Alþýðublaðið - 20.08.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 s k o ð a n i r 21161. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Stefnu til framtíðar Jónas Bjamason efnaverkfræðingur skrifar grein í DV í gær um málefni Grensásdeildar og spamað í heilbrigðiskerfinu. Nú stend- ur fyrir dymm að endurhæfingardeildin á Grensási verður flutt, jafnframt því sem þjónusta deildarinnar verður stórlega skorin niður. Deildin heyrir undir Sjúkrahús Reykjavíkur, og em þessi áform liður í stórfelldum niðurskurði vegna mikils fjárskorts stofnunarinnar. Engum sem til þekkir dylst hinsvegar að þessar ráðagerðir bera vott um mikla skammsýni og ábyrgðarleysi. Jón- as segir í grein sinxú: „Umræddar áætlanir em hið versta mál og í hreinni andstöðu við upphaflega stefnu heilbrigðisráðherrans, sem lýsti því fjálglega í fjölmiðlum nýlega eftir valdatöku að auka ætti vægi fyrirbyggjandi aðgerða í heilbrigðismálum til að spara annan kostnað. Endurhæfing hreyfihamlaðra fellur sam- kvæmt mínum skilningi undir fyrirbyggjandi aðgerðir, það er til að koma hreyfihömluðum út í atvinnulífið eða líf utan sjúkra- stofnana til ómælds spamaðar, bæði fyrir hið opinbera og ein- staklinga, auk annarrar þýðingar fyrir líf fólks. Niðurskurður end- urhæfingar á Grensási um helming væri því einhver grófasta að- gerð sem hægt er að ímynda sér.“ Mál Grensásdeildar er eitt dæmi af mörgum um það allsherjar klúður sem einkennir niðurskurðaræðið í heilbrigðiskerfinu. Þannig er búið að sýna fram á, svart á hvítu, að lokanir sjúkra- deilda um lengri eða skemmri tíma skila litlum eða engum spam- aði - og stundum reyndar þvert á móti. Oft og tíðum er einungis verið að spara aura en kasta krónum. A Grensás hefur verið byggð upp sérhæfð þjónusta af mjög hæfu starfsfólki, enda er ár- angurinn eftir því. A deildinni er líka sundlaug sem hönnuð var sérstaklega til að sinna endurhæfingu sjúklinga, og segir Jónas að hagræðing af flutningi deildarinnar verði væntanlega allspaugi- leg, þegar kostnaður af flutningi sjúklinga og sjúkraþjálfara milli aðalbyggingar og Grensáss kemur í ljós. Grensás er eitt dæmi af mörgum um handahófskenndan niður- skurð í heilbrigðiskerfinu. Engin heildarstefnumótun er fyrir hendi, aðeins er um að ræða reddingar en aldrei lausnir til lengri tíma. Látið er einsog „niðurskurður“ og „uppstokkun“ séu töfra- orð, en staðreyndin er sú að búið er að hagræða svo rækilega í heilbrigðiskerfinu að lengra verður ekki komist. Nýja hugsun og ný vinnubrögð þarf til að móta stefnu til framtíðar í velferðar og heilbrigðismálum. Þessu brýna úrlausnarefni þarf að sinna, ekki síst til að koma í veg fyrir klúður og mgl einsog nú viðgengst. Rós fyrir Reykjavík Hátíðahöldin í höfuðborginni um helgina em rós í hnappagat borgaryfirvalda og borgarbúa, auk fjölmargra fyrirtækja sem með einum eða öðmm hætti stuðluðu að fjölbreyttri og áhugaverðri dagskrá. Talið er að yfir 20 þúsund manns hafi komið saman í miðbænum aðfaramótt sunnudagsins, og vekur mesta athygli hve vel tókst að sameina næturlíf og menningarástand. Elísabet B. Þórisdóttir talsmaður þeirra sem undirbjuggu menningamóttina segir í viðtali við DV í gær að fólk hafi komið í þeim yfirlýsta til- gangi að njóta dagskrárinnar sem boðið var uppá, hvort sem það var undir merkjum borgarinnar, fyrirtækja eða listamanna. Hún segir ennfremur að fólk hafi viljað sýna í verki að það er hægt að mæta í hjarta borgarinnar og vera þar saman svo þúsundum skipt- ir þannig að hegðun manna sé til fyrirmyndar. Undirbúningur menningarvökunnar var í alla staði vandaður, og ánægjulegt hversu margir og ólíkir aðilar lögðu hönd á plóg. Gallerí, kaffi- hús, bókaverslanir og veitingastaðir iðuðu af lífi, og götuleikarar og flugeldasýningar bmgðu litum á næturhúmið. Þeir kaupstaðir sem í ffamtíðinni efna til skipulagðra hátíðarhalda ættu að taka Reykjavíkurborg sér til fyrirmyndar hvað varðar metnaðarfullan undirbúning. Það er enganveginn óhjákvæmilegt að íslenskar há- tíðir séu fyrst og fremst vettvangur fyrir ofbeldi, bamadrykkju og sóðaskap. ■ IEftir standa stjórnmálaflokkarnir, hagsmunafélög nokkurra manna sem eiga ekki æðri köllun en hafa völd og komast í sjónvarpið. Hundar og roð Gunnar Ingi Gunnarsson læknir segir frá því í viðtali við DV á laugardag að þegar hann var nýgeng- inn í Alþýðuflokkinn hafi „eðalkrati" nokkur tilkynnt honum að nýliðar væru frekar illa séðir í flokknum. Þá fór ég að velta fyrir mér smæð Al- þýðuflokksins, segir Gunnar Ingi. Síðan hefur Gunnar að vísu risið til þeirra mannvirðinga í Alþýðuflokkn- um að ná kjöri sem formaður Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, og fetaði þarmeð í slóð margra svonefndra eð- alkrata. Einsog gengur | En orð hans eru eigi að síður um- hugsunarefni. Nú efast ég að vísu um að nýir flokksmenn séu beinlínis illa séðir en ég hef hinsvegar ekki hnotið um marga slíka á göngum Alþýðu- hússins, og get þessvegna ekki með hægu móti spurst fyrir um hvaða mót- tökur þeir fengu. Mér er nær að halda að „eðalkrat- inn“ sem átti tal við Gunnar Inga hafi barasta verið svona hissa að sjá nýtt andlit á flokksfundi. Alþýðuflokkur- inn er nefnilega sama marki brenndur og aðrir íslenskir stjómmálaflokkar: hann trekkir ekki. Það er svo fjarri því að fólk finni í stórum stíl hjá sér þörf til að láta að sér kveða á vettvangi stjómmálaflokkanna. Því miður. Hver er skýringin: Almennur doði og áhugaleysi á því hvemig mannfélagið er rekið? Hafa kannski allir það fínt og fyrir engu að beijast? Eða em pól- itíkusarnir búnir að koma óorði á stjómmálin? Ólafur Ragnar Grímsson forseti og fyrrverandi stjórnmálamaður hefur sagt að umræða um stjórnmál á Is- landi sé stöðnuð, hún sé rútína. Lauk- rétt, og ég skal meira að segja spara mér að spyrja hvort herra Ólafur þurfti að verða forseti til að uppgötva þetta og segja upphátt. Flestir alþingismenn á íslandi eru atvinnustjórnmálamenn. Þeir eru í stjómmálum til að ná völdum, og þeir hanga á völdunum einsog hundur á roði. Þetta á ekki bara við um Davíð Oddsson: hann er einfaldlega snjall- astur í þessari listgrein. íslenskum alþingismönnum finnst ekkert skelfilegri tilhugsun en að detta útaf þingi. Hver hefur ekki heyrt kveinstafi fallinna þingmanna um hversu erfiðlega þeim gangi að finna sér vinnu - það er að segja þeirra sem ekki fá sendiherrastöðu, bankastjóra- stól eða álíka bitling fyrir vel unnin hrossakaup? (En hvemig skyldi standa á því að stjómmálamenn á íslandi eiga svona erfitt með að fá vinnu? Víða í útlönd- um er mjög sóst eftir starfskröftum fyrrverandi pólitíkusa.) Stjómmálamenn sem em tilbúnir að fórna öllu til að ná völdum, jafnvel bara dálitlum völdum, verða vitanlega að vera reiðubúnir að setja pólitísk hugðarefni á útsölu. Víst er um að stefnufesta verður íslenskum stjóm- málamönnum ekki að fjörtjóni. Allt veldur þetta því meðal annars að hugmyndaleg nýsköpun fer ekki fram nema í mýflugumynd á vettvangi stjórnmálaflokkanna. Pólitíkusarnir em einfaldlega of uppteknir af annars- vegum margvíslegum baktjaldaplott- um og hinsvegar taugash'tandi tiíraun- um til að koma sér að í fjölmiðlum. Frumkvæðið er ekki lengur hjá stjómmálamönnum heldur atvinnulíf- inu, menntastofnunum og ýmsum fé- a t a I u s t lagasamtökum: þar fer fram fijó um- ræða og þar em settar fram nýjar hug- myndir. Eftir standa stjómmálaflokk- amir, hagsmunafélög nokkurra manna sem eiga ekki æðri köllun en hafa völd og komast í sjónvarpið. Og svo em menn að velta fyrir sér afhverju fólk flykkist ekki til starfa innan stjómmálaflokkanna. Eg býst við að ýmsum góðum eðal- krata finnist að svona eigi ekki að skrifa í Alþýðublaðið (jafnvel þótt fullyrðingar mínar eigi meira og minna við um alla stjórnmálaflpkk- ana.) Oft má satt kyrrt liggja, og.allt það. En alvöm eðallaötuni hlýtpr að renna til rifja ef ílokkurinn þeirra er orðinn svo smár að mönnum bregður í brún ef nýr félagi sést á fun.dí.. , .. Nú eru áttatíu ár síðan Alþýðu- flokkurinn var stofnaður og af því til- efni höfum við rifjað upp sögu flokks- ins, sigra og ósigra. Við höfum farið yfir afrekaskrána, og komist að þeirri niðurstöðu að hún sé býsna glæsileg. Við höfum hyllt marga forystumenn jafnaðarmanna, lífs og liðna, sem áttu sinn þátt í að gera íslenskt mannfélag betra og réttlátara. Gott og vel: Þekking á sögunni er nauðsynleg, en vitund um samtíðina og áhugi á framtíðinni skipta meira máli fyrir hverja þá hreyfingu sem þykist hafa erindi að reka. Stjómmálaflokkur er aldrei annað eða meira en fólkið sem starfar innan hans á hverjum tíma, sama hversu mikilfengleg saga hans kann að vera. íslensku stjómmálaflokkamir saman- standa hinsvegar í raun af fáum öðmm en þingmönnum, sem einkum hugsa um að halda vinnunni, og nokkmm „eðalkrötum" eða „eðalíhaldi" eða „eðalallaböllum" sem kannski mæta enn á fundi af gömlum vana mestan- part eða skyldurækni við máðan mál- stað. ■ Atburðir dagsins 1794 Napóleon Bónaparte hershöfðingi látinn laus úr fangelsi þarsem honum var haldið vegna gruns um að hann væri hallur undir skoðanir Ro- bespierre. 1898 Veitinga- og gistihúsið í Valhöll á Þingvöll- um vígt. 1912 William Booth stofnandi Hjáipræðishersins deyr. 1933 Sprengisandsfarar komu að Mýri í Bárðardal eftir fimm daga ferð úr Landsveit. Þetta var fyrsta ferð á bfl yfir Sprengisand. 1940 Útsendarar Stalíns myrða Leon Trotsky í Mexíkó. 1969 Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, verð- ur fyrir slysaskoti í Ástralfu. 1988 Vopnahlé tekur gildi milli írans og íraks. 1975 Olafa Að- alsteinsdóttir kleif Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu (4807 metr- ar). fyrst íslenskra kvenna. Afmælisbörn dagsins Benjamin Harrison 1833, bandarískur forseti úr röðum rcpúblfkana. Jack Tcagarden 1905, bandarískur jazzisti. Jim Reeves 1924, bandarískur tón- listarmaður. Annálsbrot dagsins Drap eitt bam annað fyrir aust- an, móðirin síðan það barn, maðurinn síðan konuna sína. Hann gekk berfættur landið um kring, sér til skripta. Vatnsfjaröarannáll elzti, 1553. Heilræði dagsins Hugsaðu jákvætt og þú munt verða jákvæðari. Gunnþór Guömundsson. Úr Ódur til nýrrar aldar. Banki dagsins Banki er stofnun scm lánar þér regnhlíf þegar veður er bjart, og krefur þig um hana aftur þegar fer að rigna. Robert Frost. Málsháttur dagsins Margar eru óhaglegar unnust- ur. Orð dagsins Eg má segja eins í kvöld og einhver biskup forðum: Oft eru ráðin kvenna köld, kemur að spakra orðum. Björn Konráðsson, Fáskrúöar- bakka. Skák dagsins Larsen og Spassky eru litríkir meistarar sem oft hafa leitt saman hesta sína. Á velmeklar- dögum þeirra hafði Spassky yfirleitt betur og í skák dagsins, sem tefld var í Belgrad 1970, málti danski snillingurinn játa sig sigraðan eftir aðeins 17 leiki. Larsen hafði hvítt og byijaði á fremur óhefðbundinn hátt, með 1. b3. Svartur leikur og vinnur. 14. ... Hhll! 15. Hxhl g2 16. Hfl l)h4+ 17. Kdl gxfl=l) Larsen gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.