Alþýðublaðið - 11.09.1996, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
Baráttan um frumkvæðið
Það éru nokkrar vikur síðan ég
skrifaði í þetta ágæta blað og
gagnrýndi orðaskak Alþýðublaðsins
og Vikublaðsins og hom þeirra í síðu
forystumanna Alþýðuflokks og
bandalags. Sérstaklega gerði ég að
umtalsefni viðbrögð Alþýðublaðsins
við bréfi sem Margrét Frímannsdóttir
skrifaði í því skyni að biðja um við-
ræður milli stjórnarandstöðuflokkanna
um samvinnu. Ég leyfði Margréti að
njóta efans um stund um að þar hafi
legið að baki einlægur vilji hennar til
að samfylkja stjómarandstöðunni, en
ekki örvæntingarfull tilraun til að
halda •frumkvæðinu* í þessarri svo-
kölluðu sameiningarumræðu.
Pallborðið |
Magnús Árni
Magnússon
skrifar
Nú hafa þau tíðindi orðið að tveir
stjórnarandstöðuflokkar hafa komið
sér saman um nánara samstarf en aðrir
og sameinað þingflokka sína, þó
hreyfingarnar sem að baki þeim
standa verði áfram sjálfstæðar skipu-
lagsheildir. Þá bregður svo við að það
hljóð sem heyrist úr horni Alþýðu-
bandalagsins er á þá lund að nú ætli
það sko að snúast til varnar ásamt
Kvennalistanum gegn þeirri vá sem
nú steðji að þeim í formi hins nýja
þingflokks. Það gerist þrátt fyrir það
að yfirlýst markmið þingflokks jafnð-
armanna sé að stuðla að nánara sam-
starfi innan stjómarandstöðunnar og
að þessi sameining þingflokkanna sé í
raun til að formgera það sem var orðið
í raun: Alger hugmyndafræðileg sam-
staða Alþýðuflokks og Þjóðvaka.
Menn tala um að með þessu hafi
fmmkvæðið verið hrifsað úr höndum
Alþýðubandalagsins, sem hrifsaði það
an Jónas stofnaði tvo flokka á sama
árinu, eða kannski frá stofnun Sjálf-
stæðisflokksins, sem kannski var enn
meiri atburður í ljósi sögunnar.
A Islandi verður enginn ríkur af
stjómmálaþátttöku og því síður virtur
að verðleikum í lifanda lífi. En það
hlýtur að vera hávamálaerindið um
orðstírinn sem rekur menn til þessarar
eih'fu baráttu um frumkvæðið, því ef
ekki væri fyrir hana, væri búið að
sameina þessa flokka fyrir löngu.
Höfundur er varaþingmaður
Alþýðuflokksins í Reykjavík
Menn tala um að með þessu hafi frumkvæðið verið
hrifsað úr höndum Alþýðubandalagsins, sem hrifsaði
það þá væntanlega úr höndum Jóhönnu sem hrifsaði
það úr höndum Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars sem
tóku við því af Vilmundi....
þá væntanlega úr höndum Jóhönnu
sem hrifsaði það úr höndum Jóns
Baldvins og Ólafs Ragnars sem tóku
við því af Vilmundi sem tók upp
frumkvæði Hannibals, sem tók við af
Héðni og sjálfsagt eru þeir margir
minni spámennimir þama á leiðinni
sem héldu dauðahaldi í frumkvæðið
að sameiningu Alþýðunnar í einum
flokki. Héldu slíku dauðahaldi í frum-
kvæðið að það varð að kyrkingartaki
hins eigingjama. Allir vilja eiga heið-
urinn að því sem yrði mesta afrek á
sviði spilamennsku stjómmálanna síð-
Um næstu mánaðarmót
hefst vetrardagskrá
Sjónvarpsins með form-
legum hætti. Ýmsir ís-
lenskir þættir verða á dag-
skrá. Alþýdublaðið hefur
þegar sagt frá spjallþætti
þeirra Ingólfs Margeirs-
sonar og Árna Þórarins-
sonar en hann mun bera
heitið Á 11. stundu og
verður á dagskrá á mið-
vikudagskvöldum. Hemmi
Gunn verður á skjánum
hálfsmánaðarlega á laug-
ardagskvöldum og á móti
honum verður grínþáttur
sem þau Guðný Hall-
dórsdóttir, Sigurjón
Kjartansson og Jón
Gnarr hafa yfirumsjón
með en auk þeirra koma
að gerð þáttanna þau
Edda Björgvinsdóttir og
Magnús Ólafsson. Vænt-
anlega sprellandi fjör þar
á ferð en þátturinn mun
heita Orninn er sestur.
Dagsljós og Ó-ið verða
ennfremur á dagskrá sem
og síðasta vetur...
Mikill áhugi er fyrir
Geirfinnsmálinu og
eins og lesendur Alþýðu-
blaðsins þekkja er Sigur-
steinn Másson nú að
gera heimildamynd um
málið og Viðar Víkings-
son kvikmyndagerðar-
maður er nú að leita eftir
fjármagni til að gera mynd
sama efnis. Fyrirhugað er
að sú mynd lúti lögmáli
skáldskaparins og verður
einskonar sáIfræði-try11ir.
Vinnutitillinn er Öskur í
spegli. Viðar hefur þegar
hlotið styrk til gerðar
myndarinnar frá Menning-
arsjóði útvarpsstöðva...
Skemmtikrafturinn Dav-
íð Þór Jónsson
hyggst nú beina kröftum
sínum í ríkari mæli inná
aðrar brautir en þær einar
að segja skemmtisögur á
sviði. Davíð upplýsti í út-
varpsþætti Árna Þórar-
inssonar á Rás 2 á dög-
unum að hann væri nú
starfandi í hljómsveitinni
Farisearnir þar sem hann
er potturinn og pannan,
semur lög og texta, spilar
á gítar og syngur. Hljóm-
sveitin er við upptökur og
mun senda frá sér disk fyr-
ir jólin. Davíð Þór ætlar
sjálfur að gefa út plötuna
en samningar um drey-
fingu hennar standa yfir.
Davíð hefur getið sér gott
orð sem laga og einkum
textasmiður með hinni
fornfrægu hljómsveit Kát-
um piltum úr Hafnarfirði
og með þýðingu sinni á
söngleiknum Hárinu. Þá
hefur hann samið texta
fyrir ýmsar hljómsveitir
svo sem SSSól (Það eru
álfar inní þér). Hins vegar
eru deildari meiningar um
sönghæfileika Davíðs en
hver mun geta dæmt bet-
ur fyrir sig þegar líða tekur
að jólum...
"FarSido" eftir Gary Larson
Psycho III
Myndir þú mæta Mike Tyson í hringnum fyrir 330 milljónir?
mm
Smári Waage bílstjóri: Já,
engin spurning. Ég myndi
þykjast vera rotaður eftir
nokkrar sekúntur.
Ómar Örn Hauksson
teiknari: Já, en ætli hann
myndi ekki rota mig í hvelli.
Benedikt Guðbjartsson
bankamaður: Nei, mér þyk-
ir alltof vænt um það litla sem
eftir er af þessu andliti.
Sacchini Guillaume nála-
stungusérfræðingur: Já, en
ætli ég myndi þola meira en
svona 5 til 10 sekúntur.
Trausti Sverrisson bóndi:
Nei, ég kann ekki box.
JÓN ÓSKAR
Hálaunastáttir maka krókinn
og fá launahækkanir ár eftir ár
á meðan forysta fjölmennra lág-
launasamtaka fíflast í einhverri
þjóðarsátt, sem klókir menn
skrökva að henni að komi
skuldugu láglaunafólki
sérstaklega til góða.
Oddur Ólafsson í DT í gær.
Ferskleiki hugmyndarinnar
við að ráða Einar Karl til þessa
verkefnis er augljós.
Ágúst Einarsson í DT í gær.
Halldór Laxness sigraði
heiminn með íslenskunni.
Bubbi Morthens í DT í gær.
Konur, er þetta ekki jafnrétti í
hnotskurn? Við getum, við viljum
og þorum. Höfum karlmennina
með á okkar forsendum.
Helga Dögg Sverrisdóttir tekur upp hansk-
ann fyrir fráskilda karlmenn. Mogginn í gær.
Ég stundaði karate í nokkur ár en
eitt sinn þegar ég var á rúntinum
á mótorhjóli opnaði ung dama
bílhurðina beint í flasið á mér.
Hjörtur P. Jónsson rallkappi, og... kappi,
í Mogganum í gær.
En meiðslin sem ég varð
fyrir há mér ekki í rallinu.
Þau eru á vinstri fæti,
bremsufætinum. Ég nota
bensínfótinn meira...
Hjörtur aftur.
Ef svona nokkuð sæist
í Skandinavíu og reyndar víðar
yrði allt vitlaust. Það þykir
einfaldlega ekki við hæfi að geia
þá einhiiða mynd af atvinnulífi
og stjórnkerfi þjóða á Vesturlönd-
um að þar séu karlar allt í öllu
endar er það ekki raunin.
Kristín Ástgeirsdóttir þrasar um kynjakvóta
en í sendinefnd íslands í Kóreru er engin
kona. DV í gær.
Dagvistun skal það heita í
Reykjavík. Leikskóiar eru einkum
í Hafnarfirði og hjá fólki sem ekki
vill láta taka sig of alvarlega.
Sigurður Antonsson í DV í gær.
Samkvæmt orðanna hljóðan er
refsing einfaldlega refsing.
Jónas Kristjánsson ritstjóri berst fyrir harð-
ari refsingum í leiðurum sínum og svo var
einnig í gær í DV.
fréttaskot úr fortíd
m e n n
v i t
Hundapestin
Að því er Magnús Einarsson dýra-
læknir segir, er hundapestin komin til
bæjarins. Ráðleggur hann sveitahund-
um að halda sér í hæfilegri fjarlægð
frá bænum meðan pestin geysar, og
skorar á eigendur þeirra að hafa áhrif
á þá í þá átt. Vonandi hefir þetta til-
ætluð áhrif.
Alþýðublaðið,
þriðjudaginn 12. október 1920.