Alþýðublaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.10.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 s k o ð a n i r tífflllBLÍÐIÐ 21187. tölublað Hverfisgötu 8-10 Beykjavík Sími 562 5566 Utgefandi Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Umbrot Prentun Alprent Hrafn Jökulsson Jakob Bjarnar Grétarsson Ámundi Ámundason Gagarín ehf. ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Tölvupóstur alprent@itn.is Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Ánægjulegt frumkvæði ungliða Þegar Alþingi var sett í fyrradag afhentu fulltrúar pólitískra ungliðahreyfínga formönnum stjómmálaflokkanna ályktun, þar sem þess er krafist að kosningalög verði endurskoðuð og atkvæð- isréttur landsmanna jafnaður. Að ályktuninni standa Samband ungra framsóknarmanna, Samband ungra jafnaðarmanna, Sam- band ungra sjálfstæðismanna, Verðandi og ungar kvennalistakon- ur. Það er sérlega ánægjulegt að svo víðtæk samstaða skuli hafa náðst milli allra unghðahreyfinganna og ber vott um meiri pólit- ískan þroska en flestir atvinnustjómmálamenn virðast búa yfír. Ályktun ungliðasamtakanna nú kemur í kjölfar kröfu sem sömu samtök settu fram fyrir tveimur ámm. Þar sagði: „Við emm sam- mála um að ekki er hægt að búa við kosningalög sem mismuna þegnum þessa lands. Núverandi misvægi atkvæða er óþolandi - brot á gmndvallar mannréttindum. Kosningalög em homsteinn lýðræðis í hverju landi og þar eiga allir að sitja við sama borð. Krafa okkar er að kosningalög tryggi mannréttindi og lýðræði en ekki hagsmuni stjómmálaflokka eða stjómmálamanna einsog nú er.“ Leiðin til réttlætis í þessu mikilvæga máli hefur verið löng og ströng. Nú er svo komið að flestir stjómmálamenn viðurkenna í orði að jafn atkvæðisréttur kjósenda sé sjálfsagt mannréttinda- mál, og því sætir furðu að óréttlætið skuli ekki upprætt. Vægi at- kvæða í smæstu landsbyggðarkjördæmunum er ríflega þrefalt meira en í Reykjavík og á Reykjanesi. Það er öldungis óviðun- andi - nema náttúrlega fyrir smáfurstana sem hanga á forréttind- unum einsog hundur á roði. Afturhaldið á víða skjól í þessu máli, og einungis innan Alþýðuflokksins og Þjóðvaka virðist skýr og almennur vilji til þess að atkvæðisrétturinn verði fullkomlega jafn. Enginn virðist vita hver er raunveruleg stefna Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli, fremur en öðmm. í stefnuskrá flokksins er ef til vill að finna ákvæði um jöfnun kosningaréttar, en það er dauður bókstafur meðan flokksforystan aðhefst ekkert. Fram- sóknarmenn virðast jafnvel líklegri til að taka af skarið, og hefðu einhvemtíma þótt tíðindi, því þeir þumbuðust áratugum saman gegn öllum breytingum á kosningakerfinu. Þingmenn Framsókn- ar í þéttbýliskjördæmunum hafa látið málið til sín taka og jafnvel Páll bóndi á Höllustöðum viðurkennir að kerfið sé úrelt. Þá sagði Valdimar Valdimarsson ritari Sambands ungra framsóknarmanna í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að stór hópur ungs fólks í flokknum krefðist róttækra breytinga. Alþýðubandalagið hefur aldrei lagt mikla áherslu á málið og núverandi formaður hefur reyndar sagt opinberlega að ekkert sé athugavert við það, að at- kvæði á landsbyggðinni vegi þyngra en á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir stjómmálaflokkar halda flokksþing á næstu vikum, og verður fróðlegt að sjá hvort þetta mikilvæga mál kemst á dagskrá. Ungliðahreyfingamar em hér með hvattar til að fylgja fmmkvæði sínu eftir. ■ Aumingja Davíð Oddsson. Hann virðist alveg staðráðinn „Að vísu hef ég verið að skoða þessa venju..." Einsog alþjóð veit er forsætisráð- herra fslands menningarlega sinn- aður, og meira að segja félagi í Rithöf- undasambandi íslands. Hann á sam- eiginlegt með fegurðardrottningum að fátt er honum eins kært og lestur góðra bóka, að loknu drjúgu dagsverki í þágu lands og þjóðar. Og nú er kom- ið á daginn að akademískur áhugi for- sætisráðherrans er enn að aukast: Dav- íð Oddsson er nefnilega orðinn sagn- fræðingur og hefur uppá síðkastið stundað viðarrúklar rannsóknir á sögu húrra-hrópa á íslandi. Einsog gengur | í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld var Davíð spurður hvernig honum hefði fundist að hrópa húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni. Auðvitað finnst Davíð að Ólafur sé ekkert til að hrópa húrra fyrir, en hann svaraði með þess- um orðum: „Það vafðist ekkert fyrir mér að gera það. Við erum að hylla ísland sérstaklega, nú forsetann einnig. Þetta er venja sem hefur skapast sér. Að vísu hef ég verið að skoða þessa venju, hún er ekki eins gömul og ég hélt. Þetta var ekki gert í tíð Sveins Bjömssonar eftir því sem ég best fæ séð. Það var eingöngu sagt ísland lifi.“ Og það kom fjarrænt sælublik í landsföðurleg augu Davíðs þegar hann minntist þeirra sæluríku daga þegar eingöngu var sagt Island lifi. Aumingja Davíð Oddsson. Hann virðist alveg staðráðinn í að komast í sögubækur fyrir að vera fyrsti maður- inn sem tapaði forsetakosningum sem hann tók ekki þátt í sjálfur. Það er vandasamt að taka bæði sigri og ósigri. Pétur Kr. Hafstein tók ósigri sínum með þeim hætti að hann var maður að meiri. Davíð Oddsson tók ósigrinum hinsvegar þannig að hann var maður að minni. Og hann heldur áfram að minnka. Það var nógu vandræðalegt þegar Davíð kom fram í sjónvarpi á kosn- inganótt og eyddi löngu máli í að út- skýra aðalpunktinn í hyllingu forseta og fósturjarðar. Davíð var greinilega ekki að hugsa þetta mál í fyrsta skipti, en hafði farið vandlega vfir það með Tanna og Kjartani Gunnarssyni. Þess- vegna beið þjóðin í ofvæni eftir að heyra þennan ósýnilega punkt í fyrra- dag: „Heill forseta vorum og fóstur- jörð. [Þetta er alltsvo frægasti punktur allra tíma] ísland lifi. Húrra, húrra, húrra, húrra.“ Og nú hafa semsagt sagnfræðirann- sóknimar á Lynghaga borið þann ár- angur að alls ekki er sjálfsagt að hylla forsetann, af því það var ekki gert íyrstu sjö ár lýðveldisins. Síðan eru að vísu liðin 44 ár, ellefu forsætisráðherr- ar og fjórir forsetar, og ekki til þess vitað að nokkru sinni hafi vafist fyrir öðmm forsætisráðherra að hrópa hátt og snjallt húrra fyrir forsetanum. Ólaf- ur Thors og Bjami Benediktsson vom harðir andstæðingar Ásgeirs Ásgeirs- sonar í kosningunum 1952, en ekki er til þess vitað að þeir nenntu að eyða tfrnanum í lágkúmlegar aðferðir til að komast hjá því að hrópa húrra fyrir honum. Afhveiju í ósköpunum h'ður Davíð svona illa? Er maðurinn ekki búinn að vera forsætisráðherra í fimm ár, og áð- ur borgarstjóri í níu ár, formaður stærsta flokksins og einn vinsælasti stjómmálamaður landsins? Hann ætti að geta huggað sig við aðUlafur Ragnar Grfrnsson var ekkert af.þessu meðan hann tók þátt í-póliMkv.ioji'ifim Þvert á móti: Ólafur var fonnaður. í litlum flokki sem logaði í innbyrðis deilurn, umdeildur fjármálaráðherra og Islandsmeistari í óvinsældum. Að slíkur maður næði síðan að sigra létti- lega í kosningum til æðsta embættis þjóðarinnar gefur tilefni til húrra- hrópa, þótt ekki væri annað. Hvað þarf að gerast til að Davíð Oddsson átti sig á því að það er búið að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem fimmta forseta íslenska lýðveldisins? Já, aumingja Davíð. „Að vísu hefég verið að skoða þessa venju...“ Það er eitthvað svo raunalegt að vita af for- sætisráðherranum okkar að grúska í gömlum pappírum í því skyni að fmna leið framhjá húrrahrópum fyrir Ólafi Ragnari. Davíð lítillækkar sjálfan sig í hvert sinn sem hann opnar munninn um þessi mál. Kenning Krists gerir að vísu ráð fyrir að þeir sem lítillækka sjálfa sig muni upphafnir verða, en sú er því miður ekki raunin í þessu til- viki. f hvert sinn sem Davíð lítillækk- ar sig með þessu móti upphefur hann hinsvegar Ólaf Ragnar Grímsson. ■ d a g a t a 1 3. októmber Atburðir dagsins 1226 Frans frá Assisi, stofn- andi fransiskureglunnar, deyr. 1542 Gissur Einarsson vígður Skálholtsbiskup, sá fyrsti í lút- herskum sið. 1896 Hönnuður- inn og rithöfundurinn William Morris deyr. 1903 Konungur úrskurðaði að skjaldarmerki ís- lands skyldi vera „hvítur ís- lenskur fálki á bláum grunni, er situr og snýr sér til vinstri." 1906 Skammstöfunin SOS við- urkennd sem alþjóðlegt neyð- arkall í stað CDQ. 1952 Bretar sprengja fyrstu kjarnorku- sprengju sína. 1957 Willy Brandl, 44 ára, kjörinn borgar- stjóri Berlínar, sá yngsti í sögu borgarinnar. Afmælisbörn dagsins Eleanora Duse 1859, ítölsk leikkona. Gore Vidal 1925, bandarískur rithöfundur. Eddie Cochran 1938, bandarískur söngvari. Annálsbrot dagsins Eldur í Heklu með miklum ógangi; stóðu 13 eldar úr fjall- inu, svo talið varð; heyrði nokkur dunur þaðan, sást og einninn mistur og dimma. Austur um allar sveitir kom meginmyrkrið með frábæru öskufalli, svo tók fyrir jörð, og dó peningur en sumur varð nyt- laus. Skarðsárannáll 1636. Velgengni dagsins Velgengni karls er fólgin í því að hafa meiri tekjur en kona hans getur eytt. Velgengni konu er að ná í slíkan mann. Lana Turner. Málsháttur dagsins Dag skal að kvöldi lofa, en ævi að enda. Mannlýsing dagsins Þá kemur mér hann í hug, er eg heyri góðs manns getið. Hann reyndi eg svo að öllum hlutum. Jón Ögmundarson biskup um is- leif biskup Gissurarson. Orð dagsins Langt er síðan lék ég hér lífs með engan dofa. Fúnir undirfótum mér frœndur og vinir sofa. Bólu-Hjálmar: íSvalbaröskirkju- gardi. Skák dagsins Rússneski stórmeislarinn Va- sjúkov hefur hvftt og á leik gegn Pribyl í skák sem tefld var í Ungveijalandi árið 1977. Hvílu mennimir eru albúnir að hefja lokasókn og hún er sér- lega glæsileg. 1. Rc7+! Rxc7 2. Hxe7+! Kxe7 3. Df6+ Ke8 4. Hd8 Skákog mát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.