Alþýðublaðið - 04.09.1996, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 04.09.1996, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 s k o ð a n i r MfflUBLMIID 21170. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson Jakob Bjarnar Grétarsson Ámundi Ámundason Gagarín ehf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Of hár fórnarkostnaður Tímaritið Vinnan, málgagn Alþýðusambands íslands, hefur átt frumkvæði að tímabærri umfjöllun um aðbúnað íslenskra sjó- manna á úthafsveiðiskipum. Blaðið ræðir meðal annars við ung- an mann sem er hættur sjómennsku eftir að hafa verið við veiðar í íjögur ár, lengstaf í Smugunni. Hann dregur upp ófagra mynd af ástandinu: „Hann segir að fólk sem aldrei hafi verið á sjó geti sennilega ekki skihð þessa líðan. Heimilislæknir, sem allmargir sjómenn á úthafsveiðum hafa leitað til, segir þetta ástand skapast á smærri skipunum sem ekki eru búin til úthafsveiða og hafa ekki aðstöðu til líkamsræktar og fjölbreyttari afþreyingar. Ferlið er alltaf það sama: Fyrst tapa menn framtaksseminni og hafa sig ekki í að lesa eða hafa ofanaf fyrir sér. Því fylgir svefnleysi og loks vaxandi pirringur eða ólga. Sé ekkert gert getur gífurlegt þunglyndi fylgt í kjölfarið.“ Þá er sagt í frétt blaðsins að í verstu tilvikunum endi þetta með sjálfsmorði. Rætt er við Kristján Ragnarsson formann Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna í Degi-Tímanum í gær um málið. Hann segir enga ástæðu til að setja skýrari reglur um lengd veiðiferða né aðstöðu til tómstunda og dægrastyttingar áhafna á eldri og smærri togurunum sem gerðir er út til úthafsveiða. Nú kemur ekki mjög á óvart þótt forystu útgerðarmanna finnist ástæðulaust að bæta aðbúnað sjómanna. Sú krafa hlýtur hinsvegar að vera gerð á hendur samtaka sjómanna að þau taki málið upp af einurð og festu. Til þessa hefur það ekki verið gert, og vekur nokkra furðu. Fómarkostnaðurinn við úthafsveiðamar er of mikill ef út- gerðimar geta ekki búið sjómönnunum mannsæmandi umhverfí. í niðurlagsorðum greinarinnar í Vinnunni er komist svo að orði: „Það tók langan tíma að beija Vökulögin frægu í gegn á sín- um tíma, en setning þeirra árið 1925 þótti marka tímamót í vinnuvemdarmálum á íslandi. Þau lög skylduðu útgerðimar til að sjá til þess að sjómenn fengju eðlilegan hvíldartíma. Rökin gagn- vart útgerðunum vom einföld: einungis með fullri heilsu gætu sjómennimir haldið fullum afköstum. Þau rök halda enn í dag. Velferð mannanna um borð má ekki gleymast þegar leitað er allra leiða til að auka aflann. Veiðar á fjarlægum miðum em ný leið til að afla útgerðinni tekna en við ættum að spyrja um fómarkostn- aðinn þegar ekkert er lagt í aðstöðuna um borð.“ Alþýðublaðið tekur heilshugar undir þessi tilmæli málgagns ASÍ. Samtökum sjómanna ber að taka málið upp, og þá hljóta þeir stjómmálaflokkar sem telja sig beijast í þágu launamanna að kreljast þess að settar verði reglur um aðbúnað sjómanna á út- hafsveiðum. Veiðar íslendinga á íjarlægum miðum hafa sannar- lega verið kærkomin búbót á síðustu ámm, og em ein meginstoð efnahagsbatans, en það réttlætir vitaskuld ekki hryllilegan aðbún- að sjómanna. ■ Fullveldið framselt ísland og Evrópusam- bandið-3. grein að dylst ekki nokkrum manni að við aðild að ESB yrði fullveldi þjóðarinnar framselt að hluta til bandalagsins. Spumingin er ekki hvort heldur hve mikið. Nauðsynlegt er því að skoða hvort núverandi stjómarskrá yfir höfuð gerir ráð fyrir slíku fram- sali. Pallborð 1 HBb Magnús M. 1 1 Norðdahl m 1 skrifar Hinn 12.8 s.l. féll í Hæstarétti Dan- merkur sögulegur dómur í máli Evr- ópusambands andstæðinga gegn ríkis- stjóm Danmerkur. f dóminum viður- kenndi Hæstiréttur rétt 11 einstaklinga til þess að láta á það reyna fyrir Landsréttinum hvort undirskrift Pouls Nymps Rasmussen undir Maastricht samninginn 1993 væri brot á 20.gr. dönsku stjómarskrárinnar sem mælir fyrir um takmarkaðan rétt til framsals á fullveldi ríkisins. Með dóminum viðurkenndi Hæstiréttur að einstak- lingar geti átt lögvarða hagsmuni af því að ríkið virði stjskr. án þess að þeir hagsmunir verði skilgreindir beint sem einstaklingsbundnir hagsmunir þeirra sjálfa. Hér var brotið blað í nor- rænni lögfræði og dómurinn er skýrt merki til stjómvalda um að þau verði að gæta ýtmstu varúðar í samningum sem falið geta í sér framsal á full- veldi. Hinn efnislegi ágreiningur er ennþá óleystur þ.e. hvort brot var framið eða ekki og þá um leið hvort Danir séu yfir höfuð fullgildir meðlimir ESB. Dóms er að vænta að talið er innan tveggja ára. A meðan leikur allt í einhvetju „limbói“ og staða danska forsætis- ráðherrans er ekki öf- undsverð við samn- ingaborðin á ríkjaráð- stefnu ESB sem nú stendur yfir og á að varða leið bandalagsins inn í næstu öld. Staðan sem samið er úr er veik, bæði gagnvart öðrum bandalagsríkjum en ekki síð- ur gagnvart dönsku þjóðinni sem samþykkti Maastricht eftir mjög umdeildar og tvísýnar kosning- ar. Þessi dómur er áhugaverður fyrir okkur íslendinga hvað varðar gildi milliríkjasamninga og vegna hugsan- legrar aðildar að ESB. 2.gr. íslensku stjórnarskrárinnar hljóðar svo: „Al- þingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnarvöld samkvæmt stjórnarskrd þessari og öðrum landslögum fara með framkvœmdarvaldið. Dómendur fara með dómsvaldið.“ Þetta ákvæði er efnislega samhljóða 3.gr. dönsku stjskr. nema hvað það varðar að þar fer konungur með það vald sem for- seti fer með hér. 20.gr. dönsku stjskr. mælir fýrir um að danska þinginu sé heimilt með almennum lögum að framselja fullveldi danska ríkisins í hendur sameiginlegra stofnana fleiri ríkja sem stofnað er til með milliríkja- samningum. Sú takmörkun er sett í ákvæðinu að framsalið má ekki vera almennt heldur fyrirfram skilgreint. í því máli sem áður var vitnað til er ein- mitt fjallað um það hvort framsalið með Maastricht hafi verið of almennt. Sambærilegt ákvæði er ekki í íslensku stjskr. I 21 gr. hennar segir: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samn- inga gert, ef þeir hafa í sérfólgið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi eða ef þeir horfa til breytinga á stjómar- högum ríkisins, nema samþykki Al- þingis komi til.“ Aðild að ESB sem felur í sér að löggjafarvald, fram- kvæmdavald og fyrst og síðast dóms- vald er fært í hendur bandalagsins rúmast ekki innan 21.gr. vegna þess aðallega að um er að ræða milliríkja- samning sem breyta myndi stjómskip- an íslenska ríkisins í heild sinni eins og hún er skilgreind í 2.gr. Jafnframt er ekki í eðli sínu um að ræða „milli- ríkjasamning". Slíkur samningur stofnar réttindi og leggur skyldur á ríkið eitt en samningarnir um ESB skapa bæði ríki og einstaklingum rétt- indi og skyldur. Þetta var einmitt kjaminn í deilunni um EES samning- inn á sínum tíma. Hann er í eðli sínu milliríkjasamningur og skv. honum er íslenska ríkið bundið en ekki einstak- lingar. Til þess að svo verði þarf að lögleiða sérstaklega hér á landi lög- gjöf ESB. íslenskir dómstólar hafa síðan síðasta orðið um gildi og túlkun laganna en ekki Evrópudómstóllinn í Luxemborg. Danir súpa nú seyðið af því að hafa ekki skýrari heimild í sinni stjskr. og ef danska ríkið tapar málinu þurfa Danir að semja upp á nýtt um ESB að- ild sína. En aðalatriðið er þó eins og er að Hæstiréttur Dana hefur gefið ríkinu rauða spjaldið. Þýski stjómlagadóm- stóllinn hefur sömuleiðis varað þýsk stjómvöld við og áskilið sér fullan rétt til þess að meta hvort fullveldisfram- sal þýska ríkisins sé innan marka stjómarskrár eða ekki. ( Dómur Bund- esverfassungsgericht 12. október 1993. ) Bretar, sem ekki hafa sérstaka stjómarskrá, em mjög uggandi á þessu sviði, sérstaklega eftir dóm Evrópu- dómstólsins frá 5.mars 1996 um skaðabótaskyldu ríkisins vegna brota á löggjöf ESB. Breska þingið hafði sett stjórnskipulega rétt lög en sem ekki vom í samræmi við löggjöf ESB. Það varð það til þess að einstaklingar urðu fyrir tjóni og dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að skaðabóta- skylda gæti verið til staðar vegna at- hafna löggjafans að nánari skilyrðum uppfylltum. ( Sameiginlegur dómur í málunum nr. C-46/93 og C- 48/93. ) f framhaldi dómsins sá John Major ástæðu til þess að taka málið sérstak- lega upp í breska þinginu mæltist til þess að á ríkjaráðstefnunni yrði sér- staklega fjallað um það hvort ekki væri kominn tími til þess að stöðva það vald sem flætt hefur frá aðildar- ríkjunum til bandalagsins, sérstaklega Evrópudómstólsins. Með öðmm orðum. Sú staðreynd að aðild að ESB felur í sér framsal á full- veldi, og í ljósi þess að náin alþjóðleg samvinna á öðmm sviðum getur gert það sama t.d. á sviði umhverfis- og mannréttindamála, þýðir að það er nauðsynlegt íyrir okkur fslendinga að hefja að nýju umræðu um breytta stjórnarskrá. Stjómarskráin þarf að fela í sér heimildir til þjóðaratkvæða- greiðslu um mál sem lúta að fullveld- isframsali. Gangurinn yrði sá að rikis- stjómin semur en þjóðin á síðasta orð- ið í kosningum sem haldnar yrðu án tengsla við hefðbundnar Alþingis- kosningar. Spuming er hvort áskilinn verður einfaldur eða aukinn meiri- hluti. Það er umdeilanlegt en ég er hlynntur auknum meirihluta þ.e. að samþykki 2/3 atkvæðisbærra manna þurfi til vegna þess að það er verið að ráðstafa hagsmunum komandi kyn- slóða án sérstakra tímamarka. Skammtímahagsmunir eða naum- ur og breytilegur meirihluti má því ekki ráða. En einnig vegna þess að ef við ætlupi . íyrir aLvöni. að takaþájþá .; , nánu alþjóðlegu. saro^ starfi er nauðsynlegt að ganga til verksins sterk. Bæði vegna okkar sjálfra en einnig vegna mótaðila okkar. Það er ekki fýsileg staða ef vaklandi og veikur meirihluti ræð- ur því hver ásetningur okkar og málafylgja er innan samstarfsins. Stjórnarskráin og öll umfjöllun um hana er stór- pólitískt mál sem nauðsyn- legt er að þjóð og þing fjafii um og búa þarf íslenska ríkinu þau verkfæri sem nauðsynleg eru til þess að það geti á sannfærandi ogjétt; an hátt komið fram fyrir hönd.þjóðar- innar í alþjóðlegum samningum og kinnroðalaust komið fram fyrir þjóð sína þegar hún tekur málin til endan- legrar afgreiðslu í þjóðaratkvæði. Með því forðum við því að umræðan fari út í bláinn eins og umræðan um EES þar sem landráð, svik og heimóttarskapur fengu meira pláss en raunverulegt efn- islegt innihald samningsins, sem þýðir þegar upp er staðið að hagsmunir þjóðarinnar víkja fyrir fordómum og pólitískri leikþáttagerð. Höfundur er hæstaréttarlögmaöur t e m b e r Atburðir dagsins 1791 Lúðvík XVI Frakkakóng- ur knúinn til að undirrita stjóm- arskrá sem sviptir hann nánast öllum völdum. 1845 Jón Sig- urðsson, 34 ára skjalavörður - síðar nefndur forseti - og Ingi- björg Einarsdóttir, 40 ára, gefin saman í hjónaband. 1870 Frakkland verður lýðveldi. 1888 Jón Ámason þjóðsagna- safnari lést. 1907 Norska tón- skáldið Edvard Grieg deyr. 1943 íslandsklttkkan eftir Hall- dór Kiljan Laxness kom út. 1965 Franski trúboðinn og Nóbelsverðlaunahafinn Albert Schweitzer deyr. 1973 Bók- stafurinn z felldur úr opinberu máli. 1989 Belgíski rithöfund- urinn Georges Simenon deyr. Afmælisbörn dagsins Darius Milhaud 1892, franskt tónskáld. Edward Dmytryk 1908, kanadískur kvikmynda- leikstjóri. Annálsbrot dagsins Um haustið varð ein kona sér að skaða sjálf í Höfn í Mela- sveit; hún drekkti sér sjálf í ánni þar hjá túninu, og er þar dysjuð, skammt frá sem hún fannst. Fitjannáll 1651. Harðstjórn dagsins Ástin er harðstjóri. Hún hlífir engum. Pierre Corneille. Málsháttur dagsins Lengi bylur á Láka. Kjósendur dagsins Kjósendum okkar tiefur ekkert fækkað: Það er bara gamla fólkið okkar, sem hefur verið að deyja. Póröur Þóröarson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, eftir ósigur í kosning- um árið 1974. Orð dagsins ístaðinn fyrir milda mœr missta burt afdýnu spakar lýs og léttarflœr lúra í skauti mínu. Hjálmar Jónsson í Bólu. Skák dagsins Staðan í skák dagsins virðist mjög lokuð, en Andruel s’em hetúr hvítt og á leik brýst með snjöllum hætú gegnum vamar- múr Birminghams. Hvítur leikur og vinnur. 1. Rxb5! cxb5 2. Dh8+ Ke7 3. Bxb5+ Ke7 4. Df6 Mát!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.