Alþýðublaðið - 28.08.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 28.08.1996, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Landráð ísland og Evrópusam- bandið-2. grein s Eg hélt því fram í síðustu grein minni hér í Alþýðublaðinu að um- ræðuna um aðild að Evrópusamband- inu (ESB) mætti ekki missa út í sama fen og umræðuna um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). Til þess að forðast það væri mikilvægt að byija umræð- una rétt. Þetta er ekki að ástæðulausu því að margur Islendingurinn hefur setið undir ásökunum um sölu lands og sjálfstæðis þegar tekist hefur verið Pallborðið | á um mikilvæg mál í gegnum tíðina. Sárin sem af hafa hioiisí hafa seint gróið og staðið íslenskum stjómmál- um fyrir þrifum. Þetta á m.a. við um NATO, EFTA og nú síðast EES um- ræðuna. Asakanimar hafa oftast dunið á þingmönnum þó mikilvægar undan- tekningar séu frá því eins og mál „Varins lands“ era dæmi um. Kíkjum aðeins nánar á þetta. Andstæðingar NATO, EFTA og EES stóðu gegn þeim meirihluta Al- þingis sem gerðist aðili að ofangreind- um samningum. Þessi sami meirihluti var ekki kjörinn til að þess að standa gagngert fyrir því að ganga í NATO eða gerast aðilar að EFTA eða EES. Almenningur var því ekki spurður álits í þessum mikilvægu málum fyrir- fram. Minnihluti Alþingismanna hélt uppi málþófi í þeirri von að tefja mætti eða hindra afgreiðslu á Alþingi og koma málunum með þeim hætti til kasta_þjóðarinnar við nýjar þingkosn- ingar/ Þegar svona er staðið að málum hjá meirihluta Alþingis og ríkisstjóm og svik finnst mér í sjálfu sér ekki óeðlilegt að minnihlutinn á Alþingi og samtök andstæðinga utan Alþingis bregðist hart og óvægið við því Alþingi er ekki ætlað að hafa vit fyrir þjóðinni heldur að framkvæma vilja hennar. Þegar um er að ræða stórmál sem varða framtíð okkar miklu þarf sá vilji að vera ljós. Barátta sem háð er undir öðram kring- umstæðum, oft á mjög stuttum tíma, verður hörð og snýst því miður oftast ekki um kjama málsins heldur grun- semdir um að verið sé að svíkja land og þjóð. Vopnin sem best bíta era þau sem höggva að tilfinningum okkar fyrir sjálfstæði og sögu þjóðarinnar. Gömlu þjóðskáldin era rifin upp, boð- skapur þeirra slitinn úr samhengi og gerður að táknmáli í einhverri baráttu um allt annað efni á allt öðram tíma en þau í rauninni tilheyra. Meirihluti Alþingis er sagður vera flokkur land- ráðamanna og svikara og hann svárar síðan og segir minnihlutann málpípu annarlegra hagsmuna, gott ef ekki landráðamenn og svikara líka. Afleið- ingin birtist síðan í störfum Alþingis áratugum saman þar sem menn og fíokkar geta helst ekki rætt saman, hvað þá að sarhnerjar geti sameiiiasí eins og sundrung jafnaðarmanna er dæmi um. Eg er ekki einn um að krefjast þess að öðruvísi verði staðið að málum hvað varðar umræðuna um hugsan- lega aðild að ESB. Uni margt era önn- ur skilyrði nú til staðar fyrir skynsam- legri umræðu um framtíð Islands í samfélagi þjóðanna og stöðu okkar innan Evrópu en áður hafa verið. Sig- hvatur Björgvinsson benti á í ágætri grein skömmu eftir forsetakosningar að sigur Ólafs Ragnars Grímssonar væri merki um breytingar í aðsigi. Það held ég að sé rétt án þess að vita frekar heldur en Sighvatur hvaða breytinga sé að vænta. Eitt er víst að Ólafur Ragnar hefur lýst þeirri skoðun sinni að aðild að ESB beri að leggja fyrir þjóðina ef á reynir. Þessi yfirlýsing er ekki sett fram í andstöðu við ríkjandi viðhorf stjómmálamanna og lögfræð- inga, þvert á móti. Eitt og sér styrkir Meirihluti Alþingis er sagður vera flokkur ianuráða- manna og svikara og hann svarar síðan og segir minni- hlutann málpípu annarlegra hagsmuna, gott ef ekki landráðamenn og svikara líka. Við handtöku fullyrti konan að drengurinn heíui iírGÍu ut sögur um ósiðlegt framferði hennar og hún hefði ekki haft aðra leið tii að stöðva hann. þó þetta viðhorf hins nýja forseta þann umbúnað sem umræðan um aðild þarf að hafa. Hann er sá að hver svo sem meirihlutinn á Alþingi verður þá er víst að niðurstaða viðræðna verður lögð fyrir þjóðina. Það verður engu ofbeldi beitt og þjóðin tekur afstöðu og ber ábyrgð á örlögum sínum sjálf. Alþingi þarf ekki að hafa vit fyrir þjóðinni heldur þarf Alþingi að kosta kapps um að það sé upplýst og með- vituð þjóð sem afstöðu tekur. Ekki bara fróð um reglur, reglugerðir og styrki því slíkt era hverful sannindi í síbreytilegum heimi. Þjóðin þarf að vera meðvituð um sjálfstæði sitt, full- veldi og sjálfa sig sem einstakling í samfélagi þjóðanna. Hún þarf að hafa það á hreinu hveijar afleiðingar það getur haft á framtíð hennar komi til aðildar eða verði henni hafnað. Það er hlutverk okkar Alþýðuflokksmanna að efna til þessarar umræðu. Ekki sem Evrópusinnar heldur sem fslendingar og jafnaðarmenn. í þeirri umræðu verða engir landráðamenn og svikarar aðrir en þeir sem láta fordóma og þekkingarleysi stýra orðum sínum og gerðum. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Egypsk kona að útskýra afhverju hún beit tunguna úr sautján ára landa sínum. DV. Einnig hafði hann [John F. Kennedy] fengið að vita að leikkonan fræga hefði sagt að bólfimi forsetans væri ekki meiri en hjá lítt þroskuðum unglingi. Hann bað því bróður sinn, dómsmálaráðherrann, að tjá leikkonunni að sambandinu væri lokið. Varð þetta til þess að Robert Kennedy gerðist elskhugi hennar. Morgunblaðið sagði nýjar fréttir af ástum Marilyn Monroe og Kennedy-bræðra. h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson Forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þor- bergsdóttir, halda í fyrstu opinberu heimsókn sína um helgina. Þá ferð- ast þau um Vestfirði, og þykir fara vel á því. Fyrsti áfangastaður Ólafs verður Hrafnseyri, en þar er fæð- ingarstaður annars forseta - Jóns Sigurðssonar. Þess má til gamans geta að nýverið fundust í fór- um forsetaembættisins myndir úr opinberri heim- sókn Sveins Björnsson- ar, fyrsta forseta lýðveld- isins, til ísafjarðar árið 1948. Þar er meðal annars mynd af ísfirðingum sem standa á bryggjunni að fagna forseta sínum, og er þar fremstur í flokki fimm vetra Ijóshærður hnokki - enginn annar en Ólafur Ragnar, fimmti forseti lýð- veldisins... Viðtal okkar við Her- mann Gunnarsson á dögunum vakti athygli, enda lét hinn síhressi Hemmi vaða á súðum. Einsog fram kom verður hann með þátt í Ríkissjón- varpinu á laugardags- kvöldum í vetur, en lét þess getið að Stöð 2 hefði líka sýnt honum áhuga. Reyndin mun hinsvegar sú, að Hemmi knúði dyra hjá Stöð 2 og vildi færa sig þangað, en áhugi Stöðvarmanna var mjög af skornum skammti... r Ymsir muna áreiðan- lega eftir uppfærslu á leikritinu Sjúk ásfeftir Sam Shepard fyrir fáein- um árum. Leikhópurinn „Annað svið" stóð fyrir sýningunni, og hann er nú aftur kominn á kreik. Hinn 19. október verður Svan- urinn eftir bandaríska leik- skáldið Elizabeth Egloff frumsýndur í Borgarleik- húsinu. Leikstjóri kemur frá Bandaríkjunum, Kevin Kuhlke, en hann leik- stýrði einmitt Sjúkri ást. Hlutverk eru í höndum Maríu Ellingsen, Björns Inga Hilmarssonar og Ingvars E. Sigurðsson- ar... „Ég efast stórlega um að mér sé unnt að segja krökkunum frá honum þessum." Bjarney Sigvaldadóttir hárgreiðslumeistari: Nei, mjög sjaldan. Ég hlusta aðal- ega á Rás 2. Iðunn Guðjónsdóttir nemi: Nei, ég hlusta aldrei á Bylgjuna, bara á X-ið. Hinrik Karl Hinriksson verksmiðjustjóri: Nei, mjög sjaldan. Ég hlusta bara á Rás 2. Sigurrós Tryggvadóttir sjúkraliði: Nei, ég get varla sagt það. Kolbrún Sævarsdóttir lög- fræðingur: Já og þá helst á kvöldin og alla fréltatíma - Gulli Helga er bara fyrir litlu bömin. Slíka samfélagsþjónustu er ekki hægt að einkavæða. Jens Andrésson formaður Starfsmanna- félags ríkisstofnana um útboð á rekstri fangelsisins á Kvíabryggju. Ástandið hefði aldrei orðið svona alvarlegt í Hafnarfirði, ef bærinn hefði ekki unnið álver í happdrætti og látið það gera sig að peningafíkli. Jónas Kristjánsson sálgreindi Hafnarfjörö ( forystugrein DV í gær. Peningunum er betur varið í að kaupa diskútgáfu upphaflegu plötunnar. Umsögn Sveins Haraldssonar um söngleik- inn Sumar á Sýrlandi. Mogginn. Hverju sinni sem þeir [velunnarar RÚV] leggja orð í belg til liðveislu við Ríkisútvarpið eru þeir að skipast í einarða sveit sem sækir fram undir merki bjartsýni og baráttugleði. Kommandör Heimir Steinsson fór á kostum í Morgunblaðinu í gær - að venju. fréttaskot úr fortíð Jarðepli Mig langar að biðja „Alþýðublaðið" fyrir nokkur orð um jarðepli. Mér gremst sem sé, hvemig lélegar jarð- eplategundir, sem ekki era notaðar er- lendis, nema til skepnufóðurs, era seldar hér til manneldis, - og það, sem er gremjulegast að vita, er það, að almenningur skuli kalla allt bara jarðepli og engan mun gera á góðum og lélegum tegundum. Alþýðublaöiö, miðvikudaginn 4. april 1923.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.