Alþýðublaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 S viskubrunnurinn 1. Hver er yngsti þingmaður- inn sem nú á sæti á Alþingi? 2. Hvaða bandariska kvikmynd hefur fengið flest Óskarsverð- laun fyrr og siðar, hvorki fleiri né færri en ellefu? 3. Hvaða íslenski rithöfundur sagði: „Ef djöfullinn væri ekki til, hefðu menn engar siðferð- iskenningar til að fara eftir. Djöfullinn er stærsti siðafröm- uður og atvinnuveitandi heimsins." 4. Höfuðborg hvaða rikis hefur verið kölluð Tvílýsi á íslensku? 5. Ásgeir Ásgeirsson varð for- seti íslands, Eisenhower sigr- aði í forsetakosningum f Bandaríkjunum og Elísabet II varð drottning Bretaveldis. Hvaða ár þetta? 6. Bill Clinton reynir nú að miðla málum fyrir botni Mið- jarðarhafs, og hefur að undan- förnu átt viðræður í Hvíta hús- inu við leiðtoga ísraels, Palest- ínu og Jórdaníu. Hvað heita þessir menn? 7. Byggðastofnun er mjög til umræðu vegna skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Á ellefu árum útdeildi stofnunin rúmlega 17 milljörðum i formi lána og styrkja. Hver er núverandi stjórnarformaður Byggða- stofnunar? 8. Hver orti: Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hláturþinn, sem hlutu sömu gröf. 9. (slendingar urðu í áttunda til tólfta sæti á Ólympíuskákmót- inu í Armeníu, sem er ágætur árangur. Hver íslendinganna fékk flesta vinninga? 10. Hver er maðurinn? |epjc>N sauueqpr 01 ujn)|e>|s zi! b6u!uuia 8 inem uossuejais Jbíjih seuuen ‘6 .ueuiais uujejs '8 JngeuJS!6u!Cj|e uossuop ufög i_ jn6unuo>|niuepjop ujessnn 6o ni|eAuejeN ujiuefuaa 'jejejv Jasse^ ‘9 3S6L Jba Quy ‘9 ni6joa0 öjoqQnjoq je jsj|jqj_ f uosjeQjpq jnöjeqjoq £ 6S6L 'jnH ud9 'Z uossujAÖjea >UA9nq i í ■ Fjölnir Þorgeirsson er óhemju fjölhæfur náungi og á íslandsmeistaratitla í ótal greinum; mótorhjólaakstri, þolfimi, hjól- reiðum, sjómanni... auk þess að hafa ver- ið atvinnumaður í snóker. Fjölnir rekur nú um stundir Kaffi Óliver ásamt konu sinni sem er íslandsmeistari ífegurð íslandsmeistar- inn blómstrar ,Já, við tókum við rekstri Kaffi Óliver fyrir stuttu. Þetta var spennandi í byijun en þetta er erfiður bransi.“ Og þú hefurfengið að kenna ó því? „Nei, ekki beint en ég veit það núna betur en fyrr að marg- ir eru að slást um sama bitann" Bíddu, ertu þd að hœtta? „Ég tók verkefnið að mér til skamms tíma til að peppa þetta upp. Svo er ég farinn þegar þetta er komið á það ról sem ég hafði séð fyrir mér.“ Svonafarandveitingamaður? , Já. Þetta var hugsað sem þriggja mánaða töm.“ Hvað tekur við? „Það er margt í bígerð en ekkert ákveðið. Svo er ég alltaf að gera upp hús.“ Jú, ertu smiður? „Nei, en ég hef unnið við múrverk í mörg ár og verið í svona skreytiflísalögn." En þú ert fyrrverandi billjardmeistari? , Jú, eða ég var atvinnumaður í snóker en þurfti að hætta því ég lenti í mótorhjólaslysi, braut á mér öxlina." Nú, ertu mótorhjólakappi líka ? y ,Já, ég varð meira að segja íslandsmeistari í mótorhjóla- akstri ’9i.“ En ndðir aldrei meistaratitli í snóker? „Nei, ég fór svo snemma í atvinnumennskuna og atvinnu- menn mega ekki keppa á Islandsmótum sem er vitlaust fyrir- komulag en svona er það. En ég hef náð lengst af þessum strákum sem hafa lagt fyrir sig atvinnumennsku í snóker.“ Hqfðirðu þokkaiega uppúrþér með spilamennsku ? „Það var að koma mikið inn í lokin. Ég var að nálgast topp tvöhundruð og þá grtu farinn að sjá peninga.“ Varstuþd úti íEnglandi? , Já, í ein þijú ár.“ Erþettaekkisukksamtlífemi? „Þetta var tengt við óreglu. Þegar ég fór 11 ára gamall með bróður mínum á Klapparstíginn með bróður mínum, sem er gamall íslandsmeistari og er dáinn núna, þá var ennþá sukk í kringum þetta. En það er miklu meira sukk í kringum Tölvuspilastaði heldur en Billiard nú sem þá. Vinir mínir sem voru þar voru reykjandi og á fylliríi en þær Billiardstof- ur sem ég stundaði voru lausar við það.“ Snóker og mótorhjól? Hefurðu lagt stund dfleiri íþróttir? ,Jájájájá, sund, hestamennsku og karate og keppti í þessu öllu saman.“ Hvað er þetta eiginlega maður? Af hverju getur þú ekki verið eins og venjulegur maður og verið ífótbolta eða hand- bolta? „Ég er einhvem veginn meira fyrir einstaklingssport. Svo er ég nýkrýndur íslandsmeistari í hjólreiðum núna um helg- ina og tveimur vikum varð ég íslandsmeistari í sjómanni - 90 kg. Þannig að það er svona hobbí hjá mér að safna íslands- meistaratitlum.” Hvað dttu marga? , Ja, það er þolfimi, sjómann, hjólreiðum, mótorhjólum og svo var ég í gamla daga í handbolta. Það eru svona sex - sjö.“ Þolfimi. Eg hélt að það vœri bara einn maður íþolfimi d Fjölnir Þorgeirsson: Það er svona hobbí hjá mér að safna íslandsmeistaratitlum. íslandi? „Já, ég tók íslandsmeistaratitilinn af Magnúsi Scheving. Hann mætti ekki - var í einhverri fýlu. Það var meira í svona grínveðmáli. Ég get farið í sphtt og spíkat einn tveir og sjö og tekið armbeygjur með annarri þannig að þetta var fremur einfalt prógramm." Erþetta ekkifremur ómerkileg íþrótt, þessi þolfimi? „Jú, ég myndi segja það. Þetta heillar mig ekki enda hef ég ekkert farið í þolfimi síðan ég tók þennan titil. Hætti á toppnum." Það er gott að liœtta d toppnum eða Itvað? ,Já, ég set mér ákveðið markmið og ’iætti þegar ég hef náð því og menn hættir að veita mér keppni. Þá fer ég í eitt- hvað annað.“ Þú ert ekkert að þrauka hlutina? „Nei, en það hefur alltaf tekið mig mjög skamman tíma að komast inní íþróttir. Mér finnst gaman að prófa margt og nú er ég að smitast af golfáhuga." Það er stórhœttulegt. „Ég hef heyrt það. En ég stefni á að vera kominn með bik- ar innan árs. Annars verð ég mjög svekktur." Hvað titlarðu þig eiginlega? ,Ja, ekki neitt eiginlega. Islandsmeistarinn bara.“ En samræmist það íþróttamennskunni að reka veitinga- stað? ,Ja, ég þekki mjög marga og það nýtist í skemmtanarekst- ur. Mínir vinir og félagar hafa verið duglegir að sækja stað- inn og ég hef gaman að því að prófa sem flest. Af hverju ekki að prófa að reka veitingastað? Það hefur gengið vel, staðurinn orðinn mjög góður og vel sóttur." Og þú rekur þetta með þinni konu, Svölu Björk Amardótt- ur? ,Jájá.“ Og er hún ekki einhvers konar meistari líka? ,Jú, hún er íslandsmeistari í fegurð.“ En ertu ekki með neinn móral yfir því að einoka þetta svona? „Að,... semsagt?“ Nei, ég meina... sko, með íþróttirnar. Stela titlum frd mönnum sem em búnir að leggja stund d stna iþrótt lengi? „Nei. Þú nýtir reynsluna úr einni íþrótt yfir í þá næstu. Það er hausinn sem skiptir máli númer eitt, tvö og þrjú, vera íþróttalega vaxinn, lipur og hafa til að bera sigurvilja." ■ o r m u x i n n Bókin sem Óttar Ólafur Proppe er að lesa: „Bókin sem ég var að lesa núna heitir High Rise eftir J.G. Ballard. Þetta er hálfgerð vísindaskáldsaga sem fjallar um íbúa í fjörtíu hæða blokk sem brotna niður og umturn- ast í nágrannaerjum sem enda í mannáti. Þetta er mjög skemmtileg og áhugaverð bók um nágrannaeðl- ið. Ég er að endurlesa þessa bók eftir nokkur ár og hún er alltaf ein af uppáhaldsbókunum mínurn eftir Ballard. Ballard er enskur rithöf- undur og hefur einkum einbeitt sér að sálfræðilegum vísindaskáldsög- um, en reyndar má deila um það hvort hann flokkist til vísinda- skáldsagnahöfunda. Hann er lík- lega frægastur fyrir bók sfna Emp- ire ofthe Sun, sem eru æskuminn- ingar úr japönskum fangabúðum í stríðinu, og Spielberg gerði kvik- mynd eftir. SLIDfS’95 fréttaskot úr fortíð Sumarið 1963 sagði Alþýðublaðið frá hjónaeijum í Tyrklandi sem enduðu með harmleik í réttarsalnum Einhent eiginkona dregur upp byssu... Tuttugu og tveggja ára gömul stúlka, Emine Bir, sat í réttarsalnum í Istanbul í Tyrklandi og vætti varimar í ákafri geðshræringu. Þetta var síðasti dagur árangurslausrar lögsóknar henn- ar á hendur 40 ára gömlum eigin- manni sínum, Hasan að nafni. Emine ásakaði Hasan fyrir að höggva hægri höndina af henni með öxi, þegar hann fór að gruna að hún væri í tygjum við annan mann. Hasan hélt því hins vegar fram, að hún sjálf hefði höggvið af sér höndina í bræðis- kasti, svo að honum yrði urn það kennt. Dómarinn settist við að hugsa og ígrundaði lengi vel. Eftir fjörutíu mín- útna umræður opnuðust dymar að her- bergi hans og hann kom út í fullum skrúða. Dómarinn sneri sér beint að J málsaðilum. Hann sagði með hárri ! raustu: - Herra Bir er ekki sekur. Ekki hafði dómarinn fyrr slepp orð- inu en hin lágvaxna, þokkafulla Em- ine stakk hendinni í tösku sína og dró upp litla svarta byssu. Um stund hélt fólkið í réttarsalnum að hún mundi beina henni að höfði sínu og hleypa af. Svo varð þó ekki - fólkið komst fljótlega að raun um það. Emine tók allt í einu viðbragð, sneri sér að eiginmanni sínum, tók í gikkinn og hleypti af tveimur skotum. Þegar eiginmaðurinn hafði oltið úr sæti sínu niður á gólfið, æpti eiginkonan upp yfir sig og sveiflaði ijúkandi byssunni yfir höfði sér: „Nú hefur réttlætinu verið fullnægt!" Morðið í réttarsalnum vakti feiki- mikla athygli. Og nú er það Emine sem situr í sæti þess ákærða en ekki Hasan. Alþýöublaðið, 21. júli 1963.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.