon upplýsti í Sjónvarpinu í fyrrakvöld að kostnaður hans vegna aug- lýsingaherferðar síðustu vikna væri um 30 milljónir króna. Hann hefurfjölda fólks í vinnu og ætlar að fara mikinn þærtæpu þrjár vikur sem eru til kosninga. Meðal starfsmanna hans eru Halldór Bragason tón- listarmaður og Önundur Björnsson, og er sá síðar- nefndi titlaður fjölmiðlafull- trúi Ástþórs. Önundur hefur komið víða við: var um skeið prestur og rak auk- þess bókaforlagið Tákn sem fór á hausinn fyrir nokkrum árum. Hann er efalítið hugmyndafræðing- ur Ástþórs þegar kemur að kristilegum málefnum, en Ástþór leggur mikla áherslu á guð í áróðri sínum... Sagt er að mikið veislu- hald sé á Álftanesi þess- ar vikurnar. Nú styttist í að Vigdís Finnbogadóttir láti af embætti og því kapp- kostar hún að leyfa sem flestum að njóta þeirrar miklu upphefðar sem felst í boði til Bessastaða. Nú síð- ast mun Vigdís hafa boðið gömlum sundfélögum til samsætis - eitthvað þrjátíu, fjörutíu manns plús mak- ar... r Inýjasta tölublaði hins út- breidda tímarits, Variety, birtist afar jákvæð umfjöll- un um kvikmyndina Einkalíf sem Þráinn Bertelsson gerði og sýnd var hérlendis í fyrra. Einkalíf var sýnd á hátíðinni í Cannes á dögun- um við góðar undirtektir. Myndin hlaut einmitt góða dóma á íslandi, en aðsókn brást væntingum... r IFréttabréfi Kvennalistans lesum við að vorþing flokksins hafi verið haldið á dögunum, en ekki fór mikið fyrir því í fjölmiðlum. Þar kemur fram að verkalýðs- hreyfingin var harðlega gagnrýnd, en þingflokkur Kvennalistans hlaut hins- vegar „mikið hrós" fyrir frammistöðu sína í vetur. Þá er og sagt frá því að flokkurinn fékk nýverið tvær konur utan Kvennalistans, Kamiilu Rún Jóhanns- dóttur og Sigrúnu Erlu Egilsdóttur, til að lýsa við- horfum sínum til Kvennó. Um niðurstöður þeirra á fundinum segir meðal ann- ars: „Komu þær með ýmsar athyglisverðar athuga- semdir um Kvennalistann sem sumar hverjar komu konum i vægast sagt opna skjöldu. Það sem snerti kvennalistahjartað einna óþægilegast var þegar þær upplýstu að ímynd kvennal- istakonunnar úti um borg og bý væri kona á fimm- tugsaldri sem gengi ávallt í krumpugalla og hælaskóm og var greinilegt að sú kona á ekki uppá pallborðið hjá öllum." Manni getur nú sárnað... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Aldrei leggja hestinum þínum í vafasamari hverfum borg- arinnar. Jón Briem vélsmiður: Ólaf- ur stóð sig langbest, en mér fannst Pétur góður. Óttar Svavarsson vegfar- andi: Guðrún Agnarsdóttir kom vel út í þættinum. Jón G. Björnsson skrjf- stofumaður: Mér fannst Ól- afur Ragnar og Pétur Kr. Haf- stein koma best út. Ari Viðar Jóhannesson tölvunarfræðingur: Pólitík- usamir Ólafur Ragnar og Guð- rún Agnarsdóttir komu best út. Ágústa Magnúsdóttir full- trúi: Ólafur og Pétur voru bestir. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Efist einhver um að það sé markverðara að vera trúr eig- in sannfæringu í listsköpun en kenjum markaðarins, ætti sá hinn sami að hugsa sinn gang. Sindri Freysson í Mogganum - af öllum blööum. Bowie myndi gera Dorian Gray grænan af öfund. Sami. Fyrr var kjaftur fantastór en fáir hlustuðu á’ann. Þegar h.ann lærði að þegja fór þjóðin öll að dá’ann. DV birti í gær þessa vísu uppúr Víkurblað- inu. Lesendur geta giskaö á um hvaöa for- setaframbjóðanda er ort. Það eina sem heldur manni vakandi eru nokkrar spengi- legar diskódrottningar. Sæbjörn Valdimarsson um myndina Köld eru kvennaráö í Laugarásbíói. Mogginn á sunnudaginn. Þrjátíu þúsund einstaklingar, 67 ára og eldri, eiga 17 millj- arða af þessu sparifé hjá okk- ur. Þetta er lífeyrissjóður elli- lífeyrisþega á íslandi. Þessir sparifjáreigendur er ekki „breiðu bökin“ - auðmennin. Þetta fólk ætlum við að verja. Sverrir Hermannsson, húsbóndinn í Lands- bankanum, um fjármagnstekjuskattinn. Mogginn á sunnudag. Ólafur G. Einarsson sýndi það á liðnu þingi að hann er rögg- samur forseti Aiþingis. Kjör forseta hafa verið færð að því sem gerist með ráðherra. Það er eðlilegt og tímabært. Jónas Haraldsson í forystugrein DV í gær. Boris Jeltsín bjartsýnn fyrir forsetakosningarnar á sunnu- dag: Finnur á sér að hann sigrar í fyrstu umferð. DV í gær. Boris Jeltsín er náttúrlega vanur að finna á sér, svo hann hlýtur aö hafa rétt fyrir sér. Það að konur hafi ekki náð eins langt og karlar í skákinni held ég að sé fyrst og fremst vegna þess að þær taka sér ekki sama tíma og karlar í að sinna sínum áhugamálum eins og skák og öðrum íþrótta- greinum. Birna Þórðardóttir um ummæli Helga Ólafs- sonar þess efnis að konur vanti baráttu- skapiö og þá karlmennsku sem þarf til að ná langt í manntaflinu. DV í gær. fréttaskot úr fortíð Farsælt hjónaband Einhver djúpvitur spekingur hefir varpað fram þeirri spumingu, hvemig ætti að stofna til hjónabands, svo að það yrði farsælt. Annar spekingur, ekki síðri, stakk upp á því, að maður- inn væri heymarlaus og konan mál- laus, og myndi þá vel fara. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 5. júlí 1936.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.