Alþýðublaðið - 26.09.1996, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 26.09.1996, Qupperneq 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 s k o ð a n i r MÞY9UBUDID 21183. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökulsson Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín ehf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Skýr skilaboð Skýrari geta skilaboð Seðlabankans tæpast verið. Ef ekkert verður að gert stefnir í mikinn halla á viðskiptum við útlönd með tilheyrandi skuldaaukningu og óróa á gjaldeyrismarkaði. Verðlag fer hækkandi og stefhir að óbreyttu í verðbólgustig sem er hærra en samrýmist jafnvægi og stöðugleika í hagkerfmu. Varhugaverð þenslumerki sjást víða. Útlánaaukning hjá peningastofnunum og stóraukin eyðsla heimilanna er mun meiri en hagvaxtaraukningin. Fjárfestingar atvinnulífsins eru mjög umfangsmiklar. Undir venjulegum kringum stæðum bæri að fagna því. Þær bera vott um bjartsýni og batnandi afkomu. Það er þó athyglisvert að fjár- festingamar eru nánast eingöngu í sjávarútvegi. Það sem af er ár- inu hafa innlánsstofnanir aukið lán um liðlega átta milljarða króna til sjávarútvegsins. Þær fjárfestingar eru að stærstum hluta í veiðum, en það sem skyggir á þetta er að fjárfest er í úthafsveið- um með óvissri framtíð. Það vita allir, sem vilja vita, að við munum ekki veiða 35 til 40 þúsund tonn í Smugunni til langframa. Þá er líka ljóst að veiðar á 20 þúsund tonnum af rækju á Flæmska hattinum verða ekki liðn- ar til lengdar. Fjárfestingar í þessum veiðum eru því vafasamar, svo ekki sé meira sagt. Sjávarútvegurinn skuldar um 110 millj- arða króna, svipaða upphæð og fyrir fimm árum. Þetta er til marks um að góðærið í sjávarútvegi að undanfömu hefur ekki verið notað til að ná niður skuldunum, heldur í ný útgjöld. Skuldir heimilanna fara greinilega vaxandi, samfara batnandi afikomu fólks. Það er sérkennilegt og mótsagnakennt. Þá er það og umhugsunarefni, að hér er ekki um að ræða skuldir vegna íbúðabygginga. Útgáfa húsbréfa hefur aukþess ekki verið meiri í þijú ár en nú. Kaupmáttur launa hefur hækkað um 10 prósent á síðustu tveimur árum. Trauðla verður séð að hagkerfi sem vill vera í jafnvægi geti gert mikið betur án þess að brjóta af sér öll bönd. Akjósanlegast væri að stilla hagkerfið inná 5 prósent kaup- máttaraukningu árlega. Það er betri árangur en í nágrannaríkjun- um. Þessi kaupmáttaraukning hefur hinsvegar að nokkru verið tekin að láni. Þessvegna þurfum við að leggja meira fyrir og spara. Ef þenslan fær að smjúga í gegnum hagkerfið óhindrað með til- heyrandi afleiðingum verður dýrt fyrir heimilin að skulda, því vaxandi verðbólga hækkar bæði verðbætur og vexti. Reiknað var út að hækkun á innfluttu grænmeti í sumar hefur kostað heimilin í landinu nokkur hundruð milljónir í auknum skuldum. Því miður hefur ríkisstjómin horft aðgerðalaus á vaxandi spennu og hækk- andi verðlag. Stjómin ber til dæmis fulla ábyrgð á verðhækkun- um á grænmeti og fleiri matvælum í sumar. Hún kyndir því hressilega undir verðlagi, með því að taka hagsmuni fárra ffam- yfir hagsmuni heildarinnar. Það er þessvegna fagnaðarefni að Al- þýðusamband íslands skuli loksins vera farið að skoða verðlækk- anir á innfluttum matvælum sem kröfugerðaratriði í komandi kjarasamningum. Það var vissulega kominn tími til. Allt ber því að sama bmnni. Þegar saman fer stjómlaust lífs- gæðakapphlaup og ríkisstjóm sem telur skyldu sína að hygla sér- hagsmunum, en lætur reka á reiðanum að öðm leyti, er ekki von á góðu. Skilaboð og aðvömn Seðlabankans em skýr. Þau snúa að þjóðinni allri, en ekki hvað síst að ríkisstjórninni: Dragið úr eyðslu og útgjöldum, annars lendum við á slóð sem leiðir okkur hratt í miklar og dýrkeyptar ógöngur. ■ Með eld í Nokkur orð um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, stofn- anda Kvenréttindafélags íslands, á 140 ára afmæli hennar. Kvenréttindafélag íslands heldur nú sinn 19. landsfund, dagana 27-28. september í Hafnarborg í Hafnarfirði. Það fer vel á því að halda landsfund- inn á þessum tíma því 27. september eru 140 ár frá fæðingu Bríetar Bjam- héðinsdóttur. Gestaboð | Hulda Karen Ólafsdóttir skrifar Bríet Bjamhéðinsdóttir fæddist að Haukagili í Vatnsdal þann 27. septem- ber 1856. Foreldrar hennar voru Bjarnhéðinn Sæmundsson bóndi og Ingunn Snæbjömsdóttir. Þegar Bríet er unglingur fer hugur hennar að beinast að misrétti á milli karla og kvenna, bæði að því er snerti verkaskiptingu þeirra á milli, launa- kjör og ekki síst hversu greiðari karl- manninum var menntavegurinn en konunni. Síðar sagði hún sjálf ítá því þegar hún sextán ára situr á hnjánum með rúmíjöl við lítið ljós og skrifar sínar fyrstu hugleiðingar um „menntun og réttindi kvenna“. Hugur hennar stóð til mennta enda hafði hún til þess mikla hæfileika. Á uppvaxtarárum Bríetar áttu stúlkur sjaidan kost á öðru en lestramámi, þrátt fyrir námslöngun og gáfur. Og þær þurftu að stelast til að læra að skrifa. Bríet var svo lánsöm að þegar foreldrar hennar flytjast að Böðvarshólum í Vesturhópi, Vestur- Húnavallasýslu vom til húslestrarbæk- ur sem hún kemst í, „þegar ég var unglingur heyrði ég lesnar bæði ár- bækur Espólíns, stærri Mannkynssögu Melsteðs, Félagsritin, Skími og ýmis- legt fleira". Bríet var fermd af séra Jóni Krist- jánssyni á Breiðabólstað í Vesturhópi 5. júm' 1870 og hlaut sem vænta mátti ágætan vitnisburð. Til er saga af ferm- ingu Bríetar. Þegar hún stóð á kirkju- gólfinu spurði prestur hana einhvers sem vani var. Hún svaraði og fór með ritningargrein utanað. Prestur sagði þetta ekki rétt með farið. Hún þrætti og lét ekki undan. Eftir messu var far- ið að líta í biblíuna og reyndist Bríet hafa rétt fyrir sér. Árið 1884 fluttist Bríet til Reykja- víkur þá 28 ára gömul. Hún kynntist lífsförunauti sínum Valdimar Ás- mundssyni. Þau eru gefin saman 1888. Síðar sagði Bríet að hún ætti honum mikið að þakka í sambandi við þroskaferil sinn, sambúðin við hann hefði opnað sér nýjan menntaheim. Valdimar var ritstjóri Fjallkonunnar. Þegar Bríet heldur sinn fyrsta opin- bera fyrirlestur 30. desember 1887, „Nokkur orð um frelsi og menntun kvenna", hefur þessi framhleypna unga stúlka, sem gerir kröfur fyrir hönd kvenna, mætt misjöfnum dóm- æðum IVið þökkum forsjóninni fyrir það að til eru konur á ls' landi með eld í æðum og baráttu í hjarta, sem eru að vinna að jafnréttismálum! um. Á þessum tímapunkti fara kven- réttindamál að verða umræðuefni manna á meðal. Mikil frelsisvakning kvenna á upp- tök sín í ffelsisstríði Bandaríkjamanna og frönsku stjómarbyltingunni seint á 18. öldinni. Það átti fyrir bandarískum konum að liggja að vera í fararbroddi kvenffelsiskvénna. Bríet kynntist Carrie Chapmann Catt (1859-1947, forseti Alþjóðasam- taka kosningafélaga) á ferðum sínum og dáðist að mælsku hennar, stjóm- semi og skipulagshæfileikum. C.C. Catt skrifar Bríeti og vekur máls á því að hún stofni kvenréttindafélag á ís- landi sem geti orðið aðili að Alþjóða- samtökunum. Henni var kunnugt um takmarkaðan kosningarétt kvenna til sveitarstjórnar sem íslenskar konur fengu 1882. Samband Bríetar og Catt komst á fyrir tilstilli Jóhönnu Munther sem var ritari í kosningaréttarsamtökum danskra kvenna (Dansk Kvindeforen- ings Valgretsforbund) en veturinn 1905-1906 fékk Bríet mörg bréf frá henni. í þessum bréfum hvatti Jó- hanna Bríeti til að stofna kvenréttinda- félag. Hún hafði skrifað um Bríeti og störf hennar að kvenréttindamálum og birt myndir af henni í blaði Dk, Kvin- den og Samfundet. Þetta blað fór víða og vakti athygli á Bríeti og því sem hér var að gerast. Ennfremur sendi Jó- hanna Bríeti erlend blöð svo að hún gæti sem best fylgst með öllu sem gerðist erlendis í kvenréttindamálum. Enginn vafi er á því að það hefur verið Bríeti hvatning að fá jafnan fréttir af starfi hinna skipulögðu og dugmiklu kvenréttindasamtaka á Norðurlöndum. Bríet stofnaði Kvenréttindafélag ís- lands, sunnudaginn 27. janúar 1907 að Þingholtsstræti 18 í Reykjavík. Félag- ið fagnar því 90 ára afmæli félagsins í janúar á næsta ári. Við, konur og karlar, sem erum bráðlega að stíga fyrstu skrefin inn í tuttugustu og íyrstu öldina eigum erf- itt með að setja okkur í spor þeirrar ungu kynslóðar sem var að alast upp á tímumBríetar-. ■' i'3 En hvernig ^tarida jaífnhéttisfiiálSn nú úm stúndir? Emm við ekkijeimi.að berjast fyrir jöfnum rétti kárlá bg kvenna í dag! Hvemig er með launa- misréttið! Það er endalaust hægt að telja upp. Eitt er víst að Kvenréttinda- félag íslands mun halda áfram að vinna að baráttumálum kvenna og karla um aldur og ævi og við þökkum forsjóninni fyrir það að til em konur á íslandi með eld í æðum og baráttu í hjarta, sem era að vinna að jafnréttis- málum! Landsfundurinn hefst með hátíðar- setningu í listasal Hafnarborgar,.'én þar sýna um þessar mundir féfagar í Leirlistarfélaginu. Félagið á 15 ára af- mæli um þessar mundir og sýningin nefnist „Leir í lok aldar“. Landsfundarstörfin hefjast síðan á laugardagsmorguninn. Áuk venju- bundinna fundarstarfa verður fjallað um CEDAW sáttmálann en Félags- málaráðuneytið er um þessar mundir að gefa út upplýsingabækling um CEDAW sáttmálann. Félagið hefur fengið stuðning frá Hafnarfjarðarbæ, Sparisjóði Hafnar- fjarðar, Sjóvá Almennum, Starfs- mannafélagi Hafnarfjarðar og Verka- kvennafélaginu Framtíðin. Félagið þakkar veittan stuðning. Höfundur situr í framkvæmda|tjórn Kvenréttindafélags ísl^nds. a g a t a 1 2 6. s e P t e m b e r Atburðir dagsins 1791 Gyðingar fá ríkisborgara- rétt í Frakklandi. 1888 Frétta- stofu í Lundúnum berst bréf, undirritað „Jack the Ripper". 1917 Franski listmálarinn Edg- ar Degas deyr. 1922 Konstan- tín I Grikkjakóngur afsalar sér krúnunni eftir ósigur Grikkja gegn Tyrkjum. 1970 Fokker Friendship flugvél frá Flugfé- lagi íslands fórst í Færeyjum. 30 farþegar voru með vélinni og fjögurra manna áhöfn. Átta létust, þar af einn íslendingur. 1990 Dómstólar úrskurða að breska fyrirsætan Caroline Cossey fái ekki að giftast - hún fæddist karlmaður en gekkst undir kynskipti árið 1975. Afmælisbörn dagsins T.S. Eliot 1888, bandarískt ljóðskáld, höfundur The Waste Land og Tlw Four Quartets. George Gershwin 1898, bandarískur tónsmiður. Brian Ferry 1945, bresk poppstjama. Olivia Newton-John 1948, bresk söngkona. Annálsbrot dagsins Það vor sást norður í Svarfað- ardal teikn í loptinu, svo til að sjá sem dúkur eða sparlak með mörgum og ýmislegum litum, og það um langan tíma. Þetta sá með öðrum ráðsmaðurinn á Hólum Jón lllhugason á Urð- um. Fitjaannáll 1664. Húsbændur dagsins Karlmenn eru húsbændur á sínu heimili - þangað til gest- imir em famir. Belgískt máltæki. Málsháttur dagsins Svo er að forðast orðið sem gjöminginn. Tilviljun dagsins Það er undarleg tilviljun, að Indriði Einarsson skyldi hafa átt að tengdasonum tvo mestu leikara á íslandi, þá Jens Waage og Ólaf Thors. Jónas Jónsson frá Hriflu. (Indriöi var leikskáld.) Orð dagsins Tíma naumum gefaö gaum, gakkfrd straumi spilltum. Sd er aumur sem við glaum sefur í draumi villtum. Siguröur Guftmundsson frá Heifti, úr Varabálki. Skák dagsins Svarti kóngurinn á heldur daufa vist á kantinum, enda styttist í endalokin. Arakhamia hefur hvítt og á leik gégn Mortazavi. Hvítur leikur og vinnur. 1. Rxf5+! gxf5 2. Hd6+ Kg7 3. Hgl+ og mát í næsta leik, Hg8.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.