Alþýðublaðið - 01.11.1996, Side 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
p Ó I
■ Einar Karl Haraldsson segir frá fundi jafnaðarmanna sem haldinn var á
ísafirði um síðustu helgi
Þar sem er vilji, þar er vegur
Ahrif þeirrar blöndu af yfirburða-
stöðu og hugmyndaleysi sem ríkis-
stjóm Davíðs Oddssonar er full af, eru
máttleysi og doði í stjómmálalífi al-
mennt og sérstaklega á vinstra kantin-
um. Það er helst að forsetinn geti
hleypt fjöri í hlutina með því að hvetja
til þjóðarátaks í vegamálum Barð-
strendinga. Samgönguráðherra fékk
víst tvö hundruð manns á fimd á Pat-
reksfirði á dögunum þar sem hann og
þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru
skammaðir linnulaust fyrir dáðleysi í
þjóðmálum. En á þeim bænum eru
menn víst ánægðir meðan fólk nennir
að skamma þá.
Það var hinsvegar hugur í fólkinu
sem kom í Morgunstund jafnaðar-
manna á Isafirði síðast liðinn laugar-
dag. Þetta var með fjölmennari pólit-
ísku samkomum sem þar hafa verið
haldnar lengi, milli 50-60 manns, og
að sama skapi góðmennt.
„Það verður enginn sigurvegari
nema við séum öll sigurvegarar,"
sagði viskubrunnurinn og rokksöngv-
arinn Bruce Springsteen eitt sinn.
Þessi predikun leitaði á hugann meðan
hlýtt var á fjörugar umræður á ísafirði.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður
Alþýðubandalagsins og óháðra, innti
menn eftir því út frá hvaða hagsmun-
um yrði gengið í samstarfi jafnaðar-
manna. Hvað væri til dæmis í það
spunnið fyrir Vestfirðinga sem fækk-
að hefði um þúsund í áratug og fengju
ekki að nýta heimamið til þess að þróa
sín byggðarlög og atvinnulíf í íjórð-
ungnum?
Eins og nærri má geta gáfu spum-
ingar af þessu tagi tilefni til mikilla
vangaveltna um fiskveiðistjórnun,
stjómkerfi landsins og ráðstöfun opin-
Fjölmörg málefni voru til umræðu á fundinum og auk sameiningarmála
má þar nefna fiskveiðistjórnun, stjórnkerfi landsins, ráðstöfun opinbers
fjármagns, breytingar á vinnulögggjöf og fleira.
bers fjármagns. En Sighvatur Björg-
vinsson úr Þingflokki jafnaðarmanna
spurði heimamenn hversvegna Vest-
firðingar kysu alltaf Sjálfstæðisflokk-
inn yfir sig þó að hann hefði sannar-
lega ráðið mestu um ófarir þeirra í
sjávarútvegsmálum. Og ekki stóð á
svarinu frá Valdemar Lúðvík Gísla-
syni, fyrrum bæjarfulltrúa Alþýðu-
flokksins í Bolungarvík. „Fólk hefur
einfaldlega ekki trú á að litlu flokkam-
ir hafi getu til þess að breyta einu eða
neinu. Þetta er of máttlaust, það þarf
meiri styrk til þess að fólk festi trú á
þá.“
Hér var náttúrlega gefinn upp bolt-
inn til þess að fjalla um hvemig ríkis-
stjómaiflokkamir hefðu breytt vinnu-
löggjöf án samráðs við verkalýðs-
hreyfinguna á síðast liðnum vetri.
Hvemig sjónarmið framleiðenda og
eigenda væm ráðandi í samfélaginu en
hagsmunir launafólks og neytenda
víkjandi. Hvernig væri verið að skipta
sameiginlegum auðlindum lands-
manna upp milli hagsmunablokka í at-
vinnulífinu. Hvemig áhrif helminga-
skiptastjórnar Framsóknar og Sjálf-
stæðisflokksins væm að koma fram í
viðskiptalrfinu. Og svo framvegis.
Annar þráður er líka tekinn upp í
Morgunstundum jafnaðarmanna en
það er samrunaþróun á öllum sviðum
samfélagsins. Sveitarfélög sameinast,
verkalýðsfélög sameinast, fyrirtæki
sameinast - á tímum hraðfara tækni-
breytinga og gjörbreyttra samgangna
og samskipta vrkur aðgreining og sér-
staða fyrir stærri einingum og sam-
ræmingu. Það er langt frá því að allt
þetta sé bölvað. Margt af því er blátt
áfram nauðsynlegt og sjálfsagt. En
eigi allur þessi sammni að verða á for-
sendum fákeppni, einkavinavæðingar,
sérhagsmuna og blokkamyndana í at-
vinnulífinu er voðinn vís. Ef ekki er
fyrir hendi sterkt pólitískt afl, sem
gætir hagsmuna launafólks og neyt-
enda á slíkum tímum, er hætt við að
öll ráð þjóðfélagsins verði í höndum
nokkurra fjölskyldna og pólitískra
taglhnýtinga þeirra.
Það var sama hveijir tjáðu sig á ísa-
firði, hvort það var þingkempan Kar-
vel Pálmason eða verkalýðsforinginn
Lilja Rafney Magnúsdóttir, allir vom
sammála um að æskilegt væri að
halda áfram samtölum af þessu tagi.
Fólk talaði um hversu ólfkt það væri
að koma í slíka spjallstund þar sem
mál væm rædd í einlægni, heldur en
þar sem reynt væri að magna ágrein-
ing í kappræðu. Pétur Sigurðsson vitn-
aði um gott samstarf jafhaðarmanna í
verkalýðshreyfingunni og kvað sam-
starf þeirra á hinum pólitíska vett-
vangi svo mikla nauðsyn að ekki
mætti kæfa það í karpi um kvóta eða
önnur eilífðarmál.
Það var einnig fróðlegt að heyra
hljóðið í bæjarfulltrúum AJþýðuflokks
og Alþýðubandalagsins á ísafirði. Sig-
urður Ólafsson sagði það fyrst og
ffernst vera stærðffæði sem réði því að
hann væri í meirihluta bæjarstjómar á
Isafirði með Sjálfstæðisflokki en ekki
pólitík. Aðrir kostir hefðu ekki verið í
stöðunni. í máli hans og Smára Har-
aldssonar kom ffam vemlegur áhugi á
að taka öðmvísi á hlutunum en gert
hefur verið. Smári sagði að í þessari
Morgunstund væri samankomið fólk
sem gæti breytt og skipt máli í stjóm-
málum á Vestfjörðum.
í flugvélinni á leiðinni til Reykja-
víkur var það umræðuefni okkar Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur, Þing-
flokki jafnaðarmanna, hvað þessi
Milli 50-60 manns sóttu fundinn
sem var með fjölmennari pólitísku
samkomum sem haldnar hafa verið
lengi á ísafirði.
morgunstund hefði verið holl áminn-
ing fyrir okkur aðkomufólkið.
Það er þolinmæðisverk og talsvert
flókið mál að stilla saman hugsjónum
og hagsmunum í stórri hreyfingu jafn-
aðarmanna þannig að ölfum finnist að
þeir muni hljóta sigurlaun eins og
Bmce Springsteen talaði um. En ekki
dugir að vera verkkvíðinn og alltaf er
hægt að biðja fyrir sér eins og einn
fundarmanna í fjölmennri Morgun-
stund jafnaðarmanna í Borgarbyggð
gerði um daginn: Guð gefi okkur þol-
inmæði - og það strax!
Þar sem er vilji, þar er vegur. Von-
andi sannast það bæði í vegagerð um
Barðaströnd og á braut jafnaðarmanna
til meiri áhrifa á Islandi. ■
LYFJA
Opið alla daga vikunnar
frá kl. 9.00 til 22.00
LyF a lagmarksverði
LYFJA
Lágmúla 5