Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1996 S 9 Vestf jarðapisti Ofaníburður á Snæfjallaströnd Sigurður R. Ólafsson, bæjarfull- Uúi krata á ísafirði og settur bæjar- stjóri fyrir skömmu, kemst oft skemmtilega að orði. í byijun ág- úst nú í sumar var Gísli Hjartarson ritstjóri Skutuls, sem verið hafði helsti stuðningsmaður Sigurðar og kosningastjóri hans í vor, á ferða- lagi um Snæfjallaströnd sem nú er stundum kölluð Norðurbær ísa- fjarðar. Var Gísh með keiru aftan í jeppanum og var ástand vegarins svo hörmulegt að farangurinn í kerrunni hristist úr henni og einnig var jeppinn að liðast í sundur. Þetta var seint um kvöld og Gísli hringdi æfúr í Sigurð úr bílasím- anum og hellti sér yfir hann vegna vegarins. „Hvað er þetta?“ sagði Sigurð- ur., J fyrsta lagi eru engir peningar í að laga veginn. í öðru lagi á ég engin atkvæði þama. f þriðja lagi býr þama ekki nokkur rnaður." Síðan bætti hann við eftir nokkra umhugsun: „Gísli minn, þú getur annars fengið nokkra poka af ógreiddum reikningum ísafjarðarbæjar til þess að setja of- an í verstu holumar á veginum!“ Göngulag Dána kálfs Ástand gangstétta við Hafn- arstræti á Isaftrði hefur verið hörmulegt um áratuga skeið, hellumar skakkar og djúpar holur í stéttina framan við helstu verslanir bæjarins. Einn morgun fyrir skömmu voru þau að ræða ástand gangstéttarinn- ar, Sigurður R. Olafsson og Lóa Högnadóttir, á tröppum verslunarinnar Birkis við Hafn- arstræti. Kemur þá maður að- vífandi, misstígur sig, bölvar hressilega og segir: „Ef maður brýtur sig hlýtur bærinn að vera skaðabótaskyldur.“ „Ég er búinn að búa héma í 55 ár,“ segir Sigurður, „og þetta hefur alltaf verið svona. Goggi Bæsa lofaði að laga þetta þegar hann var í bæjar- stjóm. En nú em engir pening- ar til að laga þetta. Annars er ég að hugsa um að flytja um það tillögu í bæjarstjóm að bærinn haldi námskeið til að kenna bæjarbúum þúfhagöngu- lagið hans Dána kálfs. Það gæti afstýrt slysum." Forsetar og götusóparar Bjami Guðmundsson frá Brekku í Dýrafirði, stundum keimdur við Bræðratungu, er götu- sópari á ísafirði. Bjami kemur oft á skrifstofú verkalýðsfélaganna á ísafirði til að rabba við starfsfólkið og fá sér kaffi. Sigurður R. Ólafs- son bæjarfulltrúi vinnur á skrif- stofunni og nýverið var Bjami að rabba við hann um landsins gagn og nauðsynjar. Bjami stundar mikið hjólreiðar, bæði á mótorhjóli og reiðhjóli, og ber ævinlega öryggishjálm á höfði. Hann kvartaði við Sigurð yfir því að Þorsteinn læknir Jó- hannesson, forseti bæjarstjómar, væri alltaf á reiðhjóli en aldrei með öryggishjálm. ,JIinsvegar er ég alltaf með öryggishjálm,“ sagði Bjami. „Það gerir ekki mikið til með það að forsetinn sé ekki með hjálm," sagði Sigurður. „Það er nóg framboð af forsetum. En Bjami minn, vertu alltaf með hjálminn, því það er ekkert fram- boð af götusópurum.“ 2 nýjar Syrtlur Mál og menning hefur sent frá sér tvær bækur í hinni vinsælu og vönd- uðu Syrtluritröð. Önnur þeirra er fyrsta skáldsaga franska rithöfundar- ins George Perec og nefnist hún Hlut- imir. Skáldsagan gerist árið 1960 og fjallar um daglegt líf hjónaleysanna Jerome og Sylviu og viðleitni þeirra til að höndla hamingjuna. Það er Pétur Gunnarsson rithöfundur sem þýðir verkið sem notið hefur mikilla vin- sælda víða um heim, Hin bókin er smásagnasafnið Lambið og aðrar sögur eftir José Jiménez Lozano sem þykir einn at- hyglisverðasti höfundur Spánar og er handhafi Cervantesverðlaunanna. Meginviðfangsefnið höfundar í þess- um sögum em ýmsir atburðir í sögu Spánar og ýmsir þekktar persónur lifna þar á ný. Það eru Jón Thorodd- sen og Kristín Jónsdóttir sem þýddu. Alþýðublaðið Aðeins 950 krónur á mánuðiHringdu eða sendu okkur línu eða símbréf Ég óska eftir að gerast áskrifandi að Alþýðublaðinu Nafn Heimilisfang Bæjarfélag Kennitala Ég óska eftir að greiða með greiðslukorti númer: Gildirtil: gíróseðli HÓTEL fALAND Mega-ball til styrktar Rúnari Júlíussyni laugardaginn 7. september kl. 10-3. Landsliðið mætir og gefur allt í botn. Allir gefa vinnu sína. Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi. Fram koma: Þar að auki: Bubbi Morthens, K.K., Björgvin Halldórsson. Hljómar, Trúbrot, Bjami Arason, Pálmi Gunnarsson, Lónlí Blú Bojs, Sléttuúlfamir, Magnús og Jóhann, Einar Júlíusson, Ari Jónsson. Brimkló, GCD, Pops, Gömlu brýnin, Fánar Pétur Kristjánsson, Þorsteinn Eggertsson. Kynningar: Porgeir Ástvaldsson og Hemmi Gunn ¥ Svona ball verður aldrei endurtekið! Mætið snemma til að missa ekki af neinu. Verð aðgöngumiða aðeins 1.000 krónur! ♦ Forsala aðgöngumiða á Hótel íslandi daglega frá kl. 13-17.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.