Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 I i t í k ■ Flokksþing Alþýðuflokksins verður haldið í nóvember. Jakob Bjarnar Grétarsson tók púlsinn á flokksmönnum vítt og breitt um landið. Það má Ijóst vera að sameiningarmál og innra starf flokksins er mönnum ofarlega í huga Góð málefnastaða - en innra starf lítið sem ekkert Steindór Ögmundsson bæjarfulltrúi í Vesturbyggð Innra starf er núll „Annað hvort er að ná einhverri sameiningu eða hætta þessari vitleysu. Okkur fækkar bara. Það ætti að setja það á oddinn. Leita samstarfs við aðra flokka og ungt fólk. Okkur vantar ungt fólk í flokkinn. Við erum öll orð- in forgömul og forstokkuð. Ég finn vanmátt minn í því að ég næ ekki ungu fólki inn til samstarfs. Ég þarf að læra einhvetjar aðrar aðferðir eða hætta þessu. Grátlegt en satt. Innra starf flokksins er eitt stórt núll. Ég hef orðið voðalega lítið var við það síðustu tvö árin. Það er tómt mál að tala um einhver stefnumál ef flokkurinn er að deyja. Ég held að við verðum að viðra flokkinn aðeins áður. Ég held að það séu nokkuð margir mér sammála um það, einkum í mín- um aldursflokki. Ég er ekkert að víkja mér undan ábyrgð, ég hefði sjálfsagt getað gert betur, en ég bara kann ekki meir. Ég fór inní flokkinn á sínum tíma á þeim forsendum að vinna með ungu fólki og mínum félögum en ég sé að mínir synir koma ekki í fótspor- ið. Ef ég vissi hvað veldur væri ég bú- inn að redda þessu. Það stakk mig við- talið við Gunnar Inga Gunnarsson í DV á laugardaginn var. Það sagði mér ýmislegt, bæði um sjálfan mig og flokkinn. Ég var sammála honum og hans mati á stöðu flokksins. Það vant- ar alveg 10 til 15 ár inm' hjá okkur - heilan árgang. Ég er að fara á kjördæmaþing hér á Vestfjörðum og ég veit alveg hveijir mæta: sá yngsti verður um fertugt. Það virðist ekki vera næg endumýjun og langt því frá í sama mæli og þegar við komum inn í flokkinn sem vorum að elta Vilmund og Jón Baldvin og þessa stráka sem voru þá. Ég veit ekki hvort við eigum að íhuga það að skipta um formann. Það eru of stór orð til að ég þori að taka mér þau í munn. Hann sagði einhvem tíma sjálfur að þegar hann hætti að veiða ætlaði hann að hætta. Ég vil meina að hann haft ekkert veitt undan- farin íjögur ár. Að vísu hefur ýmislegt gengið yfir flokkinn að undanfömu, hvert óhappamálið á fætur öðm og virðist ekkert lát á því enn. Það er ljótt að segja þetta um eigin flokk en það er eitthvað að. Sjálfsagt getur unga fólk- ið sagt okkur hvað það er.“ Birgir Dýrfjörð þinglóðs Sameiningar- umræðan kækur „Það em auðvitað mörg mál sem þarf að setja á oddinn á komandi flokksþingi en það em ekki síst jafn- aðarmál eins og að treysta eignarhald og arð þjóðarinnar á helstu auðlind okkar, ftskinum í sjónum. Það þarf að leggja upp með það, því sú þróun er enn örari en menn óttuðust að þetta er að lenda í höndum örfárra. Við emm á svipuðu róli einsog var á írlandi á síð- ustu öld: örfáir aðilar áttu landið, gögn þess og gæði. Þetta er stórmál sem við stefnum í miklu hraðar en ég þó óttað- ist. Þetta tel ég að verði að leggja mikla áherslu á og síðan á að jafna vægi atkvæðisréttar. Þar liggur þessi meinsemd mikið til - í misvægi at- kvæðisréttarins. Þetta held ég að verði stærstu málin fyrir utan auðvitað hefð- bundna kjara- og félagsmálabaráttu en það fýlgir oft í kjölfarið. Það þarf að treysta stöðu ríkissjóðs og það gemm við best með því að nýta þann auð sem er sameign þjóðarinnar. Við þyrftum að setja frekari skipulagsskrá um samneysluna. Innra starf flokksins hefur verið ákaflega bæklað síðastliðið ár svo ekki sé nú meira sagt. Það þarf að byrja á því að hlúa að því sem til stað- ar er. Það er mikið af góðu alþýðu- flokksfólki hringinn í kringum landið en það er eins og það sé að slitna mik- ið við það sambandið. Það er skipu- lagsatriði og verk sem þarf að vinna en svosem ekkert sem flokksþing þarf að tjalla um. Það tekur á þeim vanda væntanlega þegar það velur fólk í framkvæmdastjóm flokksins. Þetta vandamál hvflir fyrst og fremst á henni að annast innra starf, rekstur flokksbatterísins og skrifstofunnar. Það sem gerir okkur erfitt fyrir, er að frá Hrútafirði, austur um land, suður- eftir og að Lómagnúpi er enginn þing- maður. í mörgum sveitarfélögum em engir bæjarfulltrúar. f kringum slíkar stöður, sveitarstjómarmenn og þing- menn, verður alltaf ákveðið starf, en það er ekki til staðar og fundartilefni oft Iftíl. Það vantar þessa einstaklinga sem venjulega em sá hvati sem kallar fólkið saman og heldur því saman og á slflcum samkomum upplifrr fólk sig sem hluta af hreyftngu, hluta af heild. Varðandi sameiningarmálin þá held ég að sú umræða sé kækur. Hún skað- ar þessar hreyftngar allar afar mikið. Hún kemur út eins og sífelldar yfirlýs- ingar þess efnis að við séum smá og lítil og getum ekkert. Við eigum íyrst og fremst að vera með tæra og klára stefnu, vinna henni tiltrú og þá fýlgja þeir sem íylgja þeiiri stefnu og kjósa þennan flokk. Það er til element fyrir það fólk sem vill fara inn í svona sam- drætti og það er Þjóðvaki að mínu viti. Þeir sem vilja reka stjómmálastefnu og knýja fram hugmyndir og mál eiga auðvitað ekki að selja þau fyrir at- kvæði.“ Magnús Hafsteinsson formaður Alþýðuflokksfélags Hafn- arfjarðar Alþýðuf lokku rinn lokaður klúbbur „Það þarf auðvitað að taka á innri málum flokksins. Það er númer eitt, tvö og þijú. Ég held að menn séu fam- ir að átta sig því hvað það skiptir gíf- urlegu máli að menn standi saman. Við emm farin að haga okkur, héma í Hafnarfirði, alveg eins og landsflokk- urinn. Við höfum yfirleitt staðið þétt saman. Ég held að það sé forsenda fyrir því að hægt sé að taka á öðmm málum. Menn verða að byija á sjálf- um sér. Flokkurinn er ekki stærri vegna ósættis og ósamstöðu. Það er svo mikil hagsmunagæsla í þessum flokki að það er ekkert spennandi íýrir fólk að koma inn í þetta. Það þarf haga þessu þannig að fólk hafi áhrif. Það var þannig í Hafnarfirði á ámm áður. Þá gat fólk komið og tjáð sig á bæjarmálaráðsfundi. Þá var hlustað á það, ekki bara með öðm eyranu og menn fundu að þeir höfðu áhrif. Þetta vantar núna. Þetta er svo lokaður klúbbur. Innra starf flokksins er ekki gott. Jafnvel þó menn sýni einhvem lit þá er slegið á puttana á þeim. Ég er ekki búinn að starfa lengi í flokknum, eða frá 1976, en ég er búinn að horfa uppá fjöldann allan af aftökum inni í flokknum. Það em ekki bara þessi þekktu nöfn eins og Vilmundur, Jó- hanna og Guðmundur og Héðinn Valdimarsson áður fyrr. Það er alltaf verið að slá fólk af í einhveiju valda- brölti. Mér fannst það starf sem Sigurður Pétursson setti upp á sínum tífna í SUJ og við fýlgdum mjög jákvætt. Við opnuðum framkvæmdastjómarfundi sem vom mjög lokaðar grúbbur. Svo buðum við gestum á fundi og gerðum þetta mjög líflegt. Leyfðum fólki að vera með. Málefnavinna sem við unn- um skilaði reyndar ekki miklu, yfir- leitt endaði þetta undir stól og í körf- um þingmanna, en við vomm þó að vinna á fullu og það var tekist á um málefni sem snertu allt milli himins og jarðar. Lífleg umræða hlýtur að vera af hinu góða og það mætti reyna að fylgja henni eftir. Hins vegar er þessi viðvarandi skæmhemaður ekki í ætt við líflegar umræður. Menn verða að loka á skæmmar, efla samstarfið og opna flokkinn. Það þarf að gera hann aðgengilegan, fólki finnst það ekki velkomið þegar það skráir sig og er Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum \ðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum verður haldinn að Núpi í Dýrafirði 23. og 24. ágúst 1996. Fundurinn hefst með sameiginlegum kvöldverði klukkan 20. Að kvöldverði loknum flytur Guðmundur Ámi Stefánsson varaformaður Alþýðuflokksins erindi um stjórnmála- viðhorf og málefni Alþýðuflokksins. Fundifram haldiðá laugardag klukkan 10. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnmálaviðhorf: Sighvatur Björgvinsson alþingismaður. Áætluð fundarslit klukkan 17. Stjórnin. bara bent á að stundum séu auglýstir fundir. Menn kæra sig ekkert um að það sé verið að skipta sér að málefn- um að öðm leyti. Það vantar starf milli kosninga. Fólk verður að finna það að það hafi einhver áhrif. En ef innri mál flokksins em undan- skilin verða sameiningarmálin sett á oddinn á komandi flokksþingi. Það verður eitthvað að gerast. Við emm að horfa uppá hryllilega ríkisstjóm fyrir launafólk og grímulausar árásir á kjör almennings. A slíkum stundum eiga félagshyggjuöflin að vinna saman. Við alþýðusynir og dætur verðum að horfa til uppmnans. Mér hefur lengi íúndist sem við ættum að skipta um formann en ég held að það sé ekki tímabært að hreyfa við því núna. Við höfum verið að traðka hver á öðmm í nokkur ár en við verðum að setja punktinn núna og ákveða hvemig við ætlum að umgangast þessa fortíð. Ég held að það sé nauðsynlegt að grafa stríðsaximar og snúa bökum saman. Menn verða einfaldlega að sætta sig við forystuna en það má taka til í framkvæmdastjóminni." Ægir Hafberg varaþingmaður á Flateyri Málefnastaðan alltaf verið góð „Við kratar á Vestfjörðum ætlum einmitt að hittast nú um helgina og ræða málin á aðalfúndi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum. Þar verður að minnsta kosti hreyft-við þeim málum sem helst brenna innan héraðs og utan. Síðan verðurn við upplýst um stjómmálaviðhorfin eins og þau horfa við þingmanninum okk- ar, Sighvati Björgvinssyni og varafor- manni flokksins, Guðmundi Áma Stefánssyni. Ég held að menn hljóti að fara yfir umræðuna um sameiningu vinstri manna á komandi flokksþingi. Menn þurfa alltjent að gera upp hug sinn eins langt og það nær. Hvað vilja menn í þessu sambandi og á hvaða grundvelli? Þetta er ekki eitthvað sem hægt er að afskrifa fýrirfram hvort sem um verður að ræða fulla samein- ingu eða einhverskonar kosninga- bandalag. Ég held að þetta hljóti að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.