Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.08.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐH) 3 s k o ð a n Einkavæðing félagshyggjunnar! IÞað er gott að geta sagt að öll börn í Reykjavík á tilteknum aldri eiga kost leikskólarými. Það er hinsvegar staðreynd að þegar hluti þessara barna er í leikskólanum eiga þau þess ekki kost að vera þar undir handleiðslu leikskólakennara einsog er lögbundið. egar síðasti borgarstjórnarmeiri- hluti ætlaði og fór langleiðina með að einkavæða strætó risu upp vandlæt- ingarfullir vinstrimenn og töluðu um hvað það væri ijandsamlegt gagnvart borgarbúum að einkavæða þjónustu- fyrirtæki þeirra. Hversu illa væri farið með starfsfólkið sem missti ýrnis rétt- indi sem það hefði unnið sér inn sem borgarstarfsmenn. Svo sigruðum við í kosningunum og við, sem studdum Pallborðið | Reykjavíkurlistann, héldum að nú rynni upp ný og betri tíð. Eitt af kosningaloforðum Reykjav- íkurlistans var að byggja leikskóla, fjölga leikskólarýmum svo öll böm í borginni fengju að njóta þessarar sjálf- sögðu, lögbundnu þjónustu og menn lögðust undir feld til að íhuga hvaða leiðir væru færar til að efna loforðin. Það er gott að geta sagt að öll böm í Reykjavík á tilteknum aldri eiga kost leikskólarými. Það er hinsvegar stað- reynd að þegar hluti þessara bama er í leikskólanum eiga þau þess ekki kost að vera þar undir handleiðslu leik- skólakennara einsog er lögbundið. Á sama tíma og þensla verður á vinnumarkaði eru það gömul og ný sannindi að erfitt getur verið að manna störf í leikskólanum einsog önnur lág- launastörf. Merki þess mátti til dæmis sjá í Morgunblaðinu síðastliðna sunnudaga þegar meirihluti leikskóla í eigu Reykjavíkurborgar auglýsti eftir starfsfólki. Á árum áður höfðu úrræðagóðir foreldrar og framtakssamir leikskóla- kennarar, sem vom orðnir þreyttir á dugleysi borgarinnar, komið sér upp leikskólum. Fljótlega eftir að fulltrúar félagshyggjunnar komust til valda sáu þeir að sumir þessara leikskóla stóðu ekki of traustum fótum fjárhagslega. Til að styrkja samkeppnisstöðu þess- ara fyrirtækja, svo þau gætu keypt leikskólakennara frá borginni, ákváðu borgaryfirvöld að stórauka fjárframlög til einkaleikskólanna. Sumir fulltrúar þeirra flokka sem stóðu á þingpöllum og andæfðu áformum ríkisstjómarinnar um með- ferð á opinberum starfsmönnum hafa sjálfsagt andað léttar í laumi. Lög um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna vom samþykkt og með því er fulltrúum þessara sömu flokka auð- veldara að einkavæða þjónustustofn- anir borgarinnar, til dæmis undir heiti þjónustusamninga. Því við það verða réttindi og skyldur starfsfólks ekki þeirra áhyggjuefni. Leikskólar Reykjavíkurborgar em varla mikið lengur samkeppnishæfir um mannafla, vegna myndarlegs stuðnings borgaryfirvalda við einkal- eikskólana. Á kostnað ýmissa réttinda og skyldna em þeir í góðri stöðu til að yfirbjóða þau laun sem borgin býður sínu fólki. Það er farið að gægjast óþyrmilega mikið undan félagshyggjugærunni, fijálshyggjustrýið. Höfundur var einn af fulltrúum Alþýðu- flokksins á Reykjavíkurlistanum. JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Um kremauglýsingarnar má segja að margar kvenfrelsis- sinnaðar konur nota krem við öllu mögulegu, skammast sín ekkert fyrir það og finnst kúgun að mega það ekki. Harðar deilur eru í nýrri Veru vegna auglýsinga í síðasta tölublaði. Hér stendur ritnefnd fyrir máli sínu. Síðasta helgi sýnir, hvernig Reykjavík getur verið, þegar hún vill. Hún er öðrum þræði borg menningar og borg heilsuræktar, þótt hinum þræðinum sé hún borg drykkjuláta og ofbeldis. Jónas Kristjánsson í forystugrein DV í gær. Já, það verður halló Akureyri hjá mér, og ég mun flytja norður mjög fljótlega. Birgir Guömundsson aöstoðarritstjóri Dags- Tímans í Tímanum í gær. Ég lít í spegilinn á hverjum morgni og segi við sjálfan mig: Ég er mesti íþróttamaður í heimi. Dan O'Brian, Ólympíumeistaii í tugþraut. Mogginn. Nú heyrist hinsvegar í pottinum að kratískir kremló- lógar séu komnir á þá skoðun að Hallgrímur [Helgason] sé hreint ekki höfundurinn heldur Jón Baldvin Hannibalsson. Einsog fleiri velta kollegar okkar á Tímanum því mjög fyrir sér hver skráir dagbækur for- setans, sem birst hafa í Alþýðublaðinu. Bíll er dýr regnhlíf! Fyrirsögn greinar Margrétar Sæmundsdóttur í Mogganum. „Bílalausi dagurinn" er á fimmtudag. En hvað gerist? Nýr ráðherra er úrræðalaus og gengur lengra nokkur hefur áður gert í flötum niðurskurði og stefnulausum aðgerðum. Margrét Frímannsdóttir les Ingibjörgu Pálmadóttur pistilinn í DV í gær. En þessa þulu kunna nú allir eins vel og forsetinn okkar trúarjátninguna, sem hann fór svo fallega með í kirkjunni þegar hann bar krosslnn í gullkeðjunni í fyrsta sinn. Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Belas la deklivo... Þetta þýöir „fögur er hlíöin" á esperantó. Tíminn í gær. t a I n a t a I Tíu fjölmennustu kaupstaðir íslands 1. desember 1995 Reykjavík 104.258 Kópavogur 17.659 Hafnarfjörður 17.537 Akureyri 14.920 Reykjanesbær 10.340 Garðabær 7.801 Akranes 5.105 Mosfellsbær 4.917 Vestmannaeyjar 4.805 Seltjamanies 4.541 hinumegin "FarSide" eftir Gary Larson Tímaritið Séd og heyrter væntanlegt í dag og er óhætt að segja að ástin blómstri á síðum þess. Sagt er í máli og myndum frá tveimur brúðkaupum sem fram fóru um síðustu helgi, en þá gengu í hjónaband þau Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir, og þau Kristín Jóhannesdóttir og Jón Garðar Ögmundsson. Lilja er dóttir Pálma heitins Jónssonarí Hagkaup en Kristín er dóttir Jóhannesar Jónssonar í Bónus. Það hefur því mikil sæla ríkt í tveimur af auðugustu kaup- mennskufjölskyldum lands- ins. Þá er í tímaritinu rætt við Heimi Karlsson, og mun hann meðal annars segja frá vistinni á Stöð 2 og að rugl- uð yfirstjórn hafi fælt marga hæfileikamenn frá fyrirtæk- inu - en Heimir hlýtur ein- mitt að teljast í þeim hópi. Ennfremur er sagt frá veislu sem haldin vartil heiðurs Jónasi Jónassyni útvarps- manni í tilefni þess að 20 ár eru liðin síðan þeir Bakkus fóru hvor sína leið. Þá ætti ungdómurinn að gleðjast yf- ir veggspjaldi af hljómsveit- inni Blur en hana skipa að sögn einhverjir helstu hjarta- knúsarar heims. Blurtreður upp í Laugardalshöll í sept- ember og er svo gott sem uppselt... Knattspyrnufélagið Þróttur hefur ekki verið i fremstu röð síðustu árin, en skaust á toppinn í 2. deild á dögunum með sigri á FH. Mikill hugur er í Þrótturum og fyrir leik- inn marseruðu stuðnings- menn liðsins frá Sæviðar- sundi niður á Valbjarnarvöll. Sigurmarkið skoraði Sigurd- ur Hallvarðsson, sem nokk- uð er hniginn á efri ár knatt- spyrnumanna. í herbúðum Þróttar er Sigurður kallaður „Super-sub", en hann kem- ur oftast inná sem varamað- ur og setur þá iðulega mark á leikinn. Sigurður hafði ekki verið nema 15 mínútur á vellinum þegar hann skoraði sigurmarkið - og var þá snimmendis skipt útaf aftur enda búinn að gera skyldu sína... r Adögunum gerðum við góðlátlegt grín að slúð- urdálki Tímans þar sem því var haldið fram að Þor- steinn Pálsson væri hugs- anlega á leið í ritstjórastól Morgunblaðsins. Alkunna er að Mogginn og Þorsteinn eiga enga samleið í sjávarút- vegsmálum og hefur oft gengið á með hörðum skeyt- um. En orðrómurinn um möguleika á því að Þor- steinn verði arftaki Matthí- asar Johannessens er býsna þrálátur og gengur enn um bæinn. Víst er um að sú hugsun er Davíð Oddssyni mjög að skapi að Þorsteinn hverfi úr stjórn- málum, en það verður enn- . þá að álítast efamál að Morgunblaðið geri forsætis- ráðherra þann greiða að ráða Þorstein í vinnu... „Hér er síðasta færslan sem Ari Trausti hefur fært í dag bókina sína: Nú hef ég unnið traust þeirra og á morgun ætla ég að kanna nánar geðslag þessara risavöxnu en yfir- veguðu prímata með því að kenna þeim Ola Skans." fimm á förnum vegi Ætlar þú að leggja bílnum á morgun? Gísli Steinar Gíslason at- vinnurekandi: Nei. hann er atvinnutæki mitt. Sigurður Sverrisson pípu- lagningamaður: Nei, ég get það ekki starfs nu'ns vegna. Jón Heiðar Guðmunds- son rekstrarráðgjafi: Já, ég ætla með strætó í vinnuna. Erna Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri: Já, hann er hvort sem er á verkstæði, svo ég fer minna ferða annaðhvort hjólandi eða með strætó. Anna Birgisdóttir banka- maður: Já, ég tek alltaf strætó í vinnuna. Heimild: Hagtölur mánaðarins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.