Alþýðublaðið - 20.08.1996, Síða 4

Alþýðublaðið - 20.08.1996, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ f ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1996 s k o ð u n Stéttin erfyrsta skrefið irni... MiMðúival afhellum og steinum. Mjöggottverð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Skrifstofan veröur opin á þriðjudögum og fimmtu- dögum eftir hádegi. Þeim sem vilja fá upplýsingar um starf flokksins er bent á að Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri þingflokksins, verðurtil viðtals á skrifstofunni á þessum tímum. ■ Jakob Bjarnar Grétarsson veltir því fyrir sér hvort hið opinbera eigi að halda úti tveimur útvarpsrásum? Um það eru deildar meiningar en álitsgjafar Alþýdubladsins eru sammála um að R á s 2 e r s t ö ð n u ð Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti fyrir nokkrum árum að stefna bæri að því að selja Rás 2. Mikil viðbrögð urðu við þeirri ályktun á sínum tíma en umræðan hefur leg- ið í láginni um hríð. Eftir að Heimir Steinsson útvarpsstjóri endurréð Sigurð G. Tómasson sem dagskrárstjóra Rásar 2 hefur sú umræða vaknað á nýjan leik. Með þeim gjörningi að auglýsa stöðuna lausa til þess eins að end- urráða sitjandi dagskrárstjóra er sem ákveðins ráðleysis gæti í stjóm útvarpsins og menn viti ekki hvað þeir vilja með Rás 2. Rás 2 hefur lengi verið þymir í augum eigenda frjálsu útvarpsstöðvanna sem oft hafa bent á það sé með öllu vonlaust að keppa við ríkis- rekið útvarp sem að auki er þurft- afrekur á auglýsingamarkaðinum. Markús Örn Antonsson fram- kvæmdastjóri Ríkisútvarps upp- lýsir í viðtali hér á opnunni að auglýsingatekjur útvarpsins muni nema 306 milljónum á þessu ári. Það kemur fram í máli álitsgjafa Alþýðublaðsins að Rás 2 staðnað fyrirbæri en á móti kemur að skoðanakannanir sýna fram á ský- lausa yfirburði Rásar 2 þegar hlustun er borin saman við aðrar útvarpsstöðvar. Stefán Jón Hafstein ritstjóri Dags-Tímans og fyrrver- andi dagskrárstjóri Rásar 2 Furðulegur doði á stofnun- inni í heild „Nei, mér finnst ekki að það eigi að leggja Rás 2 niður. Hvort rásirn- ar eru ein, tvær eða þrjár, sem hið opinbera rekur, skiptir ekki máli. Ríkisútvarp hefur víðtæku menn- ingar- og félagslegu hlutverki að gegna, einsog sjá má í útvarpslög- um. Sagan sýnir að þetta hlutverk er mikilvægt fyrir landið í heild og því er ekki hægt að gegna með einni útvarpsrás. Einsog fjölmiðlar eru í dag, sést að gera verður bæði hámenningu og lágmenningu skil, lágmenningunni með dægurmálaút- varpi, einsog því sem ég setti reyndar á laggirnar. Málið snýst ekki um hvort leggja eigi niður Ríkisútvarpið, heldur um það hvort það gegni sínu hlutverki nógu vel. Eg lofaði sjálfum mér því, þegar ég hætti sem dagskrár- stjóri á Rás 2, að skipta mér ekki meira að því - að verða aldrei aft- ursætisökumaður. En ég er hrædd- ur um að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig nógu vel á undanförnum árum. Það er furðulegur doði á stofnuninni í heild, sem hvorki út- varpsráð, né yfirstjórnin - það er að segja embættismennirnir - hafa ráðið við. Víða er pottur brotinn hvað varðar stjórnun Ríkisútvarps- ins.“ Þórunn Sveinbjarnardóttir varaþingmaður Kvennalista Rás 2 sem svæðisútvarp „Nei, Rás 2 á ekki að leggja nið- ur. Hvaða rök mæla gegn því að hið opinbera reki tvær útvarps- stöðvar? Rás 2 uppfyllir aðrar þarf- ir en Rás 1 en það er ekki þar með sagt að hún gegni ómenningarlegu hlutverki. Hún nær til allra lands- manna með þá tegund efnis sem hún útvarpar, uppfyllir þörfina fyr- ir svokallað dægurmálaútvarp. Sjálf hlusta ég meira á Rás 1 en Rás 2 - og ekkert á hinar stöðvarn- ar. Þó að ég sé mótfallin því að Rás 2 verði lögð niður, þýðir það ekki að það megi ekki breyta henni; ein hugmynd væri að hún fúnkeraði meira einsog svæðisútvarp." Davíð Þór Jónsson skemmtikraftur Rás 2 ætti að girða upp um sig „Það er engin ástæða til að vera að eyða peningum almennings í að reka útvarpsstöð sem gengur útá að spila óskalög og skila afmælis- kveðjum. Ef Rás 2 fer ekki að girða upp um sig í sinni dagskrár- gerð er hún betur komin í höndum einkaaðila. Hins vegar vildi ég frekar að Rás 2 færi að standa und- ir nafni sem útvarp allra lands- manna svo að ástæða sé til að hún verði áfram í eigu allra lands- manna.” Kristján Þorvaldsson ritstjóri Má hrista uppí dagskránni „Það liggur við að maður þurfi ekki að hafa sérstaka skoðun á rík- isrekstri hvað varðar útvarp og sjónvarp þegar núverandi útvarps- ráð sýnir sig. Síðasta uppákoma meirihluta þess var hlægileg, enda hef ég á tilfinningunni að hún hafi átt að vera það. Líklega var hún upphugsað, misheppnað skemmd- arverk. Reyndar hef ég aldrei haft það sem trúarbrögð hvort ríkið eigi að eiga einhverjar rásir. Eg er ekki frá því að Rás 2 sé skárri núna en hún hefur verið - það er eins og það sé lagt meira í hana núna en fyrir nokkrum árum. En hvað sem má um Rás 2 segja virðast hinar svokölluðu frjálsu útvarpsstöðvar hafa litið til hennar sem fyrirmynd- ar og uppeldisstöðvar samanber tvíburana á Aðalstöðinni, Hjálmar Hjálmarsson sem er hjá honum Gulla litla Helga núna, Stefán Jón sem heldur að tíminn í dag sé að halda fámenna fundi í dreifbýlinu, Kristján Þorvalds sem er ekki endi- lega séður þar sem hann er heyrður og Þorsteinn Joð sem er ísland í dag. Kannski myndi'Sigurður G. toppa þetta með því að gerast trommari í Greifunum. Leifur Hauks myndi hins vegar sóma sér vel í Stone Free. Það má spyrja sig hvort það sé hlutverk Rásar 2 að gera tilraunir á hlustendum og brydda uppá nýjungum en vissu- lega má hrista uppí dagskránni eins og hún liggur nú fyrir.“ ■ Kostnaður við Rás 2 er 48 milljónir á þessu ári Rás 2 er rekin með hagnaði - segir Markús Örn Antonsson en auglýsingatekjur útvarpsins verða 306 milljónir á þessu ári. „Það er gert ráð fyrir því að kostnaður við Rás 2 verði 48 milljónir á þessu ári. Á síðasta ári fór kostnaðurinn eitthvað yfir 60 milljónir,“ segir Markús Öm Antonsson í samtali við Alþýðublaðið. I tengslum við dagskrárgerð em 9 fastráðnir starfsmenn við Rás 2 en erfitt er að gera sér grein fyrir því hversu margir starfa við útvarpið í heild. „Auðvitað er fjöldinn af verkefnabundnum samningum, menn eru að taka að sér umsjón einstakra þátta og svo framvegis en það hefur fækkað í starfsmannahaldi á þessu liðna ári. Aukin sjálf- virkni í flutningi á tónlist og fleira af því tagi leiðir auðvitað til spamaðar eins og þessar tölur bera með sér.“ Eðlilegt að Rás 2 sé í eigu ríkisins „Rás 2, sem kostar 48 milljónir á þessu ári, á verulegan hlut í öflun auglýsingatekna útvarpsins og sem áætlun gerir ráð fyrir að verði 306 milljónir. Eg tel því að hún sé rekin með verulegum hagnaði," segir Markús Öm. „Það er verið að samkeyra samlesnar auglýsingar á Rás 1 og Rás 2 en með tilliti til þess að það er töluvert nieira hlustað á Rás 2 en Rás 1 held ég að við verðum að eigna Rás 2 vemlegan hluta af þessari tekjuöflun." Hvað finnst þér sjálfum um að Rás 2 sé að keppa á aug- lýsingamarkaðinum ? „Eg held að það sé ekkert umdeilt hjá þorra landsmanna. Fólk hlustar á þetta og við vomm að fá niðurstöður úr sum- arkönnunum sem Gallup gerði sem leiðir það í ljós að það er langmest hlustað á Rás 2 af þessum útvarpsrásum. Það segir sína sögu. Það hefur komið upp í umræðunni að það eigi að gera breytingar en ég hef ekki orðið var við að það hafi fengið hljómgmnn hlustenda almennt eða hjá þjóðinni heldur þvert á móti. Víðast hvar telja mann að þetta sé eðli- leg þjónusta og menn kunna að meta það sem þarna er ver- ið að gera.“ Þér finnst eðlilegt að Rás 2 sé í eigu ríkisins? ,Já, ég tel það vera. Hún er mikilvæg til að Ríkisútvarpið geti veitt fjölbreytta dagskrá sem myndi ekki rúmast á einni dagskrárrás. Auk þess er markmið Ríkisútvarpsins og eig- enda þess, sem er þjóðin öll, að allt það dagskrárframboð sem er á vegum Ríkisútvarpsins nái til allra landsmanna og við emm að þjóna fólki í dreifðustu byggðum landsins jafnt sem í þéttbýli. Við náum þannig að sameina þjóðina á viss- an hátt. Ég held að almenningur í landinu meti það svo að í þessu sé mikið öryggi sem að leggja beri áherslu á og það sé á verksviði Ríkisútvarps, almannaútvarps í almannaeign, að standa að slíkum rekstri." Er ekki samþykkt fyrirliggjandi frá landsfundi Sjálfstœð- isflokksins að stefna eigi aðþvíað selja Rás 2? „Það var einhver ályktun fyrir mörgum ámm. Síðan hafa verið kosningar, stjómarmyndanir og menn verið að vinna í endurskoðun útvarpslaga. Það verður að komá í. ljós hvort talinn er frekari grandvöllur fyrir því núna, og styrkur í þinginu, til að breyta þessari núverandi skipan. Það hefur ekki verið hingað til. Það em allmörg ár síðan slík ályktun var samþykkt og var þá talsvert í umræðunni en ég hef ekki orðið var við að það hafi orðið markvert ífamhald á þeirri þróun.“ Ómarktæk umræða um útvarpsráð Nýlega tók Heimir Steinsson ákvörðun um það að endur- ráða Sigurð G. Tómasson sem dagskrárstjóra Rásar 2 í trássi við umsögn útvarpsráðs sem mælti með Lilju Á. Guðmundsdóttur. Hlutverk útvarpsráðs hefur með jöfnu millibili verið til umræðu, vinnubrögð ráðsins verið gagn- rýnd fyrir það að vera fremur á pólitískum forsendum en faglegum. Það er forvitnilegt að heyra álit Markúsar Amar á útvarpsráði. „Ég hef kynnst störfum útvarpsráðs sem starfsmaður hér í stofnuninni, fréttamaður á sínum tíma, ég hef setið í út- varpsráði og verið formaður þess, ég hef verið útvarpsstjóri og er nú framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Hin almenna umræða um störf og niðurstöður útvarpsráðs hefur verið af- skaplega breytileg í öðmm fjölmiðlum til dæmis. Ég veit ekki hvaða tilfinningar hafa ráðið því hvaða pól menn hafa tekið í það og það skiptið. Leiðaraskrif blaðanna hefur stundum mátt skilja þannig að það væri mikil goðgá að stjómendur Ríkisútvarpsins hafi tekið ákvarðanir þvert á meirihlutavilja í útvarpsráði. í öðmm tilfellum hefur verið lamið á útvarpsráði fyrir að taka sérkennilegar, svokallaðar pólitískar ákvarðanir. Það er nákvæmlega ekkert að marka

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.