Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21.ÁGÚST1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ú t I ö n d ■ Margrét Elísabet Olafsdóttir skrifar frá París um hungurverkfall afrískra innflytjenda, aðgerðaleysi franskra stjórnvalda og heimsókn í kirkju sánkti Bernards, þar sem verkfallsmennirnir halda til Tíu menn svelta sig í hel - vegna afskiptaleysis frönsku ríkisstjórnarinnar Hungurverkfall tíu Malíbúa sem hafast við í sánkti Bernards- kirkjunni í París hefur nú stað- ið í 47 daga. Eftir fjörutíu daga l hung- urverkfalli er þyngdartap orðið veru- legt, einkenni næringarskorts gera vart við sig, og því eykst verulega hættan á að fylgikvillar verkfallsins verði óbæt- anlegt heilsutjón, segja læknar, og auðvitað dauði. Sú staðreynd að franska ríkisstjómin skuli ekki bregð- ast við þessum aðgerðum hefur vakið harkaleg viðbrögð bæði nafntogaðra og óþekktra einstaklinga í Frakklandi, sem um helgina fjölmenntu að kirkj- unni til að sýna verkfallsmönnum stuðning sinn. Ríkisstjórnin er hins vegar komin í blindgötu og allar til- raunir til samningaviðræðna við full- trúa mannanna sem svelta sig fyrir málstað 300 annarra, karla, kvenna og bama, hefur ekki þokað málinu í átt að sættanlegri úrlausn. Stífni og virðingarskortur stjórnvalda Deilur afríkubúanna við yfirvöld hófust opinberlega fyrir fimm mánuð- um þegar hópur „skilríkjalausra" inn- flytjenda, eins og þeir eru kallaðir, ákvað að flytjast inn í aðra kirkju í borginni í þeirri vona að athyglin sem þá beindist að þeim mynda ýta undir að þeir fengju dvalarleyfi sín fram- lengd. Eftir stutta vem í sánkti Am- broise svöruðu yfirvöld með því að reka fólkið út með lögregluvaldi. Síð- an hafa mótmælendur hafst við í kirkju heilags Bemards, sem er stað- sett aðeins spölkom frá Montmartre hæðinni. Akvörðunin um hungurverkfall var tekin í lok júní þegar hópurinn sá fram á að ríkisstjórninni yrði ekki þokað. Einu viðbrögð ríkisstjómarinnar, með innanríkisráðherrann Jean- Louis De- bré í fararbroddi, við verkfallinu, var að gefa fólkinu frest til 1. ágúst til að fara úr landi. Sá frestur var framlengd- ur til ágústloka í byijun mánaðarins. Líklega hefur ráðherrann talið í byrjun júlí, að sumarfrí myndi þagga málið sjálfkrafa niður, en sú hefur ekki orðið raunin. í byrjun síðustu viku, á fertug- asta degi hungurverkfallsins, birtust slökkviliðsmenn í kirkjunni snemma mánudagsmorguns og fluttu hungur- verkfallsmenn nauðuga á sjúkrahús. Aðgerðin hafði aðeins þau áhrif að vekja viðbrögð þeirra sem ekki höfðu sýnt neinn áhuga fram að þessu. Með- al þeirra sem flykktust í kirkjuna þennan dag vom formaður Græningja, Dominique Voynet og formaður verkalýðsfélagsins CGT, Louis Vian- net. Verkfallsmenn voru hins vegar allir komnir aftur í kirkjuna um kvöld- ið, þar sem þeir höfðu neitað allri læknisaðstoð. Við guðsþjónustu á Maríumessu, hinn 15. ágúst, var sánkti Bemards- kirkja því full út úr dyrum, þó messu- gestir væm fæstir sóknarbörn, enda jafngildir það núorðið stuðningsyfir- lýsingu að sækja þangað messu. Um helgina bættust enn fleiri í hópinn. Á föstudeginum hafði innanríkisráðherra látið hafa eftir sér í viðtali við dag- blaðið Ouest- France að ekki kæmi til greina að ríkisstjómin léti undan því sem hann kallaði „kúguri' verkfalls- manna. Hann kórónaði ummæli sín með því að segja að þeim væri stjóm- að af Trotskí- istum og dró það ekki úr vanþóknun stuðningsmanna á yfir- lýstri stífni og augljósum virðingar- skorti ráðherrans. En líklega hefur De- bré talið óhætt að láta hafa eftir sér jafn ögrandi ummæli, því 15. ágúst er frídagur í Frakklandi, helgin því löng og París jafn mannlaus og Reykjavík um Verslunarmannahelgi. Á sunnudaginn komu hins vegar yf- ir 1000 manns að kirkjunni og snemma á mánudagsmorgun var enn stór hópur í skýlum fyrir utan, tilbúinn að mæta yftrvofandi lögregluaðgerð- um. Það reyndist þó ástæðulaus ótti, en meðal þeirra sem sváfu órólegum svefni í kirkjunni, var Emanuelle Bé- „Skilríkjalausir" hófu verkföll í 17 borgum Frakklands í mars. 80 prósent hungurverkfallanna eiga sér stað f kirkjum. A myndinni er Djamel Kouidri frá Alsír, sem kom til Frakklands fyrir sex árum síðan en hefur ekki fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. Hann á franska konu og 3 ára franskan son. art, mótleikari Tom Cruise í Mission Impossible. Töfralausn eða kynþáttahatur? „Staðfestu" sína, sem ríkisstjómin kýs að kalla þrjóskuna, má rekja til loforðs um að losa Frakkland við allan frekari ágang innflytjenda. „Engir inn- flytjendur" er slagorð sem hver heil- vita maður getur séð að er fullkom- lega óraunsætt markmið sem aldrei verður náð, ekki einu sinni þótt landa- mærin yrðu múruð. Hins vegar eru hægri menn, sem nú hafa nær öll völd í landinu, skíthræddir um að sífellt fleiri kjósendur hægriflokkanna muni í komandi þingkosningum (fyrirhug- aðar vorið 1998), láta sannfærast af lýðskmmi öfgamannsins Jean- Marie Le Pen, formanns Þjóðemisfylkingar- innar, sem sér holdgerving skrattans í hveijum innflytjanda og sökudólg nú- verandi atvinnuleysis. Fyrsta upp- skriftin af töfralyfinu til að losa þjóð- ina við óhroðann vom lög innanríkis- ráðherra Edouards Balladurs, Charles Pasqua. Honum tókst að koma í gegn- um þingið breytingu á lögum um rík- isborgararétt, sem var reyndar ekki mikið afrek, því yfirgnæfandi meiri- hluti þingsins em hægri menn. Um- ræðan um þessi lög var þó fyrirferðar- mikil í fjölmiðlum á sínum tíma. Þau þykja bera vott um kynþáttahatur, meðal annars vegna ákvæðis, sem segir að öll böm erlendra foreldra sem fædd em á ffanskri gmnd eftir 1. janú- ar 1994, séu ekki lengur sjálfkrafa franskir ríkisborgarar. Þegar þau verða fullveðja 18 ára geta þau hins vegar orðið fullgildir franskir ríkisborgarar ef þau óska þess. Pasqua rökstuddi þetta með því að segja að á þennan hátt yrðu þessir einstaklingar meðvit- aðri um hvað það þýddi að vera franskur ríkisborgari. Rétt eins og þau vissu það ekki þá þegar, því fæstir munu nokkumtíma hafa fengið tæki- færi til að heimsækja föðurland for- eldra sinna áður en lögaldri er náð, nema þau hafi áður verið rekin úr landi með foreldrum sínum. En slík em einmitt áhrif laganna. Vonlaus staða Áður en Pasqua-lögin tóku gildi vom böm innflytjenda fædd á franskri jörð sjálfkrafa franskir ríkisborgarar, enda hefur Frakkland til þessa lagt áherslu á hinn svokallaða , jarðarrétt", en ekki blóðrétt eins og Þjóðverjar gera. Eins og ástandið hefur verið í málum innflytjenda í Frakklandi, þá hafa ijölmargir þeirra, sem ekki hafa fengið franskan ríkisborgararétt en eiga frönsk böm, getað fengið leyfi sín framlengd á þeim forsendum, því það væri brot á mannréttindum bam- anna að senda foreldrana úr landi. En nú þegar bömin em ekki einu sinni ffönsk, þá er engin hindmn í vegi yfir- valda lengur. Það er orðið sífellt erfiðara fyrir innflytjendur að fá dvalarleyfi sín end- umýjuð og gersamlega ómögulegt fyr- ir þá sem ekki eiga frönsk böm. Það gerir stöðu þeirra í landinu ólöglega, jafnvel þeirra sem upphaflega komu löglegir inn í landið. Loforð ríkis- stjómarinnar um að koma lagi á mál allra þeirra sem eiga böm fædd áður en Pasqua-lögin tóku gildi hafa reynst orðin tóm, mál hvers og eins hafa jafnvel ekki verið tekin fyrir eins og gefið var í skyn að ætti að gera, og staða hinna er vægast sagt vonlaus, eins og boð innanríkisráðherra um sjálfviljuga brottför úr landi sýnir. Heimsókn í kirkju sánkti Bernards Didi, bosmamikil kona frá Senegal, situr á bekk inni í einu hliðaraltari sánkti Bernards kirkju. Klukkan er rúmlega tvö á mánudegi og formaður franska Kommúnistaflokksins er á leiðinni út úr dyrunum eftir stutta heimsókn, með tilheyrandi fjölmiðla- fylgd, til að heilsa upp á verkfalls- menn. Nærvera Roberts Hue haggar ekki ró Didiar sem matar yngstu dótt- ur sína á hrísgrjónum, beint upp úr potti við hlið sér á bekknum. Eins og fleiri fbúar kirkjunnar er Didi ekkert áfjáð í að tala við fjölmiðla, enda straumurinn stöðugur og jafn. Hún gat þó sagt mér að hún væri búin að búa 19 ár í Frakklandi, ætti átta önnur böm, sem öll em frönsk, og að sjálf væri hún fædd undir franska fánanum, því hún kom í heiminn áður en Sene- gal hlaut sjálfstæði árið 1960. Aðeins yngsta barnið er ekki franskt og þar hófust hennar þrautir fyrir alvöru. Henni finnst Frakkland fara inna með sig og aðra Afríkubúa. ímynd Frakk- lands í Afríku virðist smám saman vera að breytast úr ímynd fyrirheitna landsins, í ímynd nýlenduherrans, sem rúið hefur nýlendur sínar inn að skinni og vill nú ekkert af eyðileggingunni vita. Didi segist hafa verið boðin einu sinni á fund yfirvalda. Það em tíu ár síðan. Frú Bensaad frá Túnis var öllu vilj- ugri til að skýra frá sínum málum, enda býr hún ekki í kirkjunni. Hún var að koma þangað í fyrsta skipti þennan dag, með öll sín plögg í töskunni, í þeirri von að nefndin sem beitir sér fyrir máli Afríkubúanna, gæti bætt hennar máli á listann yfir sín mál. Bensaad er móðir tveggja bama, Sir- am 5 ára og Rami 3 ára, sem bæði em frönsk þar sem þau fæddust áður en Pasqua-lögin tóku gildi. Sjálfri hefur henni verið synjað um franskan ríkis- borgararétt og síðustu þrjú ár hefur hún ekki getað fengið dvalarleyfi sitt endumýjað. Hún er því dæmd til að vinna á svörtu, en hefur jafnvel gefist upp á því vegna stöðugra veikinda astmaveiks sonar síns. Hvemig lifir hún? Á ölmusu góðgerðasamtaka. Bamabætumar sitja fastar í kerfinu af því hún hefur ekki sjúkrasamlags- númer. Hvers vegna fer hún ekki heim til Túnis? Ekki hægt. Hún er fráskilin og yrði því útskúfuð í Túnis. Hjóna- band hennar hefur aldrei verið löglegt nema fyrir guði, en moskan lét hana ekki fá nein vottorð á sfnum tíma, og hún gæti ekki einu sinni sannað hjóna- band sitt fyrir samlöndum sínum. Frönsk yfirvöld gætu sent Bensaad úr landi, en kjósa að gera það ekki, því það myndi þýða að þau yrðu að setja börnin á munaðarleysingjahæli og slíkt er of kostnaðarsamt. Þau geta hins vegar ekki sent bömin út landi með móðurinni, því þau þyrftu leyfir móðurinnar til þess. Verkfallsmenn- imir í kirkju sánkti Bemards em flest allir í nákvæmlega sömu aðstöðu. Chirac er í sumarfrfi Fram að þessu hefur eina tilboð rík- isstjómarinnar verið greiðsla fyrir að fara úr landi. Öllum innflytjendum frá löndum Afríku sem snúa viljugir aftur til síns heima bjóðast 1000 frankar í veganesti. Flestir fara hins vegar nauðugir, með leiguflugvél á vegum stjómvalda, tvö flug á mánuði, bátt í hundrað farþegar í hvert skipti. Jean- Louis Debré segist ekki útiloka að ferðunum verði tjölgað í þijár strax í haust. En eins og er liggja tíu menn í hungurverkfalli á bakvið tréplanka í einu skotinu á Saint Bemards. Þeir em orðnir máttfamir og það fær enginn að koma nálægt þeim leyfislaust og að óþörfu. Læknar á vegum sjúkrabíla borgarinnar og Lækna heimsins, fýlgj- ast með líkamlegu og andlegu ástandi þeirra. Þeir hafa allir neitað að gefast upp, það verði ekki aftur snúið. Franska ríkisstjómin haggast ekki og þó eru aðeins fáar vikur síðan hún lýsti vanþóknun sinni á hungurverk- falli í tyrkneskum fangelsum og að- gerðaleysi þarlendra stjórnvalda. Jacques Chirac forseti hefur ekkert látið hafa eftir sér um málið, hann er f sumarfríi. Þegar ég bý mig undir að yfirgefa dimma kirkjuna og ganga aftur út í brennandi ágústsólina, eru nokkrar kvennanna önnum kafnar við að skrúbba kirkjugólfið. Tveir karlmenn hafa snúið sér á mottum til Mekka og þeir sem em mættir til að sýna stuðn- ing sitja þöglir á þeim fáu stólum sem ekki hefur verið staflað upp í miðri kirkjunni. Aðeins börnin em á þeyt- ingi. Þeim leiðist. Eg þarf að beita lagni til að komast út án þess að Mó- rnó litli fjögurra ára verði þess var. Hann langar til að komast út fyrir rimlagirðinguna sem umlykur kirkj- una, út í rennibrautina í garðinum á móti, sem hann sér af kirkjutröppun- um. En Mómó fer ekki neitt. Hann þraukar, eins og hinir fullorðnu, eins lengi og með þarf. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.