Alþýðublaðið - 11.09.1996, Page 7

Alþýðublaðið - 11.09.1996, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐK) 7 s a g a ■ I tilefni af því að nú eru 80 ár liðin frá stofnun Alþýðuflokksins mun Alþýðublaðið á næstunni birta gamlar blaðagreinar sem snerta baráttumál og hugmyndafræði jafnaðarmanna eða varpa Ijósi á að- sfæður íslenskrar alþýðu þegar frumherjar jafnaðarstefnunnar kvöddu sér hljóðs. ■ Eitt af fyrstu baráttumálum jafnaðarmanna var að lög yrðu sett um vöku- tíma sjómanna, enda má heita að algert þrælahald hafi viðgengisttil sjós. Oft þurftu sjómennirnir að vaka sólarhringum saman og er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig það hefur leikið þessa hraustu menn. Hinn 26. mars 1921 skrifaði sjómaður grein í Alþýðublaðið og lýsti tæpitungulaust þeim pyntingum sem viðgengust á íslensku togurunum Vökurnar á togurunum ■ Einn af dálkahöfundum Alþýðublaðsins á þriðja áratugnum skrifaði undir dulnefninu „Fjölnir". í þessari kjarnyrtu grein frá 21. júlí 1922 hvetur hann lifandi menn til að kasta af sér hlekkjum fortíðar og úreltum lögum og segir „stjórn hinna dauðu" stríð á hendur Stjórn hinna dauðu Tæplega er hægt að hugsa sér þrælsiegri pyntingu á heilbrigðum manni, en að varna honum svefns, þegar náttúran gerir sínar sterku kröf- ur til svefns og hvíldar. Það eru máske tiltölulega fáir af les- endum blaðanna, sem gera sér ljósa grein fyrir þessu í fljótu bragði, því flest fólk býr við þau lífskjör, að það getur farið að sofa þegar þörfm krefur (eins og allir vita) á hverri einustu nóttu. Á hverri einustu nóttu þurfa menn meiri eða minni svefn, til að endur- næra og styrkja líkamann, og þá ekki sízt þeir, sem líkamlega erfiðisvinnu stunda. - Ýmsir kannast máske við það, að vaka 3 dægur í einu (36 kl.tíma). Við skulum segja að maður- inn fari á fætur og til vinnu sinnar kl. 6 að morgni og vinni til kl. 6 að kvöldi, svo kemur eitthvert það atvik fyrir að sami rnaður verður að vaka nóttina eftir, en vill svo ekki, eða má ekki, slepppa vinnu sinni næsta dag. Sá hinn sami finnur það fljótt þegar líður á seinni daginn, að hann er ekki hálfur maður til vinnu sakir magnleys- is og sljóleika. Þetta er mér óhætt að segja að eru þær mestu vökur sem landmenn yfir- leitt þekkja til, og sem betur fer er þetta mjög fátítt í landi. En þá snúum við okkur að sjómönnunum, og þá einkanlega að togaramönnum (því á öðrum skipum er lögboðinn hvfldar- tími, á þeim skipum er halda sjó dög- um eða vikum saman). Eg hefi verið sjómaður í 25 ár og þekki held eg allar veiðiaðferðir sem notaðar eru hér við land, lengstan tímann hefi eg verið á þilskipum á handfæraveiði, á þeim skipum getur maður oft fengið að vaka mikið ef fiskur býðst, en það er bót í máli að þar ræður hver sjálfur hve miklar vökur hann leggur á sig, og allir mega sofa sína „frívagt", ef þeir vilja, sem er að jafnaði hálfur sól- Eg til dæmis hefi oft séð það, að ungir og hraustir menn hafa steinsofnað með nefið ofan í diskinn, sem þeir hafa verið að borða úr, og hvar sem menn stanza og í hvaða steUingum, eru þeir sofnaðir. Þetta er ekki kvalalaust. Eg hefi reynt þetta sjálfur. Þegar svefninn ásækir mann svona fast, er engu iíkara, en verið sé að slíta eitthvað út frá hjartarótum manns. arhringurinn. Öðru máli er að gegna á togurun- um, þar hefir sá vani ríkt og ríkir enn, að þegar skipið byrjar að físka, þá eru allar „vagtir“ afnumdar, allir verða að vaka og vinna meðan fiskur fæst, sem oft getur orðið allan túrinn. Þegar menn eru búnir að vaka 50, 60 eða 70 kl.tíma, þá verður skipið að hætta veiðum algerlega, þá eru allir svo magnlausir og úttaugaðir, að verk- ið gengur bókstatlega ekki neitt. Nú fá menn að sofa 4-6 kl.tíma, en eru svo miskunnarlaus! rifnir upp aftur litlu betri eftir þennan stutta svefn, og þá byrjar jafnlöng skorða aftur, og í þessari seinni skorpu byija hinar veru- legu þjáningar mannanna. Eins og líka hver heilvita maður hlýtur að skilja, að sé maðurinn nokk- urn veginn útsofinn, þá þolir hann mikið einu sinni, en þegar á að fara að þvinga fram vinnukraft hjá úttauguð- um mönnum, þá er ekki von að vel fari. Mér er óhætt að segja, að það er úr- valið úr íslenzkum alþýðumönnum, sem ræður sig á togarana, því það þýðir ekki neinum liðleskjum, þeir eru settir í land eftir fyrsta túr, en hörmu- legra er að sjá hvernig með þessa menn er oft og einatt farið. Eg til dæmis heft oft séð það, að ungir og hraustir menn hafa steinsoíh- að með nefið ofan í diskinn, sem þeir hafa verið að borða úr, og hvar sem menn stanza og í hvaða stellingum, eru þeir sofnaðir. Þetta er ekki kvala- laust. Eg hefi reynt þetta sjálfur. Þegar svefninn ásækir mann svona fast, er engu líkara, en verið sé að slíta eitt- hvað út frá hjartarótum manns. Eg hefi ekki verið nema 3-4 ár á togurum, en það er ærið nógur tími til þess, að eg þekki út í ystu æsar lífið þar um borð. Samt skal eg taka það fram, að eg hefi ekki verið um borð í þeim 2 síðustu árin, en eg þekki marga togaraháseta og veit að þetta er að mestu leyti óbreytt. Þó finnst mér skylt að geta þess að endingu, að einn skipstjóra þekki eg, sem undanfarin 2 ár heftr haft vakt- askifti á sínu skipi, þannig, að hann hefir alltaf látið 1/4 af sínum mönnum sofa, en 3/4 á þilfari. hann hefir aldrei þurft að hætta veiðum til að hvíla fólkið eins og hinir. Þetta hefir haft þau áhrif, að hann heftr skarað fram úr öllum að fiska. Þessi skipstjóri er Guðm. Jónsson nú á Skallagrími. Þetta er nákvæmlega sama tilhögun og við sjómenn förum nú ffam á. Sól- arhringnum sé skift í 4 jafna parta, mönnunum sömuleiðis. Með því kem- ur 6 tíma svefn á hvem mann á sólar- hríng. ■ Hinn heimsfrægi rithöfundur Jack London, sem var jafnaðarmaður, telur það á einum stað meðal einkenna jafn- aðamianna, að þeir vilji ekki láta hina dauðu stjóma sér. Ýmsum kann að þykja þetta hálf- hjákátlega sagt. Þeir vilja ekki kannast við, að hinir dauðu hafi neina stjóm á hendi nú á tímum. En svo er það nú samt. Það skal nú að vísu játað, að vér höfum nokkurn veginn lifandi menn við stjómartaumana víðast hvar - til að sjá að minsta kosti. En „komirðu, karl minn! nærri“, þá kemur annað í ljós. Lögin, fyrirkomulagið, hugsan- imar - alt er samkvæmt því, sem for- feðurnir settu, skipuðu, hugsuðu, höfðust að fyrir einu, tveimur, þremur og upp að sjö hundruðum ára eða jafn- vel lengur. Hinir dauðu hugsa enn í heilum manna og starfa enn í líköm- um manna. Hugsunin, sem liggur til gmndvall- ar fyrir núverandi þjóðfélagsskipulagi, er margra þúsunda ára gömul; stjóm- arskipunin, eins og hún er nú, er hugs- uð fyrir meira en tvö hundmð ámm; hér eru enn í gildi lagafyrirmæli frá því á 13. öld. Meginþorri allra laga hér á landi er afgamall að minsta kosti að hugsun til. Það er svo sem sýnilegt, að hinir dauðu stjóma enn hér á landi. Þeirra er „ríkið, mátturinn og dýrðirí* í öllum efnum. Og fjöldi manna er ekki annað en innantómir bjórar, sem hinir dauðu hafa tekið sér bólfestu í. Þess vegna er lflca altaf hjakkað í sama farinu. Hinum dauðu þykir alt hafa farið bezt í ungdæmi þeirra og vilja ógjaman breyta frá því. Það er ekki nema mannlegt. Þeim er því ant um, að það skipu- lag, sem þeir komu á, sé í heiðri haft, lögunum, sem þeir settu, sé hlýtt, dómstólamir, sem þeir stofnuðu, séu virtir og því lífi, sem þeir lifðu, sé lif- að áfram. En nú er öldin önnur. Þess vegna geta lifandi menn ekki sætt sig við það, að hinir dauðu stjómi. Lifandi menn vilja hugsa sjálf- ir eins og bezt hentar á þeirra tíma. Lifandi menn vilja sjálfir starfa eins og þeim er hagkvæmast og arðvænast, og lifandi menn þola ekki dauðum draugum að skrölta í líkama sínum. Jafnaðarmenn vilja ekki láta hina dauðu stjóma sér, af því að þeir em lifandi og hugsandi og starfandi menn. Þess vegna vilja þeir ekki láta gamalt og úrelt þjóðfélagsfyrirkomulag binda hendur sínar og drepa með því fjölda lifandi manna, sem fæddir em til þess að lifa. Þess vegna vilja þeir ekki láta gömul og heimskuleg lög meina sér að vinna mannúðarverk. Þess vegna vilja þeir sjálfir setja lög, sem fullnægi réttarmeðvitund og siðferðishugsjón- um samtíðarinnar og framtíðarinnar, en ekki genginnar og gleymdrar for- tíðar. Þess vegna vilja þeir miða starf- semi sína við lífið. Trúaijátning þeirra er þess vegna: Lífið er dásamlegt. Það, sem því er fjandsamlegt, er ilt. Því ber að útrýma. Stjórn hinna dauðu er ill. Hún er eins og kínverskur skór á fæti lýðsins, sem kremur hann og mer og kemur í veg fyrir eðlilegan þroska. „En svona er það bezf \ æpa hinir dauðu úr inn- antómum bjórunum; „við þekkjum engin dænú til annars betra. Við leggj- um engan trúnað á hugsjónir og heila- brot. Við munum eftir þessum heila- brotamönnum, sem aldrei urðu að manni. Þeim datt í hug að fljúga í loft- inu, en aldrei gátu þeir það í okkar tíð; þess vegna geta þeir það aldrei. Mað- urinn hefir ekki vængi, og við þekkj- um ekkert í náttúrunni, sem flýgur án þess að hafa vængi.“ Og innantómu bjórarnir brosa og velta vöngum ineð spekingssvip. Þeir finna, sem er, að ekki er unt að bijóta heilann í tómum haus. En lifandi menn skifta sér ekki af því. Þeim er sama um alt þetta dauðra drauga og innantómra bjóra veldi. Þeir finna til ólguþrungins æðasláttar lífs- ins í sjálfum sér og skilja skýringa- laust, að ekkert skipulag, engin lög, enginn réttur, enginn dómstóll og eng- inn stjóm er æðri en lög og réttur lífs- ins ævaranda eids. , Alt skal lúta eldinum þeim.“ Frá vígslu nýja hæstaréttarhússins föstudaginn 13. sept- ember 1996. „Fjölnir" skrifar 1922: Hugsunin, sem ligg- ur til grundvallar fyrir núverandi þjóðfélagsskipulagi, er margra þúsunda ára gömul; stjórnarskipunin, eins og hún er nú, er hugsuð fyrir meira en tvö hundruð árum; hér eru enn í gildi lagafyrirmæli frá þvf á 13. öld.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.