Alþýðublaðið - 26.09.1996, Page 1

Alþýðublaðið - 26.09.1996, Page 1
■ Ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýna forseta Islands fyrir ummæli hans um vegi í Barðastrandasýslu ■ Yfirlýsingar Gunn- ars Birgissonar vekja Dónaleg framkoma í garð forsetans - segir Steinunn Þorsteinsdótt- ir hreppsnefndarmaður í Reyk- hólahreppi. „Við höfum lengi verið afskipt í vegamálum og erum ánægð með að vakin skuli athygli á því." „Mér finnst þetta dónaleg framkoma í garð forsetans. Ég skil ekki afhverju mennirnir geta ekki gleymt pólitíkinni aðeins, eða afhverju forsetinn má ekki hafa skoðanir á vegamálum,“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir, sem sæti á í hreppsnefnd Reyk- hólahrepps í Barðastrandasýslu, um viðbrögð ráðherra og þing- manns Sjálfstæðisflokksins við yfirlýsingum Ólafs Ragnars Grímssonar um ástand vega í sýslunni. Forseti lét þau orð falla eftir heimsókn sína vestur á dögunum að brýnt væri að bæta vegi í Barðastrandasýslu, enda væru þeir óvíða verri á landinu. Hall- dór Blöndal samgönguráðherra brást við með því að segja að Ól- afur Ragnar hefði betur sýnt vegamálum Vestfirðinga áhuga þegar hann var þingmaður. Þá ritaði Árni Johnsen alþingismað- ur grein í Morgunblaðið í gær og sagði að forseti hefði farið út fyr- Halldór Blöndal og Ólafur Ragnar Grímsson á Alþingi. íbúum í Barðastrandasýslu finnst viðbrögð sjálfstæð- ismanna við orðum forseta ósæmileg. ir verksvið sitt. Steinunn sagði að íbúar í sýsl- unni væru mjög ánægðir með heimsókn forsetahjónanna, sem hefði heppnast vei í hvívetna. Þá væri ástand vega í sýslunni með þeim hætti, að ekkert athugavert væri þótt vakin væri athygli á því. „Við höfum lengi verið af- skipt í þessum málum og erum ánægð með að vakin skuli athygli á þessu máli,“ sagði Steinunn. ■ Njála í fyrsta sinn í finnskri þýðingu Gunnará Hlíðarenda f Bosníu Njáls saga er nú í fyrsta sinn komin út á finnsku og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þýðinguna gerði hinn þekkti rithöfundur Antti Tuuri, sem áður hafði þýtt Egils sögu á frnnsku. Gagnrýnandinn Aimo Siltari segir þýðinguna „afreksverk" og hrósar gagnorðum og kaldhæðnislegum stíl sögunnar. Njáls saga lýsir hringrás blóðhefndarinnar sem engan enda tek- ur og steypir heilum ættum, skyld- mennum og vinum í glötun, segir Silt- ari. Hann segir að Njáls saga beini huganum að þeim ódæðisverkum og bræðravígum sem unnin hafa verið í hjarta Evrópu síðustu ár. furðu og reiði Getum ekki látið bjóða okkur svona vinnubrögð - segir Guðmundur Oddsson. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks leggja til að tónlistarhöll verði byggð í Kópavogi. „Við erum með menntamálaráð- herra sem hefur lýst því yfir að stefna beri að byggingu tónlistarhallar innan tíðar. Ef það er tilfellið að Kópavogur getur lagt fram 300 milljónir eins og ekkert sé í byggingu tónlistarhúss í Kópavogi eins og Gunnar Birgisson vill meina, þá er spuming hvort ekki eigi að hugsa stænra og reisa tónlist- arhöll," segir Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Kópavogi en hann hefur ásamt Krist- jáni Guðmundssyni lagt fram tillögu í bæjarstjóm þess efnis að sérhönnuð tónlistarhöll verði byggð í Kópavogi. „Við erum með hóp fólks sem hefur áhuga á að taka þátt í því að reisa tónlistarhöll og kannski er þama komið þar sem þarf til að leysa í eitt skipti fyrir öll þau tónlistarhúsa- vandamál sem hafa svo mjög plagað þjóðina. Kópavogur yrði þá eins kon- ar Mekka tónlistarlífs í landinu,“ seg- ir Guðmundur. Tillagan kemur í beinu framhaldi af þeim orðum Gunnars Birgissonar, formanns bæjarráðs, í Morgunblað- inu að ákveðið hefði verið að reisa sérhannað tónlistarhús í Kópavogi. Þessi tilkynning Gunnars virðist koma flestum bæjarfulltrúum á óvart og þeir kannast ekki við að ákvörðun hafi verið tekin í því máli. Bæjar- stjórinn, sem nýkominn er til landsins úr fríi, mun ekki heldur kannast við þess ákvörðun og er sagður heldur óhress með málsferð. „Það er náttúrlega fyrir neðan allar hellur að við skulum lesa það fyrst í blöðunum að búið sé að ákveða framkvæmdir upp á hundruði millj- óna,“ sagði Guðmundur Oddsson. „Ég meina það í fúllri alvöru að við getum ekki látið bjóða okkur svona vinnubrögð.“ w ■ Oróleiki á fréttastofu Stöðvar 2 vegna brottreksturs Sigursteins Mássonar Þetta er skrípaleikur Bessastaöa- bækurnar á sínum stað. Hvað segir Korní í dag? Þingmenn stjórnar- andstöðunnar safna vopnum sínum fyrir heitan vetur í pólitík. Eða hvað? Ritstjórinn sem get- ur eldað menn uppí rúm til sín -eða getur hún það? - segir Sigursteinn Másson og telur víst að Jón Ólafsson ráði því að hann var rekinn. Heimir Már Pétursson: Sem trúnaðar- maður lít ég þetta mjög alvar- legum augum. ,,Ég er mjög ósáttur við það að Elín Hirst fréttastjóri skuli gera lítið úr mér sem starfsmanni. Ég hef aldrei á sjö ára fréttamannsferli mínum fengið svo mikið sem eina ámiimingu,“ segir Sig- ursteinn Másson fyrrverandi frétta- maður Stöðvar 2 í samtali við Alþýðu- blaðið. Eins og blaðið greindi frá í gær hefur Sigursteini verið sagt upp. f hans huga leikur enginn efi á um að uppsögnin tengist efhi heimildamynd- ar um Geirfmnsmálið sem hann er að vinna og þeirri staðreynd að kona Páls Baldvins Baldvinssonar er dóttir eig- inkonu Hallvarðs Einvarðssonar ríkis- saksóknara sem kemur við sögu í myndinni. Sigursteinn segir þetta koma sér í opna skjöldu einkum vegna þess að í sumar lýsti Elín því yfir í vitna viður- vist að hún teldi vinnu Sigursteins við gerð heimildarmyndar um Geirfmns- málið markverða. „Það komu aldrei neinnar kvartanir vegna þessarar vinnu minnar né kvartanir þess efnis að ég gæti illa sinnt vinnu minni á fréttastofunni hennar vegna,“ segir Sigursteinn. Heimir Már Pétursson.er trúnaðar- maður fréttamanna Stöðvar 2 og hann segist aldrei hafa orðið var við óánægju með störf Sigursteins. „Ég undrast þessa uppsögn og þær ástæður sem fréttastjóri gefur í viðtali við Al- þýðublaðið. Ég lít það alvarlegum augum þegar einum af mínum starfs- félögum er sagt upp störfum og í upp- sagnarbréfinu eru engar ástæður gefii- ar,“ segir Heimir og telur það augljóst að þessi gjömingur ali á óöryggi með- al starfsmanna. ,,Það er illt ef hægt er að segja starfsmönnum upp án aðvar- ana eða gildra ástæðna. Það hlýtur að þurfa að endurskoða forsendur þessar- ar uppsagnar.“ Heimir segir þetta mál svo nýtt á nálinni og ekkert sé hægt að segja um hvort gripið verði til aðgerða. „Ég gat reyndar búist við því að Jón Ólafsson myndi skipa Elínu Hirst að Sigursteinn Másson: Ég gat reyndar búist við því að Jón Ólafsson myndi skipa Elínu Hirst að reka mig. reka mig í framhaldi af samningi mín- um við Ríkissjónvarpið um sýningar- rétt,“ segir Sigursteinn. „En það var eftir að forsvarsmenn Stöðvar 2 höfðu reynst ófáanlegir til að samþykkja að frumsýning á þáttunum tveimur yrði þar vegna þeirra vandræða sem þeir telja sig standa frammi fyrir vegna dagskrárstjórans Páls Baldvins Bald- vinssonar og tengsla hans við ríkissak- sóknara. Það er enginn vafi á að af- staða þeirra tengist þessu máli enda kom það fram í öllum samtölum, við- ræðum og þetta vita allir innan Stöðv- arinnar, og aldrei verið einhver felu- leikur af hálfu Páls Baldvins. Hann hefur alltaf sagt þetta vandræðamál fyrir sig.“ Sigursteinn segir tómt mál um að tala að fféttastofa Stöðvar 2 sé sjálf- stæð. „Það vita allir fréttamenn sem eru starfandi á fféttastofunni að svo er ekki í raun. Því miður og þetta er ein staðfestingin á því. Ég sat langan fund með Jóni Ólafssyni sjónvarpsstjóra, Magnúsi E. Kristjánssyni markaðs- stjóra og Hreggviði Jónssyni fram- kvæmdastjóra þróunarsviðs nýverið. Mér þykir það harla sérkennileg til- viljun þegar Elín, eftir að hafa látið þess getið í vitna viðurvist að ég hafi alveg staðið mína plikt á fréttastof- unni, segi mér upp daginn eftir fúnd- inn. Þetta er í rauninni skrípaleikur," segir Sigursteinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.