Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 21. ágúst 1996 Stofnað 1919 123. tölublað - 77. árgangur ■ Forseti ASI segir næstu samninga prófstein á hvortferlið sem byrjaði 1990 sé skynsamlegt, og að tími sé kominn til að launamenn uppskeri Við hljótum að skoða styttingu vinnutímans - segir Grétar Þorsteinsson. „Afkoma fyrirtækjanna eyk- ur bjartsýni um að hægt sé hækka laun um eitthvað sem munar um." „I næstu samningum hljótum við að skoða í fullri alvöru hvort ekki er hægt að stytta vinnutímann. Ég heyri víða að þetta er það sem menn vilja. Þá er- um við náttúrlega líka að tala um að hækka dagvinnulaun um það sem því nemur,“ sagði Grétar Þorsteinsson for- seti Alþýðusambands íslands í samtah við Alþýðublaðið í gær. Undirbúning- ur fyrir gerð næstu kjarasamninga er að hefjast af alvöru innan verkalýðs- hreyfingarinnar. A næstunni hittast formenn landssambanda og í byrjun september verður miðstjómarfundur ASÍ. Grétar sagði að síðastliðinn vetur hefðu flest landssambönd innan ASÍ verið komin vel á veg með að undir- búa sig íyrir næstu kjarasamninga, en hin umdeilda vinnulöggjöf sem Al- þingi samþykkti í trássi við gervalla verkalýðshreyfinguna í vor hefði breytt öllum forsendum. Aðspurður hvort ASÍ myndi krefjast breytinga á vinnulöggjöfinni sagði Grétar: „Það er eitt af því sem setjumst yfir og ræðum. Það er ljóst að breytingamar á vinnu- löggjöfinni voru gerðar í andstöðu við alla verkalýðshreyfinguna og gerir okkur miklu erfiðara fyrir. Ég get hinsvegar ekki fullyrt hvort breytinga verður krafist." Grétar sagði ljóst að afkoma fyrir- tækja væri nú miklu betri en áður, og það hlyti að hafa áhrif á kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. „Ársreikn- ingar og uppgjör fyrirtækja hljóta að auka bjartsýni á að fyrirtækin hafi efni á að hækka launin þannig að kaup- máttur verði aukin um eitthvað sem munar um. Ymsir talsmenn atvinnuvega og op- inberra stofnana hafa varað við þenslumerkjum og aukinni verðbólgu, og sagt að óvarlegt sé að samþykkja miklar launahækkanir. Um þetta sagði forseti ASÍ: „Ég get auðvitað ekki fallist á að ekki sé svigrúm til launa- hækkana. Sem betur fer er afkoma fyrirtækjanna ágæt og vonandi er bat- inn í efnahagslífinu varanlegur. En næstu samningar eru prófsteinn á hvort ferlið sem byrjaði með þjóðar- sáttarsamningunum Í990 sé skynsam- legt eða ekki. Nú er komið að því að launamenn uppskeri laun erfiðisins." ■ Hvíldardagur bílsins Ekki búinn að ákveða hvort ég skil bílinn eftir heima -segirframkvæmdastjóri Heklu. „Ég er nú ekki búinn að ákveða hvort ég skil bflinn eftir heima, enda haft í mörg hom að líta,“ sagði Sverrir Sigfússon framkvæmdastjóra Heklu hf., aðspurður hvort hann ætlaði að taka þátt í „hvíldardegi bílsins" á morgun. Bfleigendur em hvattir til að fara ferða sinna gangandi, hjólandi eða í almenningsvögnum. Borgarstjór- inn í Reykjavík, sex bæjarstjórar og einn sveitarstjóri á höfuðborgarsvæð- inu hafa sent frá sér áskorun til al- mennings um að hvfla bflana. í áskor- uninni segir meðal annars: „Heilnæmt umhverfi er mál okkar allra og ekki síður komandi kynslóða. Mikil um- ferð vélknúinna ökutækja veldur há- vaða og loftmengun sem hefur áhrif á heilsu manna, hún eykur slysahættu og leiðir til verra aðgengis gangandi og hjólandi. Með því að fækka ferðum okkar með einkabflum, þó ekki væri nema um eina ferð á dag, stuðlum við að því að við og afkomendur okkar búum við betri lífsgæði." Þegar Sverrir, sem stýrir einu stærsta bifreiðaumboði landsins, var spurður hvort honum þætti framtakið af hinu góða sagði hann: „Hversvegna ekki?“ ■ Flokksþing Alþýðuflokksins í nóvember Vantar ungt fðlk f Alþýðuflokkinn? „Annað hvort er að ná einhverri sameiningu eða hætta þessari vitleysu. Okkur fækkar bara. Það ætti að setja það á oddinn. Leita samstarfs við aðra flokka og ungt fólk. Okkur vantar ungt fólk í flokk- inn,“ segir Steindór Ög- mundsson bæjarfulltrúi í Vesturbyggð um stöðu Al- þýðuflokksins. Hann er einn viðmælenda blaðsins í dag þar sem fjallað er um flokksþing sem haldið verð- ur í nóvember. Birgir Dýr- fjörð þinglóðs segir: „Varð- andi sameiningarmálin þá held ég að sú umræða sé kækur. Hún skaðar þessar hreyfingar allar afar mikið. Hún kemur út eins og sí- felldar yfirlýsingar þess efnis að við séum smá og lítil og getum ekkert.“ Magnús Hafsteinsson for- maður Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar: „Mér hefur Iengi fundist sem við ættum að skipta um formann en ég held að það sé ekki tírna- bært að hreyfa við því núna. Við höfum verið að traðka hver á öðrum í nokkur ár en við verðum að setja punktinn núna.“ Ægir Hafberg varaþing- maður á Vestfjörðum: „Eg held að menn hljóti að fara yfír umræðuna um samein- ingu vinstri manna á kom- andi fIokksþingi.“ Þóra Arnórsdóttir framkvæmda- stjóri SUJ: „Ég vildi hins vegar sjá umræðu um menntamál og stefnu mót- aða á því sviði. Alþýðu- flokkurinn hefur satt að segja enga stefnu í þessum málaflokki og meðan þessi ríkisstjórn situr verðum við að vera með grundvallar- sjónarmið á hreinu.“ Sjá miðopnu. Geirfinnsmálið Eg hef haldið kjafti í 20 ár - segir Magnús Leopolds- son sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði sakaður um morð, og rekur reynslu sína í samtalsbók við Jón- as Jónasson. ,JÉg hef haldið kjafti í 20 ár og mat bað svo, að nú passaði að láta þetta koma,“ sagði Magnús Leopoldsson fasteignasali í samtali við Alþýðublað- ið í gær. I haust er væntanleg hjá Vöku-Helgafelli samtalsbók Jónasar Jónassonar útvarpsmanns og rithöf- undar við Magnús, þar sem hann segir frá reynslu sinni af Geirfinnsmálinu. Magnús var einn fjögurra manna sem sátu saklausir í gæsluvarðhaldi í rúma þtjá mánuði fyrir 20 ámm, sakaðir um morðið á Geirfinni Einarssyni sem hvarf árið 1974. Magnús hefur ekki áður skýrt frá reynslu sinni á prenti, en tildrögin að samstarfi þeirra Jónasar munu hafa verið tveir viðtalsþættir í Rfldsútvarp- inu í nóvember í fyrra. Magnús vildi ekki tjá sig um bókina eða efni hennar, en samkvæmt heim- ildum Alþýðublaðsins var mikil vinna lögð í gerð hennar. Meðal annars var farið ítarlega yfir þúsundir síðna af málskjölum, og mun ýmislegt hafa komið uppúr dúrnum sem ekki hefur verið getið um opinberlega. ■ „Sumir stjórnmálamenn leysa vandamál - aðrir stjórn- málamenn eru vandamál. Þor- steinn Pálsson er glöggt dæmi um hið síðarnefnda," segir í forystugrein á blaðsíðu 2. ■ „Raunar segja umgetnar yfirlýsingar meira um höfunda sína en um Ríkisútvarpið, hljóðvarp eða sjónvarp. Þær bendatil þess, að það liggi eitthvað illa á mönnunum. Þeir eru lítið eitt vansælir, blessaðir, í sumarblíðunni, hnuggnir og leiðir," segir Heimir Steinsson útvarpsstjóri í grein á blaðsíðu 2 þarsem hann vísar á bug gagnrýni á Ríkisútvarpið ■ Hermann Gunnars- son stjórnar sjónvarps- þætti hjá RÚV í vetur Davíð Letter- mann var full- ur íviku - þegar hann náði 12 pró- sentum, segir Hermann sem sjálfur hefur komist uppí 70 prósenta áhorf. „Það er rétt, ég fékk ágætis tilboð ítá Stöð 2, ekki í fyrsta skipti reynd- ar, og var í viðræðum við þá,“ segir Hermann Gunnarsson f samtali við Alþýðublaðið. „En þegar til kom heyrðist mér á þeim að þeir væru ekkert inni á því að gera þátt þeim anda sem við upphaflega töluðum um - fjölskyldu- og afþreyingar- þátt.“ Gengið hefur verið frá því að Hermann stjómi hálfsmánaðarleg- um sjónvarpsþáttum sem verða á dagskrá Sjónvarps á laugardags- kvöldum. Blaðið hefur haft spurnir af því að stærstu sjónvarpsstöðvam- ar hafi boðið grimmt í Hermann og RÚV hafi haft sigur. ,jvlér var eitt sinn boðið til Amer- fku því menn þar trúðu ekki þessum áhorfstölum sem ég var að ná, ein- hvetju sinni fór ég uppí 70 prósent. Þar hitti ég til dæmis David Lett- erman sem hélt að ég væri að gera grín að sér. Hann sagðist hafa verið fullur í heila viku þegar hann ein- hvern tíma náði 12 prósentum. f kjölfarið spurði hann mig hvað ég hefði í laun en ég var nú ekkert að fara út í þá sálma við hann..segir Hermann Gunnarsson. Sjá viðtal á baksíðu ■ Haslar Morgunblaðið sér völl á síðdegismarkaðinum? Allir möguleikar til stöðugrar skoðunar - segir Hallgrímur Geirs- son framkvæmdastjóri. Boðar áframhaldandi þátttöku í Stöð 3. „Allir möguleikar eru til stöðugrar skoðunar og þessi meðal annars. En það er ekkert sem er yfirvofandi á næstu vikurn," sagði Hallgrímur Geirsson framkvæmdastjóri Arvakurs hf., útgefanda Morgunblaðsins, að- spurður hvort Morgunblaðið hygðist hasla sér völl á síðdegismarkaðinum. Vangaveltur í þá veru hafa aukist í kjölfar sameiningar Dags og Tímans, en nýja blaðið ætlar í harða samkeppni við Morgunblaðið. Útgefandi Dags- Tímans er Fijáls fjölmiðlun sem einn- ig gefur út' DV, eina síðdegisblaðið. Hallgrímur sagði að Morgunblaðs- menn fögnuðu aukinni samkegpni, og að áfram yrði skoðað hvort Arvakur svaraði með síðdegisblaði. Stefán Jón Hafstein ritstjóri Dags- Tímans boðar samkeppni og hefur sagt að sjálfur ætli hann ekki einu sinni að lesa Morgunblaðið. Um þessi ummæli sagði Hallgrímur: „Þetta er hraustlega mælt og Stefáni líkt. Ég hygg hinsvegar að það borgi sig fyrir hann að skoða Morgunblaðið og sjá hvað hann er að keppa við.“ Árvakur hf. er stór hluthafi í Stöð 3, en á dögunum var Heimir Karlsson ráðinn sjónvarpsstjóri í stað Úlfars Steindórssonar. Hallgrímur sagði að Stöð 3 hefði ekki staðið undir vænt- ingum fyrsta árið og átt við margvís- lega tæknilega örðugleika að stríða. Hann sagði hinsvegar að áframhald- andi þátttaka í rekstri Stöðvar 3 væri til skoðunar með jákvæðum huga. Að- spurður hvort áform væru uppi um að Stöð 3 efldi innlenda dagskrárgerð og setti fréttastofu á laggimar sagði Hall- grímur: „Ég tek undir það sem nýi sjónvarpsstjórinn hefur sagt, að margir möguleikar eru á borðinu. Stofnun fréttastofu hlýtur þar að vera til alvar- legrar skoðunar."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.