Alþýðublaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 s p e i s A Fræðslusjóður um líf í alheimi stofnaður Líklegt að líf sé á ödrum hnöttum - segir dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur. Það er ólíklegt að ekki sé líf á öðrum hnöttum en vísindin eru íhaldssöm. Þar eru nánast ein- tómir „Tómasar" sem verða að þreifa á hlutunum, reikna þá út og sjá með eigin augum, til að kveða uupúr um tilvist þeirra. Þess vegna hafa menn sagt að þetta geti vel verið en þeir viti ekkert um það,“ segir dr. Þór Jakobs- son veðurfræðingur í samtali við Al- þýðublaðið. Hann er mikill áhuga- maður um líf á öðrum hnöttum og hefur fylgst grannt með öllum tíðind- um þar að lútandi í gegnum tíðina. Þór hefur ásamt fleirum ákveðið að stofna I sjóð serh hefur meðal annars á stefiiu- skránni að fjalla um lífsskilyrði annars staðar í sólkerfmu og í alheimi öllum. Stórkostleg tfðindi „Það er er eins og menn hafi hugsað sér að hægt sé að sýna fram á líf í geimnum með tíð og tíma. Því eru þetta stórkostleg tíðindi að önnur sól- kerfi hafa fundist," segir Þór. „Menn hafa ekki getað fundið þau með sjón- aukum fyrr en núna síðasta árið. Með sérstökum aðferðum eru að koma óyggjandi vísbendingar um að það séu önnur sólkerfi úti í geimnum. Menn eiga bara eftir að melta þetta í nokkur ár og átta sig á því að sólkerfið okkar er ekki það eina í alheiminum. Heil- brigð skynsemi segir okkur að svo sé en menn þurfa óyggjandi vísindalegar sannanir og það er það sem er að ger- ast núna.“ í fyrra reiknuðu svissneskir stjömu- ffæðingar út að það hlyti að vera stór hnöttur í námunda við eina stjömuna. Svo var það staðfest í Kaliforníu af öðrum stjömfræðingum sem hafa bætt við fleiri hnöttum. Þetta á eftir að valda viðhorfsbreytingum hjá hinum jarðbundnu vísindamönnum að mati Þórs. En aftur að fræðslusjóðnum. I stjóm hans sitja dr. Þór Jakobsson veður- ffæðingur, en hann verður formaður, dr. Gunnlaugur Bjömsson stjameðlis- fræðingur, dr. Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur og dr. Þorsteinn Þor- steinsson jöklaffæðingur. „Þetta er semsagt að byrja. Ekki verða miklir peningar í sjóðnum fyrsta kastið. Það má segja að þetta byrji sem afmælissjóður. Það stendur fyrir dymm afmæli hjá mér, ég verð sex- tugur 5. október, og ég ætla að leggja gjöf sem mér berst í sjóðinn," segir Þór. „Þetta er ekki þannig að maður sé að fá milljónir ffá Evrópubandalaginu eða neitt svoleiðis. Hitt er annað mál að þetta er gamalt áhugamál hjá mér. Þetta eru fræði sem eru stunduð af stjameðlisfræðingum, stjamfræðing- um, lífffæðingum og loftlagsffæðing- um. Carl Sagan er líklega frægastur þeirra sem lagt hafa stund á þessi fræði en hann var með þætti um þessi málefni fyrir allmörgum ámm í sjón- varpi. Þetta eru alvöru vísindi, sem maður kallar, nátengd NASA geim- vísindum, sem leitast við að kanna sólkerfið og í leiðinni að leita að líf- rænum leifum. Á hinn bóginn er verið að kanna hvort úti í himingeimnum kunni að vera sólkerfi eins og við bú- um í. Þetta er stór spuming og núna síðasta árið er búið að uppgötva slíka hnetti hjá fjarlægum sólum. Það er gríðarlega mikið að gerast á þessu sviði svo að mér fannst ekki vanþörf á að minna á það með þessum ífæðslu- sjóði og því sem við gætum gert með hann.“ íslenskir geimfarar? Sjóðnum er ætlað að stuðla að upp- fræðslu íslenskrar æsku og almenn- ings á þessu sviði, til dæmis með út- gáfustarfsemi og þátttöku ungra vís- indamanna í geimrannsóknum á næstu öld. „Það er kannski nærtækara verkefni og mjög spennandi: Væntanlegar geimferðir umhverfis jörðina. Fólk hefur verið að hringsnúast þama uppi eins og vitað er. Geimferðir til Tunglsins og Mars em væntanlegar á næstu öld þannig að það er margt spennandi framundan sem verður gaman fyrir íslenskan æskulýð að fylgjast með og jafnvel að taka þátt í.“ Eignumst okkar geimfara innan tíð- ar? „Ja, það er þeim mun líklegra að einhver okkar verði fyrir valinu ef við fylgjumst með þessu. Reyndar er einn Vestur- íslendingur ofarlega á lista hjá þeim núna.“ Þór segir viðfangsefni sjóðsins tengd hugleiðingum um upphaf lífsins almennt. „Til dæmis, hvemig getur líf orðið til á Mars? Það lítur út fyrir að hér á jörðinni geti líf dafhað við ólík- legustu skilyrði. Það er því hægt að vinna að þessu á tveimur vígstöðvum, bæði að stúdera líffíkið á Jörðinni og svo himingeiminn." Líf sem byggist á öðrum efnasamböndum en kolefnum Flest bendir til þess að úti í geimn- um séu plánetur sem uppfylla sömu, eða svipuð, skilyrði og hér em en það hefur ekki fengist staðfest vísindalega. Þór segir að þær plánetur sem fundust í fyrra séu á stærð við Júpíter og það- an af stærri. Enn hafa ekki neinar „litl- ar“ fundist eða sem svipar til Jarðar. En gera menn því skóna að þar se' lífað finna? „Já, en það hlýtur að einhverju leyti að vera öðru vísi en hjá okkur á þess- um minni plánetum. En það lítur út fyrir að lífið í heild sinni geti tekið á sig allar ólíklegustu myndir. Þetta er ffamtíðarmúsík en það má sjá á Net- inu, þar sem hægt er komast í sam- band við erlendar háskólastofnanir, að nú þegar em stundaðar miklar rann- sóknir á þessum líkindum, ef svo mætti segja.“ En hafa frœðimenn sett fram hug- myndir um hvemig lífþetta er? §Sp^s % ■ ■ ■ Dr. Þór Jakobsson Flest fólk er ekki afhuga þeirri hugmynd að líf sé úti í geimnum en vísindamennirnir hafa verið tregir til ■ A-mynd: E.ÓI. „Það em til hugleiðingar um að líf geti byggst á öðmm efnasamböndum en hér em algengust, sem em kolefna- sambönd. Menn em að láta sér detta í hug að h'fið leiti þeirra leiða sem við á hveiju sinni. Það virðist vera þessi til- hneiging til þróunar, hverjar sem að- stæðumar em. Það er líklegt að útum geiminn séu mörg sólkerfi og þá séu líka margir hnettir á borð við okkar jörð. Á mörgum þeirra sé til dæmis vatn sem er mikið skilyrði hjá okkur, vatn í öllum sínum myndum, og þar hljóti þá að hafa myndast líf. Þetta er allt líklegt, en spumingin er hvernig sannar maður það? Að því verður unnið næstu þúsund árin.“ Viðhorfsbreyting Aðspurður segist Þór hafa séð hina frægu kvikmynd, Independence Day og hafði gaman að. „Jú, jú, þar vora miklar tæknibrellur og gaman að sjá hvað hægt er að gera. En sumir hafa bent á, að í myndinni em geimverum- ar hafðar svo vondar, öfugt við það sem menn hugsa sér. En við emm að safna í sarpinn. Það er heilmikill áhugi á fljúgandi furðuhlutum og hugsanleg- um geimvemm. Við emm fijálshuga og leggjum eymn við. En þessi sjóður er frekar hugsaður út ffá því að farið sé varlega í sakirnar og spurt hvað ströng vísindi geta gert á þessu sviði, það er að segja að rannsaka líkur á öðm lífi í alheimi." En er það áhœttunnar virði að kom- ast í samband við líf á öðrum hnött- um? Gœti ekki borist eins og ein veira sem myndi leggja hér allt í auðn? „Það er fjarlægur möguleiki og við verðum að sjá hvað gerist. Ég held að það sé langt í land að ná slíku sam- bandi. Maður vonar það besta. Auð- vitað má hugsa sér eitthvað sem ekki er til mótefhi við. En ég held að það hafi gerst áður í sögu líffíkisins að upp hafi sprottið nýjar veirur og lífríkið hrist þær af sér eftir einhverja pest, ef svo mætti segja. Það hefur ekki stein- drepið.“ En höfum við Islendingar eitthvað til málanna að leggja í þessu sam- hengi? „Kannski ekki strax en ég tel bráð- nauðsynlegt að við fylgjumst með. Einn okkar, Þorsteinn Þorsteinsson, sótti ráðstefnu á Ítalíu í sumar þar sem fjallað var um þessi málefni. Þeir vom þar þessir stjömfræðingar sem fundu plánetumar í fyrra. Bara það að geta farið á ráðstefnur, boðið einhverjum að koma hingað til að flytja erindi fyr- ir almenning, er það sem við teljum okkur geta gert, samhliða því að auka áhuga á þessum efnum þannig að unga fólkið fylgist með og leggi þetta fyrir sig. Við höfum trú á því að það muni láta gott af sér leiða.“ Þór segist að lokum hafa merkt nokkra viðhorfsbreytingu að undan- fömu en hann hefur haft áhuga á þess- um málum allt frá unglingsárum. „Ef litið er á nútímann er mikill munur í þessum efnum frá því sem var. Flest fólk er ekki afhuga þeirri hugmynd að líf sé úti í geimnum en vísindamenn- imir hafa verið tregir til. Gerbyltingin núna felst í þessum nýjustu uppgötv- unum. Steinninn frá Mars felur í sér mikil tíðindi. Það er reyndar efast um hann ennþá, það er að segja hvort á honum vom lífefnasambönd utan úr geimnum. Svo er stöðug leit að merkj- um utan úr geimnum og fleira í þeim dúr, þannig að viðhorfið er að breyt- ast. Það hafa verið gefnar út bækur um sögu viðhorfa um aðrar veraldir. Það sýnir sig að þetta hefur gengið í sveiflum, en það að uppgötva önnur sólkerfi em mikil tíðindi.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.