Alþýðublaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Bruðlað í Byggðastofnun Fyrir helgi kom út skýrsla Ríkisend- urskoðunar um Byggðastofnun, sem fræg er orðin að endemum. Aðrir hafa fjallað um þær upphæðir sem hér um ræðir og þá staðreynd, að Byggða- stofnun hefur lítt orðið ágengt í að efla dreifðar byggðir landsins. Ég ætla hins vegar að ræða þá hugsun sem liggur að baki starfsemi sem þessari. Eggert Haukdal, sá mikli vinur okk- ar jafnaðarmanna, segir í Morgun- blaðsgrein í gær (miðvikudag) sem svo, að helsta hlutverk Alþingis og Háborð | „Ég er þeirrar skoðunar að byggðastefna sem skiptir sér með beinum hætti af atvinnulífi sé verri en engin. Ég held að hún byggi fyrst og fremst upp veikiuð fyrir- tæki sem ekki geta lifað á eigin forsendum." ingum þangað sem hún hefði ekki annars farið. Hverri krónu sem tekin er af fólki er þá í staðinn ekki varið til kaupa á vöru og þjónustu eftir vali neytandans. Hún er þá ekki heldur lögð inn á banka, eða sett í spariskír- teini ríkissjóðs. Ergó: krónan sem „skapar vinnu“ á einum stað, „eyðir vinnu" á öðrum stað. Og meira en það, því að á seinni staðnum hefði krónan verið að fijálsu vali neytand- ans, og eflt alvöru atvinnulíf, en á fyrri staðnum er hún af nauðung. Þá má spyrja: hver er tilgangur at- vinnulífs? Er hann ekki sá að uppfylla þarfir fólks og mæta kröfum þess, sem mest eftir eigin vali? Hvaða gagn er af atvinnulífi sem ekki uppfyllir þarfir raunverulegra neytenda? Hvaða gagn er af atvinnulífi sem ekki er sjálfbært, svo notað sé orð úr umhverfisumræð- unni? Hvemig ætlum við að reka öfl- ugt velferðarkerfi og byggja upp góða skóla og heilsugæslu, ef við höfum ekki alvöru atvinnulíf til að skapa tekjumar? Ég er þeirrar skoðunar að byggða- stefna sem skiptir sér með beinum hætti af atvinnulífi sé verri en engin. Ég held að hún byggi fyrst og fremst upp veikluð fyrirtæki sem ekki geta lifað á eigin forsendum; fyrirtæki sem ekki þrífast af því að uppfylla þarfir neytenda fljótt og vel. Slík stefna eyðileggur lflca fyrir þeim fyrirtækjum öðmm sem vilja og geta keppt á jafn- réttisgrundvelli. Ef þörf er á að hafa vit fyrir fólki um það, hvar það eigi að búa, er rétt- ast að gera það með beinum hætti, til dæmis í gegn um skattlagningu ein- staklinga, eða með því að senda öllum íbúum tiltekinna svæða tékka í pósti árlega. Sú lausn hljómar fáránlega, en ég tel að reynslan sýni nú svo ekki verður um villst, að byggðastefna Byggðastofnunar er enn fáránlegri. Höfundur er kerfisfræðingur Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar stjórnmálamanna sé að sjá til þess með tiltölulega beinum hætti að rekstrarskilyrði atvinnuveganna séu sem best og launin sem hæst. Þessi skoðun er útbreidd, sérstaklega meðal þeirra sem komust til vits og ára á hafta- og miðstýringartímum fyrr á öldinni. Hún kemur með reglubundn- um hætti fram í Þjóðarsálinni á Rás 2 og í lesendadálkum dagblaða. Byggðastofnun er skilgetið afkvæmi þessarar hugmyndafræði. í sem stystu máli gengur hug- myndafræðin út á að stjómmálamenn geti með úthlutunum úr ríkissjóði haldið uppi atvinnu. Jafnframt sé það þá þeirra að ákveða rekstrammhverfi fyrirtækja og laun fólks. Þetta gæti allt saman gengið upp, nema af því, að hin hlið reikningsdæmisins gleymist. Sem sé: hvaðan koma peningarnir, sem stjómmálamennimir úthluta? Hver einasta króna, sem sett er í „eflingu atvinnulífs“, kemur ffá fólki og öðmm fyrirtækjum, í formi skatta og gjalda. Hver einasta króna er tekin júr sínum ,„náttúrulega“ farvegi á markaðnum og flutt nauðungarflutn- Friðarberinn Ástþór Magn- ússon lætur engan bilbug á sér finna, enda eini forsetafram- bjóðandinn sem getur um frjálst höfuð strokið vegna skulda. í vor bað fyrrum forseti Costa Rica, Rodrigo Carazo Odio, hann um að undirbúa stofnfund félags fyrrverandi for- seta. Ástþór brást snöfurlega við og lýsti þvi yfir í Alþýdu- bladinu 10. maí að hann væri að hugsa um fá Perluna sem vettvang fundarins. Jafnframt upplýsti Ástþór að Vigdísi Finnbogadóttur yrði sérstak- lega boðið til fundarins, sem og öðrum fyrrum forsetum. Ekkert hefur heyrst um þennan félags- skap um nokkra hríð, og því er Ástþór ekki búinn að panta Perl- una ennþá. Hann segir að málið sé í l ðstöðu uns svar berst frá Vigdísi... Frumsýningar á nýjustu mynd Friðriks Þórs Friðriksson- ar - Djöflaeyjan - er beðið með mikilli eftirvæntingu. Kvikmynd- in hefur verið i vinnslu í þrjú ár og kostnaður nemur 160 millj- ónum króna, sem gerir hana að dýrustu mynd sem gerð hefur verið á Islandi. Handritið er gert eftir hinum vinsælu skáldsög- um Einars Kárasonar, en þess er skemmst að minnast að leik- gerð uppúr þeim sló i gegn hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Kynning- arherferð vegna Djöflaeyjunnar hefur verið einstaklega fag- mannleg, en við heyrum að markaðsmenn myndarinnar séu lítið lukkulegir vegna eldgossins í Vatnajökli. Gosið hefur rutt næstum öllum öðrum fréttum til hliðar (nema náttúrlega í Al- þýðublaðinu) og því er ekki heiglum hent að ná athygli þjóðarinnar. Því hefur komið upp sú hugmynd að breyta hreinlega titli myndarinnar í samræmi við nýjustu fréttir, og hafa hann Þar sem Djöflaeyjan gýs- Eins og kunnugt er var hinn sívinsæli útvarpsmaður, Bjarni Dagur Jónsson, einn þeirra sem sótti um dagskrár- stjórastöðu Ríkisútvarpsins. Sigurði G. Tómassyni dag- skrárstjóra virðist ekki hafa líkað illa að Bjarni væri á höttunum eftir starfinu, í það minnsta hef- ur Alþýdublaðið hlerað að Bjarni Dagur muni stjórna kántríþætti á Rás 2 í vetur, væntanlega á sunnudögum. Fá- ir eru eins miklir sérfræðingar í sveitatónlist og Bjarni Dagur sem hefur um árabil skipað sér i raðir helstu kántríbolta þjóðar- innar... Og enn af vettvangi fjöl- miðla. Alþýðublaðiö greindi frá fyrirhuguðum sam- runa Viðskiptablaðsins og Aðal- stöðvarinnarfynr margt löngu. Eitthvað virðist samruninn ganga treglega og Ijóst er að forráðamenn fyrirtækjanna fara fetið í fyrirhugaðri sameiningu. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins hefur gengið hægt að meta verðmæti fyrirtækjanna og lítið gefið eftir í þeim efnum. Þó mun ekki vera búið að slá hugmyndina af en víst er að AV, eða Aðalstöðin-Viðskiptablaðið, verður ekki að veruleika á þessu ári... 'FarSide" eftir Gary Larson Skyndilega áttaði prófessor Páll sig á því, sér til mikillar skelfingar, að hann hafði mætt á fyrirlesturinn án þess að hafa öndina sína með sér. Hefur þú séð eldgos? Hrafnhildur Smáradóttir nerni: Nei, aldrei. Ég læt það nægja að sjá það í sjónvarpi. Þorvarður Jónsson fram- kvæmdastjóri: Já, mörg. Heklu ’47, Surtscy ’63 og fór til Vestmannaeyja dagitin eftir að gos hófst þar. Árni Björn Ómarsson veg- farandi: Já, í Heklu ’98 en ég ætla ekki austur núna til að sjá gosið. Steinunn Kristjánsdóttir sjúkraliði: Nei, en ef ég fæ tækifæri til að fara austur og sjá þetta núna mun ég gera það. Margrét Telma Guðjóns- dóttir skrifstofumaður: Nei, en það kemur vel til greina að kíkja á þessar nátt- úruhamfarir sem eru í gangi. vera að hefja trúboð í Mið-Evrópu. Hermann B. Reynisson formaður íslendingafélagsins í Lúxemborg. Hann iðar í sætinu sínu, stendur sífellt upp til þess eins að setjast niður aftur, og virðist í alla staði heldur ógeð- felldur ungur maður. Lýsing á rússneska stórmeistaranum Rublevskij í Morgunblaðinu í gær. Hann sýndi auk þess þá ókurteisi að vinna Helga Áss Grétarsson. Heitt í kolunum hjá Strandvörðum: Pamela afbrýðisöm útaf brjóstum nýrrar stjörnu. Hún er mörg búmannsraunin, einsog DV sagði frá í gær. Salurinn ætlaði að rifna. Randver Þorláksson lýsir viðtökum sem Kristján Jóhannsson fékk á frumsýningu óperu í Chicago. Ekkert dugar hér, nema afnám kvótakerfisins og upptaka hóflegs auðlindaskatts. Eggert Haukdal fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er genginn í lið með Jóni Baldvin. Hvað næst? Mogginn. Ósköp rólegt. Geir Haarde spáir í þingstörfin í vetur. DT. Ósköp venjuiegt. Valgerður Sverrisdóttir spáir í þingstörfin í vetur. DT. Stormasamt. Svanfríður Jónasdóttir spáir í þingstörfin í vetur. DT. fréttaskot úr fortíð Klæðskerar Tvo danska klæðskera hefir Guðm. Sigurðsson á Laugavegi 10 fengið sér til aðstoðar, og segist nú geta afgreitt saumaskap á fötum á mjög skömmum tíma. Alþýðublaðið, fimmtudaginn 21. október 1920.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.