Alþýðublaðið - 26.09.1996, Page 3

Alþýðublaðið - 26.09.1996, Page 3
FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Skrautleg útgáfusaga og skilaboð Seðlabankans Gluggað er í tvær greinar í splunkunýju Viðskiptablaði. 1 nafn- lausum dálki er fjallað um hræring- arnar á Helgarpóstinum: Önnur sjónarmið Ef þú hefur ekkert sérstakt við pen- ingana að gera, ert að leita að hæfilega villtu og spennandi starfi, þá er Helg- arpósturinn til sölu með öllu sínu fylgifé. Seljandi er Prentsmiðjan Oddi hf. sem heftir lengi átt blaðið, en eign- aðist það þó ekki formlega fyrren en fyrir helgina. Saga Helgarpóstsins er á margan hátt merkileg - svo merkileg í hugum sumra fjölmiðlafræðinga að þeir rekja allt gott sem gerst hefur í íslenskum fjölmiðlum til stofnunar Helgarpósts- ins fyrir tæpum tveim tugum ára. Aðr- ir sem ekki eru eins sigldir í ólgusjó fjölmiðlunar, en treysta fremur á heil- brigða skynsemi, telja HP (einsog blaðið er nefnt) samnefnara alls þess versta í fari blaðamanna. En hvetjir svo sem hafa rétt fyrir sér í þessu má hitt vera ljóst að saga HP er lifleg og á stundum skrautleg, jafh- vef skémmtileg á köflum. í fyrstu átti blaðið erfitt uppdráttar fjárhagslega, endá gefið út í tengslum við Alþýðu- blaðið. Það var ekki fyrren blaðið komst í verulega feitt að það virtist vera komið til að vera. Þar skipti mesm Hafskipsmálið sem HP mjólk- aði hvem blóðdropa úr, svo hressilega að blaðið stóð h'fvana eftir. Og á eftir hefur verið haft á orði að fómarlömb Hafskips hafi verið tvö. Skipafélagið sjálft og Helgarpósturinn sem neydd- ist.til að leggja upp laupana. En góð uppskrift að hressu viku- riblaði.rykfellur ekki og þvf var Pressan f stofnuð af krötum, sem þó gáfust upp á blaðinu eftir nokkuiTa ára baráttu. Þá ■PfiE!0[ RPuSTURlHH I „Saga HP er lífleg og á stundum skrautleg, jafnvel skemmtileg á köflum.‘ tók einkaframtakið við með sama baslinu í fjármálum. Þá var Eintak stofnað af nokkrum fymim Pressu- mönnum, í samkeppni við Pressuna. Sú barátta stóð í nokkra mánuði og lauk með því að blöðin vom sameinuð undir einum hatti, að tilstuðlan pen- ingamanna. Þannig varð Morgunpóst- urinn til. Pósturinn átti að verða dagblað og því var byijað að gefa út Mánudagsp- óstinn í samkeppni við mánudagsblað DV, sem fram til þessa hafði verið eini prentmiðillinn sem kom út á mánudögum, enda hefur Morgunblað- ið aldrei séð neina séistaka ástæðu til að gefa út dagblað. En peningamennimir gáfust fljótt upp á útgáfunni, enda þreyttir á að dusta stöðugt kuskið af hvítflibbanum, enda búið að taka upp gamla nafnið aftur, Helgarpósturinn. Og eftir það hefur enginn vitað hver raunverulegur eigandi HP er og það skýrðist ekki fyrren í síðustu viku þegar Prentsmiðj- an Oddi sá sitt óvænna og tók munað- arleysingjann að sér. En einsog aðrir sem hafa ættleitt HP vill Oddi selja og því hefur möguleiki opnast fyrir þá sem eiga eitthvað af peningum og aÚt- af dreymt um að komast í fjölmiðlun. Launahækkanir óraunhæfar kröfur Leiðarahöfundur Viðskiptablaðs- ins í gær ritar eftirfarandi undir fyrirsögninni Skilaboð til ríkis- stjórnar: Aðgerðir Seðlabankans eru skýr skilaboð til ríkisstjómarinnar um að beita aðhaldi í ríkisfjármálum, en í komandi viku mun fjármálaráðherra leggja fram frumvarp til fjárlaga næsta árs. Nú er rétti tíminn fyrir ríkisstjóm- ina að draga vemlega saman seglin í ríkisrekstri og þá ekki síst í verkiegum ffamkvæmdum. Með því verður ekki aðeins dregið úr hættunni á þenslu heldur geta vemlegir fjármunir sparast með því að fresta framkvæmdum til þess tíma er samdráttur gerir vart við sig og hagstæðara er að semja við verktaka. En Seðlabankinn hefur ekki aðeins sent ríkisstjórninni skilaboð heldur ekki síður aðilum vinnumarkaðarins sem standa frammi fyrir kjarasamn- ingum. Þau skilaboð em einnig skýr. Kröfur um miklar launahækkanir um næstu áramót em óraunhæfar kröfur þar sem þær gmndvallast á hagvexti sem enn er ekki kominn fram. Aðilar vinnumarkaðarins verða að sýna þá ábyrgð að semja um kaup og kjör miðað við þá verðmætasköpun sem í landinu er en ekki miða við þá verð- mætasköpun sem ef til vill verður á næstu ártun. í þessu sambandi er hollt að rifja upp að fyrir örfáum misserum var fjárfesting hérlendis í sögulegu lág- marki. Fjárfesting dagsins í dag er verðmætasköpun morgundagsins. f reynd hefur fjárfesting ekki vaxið mjög mikið en sú fjárfesting sem við hefur bæst er fyrst og fremst í tengsl- um við stækkun álversins og endur- nýjun loðnuverksmiðja landsins. Fjár- festing er því enn of lítil og of ein- hæf.“ ■ m e n n Ef við slítum friðinn vegna þess að forseti ísiands fer út fyrir verksvið sitt stefnir í mikið óefni, agaleysi og tortryggni í stað markvísi og hvatningar. Þá fjarar fijótt undan. Árni Johnsen spáir skeggöld og skáimöld vegna oröa forseta íslands um vegi í Baröa- strandarsýslu. Mogginn. Líti hann sér nær. Dýrið hlýtur að hafa litið á hann sem skaðræðisskepnu. Harpa Karlsdóttir lætur ekki deigan síga og segir refabananum fræga til synd- anna. Hann haföi lótiö svo um mælt aö re- furinn sem hann drap hafi veriö skaöræöis- skepna. DV. Þingflokkur Kvennalist- ans hefur þann sið að skipta um formann á hverju ári, í samræmi við stefnu flokksins um vald- dreifingu. Nú í vikunni var formlega gengið frá því að Kristín Halldórsdóttir verður formaður þing- flokksins í vetur í stað Guðnýjar Guðbjörns- dóttur. Varaformaður þingflokksins er nú Krist- ín Astgeirsdóttir, en hún verður þá væntaniega for- maður á næsta ári... Ríkisstjórnin fékk það óþvegið í forystugrein DTí gær vegna niður- skurðar í menntamálum. Stefán Jón Hafstein rit- stjóri lagði meðal annars í leiðaranum krossapróf fyr- ir Davíð Oddsson, Hall- dór Ásgrímsson og Björn Bjarnason, en af skrifum Stefáns mátti ráða að til þessa hefðu ráðherr- arnir kolfallið í mennta- málum. Þá sagði ritstjórinn að enginn stjórnarþing- maður sem DT hafði sam- band við vegna niður- skurðar á fjárveitingum til framhaldsskóla á lands- byggðinni hefði verið „svo upplitsdjarfur að svara spurningu blaðsins um málið." Eftir þessa yfirlýs- ingu um blauða stjórnar- þingmenn kemur lesend- um spánskt fyrir sjónir að sjá sjálfstæðismanninn Hjálmar Jónsson svara spurningu DT - við hlið forystugreinarinnar. Og á síðu tvö er að finna ítarlegt viðtal við menntamálaráð- herrann um málið. Kannski var Stefán Jón barasta ekki nógu ánægður með svör þeirra, því gera verður ráð fyrir að hann viti hvaða efni er í blaði hans... Gömlu fjendurnir Björn Bjarnason og Svavar Gestsson halda áfram að skylmast, og berst leikur- inn um síður Morgun- bladsins og alla leið á Int- ernetið, en þar er höfuð- vígi Björns. Menntamála- ráðherra klifar á því að Svavar hafi lært áróðurs- tækni kommúnista í Aust- ur-Þýskalandi og sé því ómarktækur í allri um- ræðu. Þeir sem héldu að kalda stríðinu væri lokið hafa því rangt fyrir sér. Það er greinilega ískalt í menntamálaráðuneytinu... Leikarinn Hjalti Rögn- valdsson er nú farinn úr landi eftir að hafa glatt Ijóðaunnendur í Reykjavík í allt sumar. Allt bendir hinsvegar til að útivist hans verði nú í styttri kant- inum, því talað er um að Hjalti semji leikgerð uppúr Sjálfstæðu fólki eftir Hall- dór Laxness og setji verk- ið upp með leikfélaginu í Lundareykjardal í Borgar- firði. Efalítið yrði athyglis- vert að sjá túlkun Hjalta á frægustu sögu Nóbels- skáldsins... “FarSide" eftir Gary Larson í miðjum klíðum, meðan Jói var að reyna að róa hjörðina, varð hann skjálfur skyndilega sem steinilostinn andspænis ímynd fegurðar, en þó óheftrar bræði, á klettinum sem gnæfði í átt til himins - Bleiki skugginn hafði snúið aftur. Þröstur er kein blauwasser! Jóhann Hjartarson stórmeistari um góöa frammistöðu Þrastar Þórhallssonar kollega síns á Ólympíuskákmótinu í Jerevan. Morgunblaöiö. Mér tannst boðskapurinn sem Megas flytur um tómleika stórborgarlífsins eiga við um ansi marga í dag, því miður. Steingrími Hermannssyni seölabankastjóra er margt til lista lagt. í DT í gær tjáöi hann sig um nýtt leikrit Megasar. Ég er ekkert fituskrímsli. Alicia Machado, ungfrú alheimur, sem berst viö aukakíló undir árvökulum augum fjölmiöla. Mogginn. fimm á förnum v e g i Hvað finnst þér um yfirlýsingar forsetans um vegamál á Vestfjörðum? Trausti Hjaitason raf- eindavirki: Þær eru í góðu lagi. Vegamál á Vestfjörðum eru til skammar fyrir sam- gönguráðherra og alla ríkis- stjómina. Rúnar Steinsson sendill: Þetta er gott mál. Hann má al- veg tjá sig um mál sem miður fara í þjóðfélaginu. Margrét Sverrisdóttir verkefnisstjóri: Hann hefur farið út fyrir rammann. Jóna Sigurbjartsdóttir hárgreiðslumeistari: Hann fór út fyrir sitt verksvið. Steingrímur F. Stefáns- son bílstjóri: Vonandi verða ummælin til þess að eitthvað verði gert í málunum. fréttaskot úr fortíd Fyrstu kvöld- skemmtun á haustinu heldur V.K.F. Framsókn til ágóða fyrir mjög bágstadda félagskonu í Bámnni föstudaginn 28. september kl. 8 1/2. Til skemtunar verður: Upp- lestur, smáleikrit, frumsamið kvæði lesið upp, dans. Allir góðir menn styðji gott málefni! Aðgöngumiðar seldir í Bámnni á kr. 2.00. Alþýðublaðið 27. september 1923

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.