Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 199Ó s k o ð a n i r MÞYBUBU9ID 21162. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Vandamálið Þorsteinn Pálsson Sumir stjómmálamenn leysa vandamál - aðrir stjómmálamenn em vandamál. Þorsteinn Pálsson er glöggt dæmi um hið síðar- nefnda. Ráðherraferill hans er varðaður afglöpum, allar götur síð- an hann hafði um hríð lyklavöld í forsætisráðuneytinu fyrir hart- nær áratug og til þess að hann fékk sjávarútvegsráðuneytið í sára- bætur fyrir glataðan formannsstól í Sjálfstæðisflokknum. A nýafstöðnum aukaaðalfundi Félags úthafsútgerða var Þor- steinn Pálsson harðlega gagnrýndur fyrir að hafa samið af sér í stórmálum sem snerta hagsmuni þjóðar innar í samskiptum við erlend ríki. Sérstaklega var vísað til samninga um skiptingu karfakvóta á Reykjaneshrygg og síldarkvóta í Síldarsmugunni. Fundurinn sá sérstaka ástæðu til að þakka Davíð Oddssyni fyrir að hafa tekið fram fyrir hendumar á Þorsteini þegar sjávarútvegs- ráðherrann var í þann veginn að afsala Islendingum stórkostleg- um hagsmunum á Flæmingjagrunni. Um það sagði Snorri Snorrason útgerðarmaður á Dalvík í samtali við Alþýðublaðið í gær: „Ef tillögur Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra hefðu náð fram að ganga, hefðum við getað veitt um sexþúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni á þessu ári. Við emm núna búnir að veiða 14 þúsund tonn og gera má ráð fyrir að veiðamar nái allt að 20 þúsund tonnum.“ Veiði íslensk skip 20 þúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni - 14 þúsund tonnum meira en Þorsteinn Pálsson taldi vel viðun- andi - skilar það allt að fjómm milljörðum króna. Það er nötur- legt til þess að hugsa að engu munaði að Þorsteinn mótmælti ekki fyrir hönd Islendinga tilhögun veiða á þessu svæði, en það hefði skilað okkur aðeins sexþúsund tonna afla á árinu. Hann var búinn að tilkynna utanríkisnefnd Alþingis að hann myndi ekki bera fram mótmæli, en Davíð Oddsson knúði hann til þess á elleftu stundu. Forsætisráðherra hefur vitanlega séð fyrir þær stórpóli- tísku afleiðingar sem það hefði ef Þorsteinn fengist að komast upp með, einu sinni enn, að bera hagsmuni íslendinga fyrir borð. Sjávarútvegsráðherra hefúr frá öndverðu sett stein í götu þeirra djaifhuga útgerðarmanna sem sótt hafa á fjarlæg mið. Frægt var fyrir þremur ámm þegar Þorsteinn reyndi að banna Smuguveið- amar, og „hann hefði gert það ef Jón Baldvin hefði ekki barið á honum með hjálp Davíðs,“ svo aftur sé vitnað í orð Snorra Snorrasonar. Smuguveiðamar hafa skilað íslenska þjóðarbúinu milljörðum króna, skapað fjölda manns atvinnu og em ein helsta ástæða efnahagsbatans. En Þorsteinn hefur ekki ennþá séð ástæðu til að styðja við bakið á þeim útgerðarmönnum sem sækja í Smuguna og á önnur alþjóðleg hafsvæði. I þessu sambandi era ummæli Snorra athyglisverð: „Það er ekkert leyndarmál að við höfum verið í þrefi við íslensk stjómvöld en ekki önnur.“ Félag úthafsútgerða minnir í ályktun sinni á, að það sé almennt viðurkennt að efhahagsbatinn í þjóðlífinu eigi að miklu leyti ræt- ur að rekja til aukinna úthafsveiða. Islenskum stjómvöldum beri því að styðja þennan atvinnuveg í stað þess að taka þátt í viðleitni annarra þjóða til að koma böndum á framtak íslenslö'a útgerða og sjómanna á þessu sviði. Sú hefur því miður ekki verið raunin, að minnsta kosti ekki hvað varðar sjávarútvegsráðherrann. Linkind Þorsteins gagnvart útlendingum er furðuleg og kostnaðarsöm einsog dæmin sanna. Hægt væri að nefna fleiri mál: Hvemig hann veigraði sér við að veija fískveiðilögsögu Islands gegn rúss- neskum landhelgisbrjótum og fingurbrjóta í samskiptum við Norðmenn í hveiju málinu á fætur öðm. Menn skyldu hafa í huga að Þorsteinn Pálsson starfar í umboði Sjálfstæðisflokksins, og þótt ráðherrann sé harla einangraður í flokknum skrifast mistök hans og afleikir vitanlega á reikning Sjálfstæðisflokksins. Því hlýtur það að vera áleitin spuming í for- ystusveit sjálfstæðismanna hve lengi Þorsteini á að líðast „að hafa stórfellda hagsmuni af íslenska þjóðarbúinu", einsog komist er að orði í ályktun úthafsútgerðarmanna. Að öllu samanlögðu er Þorsteinn Pálsson þessvegna það vandamál íslenskra stjómmála sem hvað brýnast er að leysa. ■ IRaunar segja umgetnar yf irlýsingar meira um höfunda sína en um Ríkisútvarpið, hljóðvarp eða sjónvarp. Þær benda til þess, að það liggi eitthvað illa á mönnunum. Þeir eru lítið eitt vansælir, blessaðir, í sumarblíðunni, hnuggnir og leiðir. Ríkisútvarpið er í sókn Fyrir fáum dögum fékk ég í hendur nýja hlustendakönnun, sem gerð var dagana 24. júlí til 6. ágúst. Niður- stöður könnunarinnar eru einkar ánægjulegar fyrir Ríkisútvarpið hljóð- varp, - eða „Utvarpið", eins og það er nefnt frá gamalli tíð og nýrri. Heildar- niðurstaðan er sú, að frá kl. 7 að morgni til kl. 24 hlusta að meðaltali 21 af hvetjum hundrað íslendingum á Útvarpið. Á sama tíma hlusta að með- altali 6 af hvetjum hundrað Islending- um á þá stöð, sem næst kemur í röð- inni á eftir Útvarpinu. Pallborðið Þegar nánar er hugað að þessum tölum, kemur í ljós, að 17% íslend- inga hlusta á Útvarpið milli kl. 7 og 8 á morgnanna, en 20% milli kl. 8 og 9. Frá 9 til 12 hlusta 25% landstnanna, en í hádeginu 42%. Hliðstæðar tölur getur að líta síðdegis, en þá sveiflast hlustendafjöldinn á milli 17 og 20 hundraðshluta allrar þjóðarinnar. Sú stöð sem kemur næst á eftir Út- varpinu er hvarvetna víðs fjam því að komast með tæmar þar sem Útvarpið hefur hælana. Yfirburðir Útvarpsins eru algjörir. a q a t a I Útvarpið skiptist í Rás 1 og Rás 2. Varðandi hlustun er Rás 2 í farar- broddi, og ber hún í því efni höfuð og herðar yfir allar aðrar útvarpsrásir á Is- landi. Áf þessu má ljóst vera að hvergi er um að ræða vinsælli hljóðvarpsdag- skrá í landinu en þar sem dagskrá Rás- ar 2 er. Þessar niðurstöður erú víðs fjarri því að vera nokkur nýlunda. Ár hvert eru gerðar reglubundnar kannanir á út- varpshlustun Islendinga og sjónvarps- áhorfi. Jafnan kemur í Ijós, að Ríkisút- varpið sjónvarp ber í sama tilliti langt af öðrum sjónvarpsrekstri í landinu. Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp, er þannig hverju sinni í fylkingar- bijósti - ævinlega. Yfirleitt gerir Ríkisútvarpið lítið að því að hampa þessum staðreyndum. Starfsmenn hljóðvarps og sjónvarps hafa þær til viðrrúðunar og hliðsjónar hver í sínu verki. En við látum að jafnaði ógert að miklast af árangrin- um. E.t.v. lítum við á það sem sjálf- sagðan hlut, að útvarp og sjónvarp allra íslendinga beri af öðmm. Þetta ytra tómlæti okkar um áhorfs- og hlustendakannanir breytir þó ekki einni staðreynd: Niðurstöður kann- anna leiða í ljós að Ríkisútvarpið er í sókn. Frá könnun til könnunar, frá misseri til misseris, frá ári til árs held- ur Ríkisútvarpið nflega hlut sínum í samanburði við aðra ljósvakamiðla. Hver sóknarlotan tekur við af annarri og allt stefnir í eina átt. Ástæða til þess, að ég set tölur um framangreint efni í Alþýðublaðið í dag, er sú að hér birtust í gær viðtöl við nokkra menn. þar sem að hluta til kvað við undarlegan róm. „Rás 2 er stöðnuð" sagði einn viðmælenda blaðsins. Og annar lýsti því yfir um Ríkisútvarpið í heild, að „furðulegur doði“ væri yfir stofnunni. Þessum snilliyrðum brá blaðið síðan á loft eins og við var að búast og gérðiTÍr þeim íyrirsagnir: . ■ . ■ „Rás 2 er stöðnuð'-V- „Furðulegur doði“ yfir Ríkisútvarpinu. Slfkar full- yrðingar koma illa saman og heim við þær einföldu staðreyndir, sem að framan getur. Islendingar upp til hópa em bersýnilega á allt annari skoðun en þeir góðu menn, sent þarna töluðu. Alntenningur hlustar á Rás 2 og gefur fyllsta gaum að Ríkisútvarpinu í heild, hljóðvarpi og sjónvarpi og lætur sér þetta allt bærilega líka. Kannanir á hlustun og áhorfi beinlínis sanna slíkt svo að ekki verður um villst. Raunar segja umgetnar yfirlýsingar meira um höfunda sfna en um Ríkisút- varpið, hljóðvarp eða sjónvarp. Þær benda til þess, að það liggi eitthvað illa á mönnunum. Þeir em lítið eitt vansælir, blessaðir, í sumarblíðunni, hnuggnir og leiðir. Um annað eða meira er hér ekki að ræða. - Hins vegar segja títtnefndar yfirlýs- ingar ekkert um Ríkisútvarpið, hvorki sjónvarp né hljóðvarp. Þar ríkir ekki doði né stöðnun, eins og í hugskoti fyrr greindra manna. Þar er og verður fram haldið þeirri sókn, sem staðið hefur um hríð og enginn sýnilegur bil- bugur er á. Höfundur er útvarpsstjóri. 2 1 á 9 ú s t Atburdir dagsins 1011 Njáll Þorgeirsson og fjöl- skylda hans brennd inni á Bergþórshvoli. 1238 Örlygs- staðabardagi háður í Blöndu- hlíð í Skagafirði. 1327 Játvarð- ur II Englandskonungur drep- inn í fangelsi. 1792 Frakkar af- nema konungdæmið. 1832 Sir Walter Scott, vinsælasti rithöf- undur heims, deyr. 1903 Fyrsti vestrinn frumsýndur. 1942 Sjö manna áhöfn vélbátsins Skaft- fellings bjargar 52 Þjóðverjum af sökkvandi kafbáti við Bret- land. 1957 Hákon VII Noregs- kóngur deyr. 1958 Friðrik OI- afsson, 24 ára laganemi, út- nefndur stórmeistari í skák, fyrstur íslendinga. 1973 Ásgeir Sigurvinsson, 18 ára, lék fyrsta Icik sinn sem atvinnumaður í fótbolta; með Standard Liege í Belgíu. Afmæiisbörn dagsins H.G. Wells 1866, enskur rit- höfundur. Larry Hagman 1931, bandarískur leikari. Lc- onard Cohcn 1934, kanadísk- ur tónlistarmaður. Annáisbrot dagsins Sleginn í hel Didrik van Mynd- en hirðstjóri, í Skálholti, við 11. mann, af landsetum kirkj- unnar. Þá var og drepinn Pétur Spons í Hruna, þessir allir fyrir óguðlega breytni, rán og harð- fengi. Vatnsfjarðarannáll elzti, 1539. Mammút dagsins Fátt cr algeingara en öldúngar í forustuliði tímans sem verða innlixa þar sem þeir eru komnir einsog mammútar og aðrir stólpagripir sem bíða dóms- dags í frcðmýrum Síberíu mcð þessar voðalegu tennur og Iaungu kjafta. Halldór Kiljan Laxness, Skáldatími. Málsháttur dagsins Uxinn fór í England, kom aftur naut. Stjórnarfar dagsins Fullkomnasta stjórnarfarið er það, þegar rangindin í garð liins vesælasta eru talin árás á alla. Sólon. Orð dagsins Einhvemtíma efe'g rx einhvemtíma kemur logn, einhvemtíma útú sæ einhverntímu fœ ég lirogn. SigurðurJósúason. Skák dagsins I skák dagsins eru báðar droltn- ingamar í uppnámi, en hvítur nýtur þess að eiga leik. Kic- hniev hefur hvítt-og á leik gegn Damljanovic; skákin var tefld í Sibenik í Króatíu árið 1989. Hvitur leikur og vinnur. 1. Dxc8! Og svarta staðan er töpuð, samanber 1. ... Dxc8 2. Rf6+ Kh8 3. Hh7 mát.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.