Alþýðublaðið - 28.08.1996, Síða 7

Alþýðublaðið - 28.08.1996, Síða 7
M'ÐVIKUDAGUR 28. AGUST 1996 ALÞYÐUBLAÐK) m egar hinn ungi og fjallmyndar- legi þingmaður John F. Kenne- dy ígrundaði kosti og galla þess að ganga í hjónaband varð honum að orði að líkast til myndi hjónaband binda endi á pólitískan feril sinn, sem hann sagði fram að þeim tíma hafa nær eingöngu byggst á kynþokkanum. Eins og alkunna er varð hjónabandið þó síður en svo til að ræna Kennedy kynþokkanum og kvenhyllinni. Reyndar má segja að þótt alls kyns vandræði og hörmungar hafi dunið yf- ir Kennedyættina þá hafi skortur á kynþokka aldrei háð meðlimum fjöl- skyldunnar. John F. Kennedy þurfti ekki að kvarta undan skorti á glæsileika í fari eiginkonu sinnar, sem í forsetatíð eig- inmanns síns varð ein dáðasta kona heims. Aðdáunin á þeim hjónum varir enn. Rúmum þremur áratugum eftir morðið á forsetanum og tveimur árum eftir lát ekkju hans flykkjast menn á uppboð á þriðja flokks munum sem forsetahjónin snertu á, og eru reiðu- búnir að greiða fyrir þá of fjár. Um- heimurinn virðist ekki geta fengið sig fullsaddan af Jack og Jackie. Þrátt fyrir að fjöldinn allur af bók- um hafi verið skrifaður um Kennedy ættina hefur engin ævisagnaritari kos- ið að beina fráum sjónum sínum ein- göngu að sambandinu milli hins skemmtanaglaða kvennamanns, John Kennedy, og hinnar hlédrægu Jackie. Kannski biðu menn þess eins að Forsetahjónin meö börnum sínum ári fyrir morðið á forsetanum. Jackie kæmist undir græna torfu. Og nú, stuttu eftir dauða hennar, eru komnar út tvær bækur um hjónaband- ið margumtalaða. Þær eru Jack and Jackie: Portrait of an American Marriage eftir Christopher Andersen og bók Edward Klein All Too Human: The Love Story of Jack and Jackie Kennedy. Báðir höfundar gefa sig út fyrir að vera að skrifa um hjónaband- ið, en umfjöllunarefnið er kynlíf, meira kynlíf og enn meira kynlíf - með áherslu á ástarævintýrin utan hjónabands. Höfundar byggja bækur sínar á fjölda viðtala og annarra gagna, nota tækifærið til að endurtaka velþekktar slúðursögur og grafa vitanlega upp nýjar. Sálfræðilega innsæið ristir sjaldnast djúpt og er yfirleitt í farvegi svipuðum þessum: „Hvað dró þau hvort að öðru?“ spyr Andersen. Vinur Kennedys svarar: „Þau voru tvær ein- mana manneskjur og komu samstund- is auga á þann eiginleika-hvort í öðru.“ Þessi skortur á markvissum svömm kemur ekki í veg fyrir að Jack og Jackie tróni á metsölulista og All Too Human mun vafalítið fylgja í kjölfar- ið. Því þessi slúðuriesning er læsileg og forvitnileg, jafnvel þótt flest sem þar er sagt hafi heyrst áður. f báðum bókum hittir lesandinn Svarta Jack Bouvier sem hafði ofurást á hinni ungu og fögru dóttur sinni. Þar er hinn ákafi Jack Kennedy sem þröngvar sér upp á hveija þá konu sem á vegi hans verður. Þar er Max (Dr. Feelgood) Jacobson önnum kafinn við að gefa forsetanum og forsetafrúnni amfetam- ín. Marilyn Monroe á vitanlega sín augnablik og við erum fullvissuð um að Jackie hafi verið helst til áköf við innkaupin. Tíðindin í þessum bókum byggja ekki á ítarlegum upplýsingum um samlíf Jack og Jackie heldur í nýjum upplýsingum um bólfélaga þeirra. Andersen vill bæta Audrey Hepbum í safn Kennedys og setja William Hold- en í ból Jackie. Andersen telur líklegt, og Klein fullyrðir, að Jackie hafi misst meydóminn í lyftu í París og þar hafi átt í hlut rithöfundur nokkur. Klein lýsir því einnig í heldur ótrúlegum kafla að Jackie hafi beðið CIA mann að senda sér getnaðarvamir frá Wash- ington til Ítalíu svo hún gæti sofið hjá Gianni Agnelli. Enginn skyldi þó ætla að bækumar væru einungis spegilmynd hvor af annarri. Stíll Kleins er oft áhrifamikill. Hann var góður kunningi Jackie á ní- unda áratugnum og dregur upp lifandi mynd af persónu hennar. Hann gefur Jack og Jackie á giftingardegi sín- um. áhrifamikla lýsingu á því hvemig hún bað nána ráðgjafa Kennedys, þar á meðal Abraham Ribicoff, fyrrverandi rikisstjóra í Connecticut, og blaðafull- trúann Pierre Salinger, um að ræða við John og Karólínu um fóður þeirra eftir lát hans. Með því að raða saman smáatrið- um fær lesandinn mynd af sambandi þeirra hjóna. Til hjónabands þeirra var ekki einungis stofnað af ást, né ein- ungis vegna peninga eða af pólitískri hagkvæmni, en sambandið varð með árunum sambland af öllu þessu. „Hann var ekki andvígur því að kvæn- ast Jackie vegna þess að hjónbandið myndi setja hömlur á kynlíf hans,“ skrifar Klein, „en hann vissi að hjón- band myndi þýða gagngerar breyting- ar. Meðal annars myndi hann þurfa að trúa Jackie fyrir innstu leyndarmálum sínum." Rithöfundarnir eru báðir á þeirri skoðun að það hafi hann gert og að böndin milli hjónanna hafi styrkst þegar Kennedy gerði sér grein fyrir hversu mikil ítök eiginkona hans átti í hjörtum almennings og hversu heitt hann unni bömum sínum. Vinir hjón- anna em sammála um að á þeim tíma sem Kennedy var myrtur hafi Jack og Jackie nánari en nokkru sinni áður. Klein lýsir því hvernig Jackie, eftir dauða Patricks sonar þeirra árið 1963, „límdi sig upp við hann og hann hélt henni í örmum sér - slíkt hafði aldrei áður sést því þau bám ekki tilfinningar sínar á torg.“ Jack og Jackie vom veraldarvön og sjálf ólæknandi slúðurberar og það hefði líkast til ekki komið þeim á óvart að sjá hversu vasklega þessir tveir höfundar hafa gengið fram í því að opinbera einkalíf þeirra. ■ Forsetahjónin á síðasta hjónabandsári sínu. Hjónaba.idið hafði verið stormasamt, ekki síst vegna ótryggðar hans, en meiri ró hafði nú færst yfir og vinir þeirra • oru sammála um að samband þeirra hefði aldrei verið nán- ara.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.