Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 4. september 1996 Stofnað 1919 131. tölubiað - 77. árgangur ■ Arangursríkar viðræður forystumanna Alþýðuflokksins og Þjóðvaka Sameiginlegur þingflokkur stofnaður Gert ráð fyrir víðtækri sam- vinnu. Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins: Staðfesti að viðræður hafa átt sér stað en þeim er ekki lokið. „Ég get staðfest það eitt, að það er rétt að viðræður hafa átt sér stað milli forystumanna Alþýðuflokks og Þjóð- vaka. Þeim viðræðum er ekki lokið og því er ótímabært að skýra ffá efni þeirra," sagði Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Hann vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið, en samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins eru viðræðurnar nú á lokastigi, og er jafnvel búist við að blaðamannafundur verði haldinn síð- ar í dag. Síðustu daga hafa verið mikil fundarhöld forystumanna flokkanna tveggja, en þess hefur verið vandlega gætt að engar fréttir bærust í fjöl- rniðla. Gert er ráð fyrir víðtækri samvinnu flokkanna og að settur verði á lagg- irnar sameiginlegur þingflokkur. Ekki verður hinsvegar um að ræða samruna Alþýðuflokksins og Þjóð- vaka. Verði stofnaður sameiginlegur þingflokkur verður hann stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. i þing- flokki Alþýðuflokksins eru sjö menn: Rannveig Guðmundsdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Gísli S. Einarsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Sig- hvatur Björgvinsson, Össur Skarp- héðinsson og Jón Baldvin Hannibals- son. Þjóðvaki hefur fjóra þingmenn: Jóhönnu Sigurðardóttur, Svanfríði Jónasdóttur, Ástu Ragnheiði Jóhann- esdóttur og Ágúst Einarsson. Þingflokkur Alþýðuflokksins kom saman til funda á föstudag og mánudag. Hér slá þeir Jón Baldvin og Össur á létta strengi við upphaf fundarins á mánudag. ■ Össur Skarphéðinsson Pólitískur ferill á enda? ...Með því forðum við því að umræðan fari út í bláinn eins og umræðan um EES þar sem iandráð, svik og heimóttarskapur fengu meira pláss en raunveru- legt efnislegt innihald samningsins, sem þýðir þegar upp er staðið að hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir fordómum og pólitískri leikþáttagerð." Segir Magnús M. Norðdahl hrl. í pall- borðsgrein á síðu 2 „Rökhyggjan léttir lífiö," sagði þokkadfsin Marlene Dietrich í síðasta viðtalinu sem við hana var tekið. Sjá opnu Gamansögur að Vestan Sjá siðu 7 „Veiðar íslendinga á fjar- lægum miðum hafa sannar- lega verið kærkomin búbót á síðustu árum, og eru ein meginstoð efnahagsbat- ans, en það réttlætir vita- skuld ekki hryllilegan að- búnað sjómanna.” Sjá leiðara á blaðsiðu 2 ,J>ar sem dregur nú óðum að lyktum míns pólitíska ferils þá hef ég í vaxandi mæli uppgötvað að ég á erindi í ríkara mæli við fortíðina en framtíðina, þannig að ég hef ef til vill ekki gefið gaum sem skyldi að þróun síðustu daga og veit þar af leiðandi ekki hvað blaðamaðurinn er að tala um.“ Þetta var svar Össurar Skarphéðinsson þegar hann var inntur álits á væntanlegri sameiningu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Orð þingmannsins um erindi sitt við fortíðina skýr- ast af því að hann hefúr varið dijúgum hluta af sumrinu í handritadeild Þjóðar- bókhlöðunnar þar sem hann stundar rannsóknarstörf. „Mjólkurpósturinn á erfitt með að skilja þetta“ segir Maríu Ellingssen. Sjá viðtal á baksíðu ■ Hæstaréttarlögmönnum var ekki boðið við vígslu nýja Hæstaréttarhússins við Lindar- götu og eru sármóðgaðir. Dómsmálaráðuneytið sendir út boðskort á síðustu stundu Lögmenn eru brjálaðir - segir einn hæstaréttarlög- manna. Þorsteinn Geirsson hjá Dómsmálaráðuneytinu: „Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hæstaréttarlögmanna og þeim er nú boðið." „Lögmenn eru brjálaðir út af þessu,“ sagði einn hæstaréttarlög- manna í samtali við Alþýðublaðið. Og formaður Lögmannafélags íslands, Þórunn Guðmundsdóttir, tekur í sama streng: „Ég get vel skilið það að þeir séu brjálaðir,“ segir hún. Á fimmtudaginn verður hið nýja Hæstaréttarhús við Lindargötu vígt. Bréfkorn sem lýsir mikilli gremju gengur nú um faxvélar lögmanna en þar segir meðal annars: „Dómsmála- ráðuneytið hefur veg og vanda af vígsluathöfninni. Undirbúningur hefur staðið lengi en hann girti ekki fyrir að fresta varð vígsluathöfninni um viku þar sem Forseti fslands reyndist vera í opinberri heimsókn á Vestfjörðum á sama tíma. Mörgu fyrirmenni er boðið til vígslunnar úr embættismannageir- anum og svo og þeim mörgu sem látið hafa fé rakna úr ríkissjóði til bygging- ar hússins. Hins vegar er hæstaréttar- lögmönnum ekki boðið til vígslunnar þótt ætla megi að þeim komi húsið meira við en fyrrgreindum aðilum." Þórunn Guðmundsdóttir segir að þessi athöfn sé á vegum Dómsmál- ráðuneytisins. „Ég veit að Hæstiréttur óskaði eftir því að hæstaréttarlög- mönnum yrði boðið. Við vorum nokk- ur fulltrúar Lögmannafélagsins á sam- ráðsfundi í morgun [í gær] með full- trúum Dómsmálaráðuneytisins. Þar var okkur gefin sú skýring að hæsta- réttarlögmenn væru 160 talsins og ef ætti að bjóða þeim öllum þyrfti að opna niður í bflageymslu til að koma öllum fyrir. Ég tel að ef þetta er spum- ing um að velja eða hafna ákveðnum hópum hefði ég strikað út ýmsa aðra áður en ég strikaði út hæstaréttarlög- menn. Þetta hús kemur þeim miklu meira við heldur en til dæmis þing- mönnum, sýslumönnum og fleirum," segir Þórunn. „Fyrsti málflutningur er 9. september og þá er Hæstiréttur sjálfur með athöfn fyrir hæstaréttar- lögmenn." Þorsteinn Geirsson hjá Dómsmála- ráðuneytinu hringdi í blaðamann Al- þýðublaðsins skömmu áður en blaðið fór í prentun í gær og sagði að tekin hefði verið ákvörðun um að bjóða hæstaréttarlögmönnum. „Við höfum orðið vör við mikinn áhuga hjá hæsta- réttarlögmönnum fyrir athöfninni og þeim er nú boðið. Við getum sagt að það sé ekki langt síðan sú ákvörðun var tekin." Fyrr um daginn hafði Þor- steinn meðal annars sagt í samtali við blaðið að þeim væri boðið að morgni 9. september. Aðspurður hvort það væri ekki á vegum Hæstaréttar sagði Þorsteinn: „Það er nú skylt skegg í hökunni. Auðvitað er þetta álitamál hveijum er hægt að bjóða og hveijum ekki. Hæstaréttarlögmenn eru yfir 160 talsins þannig að þetta er erfitt mál. Þeim er boðið á virkum degi öðrum eða þriðja degi á eftir vígsluna. Al- menningi er boðið á laugardag. Það var talið rétt að bjóða hæstaréttardóm- urum þegar 1. málflutningur fer fram. Auðvitað skilur maður það að þeir vilji vera við aðalathöfnina en þetta er bara svo stór hópur. En ef þeir eru móðgaðir þá eru þeir það og ekkert sem maður getur við því gert,“ sagði Þorsteinn. Jón Oddsson er einn þeiiTa hæsta- réttarlögmanna sem Alþýðublaðið hafði tal af vegna máls þessa í gær. Hann sagði þetta auðvitað einkenni- legt og óneitanlega lítil háttvísi hjá Þorsteini Pálssyni. „Nú er þetta ekki mesta skemmtun sem menn fara á þó það sé verið að vígja eitthvað hús. Én það er einkennilegt að þeim sem er boðið eru að mestu embættismenn sem koma málinu lítið sem ekkert við. En er þetta ekki venjan? Hin þröngu sjónarmið í embættiskerfinu í fullu gildi. Hefðbundnir kokteillistar hafðir við hendina og reynt að hella biskup og forseta fulla. Kannski drekka lög- menn meira en aðrir embættismenn og eru því dýrari gestir. Ég veit það ekki en það er eins og einhver lögmaðurinn sagði við mig: Við förum nú ekki að storma niður í bæ þann 9. á virkum degi fýrir hádegi til að sötra eitthvað kaffi þegar biskupinn er með kampa- vín eða jafnvel viskí,“ segir Jón Odds- son Þorsteinn Geirsson sagði í þessu sambandi: „Mér finnst nú fullsnemmt að bjóða kampavín fyrir hádegi. En útaffyrirsig ráðum við því ekki heldur Hæstiréttur. Það er auðvitað allt öðru- vísi boð.“ Þorsteinn átti von á því að við vígsluna yrði kampavín á boðstól- um en taldi víst að þar yrði ekkert viskí.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.