Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.06.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ1996 ALÞÝÐUBLAOIÐ 7 ö r n u r ■ Jean Harlow var kynbomba fjórða ára- tugarins. Hún var einungis tuttugu og sex ára þegar hún lést. Kolbrún Berg- þórsdóttir rifjar upp sorgleg örleg þess- arar dáðu stjörnu Kyntáknið með gull- hjartað Ein frægasta kynbomba hvíta tjalds- ins á þessari öld er Jean Harlow sem var einungis tuttugu og sex ára þegar hún lést. Aratugum eftir dauða hennar voru skrifaðar um hana all sérkenni- legar bækur sem reyndust góð sölu- vara en mjög óáreiðanlegar heimildir. f þeirn var dregin upp mynd af þokka- gyðju sem var heimsk og kynóð og haldin óeðlilegri sýningarþörf. Sann- leikurinn var all fjarri þessari túlkun. Hún fæddist í Kansas City árið 1911 og var skírð því sérkennilega naíhi Hariean. Foreldrar hennar skildu þegar hún var níu ára og móðir hennar giftist aftur auðnuleysingja að nafni Marino Bello sem reyndist henni ótrúr eiginmaður og dóttur hennar afleitur stjúpi. Ástæða er til að ætla að hann hafi leitað á sjúpdóttur sína, sem fyrir- leit hann en óttaðist um leið. Sextán ára strauk Harlean að heiman til að gifta sig en fjölskylda brúðgumans hafði upp á hjónakomunum skömmu eftir hjónavígsluna og þarmeð var sæl- an á enda. Harlean tók nú upp nafnið Jean Harlow og leitaði fyrir sér í kvik- myndaiðnaðinum. Hún þótti sérlega lagleg og það var útlitið fremur en hæfileikamir sem skapaði henni tæki- færi. Reyndar vottaði ekki fyrir leik- hæfileikum, en hlutverkin buðu svo- sem ekki upp á mikil tilþrif. Henni sást bregða fyrir í Borgarljósum Chap- lins og einnig lék hún í nokkrum myndum með Laurel og Hardy. Ho- ward Hughes, sem hafði næmt auga fyrir kvenlegri fegurð, gerði við hana samning og eftir að hafa leikið í kvik- myndinni Hell’s Angels var hún orðin helsta kyntákn Bandaríkjanna, einung- is m'tján ára gömul. MGM kvikmyndafyrirtækið keypti Harlow frá Howard Hughes og hugð- ist stórgræða í kyntákninu. Þar kynnt- ist Harlow Paul Bem, aðstoðarmanni Irving Thalbergs forstjóra MGM. „Hann segist elska andlega fegurð mína,“ sagði Harlow sem allflestir frískir karlmenn vildu deila með rekkju. Bem var ekki frfskur í þeim skilningi. Hann var of mikið gefinn fyrir nána snertingu við karlmenn til að geta talist heppilegur eiginmaður ungrar konu sem hafði mikla kynhvöt. Hann var blíðlyndur, taugabilaður og viðkvæmur. Bern átti reyndar við óvenjulegt vandamál að etja sem mjög hafði markað sálarlíf hans. Kynfæri hans vom agnarsmá. Sú minnimáttar- kennd sem Bem fylltist vegna þessa varð til þess að þegar mest reið á var hann fullkomlega getulaus. En Harlow, sem var þreytt á stöðugum at- gangi karlmanna, var sannfærð um að samband þeirra gæti fullkomnast í andlegum sammna. Harlow var á skammri ævi í stöð- ugri leit að föðurímynd og taldi sig hafa fúndið hana í Bem. Hún var tutt- ugu og eins árs og Bern fjörtíu og tveggja ára þegar þau giftist. Brúð- kaupsdagurinn var upphafið á þeim harmleik sem samband þeirra var. Brúðurin vakti afbrýði eiginmannsins með því daðra við karlmann stuttu eft- ir giftingarathöfnina. Bem, sem í dag- legri umgengni sýndist blóðlyndur og dagfarsprúður maður, drakk ótæpilega og á brauðkaupsnóttinni breyttist hann í sadista sem barði konu sína svo stórsá á henni. Daginn eftir héldu hjónin móttöku þar sem vinir mættu til að samgleðjast þeim. Enginn gat merkt annað en að hið besta færi á með þeim en þegar síðustu gestimir vom famir æpti Harlow að eiginmanni sínum: „Ef þú snertir mig einhvem tímann aftur skal ég drepa þig.“ Opinberlega léku hjónin hlutverk hamingjusams pars, en þegar opinbem líft sleppti niðurlægði Harlow eigin- mann sinn á alla lund. Hann var beygður og miður sín vegna þess að hafa lagt á hana hendur, auk þess sem hann þjáðist af stöðugri afbrýðisemi. Tveimur mánuðum eftir brúðkaup- ið fannst Paul Bern látinn í baðher- bergi þeirra hjóna. Hann hafði skotið sig í höfuðið. Hann skyldi eftir skila- boð til konu sinnar, sem dvaldist á heimili móður sinnar: „Elsku vina mín. Því miður er þetta eina leiðin til að bæta fyrir misgjörðir mínar í þinn garð og binda enda á auðmýkingu mína. Eg elska þig. Þú veist að síðasta nótt var einungis farsi...“ Bem hafði skotið sig eftir að hafa gert misheppnaða tilraun til að sinna konu sinni kynferðislega. Harlow trylltist við fréttir af láti hans og reyndi í örvæntingu að henda sér fram af svölum. Næsti eiginmaður Harlow var kvikmyndatökumaðurinn Hal Rosson sem var sextán ámm eldri en hún. Það setti óneitanlega nokkum strik í sam- heldni þeirra hjóna að Harlow átti í ástarsambandi við Clark Gable þann stutta tíma sem hún staldraði við í hjónabandi með Rosson. Það væri synd að segja að Rosson hefði ekki endurgoldið eiginkonu sinni svikin, en hann lagði marg- oft hendur á hana og venjulega svo illa að hún þurfti að leita á náðir lækna. Hjónabandið stóð einungis í átta mánuði. Á hvíta tjaldinu var Harlow harðsoðin, orðhvöt en vitgrönn ljóska. Hún var í reynd alls ólrk þeim persónum sem hún lék á hvíta tjaldinu. Hún var hlý og glaðlynd stúlka sem þótti hafa sérlega skemmtilega ldmnigáfu. Hún var vel lesin og hafði yndi af tónlist. Hún skrifaði eina skáld- sögu sem hún gerði sér vonir um að MGM myndi kvikmynda og hún sá sjálfa sig í aðalhlutverkinu. Forráðamönnum fyrirtækisins tóku þeirri hugmynd ekki af neinni alvöm fremur en öðm sem írá leikkonunni kom, en Louis B Mayer einn forstjóra fyrirtækisins leyndi ekki þeirri skoðun sinni að Harlow væri ekkert annað en ómerki- leg dræsa. Það var hún ekki en hún átti til að misreikna sig all illilega í ástarmálum, eins og tilfinningaríkt fólk gjaman gerir. Framan af var Harlow ekki hamp- að af gagnrýnendum, sem sáu hana sem fremur snoturt kyntákn og töldu hana einungis brúklega upp á punt. En skyndilega, og alls óvænt, tók leik- konan að blómstra í gamanhlutverkum á þann hátt að eftir var tekið. George Cukor leikstýrði henni í frægustu mynd hennar Dinner at Eight, en þar stal Harlow myndinni auðveldlega frá Óskarsverðlaunahöfunum Lionel Barrymore, Marie Dressler og Wall- Síðasta árið sem Harlow lifði lék hún í myndinni Personal Property ásamt Robert Taylor. ace Beery. George Cukor sagði um hana: „Jean Harlow reyndist vera fædd gamanleikkona. Ég hafði séð hana í nokkmm myndum og þar var hún áberandi slæm. Bíógestir hlógu að leik hennar í Public Enemy. Síðan sá ég hana í myndinni Red Dust og hún var blíð og kvenleg og hafði dásam- lega hæfileika til að segja fyndnar setningar eins og hún áttaði sig ekki á því hvað hún væri að segja. Marilyn Monroe hafði einnig þennan hæfi- leika.“ Harlow var á uppleið. Hún var nú trúlofuð leikaranum William Powell, annaáluðum sjentilmanni sem vinir hennar höfðu mikla trú á að myndi reynast henni mun betur en hinir misheppnuðu fyrri eigin- menn hennar. Hún var að vinna að vinna við kvikmyndina Sara- toga ásamt vini sínum Clark Ga- ble. Þau höfðu slitið ástarsam- bandi en viðhéldu vináttunni. Ga- ble sá ekki sólina fyrir ástinni í lífi sínu, leikkonunni Carole Lom- bard, og sagði nú um Harlow: „Ég kann vel við hana af því það er hægt að tala við hana eins og karl- mann.“ Lombard bætti við: „Ég kann vel við hana af því maðurinn minn hugsar um hana sem karlmann." Harlow veiktist mjög skyndilega við tökur á Saratoga og var send heim. Þar lagðist hún í rúmið og var með óráði. Móðir hennar var áhangandi Christian Science og trúði því að sjúk- dórnar stöfuðu af andlegri villu sem lækna mætti með trúarvilja einum. Það hvarflaði því ekki að henni að sækja lækni. Þegar samstarfsmenn Harlow knúðu dyra örfáum dögum síðar neitaði hún að hleypa þeim inn og sagði að dóttir sín væri að hvílast. Nú liðu nokkrir dagar en ekkert heyrðist frá Harlow. Félagar Harlow gerði aðra atlögu að móður Harlow og Dinner at Eight þar sem hún fór á kostum. ruddust loks inn í húsið þrátt fyrir há- vær mótmæli hennar. Harlow lá í rúmi sínu hálf meðvitundarlaus og stundi af sársauka. Hún var með háan hita og hafði kastað upp. Sent var eftir lækni sem sagði að han yrði að flytja sam- stundis á sjúkrahús. Móðir hennar harðneitaði að dóttir sín yrði flutt af heimilinu. Um þetta var deilt fram og aftur, en samstarfsmenn Harlow ákváðu loks að tefja ekki tímann með rökræðum heldur flytja Harlow á sjúkrahús í trássi við vilja móður hennar. Á sjúkrahúsinu börðust lækn- ar fyrir líf Harlow en liðveisla þeinra kom of seint. Harlow lést tuttugu og sex ára að aldri. Banamein hennar stafaði af bólgu í gallblöðrunni. Síðasta kvikmynd Harlow, Sara- toga, sló öll aðsóknarmet í Bandaríkj- unum og gagnrýnendur fóru hlýjum orðuni um leikkonuna og hæfileika hennar. Mörgum fannst að þeir hefðu getað sagt allt sem þeir nú sögðu miklu fyrr, meðan leikkonan var enn á lffi. „Hún vildi ekki vera fræg, hún vildi bara vera hamingjusöm," sagði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.