Alþýðublaðið - 16.07.1996, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1996
UTBOÐ
F.h. Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í breikkun akbrautar á
Eyjagarði.
Helstu magntölur eru:
Upptaka á girðingu alls 100 m
Uppsetning á girðingu alls 67 m
Gröftur og upptaka á grjóti alls 615 m3
Malbik alls 400 m2
Steypa í stoðvegg alls 110 m3
Útvegun og uppsetn. á vegriði alls 210 m
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 10.000 skilatr.
Opnun tilboða: Fimmtudaginn 30 júní nk. kl. 11 á sama stað.
rvh 108/6
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í breytingar og
endurbætur á leikskólanum Árborg, ásamt fullnaðarfrágangi á 175 m2 við-
byggingu.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri fró þriðjud. 16. júlf nk. gegn kr. 10.000
skilatr.
Opnun tilboða: Þriðjudaginn 6. ágúst n.k. kl. 11 á sama stað.
bgd 109/6
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í fullnaðarfrá-
gang á leikskólanum við Hæðargarð, húsi og lóð. Húsið er 640 m2 og lóðin er
um 3.660 m2.
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000 skil-
atr.
Opnun tilboða: Fimmtudaginn 8. ágúst nk. kl. 14 á sama stað.
bgd 110/6
F.h. Byggingadeildar borgarverkfr. er óskað eftir tilboðum í lóðarfram-
kvæmdir við borgarbókasafn í Grafarvogi, Foldasafn.
Helstu magntölur eru u.þ.b.
Hellulagnir90 m2
Malbik og hitalagnir 400 m2
Steyptar útitröppur m/hital. 24 m2
Stoðveggur26 m
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri.
Opnun tilboða: Fimmtud. 8. ógúst nk. kl. 11 á sama stað.
bgd 11/6
F.h. Reykjavíkurhafnar er óskað eftir tilboðum í gatnagerð á Klettasvæði í
Sundahöfn og nefnist verkið:
Klettagarðar - gatnagerð.
Helstu magntölur eru:
Afrétting götustæða með fyllingu 5.500 m2
Frágangur niðurfalla og brunna 40 stk.
Púkk, 20 sm lag 4.500 m2
Malbik, 6 sm lag 4200 m2
Útboðsgögn fást á skrifstofu vorri frá þriðjud. 16. júlí nk. gegn kr. 10.000
skilatr.
Opnun tilboða: Þriðjud. 30. júlí nk., kl. 14 á sama stað.
rvh 112/6
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í smíði þriggja ryðfrírra
röravarmaskipta í Nesjavallavirkjun. Belgþvermál er 1.430 mm, röraþvermál er
25,4 mm.
Helstu magntölur eru:
Fjöldi röra í varmaskipti 1.400 stk.
Heildarlengd varmaskiptis 8,5 m
Verkinu skal lokið fyrir 15. maí 1997. Fyrirspurnir skulu berast seinast 29. ágúst
nk. til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn, sem eru á ensku,
verða seld á kr. 5.000 á skrifstofu vorri.
Opnun tilboða: Fimmtud. 5. september nk. kl. 11 á sama stað.
hvr 113/6
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í endurbætur á
Bústaðavegi við Grímsbæ.
Helstu magntölureru:
Undirbúningur fyrir malb. u.þ.b. 1.000 m2
Hellu- og steinlagning u.þ.b. 650 m2
Steyptar stéttar u.þ.b. 800 m2
Ræktun og frágangur u.þ.b. 700 m2
Verkinu skal lokiðfyrir 1. nóv. 1996
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjud. 16. júlí nk. gegn kr.
10.000 skilatr.
Opnun tilboða: miðvikud. 24. júlí nk. kl. 14 á sama stað.
gat 114/6
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum i verkið:
Austurborg, ýmis smærri verk.
Helstu magntölureru:
Gröftur 7.600 m3
Tilfærsla jarðvegs: 6.000 m3
Fylling: 6.700 m3
Lagnir 250-800 mm: 1.500 m
Malbikun: 1.500 m2
Hellu- og steinlögn: 700 m2
Steypt stétt: 1.100 m2
Yfirfallsbrunnur: 1. stk.
Lokaskiladagur verksins er 1. júní 1997.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá þriðjud. 16. júlí nk. gegn kr.
10.000 skilatr.
Opnun tilboða: Fimmtud. 25. júlí nk. kl. 14 á sama stað.
gat 115/6
INNKAUPASTOFIMUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3- 101 Reykjavík
Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616
■ Nýlega voru frumflutt átján sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson \
grímssonar. Gudrún Vilmundardóttir ræddi við Atla Heimi um Jónas
kirkjur og ríkisreknar krár, rómantík og inspírasjón
i
Jónas Hallgríms
va r atómskáld
„Tvennir tónleikar voru fyrirhug-
aðir, þeir fyrstu í Skarðskirkju
Holta- og Landssveit og þeir síðari
í Listasafni íslands. í Listasafninu
voru viðstaddir einhverjir menn að
norðan, til dæmis Halldór Blöndal,
en við erum æskuvinir. Þeir vildu
fá tónleikana norður fyrir heiðar -
Halldór vildi fá þá í sitt kjördæmi -
og úr varð að haldnir voru þrennir
tónleikar til,“ segir Atli Heimir
Sveinsson. „í Bakkakirkju í Öxna-
dal; þaðan sem Jónas er og þaðan
var farið með tónleikana í Grunda-
kirkju. Að lokum var spilað á Húsa-
vík, en þessi tónleikaferð var farin
fyrir tíu dögum.“ Sönglög Atla
Heimis við ljóð Jónasar Hallgríms-
sonar voru frumflutt í Skarðskirkju
þann 31. maí.
„Ég var mjög ánægður með þá
hugmynd að halda tónleika í lítilli
kirkju þar sem sveitungar söfnuðust
saman; Jónas Hallgrímsson passar
vel í sveitakirkju. Sveitakirkjan var
svo stór hluti af okkar menningu;
þar komu menn saman, sýndu sig
og sáu aðra. Það var áður en félags-
heimilin og stórfylleríin þar komu
til sögunnar. Hver veit nema eitt-
hvað hafi verið drukkið í kirkjunni
- en fylleríin byrjuðu ekki fyrir al-
vöru fyrren með ríkisreknu félags-
heimilunum. Sem hétu þessu fal-
lega nafni: Félagsheimili... en voru
auðvitað ekkert annað en krár og
dansstaðir! Þar voru haldin svaka-
leg sveitaböll í gamla daga; nátt-
úruöflin sjálf réðu ferðinni!"
Ég sat uppi með átján lög
„Uppruni þessara laga - einsog
alltaf þegar ég geri falleg lög, ein-
sog maður segir - er í gegnum leik-
hús. Ég skrifa nefnilega framúr-
stefnumúsík. Fyrir mörgum árum
síðan segir Bríet Héðinsdóttir mér
að hún ætli að skrifa leikrit um
heim Jónasar Hallgrímssonar. Hug-
myndin var að leikarar yrðu fáir og
að farið yrði með leikritið á milli
skóla. Bríet bað mig um að gera lög
við texta Jónasar: Lögin áttu að
vera stutt, þau áttu að vera auðlærð,
og aðgengileg fyrir ungt fólk. Og
áttu að geta verið flutt af leikurum
við einfaldan undirleik - kannski
flautu og gítar. Ég gerði strax þrjú,
fjögur lög og Bríeti leist vel á þetta
hjá mér og bað mig endilega að
halda áfram. Svo vildi eiginlega
enginn þessa góðu hugmynd - við
heimsóttum leikhúsin og sjónvarpið
og þar voru allir mjög elskulegir:
„Hugmyndin er mjög fín, en það er
því miður allt fullt hjá okkur núna,
komið aftur næsta haust.“ Komið
aftur seinna sögðu þeir, en þetta
seinna bara kom ekki. Þá sjaldan ég
hitti Bríeti spurði ég alltaf: Hvernig
gengur með Jónas - við ætluðum
alltaf að athuga málin seinna, en ég
átti endilega að halda áfram - og að
lokum sat ég uppi með þessi átján
lög.
Svo kemur að því að maður fer
að hafa gaman af þessu. Þegar þetta
er orðinn einhvers konar lagabálkur
er hægt að fara að hugsa um ein-
hveija heildarmynd. Ég nefni þetta
svo í vor við Svein Eyjólfsson hjá
Dagblaðinu og okkur datt í hug að
koma með konsert, en Frjálst fram-
tak kostaði fyrstu tónleikana."
Sjarmerandi falskir
„Sigurður Snorrason klarinettu-
leikari er með lítið tríó, sem hann
kallar Veislutríóið: með honum
spila Anna Guðný Guðmundsdóttir
á píanó og Hávarður TryggVason á
kontrabassa. Signý Sæmundsdóttur
hefur stundum sungið með þeim og
syngur þá Wienerlieder; falleg
gamaldags lög frá Vín. Hún lærði í
Vín og syngur á svona Vínarmál-
lýsku; flámælt og fín. Við fengum
Sigurlaugu Edvaldsdóttur fiðluleik-
ara til liðs við okkur og þá var þetta
eiginlega orðið einskonar Wiener-
besetsung; þeir spiluðu létta valsa,
afskaplega penir á knæpum og í
skemmtigörðum. Vínarbúar eru svo
elskulegir og góðir, sérstaklega al-
þýðlegir. Enda hafa aldrei verið
Dalvísa: Músíkin þarf að vera jafn
einföld og Ijóðin eru - ef maður
ætlar að sýna hvað maður er lærð-
ur og hvað maður veit mikið um
kontrapunkt og svona, þá er Ijóð-
unum ekki gert rétt til.
gerðar nokkrar byltingar í Vín. Vín-
arbúar bara spiluðu og dönsuðu og
drukku svolítið af súru og vondu
hvítvíni - ekkert mjög góða tegund
sem er ræktuð í hæðunum þarna
fyrir ofan þá, en þeir láta sig hafa
það úrþví hún er ódýrust. Það hefur
verið sagt um Vínarbúa að þeir séu
ekki allir þar sem þeir eru séðir:
Einhvem tímann ætlaði gamla tón-
skáldið Ríkharður Strauss að flytja
til Vínar, en vinir hans afréðu hon-
um það vegna þess hve Vínarbúar
væru falskir. En Strauss svaraði:
„Já... en svo sjarmant falskir.“
Signý Sæmundsdóttir söngkona
er ættuð úr Landssveitinni, hún er
geysileg Landssveitarkona og mik-
ill Sunnlendingur. Hún hafði áður
starfað eitthvað með Landssveit-
ungum, en það er mikið söngfólk,
syngur alltsaman og er sérstaklega
skemmtilegt. Því varð úr að fyrstu
tónleikamir voru haldnir þar. Ég
hef unnið mikið með Signýju sem
er mjög flink, jafnvíg á dramatík og
lýrík. Það sem mér finnst svo fal-
legt við það hvernig hún syngur
ljóð Jónasar er hvað hún gerir það
af mikilli hlýju. Ekki með nokkurri
tilgerð, heldur á einfaldan máta ein-
sog á að syngja svona alþýðulög.
Með hlýju og gleði - sem er ná-
kvæmlega það sem þessi músík
þarf.
Það er ekkert auðvelt að semja
lög við ljóð Jónasar. Hann er oft
svo geysilega músíkalskur. Oft
þurfa ljóðin enga músík, þau gera
sig svo vel án hennar. Allt sem
heitir uppbelgingur og tilgerð eyði-
leggur þau. Músíkin þarf að vera
jafn einföld og ljóðin eru - ef mað-
ur ætlar að sýna hvað maður er
lærður og hvað maður veit mikið
um kontrapunkt og svona, þá er
ljóðunum ekki gert rétt til. Jónas er
svona - það er ekki hægt að þýða
hann, hann er bara fyrir okkur.“
Óskiljanlegt þunglyndi
„Ég hef alltaf verið hrifinn af
Jónasi - sérstaklega eftir að ég
byrjaði á þessum lögum. Þá sá ég
það aftur hvað hann hefur verið gíf-
urlega gott skáld. Hann
er meistari látleysisins.
Það kannski tengir hann
og Schubert.
Jónas og Schubert eru
samtíðarmenn. Ungir
menn á þessum tíma
voru haldnir einhverju
óskiljanlegu þunglyndi.
Allir áttu þeir einhverja
glataða ást: Jónas er bú-
inn að glata stúlkunni
sinni og hún er ofboðs-
lega langt í burtu. Það er
eiginlega allt búið! Þetta
er allt voðalega sorglegt
- og ofboðslega fínt.
Þannig er Schubert líka:
það er látleysið, einfald-
leikinn og þessi heims-
harmur: Enginn grœtur
Islending. Þeir gera báð-
ir ofboðslega fína lýrík.
Og báðir eru þeir ungir
menn með nýja stefnu,
Rómantíkina. Sem er al-
veg nýr heimur, ný til-
finning. Og að því er
virðist unnu þeir báðir
mjög fyrirhafnarlaust.
Lögin eru í gömlum stíl, en ekki
sérstaklega í anda Schuberts. Ég
hef gert Schubertstælingar, einsog
til dæmis Söngfugl að sunnan. Það
er nú dálítið flókið hvernig það
kom til: Helgi Hálfdánarson fór
eitthvað að nöldra um vitlausar
áherslur í blaðagrein, sem varð til
þess að Þorsteinn Gylfason fór að
þýða í blöðin og að lokum fóru
menn að kompónera í blöðin! Schu-
bert gerir sönglagið að aðallistformi
sínu, hann notar undirleikinn til
þess að útmála allskonar stemmn-
ingar; einsog þegar hesturinn
hleypur í Álfakónginum. Þegar
maður gerir músík við Ijóð - og
þetta held ég að Mozart hafi sagt -
þá er músíkin hin trygga þjónustu-
stúlka orðanna. Músíkin á að skýra
ljóðið út og kommentera á það. En
það er einmitt það sem er svo erfitt
að gera við skáldskap Jónasar - oft
er það einfaldlega blær orðanna
sem hann notar sem skiptir öllu
máli. Hvemig er hægt að skýra: Sá-
uð þið hana systur mína sitja lömb
og spinna ulll Þetta er í rauninni
mjög banalt og venjulegt. En gerist
samt í einhverjum töfraheimum."
Maður á að geta allt
„Jónas yrkir oft undir gömlum
háttum, einsog fomyrðislagi, og þá
em bragarhættimir ansi óreglulegir.
Hann er atómskáld. Til dæmis er
afskaplega erfitt að semja tónlist
við hið fallega ástarljóð Ferðalok,
engar tvær vísur eru eins. Ég leysti
málið þannig að ég læt söngkonuna
tóna lagið, svona einsog prest, en
hef nær enga hljóma undir. Aðeins
einn tón. Músíkin var oft svona
frjáls í gamla daga. Menn hafa áður
reynt að semja tónlist við ljóð undir
gömlum háttum, en brugðu því
miður oft á það ráð að klessa ein-
bnJvÓlH'
— bis'dc+y q-WíM q+uuA, tjoi'sog Uu) mJS
fj. P
Ikn t- f T
..................
pp
lötiiil
WjíL--lauíuytiU ■tíó-a.—'taLur* Pj-P- k-W.
rF'p ;
Hmmmm
>/— jrttkk*. &rnrjt‘t*,([rvrd } ój
aJl-'CL. sfh>nj Vh—4» LeaL t- scl& öj fyrvutturwv
-P'------------------------------------r
■Qlt-Íl—b<étí**f 9rtC,n Cjrvnd t Uácnlfi
rJmbJ n.
Sfúni P.Ef/fft*
t r\