Alþýðublaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.10.1996, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 1. október 1996 146. tölublað - 77. árgangur Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk „Ef við náum ekki pólitískri samstöðu um hreyfingu jafnaðarmanna þá mun þessi dauflynda náttúrulausa ríkisstjórn sitja hér fram á næstu öld. Þjóðfé- lagið verður svo leiðinlegt að það verður ekki við það búandi," sagði Jón Baldvin. ■ Formenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Þjóðvaka hittust á fundi hjá Röskvu í síð- ustu viku og ræddu þörfina fyrir nýjan, stóran jafnaðarmannaflokk, baráttumál þess flokks, kynslóðaskipti í pólitík, fjötra fortíðarinnar, náttúrulausa ríkisstjórn og fleira þó fram að vera kynni að of snemmt væri að nefna nafn Ingibjargar Sólrún- ar, vel mætti vera að hlutverk hennar á næstunni myndi einskorðast við að halda borginni í næstu borgarstjómar- kosningum. „Eg hef satt að segja ekki miklar áhyggjur af þessum málum,“ sagði Jón Baldvin. „Þau hljóta að leysast vegna þess að hreyfmgin mun kalla fram foringja sinn.“ Margrét sagðist telja það ranga að- ferð að byija að leita að foringjanum. Hún sagðist telja æskilegt að forystu- maður yrði einstaklingur sem tengdist hvorki átökum milli flokka eða innan flokka. Fjötrar fortíðar Jóhanna sagðist taka undir orð Jóns Baldvins um kynslóðaskipti í íslenskri pólitík en lýsti yfir áhyggjum af því að ungt fólk virtist á undanfömum ámm hafa misst áhugann á pólitík. „Það sér ekki nokkum tilgang í þessu. Auðvit- að er þetta svona vegna þess að við jafnaðarmenn höfum verið að dröslast með fjötra fortíðarinnar. Við verðum að hrista af okkur þessa fjötra og vinna að því sem sameinar en ekki það sem sundrar," sagði Jóhanna. Þegar Jón Baldvin var spurður að því hvort Evrópustefna Alþýðuflokks væri ekki einmitt málefni sem leitt gæti til sundmngar innan stórrar jafn- aðarmannahreyfingar, svaraði hann: „Við gerum Evrópustefnuna ekki að flokksmáli. Við gerum okkur ljóst að þótt ísland verði kannski seinasta landið í Evrópu til að ganga í Evrópu- sambandið þá mun það að lokum ger- ast. Við erum flokkur hinna hægfara umbóta og höfum ómælda pólitíska þolinmæði. Svo þetta er allt í lagi, við emm vanir því að vera svolítið á und- an samtímanum.“ Einn fundargesta spurði að því hvort forsendan fyrir því að vinstri menn gæti sameinast væri ekki að Jón Baldvin viki úr pólitík þar sem ýmis stefnumál sem hann hefði beitt sér fyr- ir væm of umdeild. Sami fyrirspyrj- andi hélt því fram að Alþýðuflokkur- inn hefði undir forystu Jóns Baldvins fylgt hægri stefnu. Hvernig jafnaðarmannaflokk? „Ef við ætlum að láta draum um stóran og öflugan jafnaðarmannaflokk rætast þá þarf sá flokkur að ná skír- skotun inn og yfir miðju íslenskra stjómmála og hann verður samkvæmt skilgreiningu aldrei stór nema hann taki fylgi af því fólki sem hingað til hefur kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsókn. Það mun aldrei takast ef ekki verður fylgt fram stefnu sem er í likingu við þá sem Alþýðuflokkurinn hefur fylgt. I íslenskri pólitík er smám saman að aukast skilningur og viður- kenning á því að sú stefna er í öllum grundvallaratriðum rétt og farsæl," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, á fundi sem Röskva boðaði til í síðustu viku um sameiningarmálin. Auk Jóns Baldvins fluttu stutt erindi á fundinum þær Jó- hanna Sigurðardóttir, formaður Þjóð- vaka og Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalags. ,,Á hveiju sviðinu á fætur öðru er greinilegt að menn eru að komast inn í nútíðina, það er að segja að nálgast þau sjónarmið sem Alþýðuflokkurinn hefur verið talsmaður fyrir og er for- senda þess að hægt sé að stofna hér nýja öfluga fjöldahreyfingu jafnaðar- manna,“ sagði Jón Baldvin. „Ef við náum ekki pólitískri samstöðu um hreyfingu jafnaðarmanna þá mun þessi dauflynda náttúrulausa ríkis- stjóm sitja hér fram á næstu öld. Þjóð- félagið verður svo leiðinlegt að það verður ekki við það búandi." Jón Baldvin gaf pólitíkinni í land- inu ekki háa einkunn. „Pólitíkin er geðlaus og aðgerðarlítil, hún er ekkert nema pólitískar tannlækningar," sagði hann. Jóhanna Sigurðardóttir gerði að umtalsefni verk ríkisstjómarinnar eftir eins vetrar starf: „Við sjáum að neytendur fá ekki að njóta Gatt-samninganna vegna þess að ríkisstjómin beitir vemdartollum. Við sjáum hana gera aðför að verkalýðs- hreyfingunni og breyta einhliða skipu- lagi hennar. Við sjáum hvernig hún afgreiddi fjármagnstekjuskattinn og ég hygg að við eigum eftir að sjá skelfi- lega framkvæmd á honum. Ríkis- stjómin er að rífa niður velferðarkerfið og boðar nú niðurskurð í menntamál- um.“ Jóhanna sagði brýnt fyrir stjómar- andstöðuflokkana að efla samvinnu sína á milli. „Við emm að leggja upp í þessa ferð í því skyni að geta gengið sameinuð til næstu kosninga og hnekkt því veldi íhaldsins sem staðið hefur hér allt of lengi. Við stöndum einfaldlega frammi fyrir þeirri stað- reynd að ef vinstri menn og jafnaðar- menn ætla að dröslast áfram með fjötra fortíðarinnar inn í framtíðina þá höfum við þessa ríkisstjóm áfram. Og það er ekki sú ffamtíðarsýn sem ég vil sjá í íslenskri pólitík," sagði Jóhanna. Hún sagðist telja mjög brýnt að Al- þýðubandalagið gengi til samvinnu við Alþýðuflokk og Þjóðvaka og sagðist vilja sjá þessa þrjá flokka sam- einast í einum þingflokki. Hjá Margréti Frímannsdóttur kom fram að Alþýðubandalagið væri ekki reiðubúið að sameinast þingflokki AI- þýðuflokks og Þjóðvaka, en væri til- búið í samstarf. ,,Eg tel mjög nauðsyn- legt að samvinna eigi sér stað, ég segi ekki sameining, heldur samvinna. Við eigum að sameinast um málefni hvort sem við gemm það með því að vinna saman eða með því að stefna að sam- fylkingu þar sem flokkarnir verða áfram til en bjóða fram sameiginlega í næstu kosningum," sagði Margrét. Jóhanna var ekki á því að nóg væri að mynda kosningabandalag og sagði: „Ég held að ef eigi að skapa trúverð- ugan kost þá verði einn sameinaður jafnaðarmannaflokkur að bjóða fram í næstu kosningum." „ Pólitískir foringjar eru ekki búnir tii" „Það mun enginn verða til þess að skapa hér á landi breiða samstöðu um aðkallandi umbætur nema öflug hreyf- ing jafnaðarmanna. Hverjir eiga svo að taka ákvörðun um hvort það tekst eða ekki? Það erað fyrst og fremst þið. Það erum ekki við, allavega ekki ég sem er senn á föram úr íslenskri pólit- ík,“ sagði Jón Baldvin og voru þetta þau orð sem mesta athygli vöktu á fundinum. Þegar hann var inntur nánar eftir þeim svaraði hann: „Ég hef gefið það til kynna, ákaflega kurteislega og hóg- værlega, að það sé ekki sjálfgefið að ég gefi kost á mér til að vera formaður Alþýðuflokksins næstu tvö árin. Ég hef ekki tekið ákvörðun en þegar hún hefur verið tekin mun ég ræða hana við samstarfsmenn mína.“ Jón Bald- vin sagði að ef hann gæfi ekki kost á sér áfram jafngilti það ekki því að hann myndi hætta í pólitík. „Ég mundi áfram vera á þingi og vera, eins og ég hef sagt áður, í ljósmóðurstarfi meðan þessi nýja hreyfing verður til. Á þessu kjörtímabili er komið að ákveðnum kynslóðaskiptum í íslenskri pólitík, þannig að þetta væra svosem ekkert stór tíðindi; það kemur venjulega maður í manns stað.“ Þegar Jón Baldvin var spurður hvort hann teldi að ný jafnaðarmanna- hreyfing þyrfti að sækja sér foringja „út fynr gamla hópinn“ svaraði hann: „Ég hef lært á langri reynslu að pólitískir foringjar eru ekki búnir til. Þeir verða til. Þeir verða til fyrir eigið frumkvæði, eigið atgervi og eigin málafylgju og verða að hafa fyrir hlut- unum. Ég sagði áðan og það er ljóst í mínum huga að það era að verða eins konar kynslóðaskipti í íslenskri pólit- ík. Það kann vel að vera að það þurfi að brúa það bil. Ég er alltaf að bíða eftir máttarstólpum nýrrar kynslóðar. Ný kynslóð mun ekki taka forystu í þessari hreyfingu nema úr hennar röð- um komi menn fram á sjónarsviðið sem hlustað verður á.“ Jón Baldvin sagðist reyndar ekki sjá slíkan foringja í sjónmáli, en nefndi þó núverandi borgarstjóra sem vænlegan kost. „Ég hef misst það út úr mér að ég hefði augastað á núver- andi borgarstjóra Reykjavíkur, sem ég hef álit á og tel vera mikinn pólitíkus, og ég held að hann komi þama vel til greina,“ sagði Jón Baldvin. Hann tók „Sú stefna sem Alþýðuflokkurinn hefur verið málsvari fyrir í íslenskri pólitík, og ekki bara Jón Baldvin, er nútímaleg jafnaðarstefna, og af því fyrirspyijandi vildi meina að hún væri hægri stefna þá get ég ekki annað en vísað því á bug,“ sagði Jón Baldvin. Hann kallaði fram á sviðið sænska fo- sætisráðherrann og leiðtoga sænskra jafnaðarmanna, Göran Persson og sagði: „Ef við spyrjum hvaða stefna það er sem þessi foringi Sænska jafn- aðarmannaflokksins stendur fyrir í þá getum við sagt að það sé sama stefna og Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir. Það er verið að taka á vanda vel- ferðarkerfisins, leggja áherslu á aukna samkeppni og markaðsvæðingu. Þetta er sú stefna sem Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér íyrir og hún birtist enn fremur í því að við erum sá flokkur sem er fjærst því að vera vörslumenn sérhagsmunahópa. Og ef menn halda að hægt sé að byggja upp stóra öfluga jafnaðarmannahreyfingu á fslandi án þess að þessi grundvallarsjónarmið verði þar ráðandi þá er það að mínu viti á miklum misskilningi byggt.“ ■ Háskólastúdentar hefðu mátt mæta betur, en þeir sem mættu létu ekki sitt eftir liggja og voru ósparir á fyrirspurnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.