Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 5
4 S ALÞÝÐUBLAÐIÐ a ivhuviKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 a Ungir jafnaðarmenn Sambandsþing SUJ Sambandsþing Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið helgina 18.-20. október, í Breiðabliksskálanum í Blá- fjöllum. Skv. 9. grein b í lögum SUJ, skal fulltrúatala aðild- arfélaga fundin með því að deila 10 í félagatölu þeirra mánuði fyrir sambandsþing. Komi þá út brot, skal það hækkað upp, ef það er hálfur eða meira, ella skal því sleppt. Þess skal gætt að ekkert félag má tilnefna meira en 45 af hundraði af fjölda þingfulltrúa, sem leyfilegur er skv. lögum. Aðildarfélagi ber að tilkynna til skrifstofu sambandsins, eigi síðar en viku fyrir þing um tilnefningu fulltrúa og að því loknu gefur stjórn sambandsins út kjörbréf til réttkjör- inna fulltrúa. Þeir sem sitja í sambandsstjórn, framkvæmdastjóri sam- bandsins svo og ritstjóri málgagna, skulu sjálfkjörnir á sambandsþing með fullum réttindum. Þeir aðilar tilheyra ekki fulltrúatölu þeirra aðildarfélaga sem þeir eru félagar í, skv. grein 9a í lögum SUJ. Dagskrá verður auglýst síðar. Framkvæmdastjóri Félag ungra jafnadar- manna í Kópavogi Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 18. sept- ember að Hamraborg 14a kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin Frá skrifstofu Alþýðuflokksins Skrifstofan verður opin á þriðjudögum og fimmtudögum eftir hádegi. Þeim sem vilja fá upplýsingar um starf flokksins er bent á að Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri þingflokksins, verður til viðtals á skrifstofunni á þessum tímum. Alþýðuflokkurinn Lagabreytingar Lagabreytinganefnd er skipuð af framkvæmdastjórn til að vinna að tiliögum um breytingar á lögum flokks- ins. Samkvæmt 63. grein laga Alþýðuflokksins skal nefndin senda flokksskrifstofu tillögur þessar eigi síð- ar en mánuði fyrir flokksþing. Nefndin óskareftirtillögum að lagabreytingum vegna 47. flokksþings Alþýðuflokksins. Tillögur þurfa að ber- ast nefndinni eigi síðar en mánudaginn 9. september. Sendið tillögurnar merktar: Alþýðuflokkurinn, b.t. lagabreytinganefndar, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík. ■ Marlene Dietrich var ein dáðasta kvikmyndastjarna heims. Hún lést árið 1994,92 ára að aldri. Síðustu árin lifði hún í nær algjörri einangrun frá umheiminum. Það þóttu því tíðindi þegar hún samþykkti að veita ritstjórum Der Spiegel viðtal sem birtist skömmu áður en hún lést Rökhyggjan léttir lífið Ritstj.: Upplifðuð þér skyndilega snögg sinnaskipti í Holly- wood. Fannst yður aUt í einu: Ég er ekki lengur Þjóðveiji? Dietrich: Þér munuð eiga við þau ár mín í Holíywood, er ég lék í kvikmyndum, en bjó þar sem „aðkomumaður" (non-resident). Þegar Hitler tók völdin í Þýskalandi aíféð ég að sækja um banda- rískan ríkisborgararétt, en til að verða ríkisborgari Bandaríkjanna þurfti maður að hafa dvalist þarlendis í frmm ár. Bandarísktir rík- isborgari varð ég þess vegna ekki fyrr en 1937. Við höfðum þá fyrir löngu haft fréttir af hryðjuverkum nazista og vissum að ekki sæi fyrir enda þeirra. Af þeim sökum höfðu margir vina minna flust frá Þýskalandi. - Það olh sjálfri mér ekki sárindum að segja skilið við ættjörðina. Ég bjó í landi sem af veglyndi sínu tók við öllum, sem leituðu á náðir þess. Eiginmaður minn starfáði í Frakklandi og ég hafði bam okkar hjá mér. Ég lét ósvarað öMum fyrirspumum ffá Hitler, Göbbels og Göring. Ég hafði verk á hönd- um, en í frítíma mínum vann ég með Emst Lubitsch að því að koma þeim undan, sem nazistar ofsóttu, um Sviss til Ameríku. Lubitsch lagði nótt við dag. Hvfli hann í friði. Ritstj.: Nazistar hvöttu yður til að snúa aftur 1936. Hvemig bar það að? Dietrich: I símskeyti. Ritstj.: Þér urðuð eindregin andfasisti og sunguð fyrir herlið bandamanna á vígvöllunum. Dietrich: Ég var svo heppin að vera í Bandaríkjunum, þegar nazistar komust til valda. Eins og aðrir í Bandaríkjunum hafði ég spumir af hryðjuverkunum og öllu því, sem gekk á í Þýskalandi. Mörgum hinna ofsóttu gat ég hjálpað til að komast undan og að fá þak yfir höfuðið íyrst í stað og síðan vinnu. Það var fyrsti og örð- ugasti vandi okkar. - Þegar Bandaríkin lýstu yfir stríði var USO (United Services Organization) sett á fót. Sá félagsskapur fékk kunna gamanleikara og söngvara til að hverfa ífá daglegum störf- um og fljúga til Evrópu (eftir að innrásin var komin á skrið) og skemmta hermönnum og að koma þeim til að gleyma hættunni stundarkom. Ég var einn þeirra. Ritstj.: Þér segist hafa verið í omstunni um Bastogne sakir sam- vistar yðar með hermönnunum. Getur það ekki valdið misskiln- ingi, að þér hafið skotið á Þjóðverja? Ritstj: Hvemig var barátta yðar í rauninni? Dietrich: Hvar lásuð þið þetta? USO stofnaði öðlingur einn í því skyni að gleðja bandaríska hermenn á útlendri grund. Ætlunin var líka að styrkja hug þeirra og kjark. Návist ffægra leikara þótti þeim benda til lítillar lífshættu og það sló á náttúrulegan ótta þeirra. - f fylgd með okkur var gamanleikari og undirleikari, og ég söng og ræddi við hvem sem var. Við urðum hermönnum á vígvöllum, sem ekki áttu sjö dagana sæla, til nokkurrar gleði og hugarléttis, en þeir vom hetjur í minum augum, því að þeir vom ekki að verja land sitt og þjóð. Þeir þurft þess vegna tvöfald- an eða þrefaldan kjark til að horfast í augu við dauðann. - Okkur, óbreyttum borgur- um var aðeins ein hætta búin, fangelsi. Við lokuðum augum fyrir sprengjum og skothríð. Ég sá fyrir hugskotssjónum fangavist míná í smáatriðum, en það hélt ekki aftur af mér. Tii stríðsioka var ég að til þess að hjálpa til að koma á hinum dýr- mæta friði. Ritstj.: Urðuð þér andfastisti af persónu- legri reynslu eða af pólitísku innsæi? Dietrich: Af ábyrgðartilfmningu. Að of- sækja saklaust fólk er og verður viður- styggilegt athæfi. Ofsóknir fasismans em meiri en svo að orðum taki. Ritstj.: Þér hlutuð skyndilega heims- ffægð 1930 í kvikmyndinni - „Der blaue Engel“. Dietrich: Þar farið þið villir vega. Má ég koma ykkur á rétta leið? Ég var ein margra óþekktra leikkvenna í Berlín í þann mund er sú kvikmynd var tekin. Ég hafði lítið hlutverk í leikriti, sem hafði Hans Albers að leikstjóra og Rosa Valetti í helsta kvenhlut- verki. Þá kom von Stemberg til Berlínar í boði Emils Jannings. Tmde Hesterberg var kynnt fyrir honum og hann tók pmfu með þeirri frægu leikkonu, eins og vandi hans var. Síðan var farið með hann í leikhúsið, þar sem Albers og Valetti léku, til að fá sam- þykki hans við val í önnur hlutverk. Það veitti hann daginn eftir á skrifstofu Ufa og kvaðst þá vilja hitta persónu eina í litlu hlutverki í leikriti þessu. Orðið var við beiðni hans og um kvöldið var mér sagt hvar og hvenær ég ætti að koma til viðtalsins. Eftir að við Dietrich í The Devil is A Woman, sem var ein af nokkrum myndum sem von Sternberg leikstýrði henni í. Hún segir myndina mikilvægustu mynd sína. höfðum ræðst við krafðist hann prafutöku og farið var með mig til upptökumannanna. Eins og kunnugt er var von Stemberg vanur að hafa sitt fram og gengið var frá samningi við. Ég var samnings- bundin Ufa í sex mánuði. Meðan verið var að taka kvikmyndina („Der blaue Engel“) hljóp ég í leikhúsið á hverju kvöldi. Að upp- tökunni lokinni hélt Josef von Stemberg aftur til Bandaríkjanna og lff okkar fór aftur í sitt fyrra horf. Ritstj.: Hvað svo? Dietrich: Næstu sex mánuði gerði Ufa ekki tilkall til starfskrafta minna. Kvikmyndin var undir lás og slá. Eins og kvikmyndasagan hermir keypti Paramount í Hollywood kvikmyndina „Der blaue Engel“, að sjálfsögðu fyrir orð leikstjórans og ég fékk formlegt boð að koma til Bandaríkjanna. Ég tók því og leikferill minn í kvikmyndum hófst. Parampunt setti ekki enska gerð kvikmyndar- innar „The Blue Angel" á markað. Til stóð að sýna mig sem „- femme fatale", en ekki sem hina frökku, óprúttnu Lelu. „Der blaue Engel" hóf mig þannig ekki til heimsfrægðar. Ritstj.: Hvaða góðar minningar eigið þér frá Þýskalandi, ef nokkrar? Dietrich: Ættlandi mínu, Þýskalandi fyrir yalöatíð Hitlers, ann ég að sjálfsögðu, og þær minningar míiiar. epi fagr;ir og oft daprar, w eins og allar minningar. Ég 'er stölí áftb§ílfHSkri gamansemi minni, sem á engan sinn lflca og oft hefur létt irtá' eifiða daga. Að þýskum bókmenntum bý ég að auki, - allt frá Goethe til Rilke, sem ég á nú með dag hvem og marga nótt. Þeir töfrar blikna ekki. Ritstj.: Hvað finnst yður nú um þá listamenn, svo sem Herbert von Karajan og Walter Gieseking, sem ekki fældust nazista, held- ur unnu með þeim og fyrir þá? Dietrich: Margir listamenn ganga svo upp í vinnu sinni og eiga svo mikið undir henni, að þeir geta ekki af henni látið, því að þá yrði þeim tómleiki lífsins óbærilegur. Ritstj.: Genguð þér nokkm sinni í einkennisbúningi í sigmðu, hemumdu Þýskalandi? Dietrich: Að sjálfsögðu. Allt til loka styijaldarinnar í Evrópu var ég til dæmis með framvarðarsveitum. Ritstj.: Þér vorað í sviðsljósinu, fyrir allra sjónum, svo að segja, ekki síst sem söngkona. Hvemig kunnið þér við yður án tilheyr- enda? Dietrich: Mjög vel. Ég varð að leggja hart að mér við „One Woman Show“, við að læra, æfa, pmfa, máta dýra búninga mína. Frumsýningar og fiugferðir vom um heim allan. Ég mátti ekki sýna þreytumerki. Til þess þarf sjálf- saga og þrek, og vera alltaf í góðu skapi, ekki aðeins í sýningarflokki sínum, heldur líka meðal ókunnugra. Þrek, góð heilsa og ekki síst þolinmæði eru helstu eiginleik- amir, sem það starf krefst, í Norður- og Suður-Ameríku, í Englandi og allri Evr- ópu, Rússlandi og Japan. Kvikmyndataka er bamaleikur í samanburði við það. Ritstj.: Tvær hliðar vom allt ffá upphafi á þeirri konu, sem þér bmgðuð upp. Allt frá Lolu hefur hún ekki aðeins vakið ást, heldur lflca ótta. Mikilfengleiki yðar fólst að nokkru í óstýrilæti, jafnvel hofmóðj. Gulduð þér þeirrar ímyndar? Dietrich: Um hofmóð eða óstýrilæti hef- ur mér aldrei verið brígslað. Ég hef sungið inn á margar hljömplötur á þýsku. Val söngvanna ber hinu gagnstæða vitni. Ritstj.: Þér vorað kona hinnar seiðandi raddar, hinnar löngu fótleggja og þér vor- uð líka konan með húsbóndavaldið. Imynd yðar tengdist kulda, karlafyrirlitningu, jafnvel lesbískri ást. Dietrich: Ég skellti upp úr, þegar ég las þessar spumingar. Ég hélt að engu yrði bætt við þann þvætting, sem ég hef lesið um sjálfa mig. En um lesbisku hef ég ekki verið áður vænd. Kenneth Tynan, sá snjalli maður, komst hnyttilega að orði um mig: „Hún hefur kynhrif án kynferðis.” Honum var ekki vits vant. I Ritstj.: Horfið þér enn á kvikmyndir? Nýjar? Gamlar? Yðar eig- in? Dietrich: Sjaldan, það er svo fátt um reglulega góðar kvikmynd- ir, en alltaf þó á myndir Roberts Redfords, aldrei á mínar eigin. Til hvers væri það? Ég les heldur. Vonandi spyrjið þið mig síðar, hvað ég lesi. Ritstj.: Hver kvikmynda yðar er yður kæmst og hver mik |væg- ust? Um hveija þeirra er yður síst gefið? MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Diefrich árið 1936. Glæsikvendið eins og heimurinn man hana. Dietrich: „The Devil is a Woman" og „Destry Rides Again“. Sú fyrrnefnda er mér hin mikilvægasta. Og auðvitað báðar kvik- myndir Billy Wilder „A Foreign Affart" og Witness for the Prosecution", síst er mér „Rancho Noborious", sem Fritz Lang tók. Ritstj.: Með hvaða leikurum þótti yður best að leika? Hveijir þeirra féllu yður best? Með hverjum, sem þér lékuð ekki með, hefðuð þér kosið að leika? Dietrich: Brian Aheme, Michael Wilding, Robert Donat, bresk- um heiðursmönnum öllum saman og Jimmy Stewart, þeim banda- ríska heiðursmanni. A enga aðra hefði ég ffemur kosið. Ritstj.: Hvaða kvikmynd hreif yður fyrst? Dietrich: Kvikmynd Raimu, „La femme du boulanger". Enn man ég hverja senu og verður hugsað til þeirra. Og kvikmynd Mumau, „Faust". Ritstj.: Hvort mótaði yður fremur á æskuámm kvikmyndin eða leikhúsið? Dietrich: Leikhúsið að sjálfsögðu. í fyrstu heyrði það uppeldinu til. Síðar gekk ég á Max Reinhardt-skólann í Berlín. Allir leikarar Reinhardt-leikhússins skiptust á að kenna okkur. Ekki var völ á þeim betri. Eftir tvo mánuði eða svo vorum við send í leikhús til að standa í sviðsvæng, síðar í þögul hlutverk. Þegar við höfðum vanist sviðinu fengum við einnar setningar hlut- verk svo sem „Hesturinn hefur verið söðlaður" eða „Maturinn hef- ur verið borinn á borð“. Á eftir lylgdu stærri hlutverk og loks rann upp sá dagur, að okkur var boðið til viðtals um eiginlegt hlutverk. Besta vinkona mín, Greta Mosheim, var send í Schiller-leikhúsið í „Das Alte Heidelberg", sem Alfred Braun setti upp. Hún fékk helsta kvenhlutverkið og fylgdum við henni öll á fyrstu æfinguna. Greta var náin vinkona mífi ámm saman, lflca í New York, þegar við áttum báðar heima þar. Ég sakna hennar. Ritstj.: Vom mikil viðbrigði að koma til Hollywood frá New York? Hver var mestur munur á þeim? Dietrich: Það vom mér ekki erfið umskipti, því að von Stem- berg bjó mér frið og ró og leit eftir málum fyrir mig. Hið eina, sem skyggði á íyrstu dvöl mína í Hollywood var, að ég saknaði litla bamsins míns, sem varð eftir í Berlín hjá eiginmanni mínum og bamfóstra, því að hún var of lítil til að fara svo langa ferð. Við bmgðum á það ráð, því að ég vissi ekki, hvort ég mundi verða þar um kyrrt. Svo gat farið, að ég yrði ekki leikstjama, eins og leik- stjórinn vonaðist til, - að aftur yrði sama sagan sem af upptöku hans með mér í Berlín. Ritstj.: Hvers minnist þér helst frá Berlínardögum yðar? Dietrich: Fyrstu bemskuáranna, töfra bams, sem ég hafði fætt. Ritstj.: Sex af sjö fyrstu hlutverkum yðar í Hollywood vom í kvikmyndum, sem von Sternberg tók. Hvers er yður kærast að minnast frá þeim? Dietrich: Hvemig hann heillaði alla í kringum sig, ekki aðeins mig, heldur líka aðra samstarfsmenn sína, þótt ekki í sama mæli. Ritstj.: Þér unnuð lflca með öðrum miklum stjórnanda frá Þýskalandi, Emst Lubitsch. Hvemig var að vinna með honum og Billy Wilder, sem tók tvær fegurstu kvikmyndir yðar? Dietrich: Lubistch var alltaf alvara, en hjá Billy Wilder var allt- af gaman, - fií frá alvöru lífsins. Ritstj.: Hitchcock dáðist að því, að þér vissuð hvað eina um búninga, leikstjóm og lýsingu. Hvemig fannst yður að leika í „- Stage Fright“ undir leikstjóm hans? Dietrich: Hann var enskur Emst (Lubitsch), einkanlega vegna þess að hjá honum var alltaf alvara á ferðum. Jane Wyman og ég urðum alltaf að vera prúðar og stilltar. Ég bar mikla virðingu fyrir honum. Ritstj.: Hver munur var á tökum þessara miklu leikstjóra? Em um hann dæmigerðar sögur? Dietrich: Hver og einn þeirra hefur sín sérkenni. Sem em fleiri en svo, að lýsa megi þeim. Ritstj.: Ef þér svarið án umhugsunar: Hvers urðuð þér að gjalda fyrir frægð yðar? Dietrich: Aðkreppts einkalffs, - og gildir það ekki aðeins um mig eina. Ritstj.: Hvern hug berið þér til Babel- bergs og Ufa? Dietrich: Babelberg skipar nú ekki rúm í mínum huga. En þegar einn vina minna í Múnchen bað mig að styðja það, að við tökuveri hans yrði ekki hróflað, sagði ég frá því, hve mikið von Stemberg fannst til von Babelberg koma, þótt hann hefði van- ist frábærum tökuvemm í Hollywood, eftir að hann fór þangað frá Ufa. Fyrir mig hafði Ufa ekki þýðingu né hefúr. Til þess var ég ráðin, því þvert um geð, eins og ég hef sagt frá. Það var mér öndvert og nýtti sér ekki tilkall sitt til starfskrafta minna. Ritstj.: Var Paramount í Hollywood heimkynni yðar? Dietrich: Já, í mörg ár, dýrðleg ár, ham- ingjusöm ár, heimkyiuii mín. Ritstj.: Berlín, Hollywood, París, - í hverri þeirra borga viljið þér helst búa? Dietrich: í París náttúmlega. Ritstj.: Hvers vegna völduð þér París til búsetu? Dietrich: Eins og ég hef áður sagt: Ég hef lengi unnað þeirri borg, og franskri tungu frá bamsaldri, fyrsta kennslukona mín var frönsk. Frönsku- kennara í skóla mínum í Berlín til mikillar undrunar talaði ég frönsku reiprennandi, þegar kennsla í útlendum málum hófst. Önnur kennslukona mín var ensk. Ritstj.: Hafa yður á ævinni orðið á afdrifarík mistök eða yfir- sjónir? Dietrich: Nei, ég hef haft heppnina með mér, að ég veit. Ritstj.: Emð þér í einkalífi öll önnur en sú „femme fatale", sem þér leikið? Dietrich: Um það þarf engum blöðum að fletta. „Rugla ekki saman leikara og hlutverki", segir gamalt enskt orðtak og fer það nærri saman. Ég þykist vita að áhorfendur í dag ímyndi sér ekki neitt slíkt. Hlutverk flestra leikara em nú af ýmsum toga, svo sem til dæmis hlutverk mín í „Der blaue Angel“ og , Judgment in Nut- Dietrich í hlutverki Katrínar miklu í mynd Sternberg The Scarlet Empress. emberg." Ritstj.: Hvernig verður endanlegu svipmóti komið á eigin ímynd? Dietrich: Örðuglega. Á gagnrýni er enginn endi. Því máli gildir þó ekki um alla. Margir dá sjálfan sig. Ritstj.: Hvemig veitist þeim að lifa, sem orðnir em að goðsögn? Dietrich: Maður venur sig við það og það verður manns annað eðli. Ritstj.: Hverjir vom bestu vinir yðar? Og hveijir nánustu trún- aðarmenn? Dietrich: Þér tahð um liðna daga? Kenneth Tyman, Ronald Re- agan, Noel Coward, Jean Cocteau, Edith Piaf, Michael Bary- schnikow, Mischa Spoliansky, Billy Wilder, Orson Welles. Ritstj.: Þegar þér horfið til baka, hvaða listaverk og kvikmyndir hafa mótað yður mest? Dietrich: Ég vona, að tónverk, ljóð og ritverk séu meðtalin, því að þá svara ég greiðlega. Tónlistarmannanna Strawinski, Debussy. Cesar Franck, Swjatoslaw Richter. Arhur Rubenstein, Vladimir Horowitz, Rudolf Serkin, Jascha Heifetz, David Oistrach. Skálds- ins Rainer Maria Rilke - eins og ávallt. Rithöfundanna Emest Hemingway, Erich Maria Remarque, Joseph Roth, Konstantin Paustowski, Gúnter Gras, Peter Handke, Albert Camus. Ritstj.: Emð þér mikið einsömul eða hafið nokkm sinni verið það eða aldrei? Hafið þér sóst eftir að vera einsömul og er frægð keypt við einvem? Dietrich: Þið emð iðnir við kolann. Sjálfkjörin einvera er ein- kennandi fyrir marga listamenn, rithöfunda og líka flesta þá, sem reyna að skapa eða uppgötva. Alexander Fleming, sem ég hafði dáð úr fjarlægð, bauð mér eitt sinn heim og varð vinur minn til dauðadags. Hvenær sem ég kom til London hitti ég hann fyrir al- einan. Til þessara sérstæðu mannvera telst ég ekki. Ritstj.: Hafið þér átt hamingjusama daga? Og hvað er hamingja að yðar mati? Dietrich: Já, segja má það, ef undan er skilinn missir ástvina. Ritstj.: Þegar þér rifjið upp daga yðar sem lítillar telpu, bams, hvað verður yður efst í huga? Dietrich: Undarleg spuming að tama. Ég svara: Að gera skyldu mína. Ritstj.: Þótti yður það gaman? Dietrich: Það komst ekki að mínum huga. Ritstj.: Áttuð þér bestu vinkonu á skólaámm yðar? Og hvað hefur ufri hana orðið? Dietrich: Að sjálfsögðu, en hvemig má ég vita, til hvers þið spyijið? Ritstj.: Hvort munið þér betur eftir föður eða móður? Hvort þeirra teljið þér hafa mótað yður meira og þá hvers vegna? Dietrich: Faðir minn dó þegar ég var mjög lítil. Óðar og fóstur- faðir minn hafði gengið að eiga móður mína, fór hann á vígvöllinn og var skotinn. Ég þekkti aðeins móður mína, sem ól mig dýrð- lega upp. Ritstj.: Hver var mikilvægasti „skóli“ yðar? Dietrich: Að læra að tala helstu framandi tungur. Ritstj.: Hvaða eiginleikum eigið þér frægð yðar að þakka, að yðar áliti? Dietrich: Hæfni og hlýðni. Ritstj.: Við hveiju hefur yður boðið mest um dagana og hvað hafið þér dáð mest? Dietrich: Viðurstyggð, lygum, aðdáun. Snilld í öllum sínum myndum. Ritstj.: Hvað finnst yður um hugtök eins og jafnrétti og frelsun? Dietrich: Leiðinleg hugtök. Ritstj.: Orðin ambátt og herra hafið þér viðhaft um samskipti yðar við Stemberg. Sakir sjálfsaga yðar kallaði Billy Wilder yður dáta. Er leikkona sköpunarverk leikstjór- ans eða samstarfsmaður? Dietrich: Það fer eftir því með hveijum er unnið. Ég var ólærð leikkona í augum Stembergs, en í augum Billy Wilders var ég kát og klók ambátt. Ritstj.: Hefur yður langað til að leikstýra kvikmynd? Dietrich: Nei, til þess hafði ég ekki hæfileika. Ritstj.: Hvað gerðuð þér, þegar þér vor- uð döpur, leið eða óánægð? Var það oft? Dietrich: f bernsku lærði ég „að taka mig saman". Ég forðast líka að leggja lag mitt við fólk með hæpna eiginleika. Ritstj.: Þér vomð fyrsta stjama talmynd- anna. Hver var hlutur yðar í þöglu mynd- unum? Dietrich: Fyrsta leikstjama talmyndanna var ég ekki. Lítið á gamlar leikskrár eða auglýsingar. Nafn mitt er ekki á stærra letri en annarra leikara. Það er á meðal nafna Hans Albers. Kurts Gerrons, Rosa Valetti og annarra leikara. Leikstimið var Emil Jannings. Ég var óþekkt leikona, sem á stundum féll til lítið hlutverk í þöglum kvikmyndum. Ritstj.: Sternberg var yður eins konar faðir eða öllu heldur „mannvera, eins og best má verða." Einhveiju sinni sögðuð þér: „Ég var hamingjusöm leikbrúða." Hefur aldrei íþyngt yður að vera einum manni háð? Dietrich: Nei, hvers vegna þá? Leikbrúður hugsa þó ekki. Einkalíf mitt var alveg aðskilið vinnu minni. Ritstj.: Þér hafið skrifað, að þér leggið mikið upp úr Kant. Hvers vegna? Dietrich: Það ætla ég ekki að skýra út fyrir ykkur, en gef ykkur litla bendingu: Rökhyggja léttir lífið. Ritstj.: Hvenær vomð þér hamingjusömust? Dietrich: Þegar bamið mitt var lítið. Ritstj.: Hvers konar fólk dáið þér mest? Dietrich: Það sem tekur sjálft sig ekki of hátíðlega. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.