Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 199e ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 1 s k o ö a n i r Kerfi Jóns Baldvins f kjallaragrein í DV fjallar Guðlaugur Tryggvi Karlsson um þátt Jóns Baldvins Hannibals- sonar í því að bæta íslenskt efna- hagslíf: „Fyrstu verk Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins í Stjórnarráðinu, voru í fjármálaráðuneytinu að stoppa upp í hið hripleka tekjuöflunarkerfi ríkisins með upptöku virðisauka- skatts og staðgreiðslu. Þannig var grunnurinn lagður að lækkun vaxta, öflugra atvinnulífi og minnkuðu atvinnuleysi, sem að hluta til hafði verið dulið áður. Önnur sjónarmið Nú dundi ógæfan yfir. Hagkerfi okkar hitti fyrir sitt Dunkirk. 200 þúsund tonn af þorski hurfu úr sjónum. Útvegsfyrirtækin um allt land urðu gjaldþrota, sveitarfélög- um, sem víða höfðu reynt að styðja við bakið á atvinnulífinu urðu gjaldþrota, og þjóðin varð næstum 'gjaldþrota í öllu gamla skuldafeninu... Enn annað mál ógnaði okkur. Markaðir í Evrópu, okkar langmik- ilvægustu útflutningsmarkaðir, voru að lokast eða takmarkast vegna samrunaferilsins þar. Del- ors, aðalframkvæmdastjóri Evr- ópubandalagsins, bauð þá upp á eins konar fordyri að sjálfu Evr- ópubandalaginu við EFTA-ríkin, hið Evrópska efnahagssvæði. Samningasnilli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem nú var utan- ríkisráðherra, tryggði okkur ís- lendingum nánast algjörlega fullan aðgang að þessum 400 milljóna marina markaði, sem tekur um þrjá fjórðu álls útflutnings okkar. Bara ábatinn af þessum samningi fyrir Kerfi Jóns Baldvins hefur dugað vel. Tugmilljarða tekj- ur af starfi hans hafa líka komið sér vel. Vissulega kostaði þetta blóð, svita og tár, en traustur efnahagur færir okkur frelsið. Þjóðin á að skora á Jón Baldvin að vera áfram formaður Alþýðuflokksins. þjóðarbúið er metinn á þrjá til fjóra milljarða króna á ári. En tekjurnar vantaði enn. Út- vegsstaðirnir okkar fögru voru í hættu. Þá gerðist það að Jón Bald- vin og Davíð Oddsson forsætisráð- herra sneru bökum saman í úthafs- veiðum í Smugunni. Þessir miklu stjórnmálajöfrar sneru rugli og hroka Norðmanna niður í pontið og bara þessar veiðar hafa fært ís- lensku þjóðarbúi tugi milljarða króna í tekjur, sem ekki síst hafa gagnast smáu útvegsstöðum okkar um allt land... Kerfi Jóns Baldvins hefur dugað vel. Tugmilljarða tekjur af starfi hans hafa líka komið sér vel. Vissulega kostaði þetta blóð, svita og tár, en traustur efnahagur færir okkur frelsið. Þjóðin á að skora á Jón Baldvin að vera áfram formað- ur Alþýðuflokksins." Ábending forseta f leiðara Dags-Tímans skrifar Stefán Jón Hafstein um ræðu forseta íslands um byggða- stefnu: „Ólafur Ragnar Grímsson tók enn skref áfram um helgina í þá átt að móta embættið pólitískt. Tvisv- ar hefur hann rætt eldfim þjóðmál í mikilvægum ræðum. Nú um helg- ina vék hann að byggðastefnu og kaus til þess hæfilegan vettvang: Vestfirði, þar sem lengi hefur horft til mannauðar. Abending forseta um byggðamál er hárrétt og sýnir að hann hafði dæmi í huga þegar hann sagði að lyfta þyrfti stjórnmálaumræðunni á hærra pian. Með nýjustu boðskiptatækni eru engir afskekkt- ir staðir lengur. Allir eru gjald- gengir svo fremi sem þeir hafi eitt- hvað fram að færa. Þessi hugsun er smákóngum, héraðshöfðingjum og hrepparígsunnendum framandi og hættuleg. Og ónefndum þingmönn- um!“ ■ JÓN ÓSKAR v i t i m e n n Salurinn er á annarri hæð menningarmiðstöðvarinnar Hafnarborgar í Hafnarfirði, og hinn akústíski álagablettur hans mun vera fyrir miðjum austur- vegg, nokkrum fetum sunnan við hina sérkennilegu gluggakringlu. Ríkaröur Ö. Pálsson er búinn aö finna hagstæðasta punktinn á landinu til tónlistar- iökunnar. Mogginn í gær. Fjölskyldan hefur horft á dagskrá þeirra endurgjaldslaust frá því útsendingar hófust, sér til mikillar ánægju. Linda Róbertsdóttir segir Stöö 2 og Sýn sífellt vera að slá ryki i augu áhorfenda síðast meö frétt um samninga við helstu kvikmyndafyrirtækin. Hún stendur með Stöð 3. Mogginn í gær. Mér finnst næsta hlálegt að fólk gæti þurft að slaka nærhaldinu til að skera úr um álitamál varðandi inntökurétt á þessum kynskiptatímum. Einar Sv. Erlingsson í Hveragerði um Kvennalisíann. Alþýðuflokkurinn er tagl- hnýtingur afturhaldsaflanna, Þjóðvaki er undanvillingur með uppdráttarsýki og Alþýðubandalagið er í aö kveöa niður afturgöngur. Mogginn í gær. Borgarleikhúsið hefur verið mikið í sviðsljósinu þetta árið, reyndar fyrir flest annað en leiksigra. Nú hefur Þórhild- ur Þorleifsdóttir sagt upp þremur starfsmönnum í miða- sölu og tveimur í markaðs- deild, og útilokar ekki að leik- arar af yngri kynslóð verði reknir. Ýmsum þykir hinsvegar skrýtið að kvennalistakonan Þórhildur, sem kærði ráðningu Viðars Eggertssonar til Jafn- réttisráðs, skuli hafa eitt af sín- um fyrstu verkum að segja upp fimm starfsmönnum - sem allar eru konur. Þá munu konurnar ekki vera meðlimir í Leikfélaginu, og því ekki inn- undir hjá klíkunni sem beitti sér mest gegn Viðari... Enn er ekki búið að upplýsa „dularfulla Morgunblaðs- málið" sem valdið hefur mikilli ólgu í Hafnarfirði. Einsog les- endur Alþýðublaðsins vita birti Björn V. Ólason afsökunar- bréf til Jóhanns G. Berg- þórssonar og Ellerts Borg- ars Þorvaldssonar vegna greinar sem hann birti í Mogg- anum undir sínu nafni. Björn heldur því fram að Sverrir Ól- afsson listamaður hafi skrifað greinina, og fengið nafn Björns lánað. Sverrir hefur svarað fullum hálsi og íhugar nú málssókn á hendur Morg- unblaðinu. Fjarðarpósturinn, hið ágæta málgagn Hafnfirð- inga, hefur gert málinu ítarleg skil en þeim hefur hinsvegar ekki tekist, fremur en rann- sóknardeild Alþýðublaðsins, að komast til botns í því. Meg- inskýringin á því er sú, að ekki hefurtekist að hafa uppá Birni V. Ólasyni síðan málarekstur- inn hófst. Hann hefur ekki sinnt skilaboðum fjölmiðla og á því enn eftir að upplýsa þetta dularfulla mál... Hæstaréttarlögmenn voru böggum hildar í gær vegna þess að þeim var ekki boðið við vígslu nýja Hæsta- réttarhússins. Á síðustu stundu sá Dómsmálaráðu- neytið sér þann kost vænstan að bjóða þeim enda eru lög- menn ekki sú stétt sem ráðu- neytið vill hafa uppá móti sér. Meðal lögmanna er að finna marga ágæta samsæriskenn- ingasmiði. Búið var að bjóða til mikillar vígsluveislu 29. ág- úst og svo fengu þeir sem voru búnir að fá boðskort orð- sendingu um að boðið væri afturkallað. Einhver sagði að ástæðan væri sú að Ólafur Ragnar Grímsson var á Vest- fjörðum en lögmenn sumir vilja leggja dýpri merkingu í það. Davíð Oddsson er sagð- ur hafa einkar gaman að því að gera lítið úr flokksbróður sínum Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra og allur þessi gjörningur þannig liður í að koma honum í vandræði. Davíð á því að hafa komið því svo fyrir að sjálfur væri hann erlendis þegar vígsluathöfnin var fyrirhuguð til þess eins að Þorsteinn þyrfti að afturkalla boðsmiðana. Það má minna á það í þessu sambandi að Dav- íð og Þorsteinn eru báðir lög- menntaðir... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson V IgkijÍiÉI mmmmmsmm p|l n :■ SttÉ „Vóóó, Ingvar... Gettu á hverju þúúú sast!" f i m m f ö r n u v e g Q| Hvað finnst þér um nýja leiðarkerfi SVR? Þorsteinn Rúnarsson nemi: Það er ágætt. Hefur sína kosti og galla. Kosturinn fyrir mig er sá að þristurinn gengur uppí Mjódd. Ásdis Baldursdóttir ritari: Það er nú ósköp svipað og það var. Ég held að það verði í góðu lagi þegar það hefur slíp- ast til. Kristbjörg Sigurðardóttir bankamaður: Mér finnst það ekki gott. Það hefur í för með sér meira labb fyrir mig. Rolf Hilmar Árnason nemi: Mér finnst það ágætt þó að það sé fúlt að minn strætó gangi ekki eftir mið- nætti. íris Ellenberger nemi: Það er engin reynsla komin á það þannig að ég vil ekki tjá mig um það að svo stöddu máli. Ég er frá íslandi og hef alltaf verið hrædd um að landið verði þurrkaö út einn daginn og ég og landar mínir verði hluti af þessum aiþjóðlega hrærigraut sem stjórn- að er af fjölmiðlum og tækni. Björk. Mogginn í gær. Að flytja lorsetakontórinn f rá Reykjavík væri verðug byrjun til að sýna hug í verki... Oddur Ólafsson leggur út frá ræðu forset- ans í pistli sínum: Byggðastefna er lykilorð. ND í gær. Einu sinni þótti voða fínt að vera á getnaðarvarnarpillunni, jafnvel þótt maður væri ófrjór eða svæfi ekki einu sinni hjá. Hlín Agnarsdóttir. ND í gær. Menn hreinlega standast ekki að veiða þessi síli þótt þeir séu í hjarta sínu mótfailnir því. Sjómaður um loðnuveiði og smáfiskadráp norðaustur af Kolbeinsey. DV í gær. Engin einkastöð ætti að vera svo barnaleg að halda að vegur henn- ar muni vænkast mjög ef skrúfað yrði fyrir RÚV fyrir fullt og allt. Sigríöur Halldórsdóttir er nýr fjölmiðlagagn- rýnandi á menningarsíöunni hennar Silju Aðalsteinsdóttur sem ræður hverja fallbyss- una á fætur annarri. DV í gær. Nú dundi ógæfan yfir. Hagkerfi okkar hitti fyrir sitt Dunkirk. 200 þúsund tonn af þorski hurfu úr sjónum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson fer á kostum í kjallaragrein. DV í gær. fréttaskot úr fortíð Ofsóknimar gegn prófessor Einstein Fyrir skömmu skrifaði prófessor Ein- stein kenslumálaráðherra Þýzkalands bréf, þar sem hann kvaðst mundu dvelja áfram í Berlín. Prófessorinn hefir orðið fyrir miklum ofsóknum, sérstaklega af hálfu afturhaldssamra stúdenta. Alþýðublaöiö, miðvikudaginn 10. nóvember.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.