Alþýðublaðið - 28.08.1996, Page 2

Alþýðublaðið - 28.08.1996, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 s k o d a n i r 21166. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Tvö dagblöð kvödd I dag koma tvö dagblöð út í síðasta sinn, og eiga bæði að baki langa og sumpart merkilega útgáfusögu. Tíminn var stofnaður 17. mars 1917 og var málgagn hins unga og tápmikla Framsókn- arflokks. Óhætt er að segja að blaðið hafí átt mikinn þátt í sókn flokksins á uppvaxtarárum hans, enda engir aukvisar sem þar stýrðu pennum; menn á borð við Tryggva Þórhallsson og Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas var vitaskuld sérstaklega aðsópsmikill á ritvellinum enda var honum léð tunga spámannsins og sannfær- ingarkraftur krossfarans. Á gullaldarárum Tímans var hann einn máttugasti fjölmiðill landsins, og átti því ríkan þátt í að móta skoðanir og sjónarmið landsmanna. Margir hæfileikamenn hafa gegnum tíðina starfað á Tímanum, en á ýmsu hefur oltið með reksturinn síðustu áratugi og einatt litlu mátt muna að Tíminn hrataði fyrir ættemisstapa. Framsókn- arflokkurinn hefur þurft að leggja í kostnaðarsamar björgunarað- gerðir, og því var hið gamla óskabam orðið flokknum þungur baggi. Óneitanlega var kaldhæðnislegt að Frjáls fjölmiðlun skyldi taka yfir rekstur blaðsins, enda hafa Framsókn og DV átt litla samleið. En Tíminn var til hinstu stundar trúr sínum Framsóknar- flokki, enda ritstjórinn fenginn úr þingliðinu, þótt áherslur í fréttaflutningi væm í seinni tíð enganveginn einlitar. Dagur var ekki nema árinu yngri en Tíminn, og var sömuleiðis málgagn Framsóknar. Dagur hefur ekki með jafn afgerandi hætti markað spor í fjölmiðlasöguna, enda ekki ýkja langt síðan hann fór að koma út daglega. Eigi að síður var blaðið um áratugi eitt öflugasta landsbyggðarblaðið, og þegar Dagur í núverandi mynd er lagður niður nýtur hann meiri útbreiðslu á Norðurlandi en nokkuð annað blað. Dagur hefur smámsaman slitið formleg tengsl við Framsóknarflokkinn, en hugmyndafræðilegir þræðir hafa þó aldrei rofnað. Um leið og Alþýðublaðið þakkar Tímanum og Degi samfylgd- ina er starfsmönnum nýja blaðsins óskað alls velfamaðar. Glæsilegur árangur í Atlanta Ástæða er til að óska íslensku keppendunum á Ólympíuleikum fatlaðra til hamingju með glæsilegan árangur í Atlanta. Fæstir áttu von á að íslendingum tækist að fylgja eftir góðum árangri í Barcelona fyrir fjórum árum en annað var uppá teningnum: þeir uppskáru fimm gullverðlaun, fem silfurverðlaun og fímm brons- verðlaun, og settu fjölmörg Islandsmet, heimsmet og ólympíu- met. Þannig varð Island í 28. sæti af 117 þátttökuþjóðum, sé tekið mið af fjölda verðlauna. Árangur Islendinganna er engin tilviljun. Sveinn Áki Lúðvíksson aðalfararstjóri segir í samtali við Morg- unblaðið í gær að fyrir fjómm ámm hafi verið gerð áætlun sem miðaði að því að vera með úrvalsíþróttafólk, og byggja það upp með hámarksárangur í Atlanta í huga. Þá sagði Sveinn Áki: „Svona stefhumótun er það eina sem dugir því áhugamennskan gildir ekki lengur í íþróttum fatlaðra ef árangur á að nást.“ Svo er að sjá, sem forystumenn íþróttasambands Islands og Ólympíunefndarinnar gætu margt lært um þjálfun afreksmanna af íþróttasambandi fatlaðra. ■ Velkomin vestur - velkomin heim Reynslan að vestan á auðvitað að verða til þess að við iátum ekki staðar numið. Vel færi á því að við tækjum ákvörðun sem fyrst um frekari móttöku erlendra flótta- manna. Sýnir ekki einmitt reynslan frá ísafirði það, að önnur byggðarlög geta allt eins boðið fram skjól fyrir strfðshrjáð fólk úr f jarlægum heimshlutum? ✓ A dögunum mætti ég ungri bros- Á\.mildri stúlku, sem hljóp yfir Silf- urtorgið á fsafirði, með skólatösku á bakinu. Það vakti óneitanlega athygli mína að sjá unga stúlku á skólaaldri, með skólatösku á bakinu svo löngu áður en að skólar almennt hófust og það tók mig dálitla stund að átta mig á ástæðunum. Gestaboð | ■I Einar Kristinn skrifar Stúlkan unga var ein þeirra nýju ís- firðinga, sem lagt höfðu land undir fót yfirgefið sitt stríðshrjáða föðurland suður við Adríahaf og sest að á ísa- firði. Gleðin og eftirvæntingin leyndi sér ekki. Hún, eins og landar hennar, var greinilega ákveðin í að takast á við lífið í nýju landi. Sjálf var hún að hefja nám í íslensku og við að kynna sér sitthvað sem að notum gæti komið í nýjum heimkynnum vestur við fsa- fþirðardjúp Efasemdarraddir Óneitanlega vakti það athygli þegar bæjarstjóm Isaíjarðar óskaði eftir því við félagsmálaráðherra á síðasta hausti að kannaðir yrðu möguleikar á því að bæjarfélagið tæki á móti flóttamönn- um þeim sem ríkisstjórnin hafði ákveðið að veita skjól. Málið var tekið upp í ríkisstjóminni og samþykkt af heilum hug. Ég neita því ekki að á þessum tíma heyrðust efasemdarraddir. Væri það nú skynsamlegt að stefna þessu fólki öllu vestur á Isafjörð? Færi ekki betur að það fengi að vera í Reykjavík? Og eitthvað fleira var sagt í þessum dúr. Velkomin vestur - velkomin heim En niðurstaðan varð semsagt sú, að flóttafólkið frá fyrmrn Júgóslavíu fór til ísafjarðar, þar sem var tekið á móti því af einstökum hlýhug og ljúf- mennsku og það boðið velkomið vest- ur; velkomið heim. Það var gaman að íylgjast með því hversu vel var að öllu staðið. Þegar fulltrúar Rauða krossins kvörtuðu undan því að það vantaði sjálfboðaliða til þess að aðstoða, þá fylltist sjálf- boðaliðanámskeiðið. Þegar leitað var eftir því við fólk á svæðinu um að gefa húsmuni, leikföng og annað það sem venjuleg fjölskylda þarf, þá streymdi fólk að með hluti sem ekki voru af verra taginu. Fólkinu var úthlutað íbúðum við Pollgötuna, í miðbæ ísafjarðar, rétt í næsta nágrenni við alla þjónustu og með útsýni yftr sjálfan Pollinn, eitt helsta tákn Isafjarðar. Betra gat það ekki verið. Aðdáunarvert framtak kvenna Hópar kvenna tóku til við að koma íbúðunum í gott horf. Kvenfélagið í Hnífsdal sá um eina íbúð, einhver annar hópur um aðra og svo framveg- is. Allt var gert af þeirri natni, sem verið væri að útbúa eigin íbúðir til varanlegrar búsetu. Þess var vandlega gætt að allt væri gert af smekkvísi. Þegar konunum fannst að húsgögnin í íbúðinni sem þær voru að útbúa pöss- uðu ekki nægilega vel saman, var at- hugað í þá næstu hvort ekki mætti skipta á húsgögnum svo vel færi á báðum stöðum. - Græni stóllinn var færður á milli hæða, þar sem hann fór betur og sá blái settur inn í staðinn, svo dæmi sé tekið. Og mér var jafnvel sagt af konum sem skutluðust heim og tóku niður gluggatjöldin sín og komu þeim fyrir hjá hinum nýju íbúum við Pollgötuna. Það er ekki laust við að maður fyll- ist í senn aðdáun og stolti yfir þessum móttökum og þeim hlýhug sem þær bera með sér. Slíkar viðtökur bera hróður íbúa hins nýja ísafjarðarbæjar um land allt og sýna vel hvers þeir eru megnugir. Vel að öllu staðið Bæjaryfirvöld hafa og staðið afar vel að öllum undirbúningi og ekki til sparað svo að sem best takist til. Sama er raunar að segja um allt það fólk sem að málinu hefur komið, og þá ekki síst fúlltrúa Rauða krossins jafnt á ísafirði sem syðra. Forsvarsmenn Rauða krossins tjáðu mér líka að mjög fljótlega hefðu for- svarsmenn fyrirtækja boðið fólkinu at- vinnu af ýmsu tagi. Athyglisvert var og að margir úr hópi þess létu í ljósi áhuga á að fá sem fyrst að verða virkir þátttakendur í sínu nýja samfélagi. Það var vissulega góðs viti. Auðvitað er best ef þetta fólk nær því sem fyrst að verða fúllgildir og venjulegir íbúar í samfélaginu. Til þess stendur vilji þess sjálfs. Efasemdarraddirnar hafa hljóðnað Efasemdarraddimar hafa fyrir löngu hljóðnað. f mínum huga er enginn vafi á því að einmitt sú ákvörðun að heim- ila ísfirðingum að taka á móti flótta- fólkinu nú var gríðarlega mikilvæg. Viðtökumar og undirbúningurinn sýn- ir að það var rétt ákvörðun Við íslendingar höfum nefnilega staðið okkur skammarlega við mót- töku flóttafólks. Það er alls ekki vansalaust hversu við höfum haldið að okkur höndum í þeim efnum, eins.pg ég benti raunar á í grein sem ég rítaði á sínum tíma hér í Alþýðublaðið þegar það kom fyrst til tals að ísafjarðarbær tæki á móti flóttamönnunum sem rík- isstjómin hafði boðað að veitt yrði hér skjól. Andrúmsloft á Isafirði er ótrúlega alþjóðlegt. fbúamir em vanir því að þar búi um lengri og skemmri tíma fólk af erlendu bergi brotið og af ýms- um þjóðemum. Sú sambúð hefúr jafn- an gengið vel og árekstralítið. Sú reynsla sem þegar er fengin bendir til þess að þannig verði þetta líka nú. Hinir nýju íbúar ísafjarðarbæjar hafa verið boðnir velkomnir vestur og hér með er það endurtekið. Reynslan að vestan á auðvitað að verða til þess að við látum ekki staðar numið. Vel færi á því að við tækjum ákvörðun sem fyrst um frekari mót- töku erlendra flóttamanna. Sýnir ekki einmitt reynslan frá ísafirði það, að önnur byggðarlög geta allt eins boðið fram skjól fyrir stríðshijáð fólk úr fjar- lægum heimshlutum? Höfundur er þingmaöur Sjálfstæöis- flokksins á Vestfjöröum. a t a I 2 8. ú s t Atburðir dagsins 1818 Landsbókasafn íslands er talið stofnað þennan dag. Það hét upphaflega íslands Stiftis bókasafn og tók til starfa 1825. Jón Ámason þjóðsagnasafnari var fyrsti bókavörðurinn. 1862 Her Garibaldis tekur land við Calabria í herferð sinni til Rómar. 1927 Ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar tók við vöidum, og sat í tæp fimm ár. 1967 Tólf manna áhöfn Stíg- andi frá Ólafsfirði fannst heil á húfi eftir að hafa verið í björg- unarbátum á fimrnta sólar- hring. 1974 Rfkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks, tók við völdum. 1986 Bylgjan hóf útsendingar, fyrst útvarpsstöðva í einkaeign. 1988 Bandaríski leikstjórinn John Huston deyr. Afmælisbörn dagsins Johann Wolfgang von Goet- he 1749, þýskt skáld. Leo Tol- stoy 1828, rússneskur rithöf- undur. Charles Boyer 1899, franskur leikari. Emlyn Hug- hes 1947, ensk knattspyrnu- stjama, ættuð frá Wales. Annálsbrot dagsins A Hamraendum í Breiðafjarð- ardölum fann fátækur maður dautt barn undir pallinum í baðstofunni; dróttaðist að vinnukonu Jóns þar búanda, að hún mundi þess barns móðir vera og þar leynilega með- höndlað hafa, hver kona síðan hvarf, og vissi enginn hvað af hefði orðið, en um vorið fannst hún dauð í Haukadalsá. Eyrarannáll 1683. Fáráðlíngur dagsins Mér er sagt ég hafi í skóla ver- ið sú tegund af fáráðlíngum sem hafa dúxaveikina. Það er talið á íslandi að þeir sem hafa þessa veiki geti aldrei orðið annað en drykkjurútar, blaða- menn eða undirkontóristar. Álfgrímur í Brekkukotsannál Hall- dórs Laxness. Málsháttur dagsins Víðar er guð en í Görðum, hann er líka í Grindaskörðum. Ánægja dagsins Gestir em ævinlega til ánægju - ef ekki þegar þeir koma, þá þegar þeir fara. Portúgalskt orötak. Orð dagsins Seggi inarga sverðið vó í sóknaréli þungu, langt um fleiri finnast þó felldir af illri tungu. Jón Bjarnason frá Presthólum; úr Síraksrímum. Skák dagsins Enski stórmeistarinn Speelman er frumlegur skákmaður sem oft hefur náð að velgja sterk- ustu meisturum heims undir uggum. Hér það hinsvegar Hodgson landi hans sem er í hlutverki fórnarlambsins. Spe- elman hefur hvítt og töfrar fram vinning í þessari sakleys- islegu stöðu. Hvítur leikur og vimtur. 1. Bxd5! Og hvítur nær vinn- ingsstöðu, sama hvemig svart- ur svarar. 1. ... exd5 2. Rxf6+ eða 1. ... Dxd5 2. Hxc8! Hxc8 3. Rxf6+ og drottningin fellur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.