Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 4. september 1996 131. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk ■ María Ellingsen erforkólfur leikfélags- ins Annað svið, sem frumsýnir Svaninn á litla sviði Borgarleikhússins í haust, auk þess sem hún er á föstum samningi hjá leikhúsinu og fer með hlutverk í leiknum Konur Skelfa sem gekkfyrirfullu húsi í vor og verðurtekinn upp aftur með haustinu. María verður í þremur ólíkum búningum á litla sviði Borgarleikhússins í haust Maður klökknar af gleði -og verður svo stoltur af sínu litla landi, segir Mar- ía Ellingsen leikkona. „Svanurinn er ástar-ævintýri. Dóra hjúkrunarkona er h'fsreynd þrífráskilin kona, sem heldur við mjólkurpóstinn í bænum, giftan mann. Dag nokkurn flýgur svanur inn um gluggann hjá henni og meiðir sig í lendingu; Dóra tekur hann uppá sína arma og hjúkrar honum. Mjólkurpósturinn á dálítið erfitt með að skilja þetta, sérstaklega þegar svanurinn verður að manni og Dóra verður ákaflega upptekin af því að annast hann,“ segir María um sögu- þráðinn í Svaninum. Auk Maríu fara Bjöm Ingi Hilmarsson og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk í leikritinu. Skrítið og skemmtilegt leikrit „Ég kynntist þessu verki, sem er eftir Elizabethu Egloff, áður en ég kom til landsins í fyrra, en þá hafði það verið sýnt í virðulegum leikhúsum víða um Bandaríkin og var á hvers manns vörum. Svanurinn hefur glatt margt leikhúsunnendahjartað. Ég heyrði af þessu leikriti, varð mér úti um handritið og féll strax fyrir því, fannst það bæði skrítið og skemmti- legt. Ég skrifaði umboðsmanni Eliza- bethar strax og fékk sýningaréttinn á verkinu, og gat þá farið af stað að safna styrkjum og fá verkið þýtt, en Ámi Ibsen tók það að sér. Leikfélagið Annað svið er, einsog gengur um svona félög, nokkurs konar skúffu- leikhús; það fer lftið fyrir því en svo er skúffan opnuð þegar tækifæri gefast. Fyrir nokkmm ámm var leikfélagið vakið til lífsins með Sjúk í ást eftir Sam Shepard, og núna þótti tilvalið að setja upp Svaninn hennar Egloff. Leikstjórinn, Kevin Kuhlke, er sá sami. Honum kynntist ég þegar ég var við nám við leiklistarháskólann í New York, en hann er yfirmaður Experi- mental Theater Wing og einn helsti leikstjóri skólans. Okkur varð vel til vina - ég er mjög hrifin af hans leik- stjórnarstíl - og hann hefur meðal annars, fyrir mína tilstilli, komið og haldið leiklistamámskeið á Amarstapa á Snæfellsnesi í tvær vikur á hverju sumri í tíu ár. Þetta leikrit á mjög vel við hann. Það gerist í miðríkjum María Ellingsen: Ég er í góðu sambandi við umboðsmenn mína í London, New York og Kaliforníu. Bandaríkjanna, en þar er Kuhlke fæddur - einsog raunar Elizabeth Eg- loff og Sam Shepard bæði. Og verkið býður uppá mikla líkamlega vinnu, sem hann leggur mikla áherslu á í sinni vinnu.“ Viðskiptavitið frá Ellingsenættinni Það er ekki hlaupið að því að setja upp svona verk, hvað er langt síðan þú fórst að undirbúa þetta? „Þetta hefur verið tvö ár í bígerð. Að mörgu þarf að huga - og er ekki oft sagt að konur séu sérstaklega var- ■ Óánægja meðal starfsmanna í Félagsmálaráðuneytinu vegna skrifstofustjóra sem settur var í starfið án þess/að það væri auglýst lausttil umsóknar Ákvörðun ráðherra -segir Húnbogi Þorsteins- son ráðuneytisstjóri. „Auðvitað er alltaf þannig þegar verið er að ráðstafa störáim að einhver keppni er um þau og menn missáttir. Þetta eru ákvarðanir ráðherra og ekkert öðmvísi að þessu staðið en hefúr verið hingað til,“ segir Húnbogi Þorsteins- son ráðuneytisstjóri Félagsmálaráðu- neytisins. Alþýðublaðið hefur heimild- ir fyrir því að óánægju gæti meðal starfsfólks vegna ráðningar Sigríðar Lillý Baldursdóttur, sem var lausráðin í utanríkisráðuneytinu, í starf skrif- stofústjóra án þess að staðan væri aug- lýst. Talið er að þar með sé gengið framhjá Sturlaugi Tómassyni sem lengi hefur starfað hjá ráðuneytinu. Anna Guðrún Bjömsdóttir lögfræðing- ur er sögð hafa sagt upp störfum hjá ráðuneytinu vegna þessa máls en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við blaðið í gær. „Ég er að fara í áhugavert starf sem bæjarritari í Mosfellsbæ. Sig- ríður Lillý var flutt ífá utanríkisráðu- neytinu og það er nokkuð sem ákveðið er af yfmnönnum. Það gilda ákveðnar reglur um þetta í þessum nýju lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna (7. grein frá 1996). Meg- inreglan er sú að það skuli auglýsa.“ Anna Guðrún segir suma óánægða og aðra ekki en vísaði til yfirmanna ráðuneytisins. Húnbogi segir stöðugt verið að breyta skipunum í ráðuneyt- unum. ,,Þegar Berglind Asgeirsdóttir ráðu- neytisstjóri var í fríi og ég leysti hana af þá tók Sturlaugur við af mér en hann hefur starfað hér lengi. Nú var sú ákvörðun tekin, og það er heimild íyrir því í lögum, að hann er skipaður skrif- stofustjóri og svo er settur annar skrif- stofustjóri tímabundið, því Berlind er í ffíi núna.“ Að sögn Húnboga sótti Anna Guð- rún um vellaunað starf og fékk það. „Hún gerði það í samráði við okkur í sátt og samlyndi og fær væntanlega leyfi frá ráðuneytinu til að gegna því.“ fæmar í viðskiptum? Allavega vil ég ekki fara af stað, fýrren ég á fyrir öllu því sem þarf að borga, og þess vegna fór ég strax að leita eftir styrkjum og safna framlögum. Ætli ég hafi ekki nokkurskonar viðskiptavit - það kem- ur frá Ellingsenættinni. Borgarleikhús- ið gerir okkur þetta mögulegt, því það leggur til alla umgjörð; æfingahús- næði, svið, leikmynd og hönnun á henni. Æfingar eru hafnar, en svo verðum við að taka hlé vegna þess að leikstjórinn var búinn að lofa sér í New York. Hann hefur verið að leik- stýra mikið í Evrópu og í New York, svo við þurfum að sæta lagi til að ná í hann, það verður sífellt erfiðara. Hann kemur aftur í lok september, og við gemm ráð fyrir að frumsýna Svaninn í kringum 20. október." Hvemig kanntu við að vera komin d fastan samning hjá leikhúsinu - og hefur hœgst um íBorgarleikhúsinu? „Það er gaman að geta einbeitt ork- unni á einn stað. Ég sótti um þegar stöður voru auglýstar síðasta vetur; Viðar Eggertsson réð mig og Þórhild- ur Þorleifsdóttir erfði mig. Það er mik- il jákvæð orka í kringum Þórhildi, og mér h'st mjög vel á verkefnavalið á af- mælisárinu. Mér finnst mjög skemmtilegt að geta fmmsýnt ný ís- lensk verk á 100 ára afmæli leikfé- lagsins. Maður klökknar af gleði! Og verður svo stoltur af sínu litla landi." Kvikmyndaleikur er eins- konar útstáelsi „Ég leik Margréti heimspekinema í Largó Desóladó eftir Havel, sem verð- ur fmmsýnt 20. september, annað á eftir að koma í ljós. En svo verða Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur teknar upp aftur í haust og Svanurinn frumsýndur í október - ég verð í þremur ólíkum búningum þama á litla sviðinu. Borgarleikhúsið gengur auð- vitað fyrir; þegar æfingum lýkur þar á daginn tekur Svanurinn við og heldur okkur framtil miðnættis - en þetta er ágætt á meðan maður er ungur og þarf ekki að sitja í mggustól heima hjá sér. Ég neita því þó ekki að það er svoh'tið erfitt að búa til tvo karaktera í einu. Ég byijaði þó snemma í sumar að undir- búa Margréti heimspekinema, og var komin með góða tilfinningu fyrir henni þegar æfingar hófust á Svanin- um. Hann verður svo í frí'i þegar loka- hnykkurinn verður á Largó Desóladó - þannig að þetta smellur allt saman.“ En hefurðu tíma fyrir leikhópinn þinn þegar þú ert komin með fastan samning hjá Borgarleikhúsinu? „Það er gott sambland að taka verk- efni sem manni bjóðast og hafa svo frumkvæði sjálfur - það er erfiðara vegna alls sem í kringum fram- kvæmdina er. Það em mikil forréttindi að eiga sér draum og geta látið hann rætast. En svo er líka ágætt að geta einbeitt sér að leiknum, og þurfa ekki að hugsa um hvemig eigi að fara að því að borga fólki laun.“ En hefurðu gefið kvikmyndaleik uppá bátinn? „Ég er opin fyrir öllu. Ég er í góðu sambandi við umboðsmenn mína í London, New York og Kalifomíu - þeir hafa boðið mér sitthvað sem ég hef ekki getað tekið vegna þess að ég hef verið bundin í leikhúsinu héma. Maður getur víst ekki gert allt. Það er helst að ég bíði eftir því að svo ólík- lega vildi til að svona verkefni byðust á sumrin, en einsog er gengur leikhús- ið fyrir. Leikhúsið er heimili leikar- ans; þar vex hann, dafnar og þroskast. Kvikmyndaleikur er einskonar útstá- elsi.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.