Alþýðublaðið - 16.07.1996, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 16.07.1996, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLl' 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 'ið Ijóð Jónasar Hall- og Schubert, sveita- hverjum bragarháttum inní músík- ina, sem gaf ekki góða raun. Þarað auki hefur Jónas einkenni- lega fínan húmor; hann grínast. Eitt af þeim kvæðum sem ég uppgötv- aði voru Vorvísur. Þar stendur að hann yrki ljóðið „á la Jón Þorkels- son“, eða séra Jón frá Bægisá sem var eldri frændi Jónasar og skrítið skáld. Hann vann það afreksverk að þýða Milton, og unga séníið Jónas vissi auðvitað af karlinum og yrkir þetta kvæði svona í hans stfl. En ennþá sérviskulegar en séra Jón. Og hefur haft skömm og gaman af! Mig langar til þess að gefa lögin út á nótum, og líklega verða þau svo gefin út á geisladisk við hent- ugleika. Ég hef áður samið svona „hugguleg lög“ sem leikhúsmúsík - ætli þetta sé ekki einhverskonar hagmælska, svona einsog þegar at- ómskáld leikur sér að ferskeytlum. Framúrstefnumennimir kennarar mínir sögðu í gamla daga: „Maður á að geta allt“. Maður verður að kunna reglurnar áður en maður tek- ur til við að brjóta þær, og á að ráða við hvaða stíl sem er. Ég tók þess- um tónsmíðum ekki mjög alvar- lega, þangað til að ég sá að þetta var orðinn nokkurskonar bálkur. Hver veit nema ég semji tvö lög til viðbótar, það lítur svo ansi vel út ef þau eru tuttugu! Það var svolítið til- viljunarkennt hvaða ljóð ég valdi að gera músík við. Ég held jafn mikið upp á hvert og eitt, Jónas er svo óskaplega fínt ljóðskáld. Hann er moderne. Hann hafði vissar fyr- irmyndir í Evrópu - einsog auðvit- að Heine, sem Jónas þýðir svo meistaralega að við höfum enga hugmynd um að hann sé einhver þýskur gyðingur í París. Heine lét víst skírast, tók kristna trú; en sagði blátt áfram að það væri bara að- göngumiði. Aðgöngumiði að menn- ingarheim Evrópu. Og maður þarf víst aðgöngumiða! Tónskáldið Mendelson, sem var Berlínargðing- ur - gerði Á vœngjum söngsins og allt þetta stórkostlega sem Heine orti - gekk ansi langt í því að vera kristinn og neita sínum uppruna. Heine orti um hann: „Náði langt í kristindómi, er orðinn hljómsveitar- stjóri." Heine gat verið svo andstyggilegur „Jónas tekur sér til fyrirmyndar þennan mann, Heine, sem átti eftir að gjörbylta skáldskap Evrópu. Heine yrkir á þýsku en býr í París og tekur það til sín sem honum hentar úr frönskum kúltur. Jónas er þó aldrei jafn andstyggilegur og Heine gat verið - þeir hafa enn ekki fyrirgefið honum í Þýskalandi! Jón- as situr í Kaupmannahöfn og velur úr Evrópumenningunni það sem honum passar. Og blandar hæfilegri sveitamennsku við alltsaman. Sól- skinsdögum að norðan. Jónas er svo mikill sveitamaður; er alltaf að tala um bóndann og þetta góða veð- ur. Og ástina sem hann missti. Ég er alltaf að verja Goethe - það er svo auðvelt að gagnrýna karlinn því hann var svo mikill kennimaður, alltaf með fingurinn á lofti. En hann á það að hafa skrifað bók ein- sog um Werther, þennan unga mann sem er að drepast úr ást... Goethe nær þar allri heimsins þján- ingu. Svona var Rómantíkin. Það var eitthvað í þessum dúr sem ég vildi laða fram með lögunum. Ég hef alltaf verið rómantíker - maður getur verið rómantískur þó maður ’ Atli Heimir: Vínarbúar eru svo elskulegir og gódir, enda hafa aldrei verið gerðar nokkrar byltingar í Vín. Vínarbúar bara spiluðu og dönsuðu og drukku svolítið af súru og vondu hvítvíni. noti svolítið stríða hljóma. En lögin þessi eru því merkt að þau voru upprunalega hugsuð þannig að krakkar gætu sungið þau. Ég sé það betur og betur að ef lag er gott, þá þarf það hreint enga markaðssetningu. En ef það er ekki gott þá geta þeir reynt að kýla þetta inní liðið á rásunum... það er hægt að kynna öll heitpsins Júróvisjón- lög fyrir fólki, sefn bara léttir þegar þau þagna. Hins vegar eru til lög, sem einhvern veginn gera það. Hafa það sem þarf. Það er ágætt að hafa fjölmiðla og kynna alla hluti; en ef eitt lítið lag hefur það ekki, þetta óskiljanlega, þá gengur það ekki. Fólk er nefnilega svolítið list- rænt.“ Að ná í spotta af eilífðinni „Nú er ég að klára óperu, sem heitir Herpervik, en það er nafn á norskum listmálara. Textann semur Paal-Helge Haugen, þekkt norskt skáld. Lars Herpervik var til, hann var listmálari á undan Edward Munch. Það var svolítið það sama með Herprevik í Noregi og með Kjarval hérna. Menn vissu aldrei hvort hann væri geðbilaður eða séní, hvort hann væri fúskari eða brautryðjandi. Það gengu allskonar stórmerkilegar sögur um það; ég ólst upp við þetta. menn voru hreint ekki klárir. Gátu ekki sagt af eða á. Saga Kjarvals er í raun mjög tra- gísk á margan hátt, og saga Harper- vik er það svo sannarlega. Hann var mikið á hræðilegum geðveikrahæl- um þess tíma, fyrir tíma Freuds, en sennilega hefur hann alltaf verið heilbrigður. Kannski ofurnæmur. Ég ætla að reyna að klára þetta í sumar. Ég er yfirleitt að vinna í fleiri en einu verkefni - en ég vinn bara í in- spírasjón. En svo auðvitað veit maður að sá sem ekki rær til fiskjar, hann fiskar aldrei neitt. Maður þarf að setja sig í ákveðnar stellingar, og þá fer yfirleitt eitthvað að láta á sér kræla í hausnum. Þegar maður er búinn að ná í einhvern spotta af ei- lífðinni þá byrjar nú hitt allt að malla. Ef inspírasjónin lætur ekki sjá sig sit ég og bíð. Læt oft illa; á það þá til að verða ansi erfiður í um- gengni.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.