Alþýðublaðið - 20.11.1996, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
m a n n ú ð
Stefán Jóhann Stefánsson. „Hann var prýðismaður, hæglátur, vel skapi
farinn, Ijúfmannlegur í framkomu," segir Benjamín.
formaður Jafnaðarmannafélags
Reykjavfkur á aðalfundi þess 10. marz
1941. Ólafur H. Einarsson var vara-
formaður, en aðrir í stjórn Héðinn
Valdimarsson, Þorlákur Ottesen, Þor-
steinn Pjetursson, Ragnheiður Möller
og Amór Sigurjónsson. Við fengum
áskoranir um að stofna nýjan flokk.
Ég fékk bréf frá Gunnari Jóhannssyni
á Siglufirði, þar sem hann hvatti mig
til flokksstofnunar. Héðinn tók dauf-
lega í þá hugmynd. Hann var orðinn
þreyttur á stjómmálaátökunum. Ef til
vill hefir hann vonað, að sættir gætu
náðst á milli s£n og Alþýðuflokksins.
En Alþýðuflokkurinn hafnaði honum.
Eftir samstarfið við Sjálfstæðisflokk-
inn um stjómarkjör í Dagsbrún varð
flokksstofnun undir forystu Héðins
útilokuð. En mér er ekki grunlaust
um, að einhveijir Alþýðuflokksmenn
hafi haft áhuga á því, að ég gengi í
flokkinn. Ásgeir Ásgeirsson var nú
orðinn þingmaður Alþýðuflokksins
eftir miklar deilur innan Framsóknar-
flokksins. Hann nefndi við mig að
skrifa sögu Alþýðusambands Islands,
en dró það síðan til baka. Ég vOdi ekki
heldur hafa forgöngu um stofnun nýs
flokks. Það hefði aðeins aukið sundr-
ungina í verkalýðshreyfingunni og
kostað áratuga baráttu við kommún-
istana, eyðimerkurgöngu. Það myndi
engu breyta um hin óhjákvæmilegu
endalok, ósigur kommúnismans í
Rússlandi. í grein, sem ég birti í Al-
þýðublaðinu 15.-16. september 1941,
var ég svo djarfur að segja, að Sovét-
ríkin gætu endað með skelfxngu. Biðin
reyndist 50 ár.
Sérstæður persónuleiki
Ég kynntist Héðni Valdimarssyni
vel í þéssum hremmingum, en ég
hafði /luðyitað unmð með honum áð-
ur, á’meðan ég. \ar franikyæmdastjóri
Landssambands'íslénzkiú stéttarfélaga
og starfandi í SósJalistaflokknum.
Héðinn var sérstæður persónuleiki,
einn hinna sérstæðustu, sem komið
hafa fram í íslenzkum stjórnmálum.
Hann var sonur Valdimars Ásmunds-
sonar ritstjóra og hinnar kunnu kven-
réttindakonu Bríetar Bjamhéðinsdótt-
ur. Hann hafði lokið hagfræðiprófi frá
Kaupmannahafnarháskóla, síðan starf-
að um skeið við Landsverzlunina, sem
rekin var í fyrri heimsstyrjöld. Eftir
það stofnaði hann eigið fýrirtæki, Ol-
íuverzlun fslands hf., sem arftaka
Landsverzlunarinnar. Það fékk einka-
umboð fyrir British Petroleum á fs-
landi. Oft var til þess tekið, að for-
stjóri olíufélags, umboðsmaður al-
þjóðlegs auðfélags, British Petroleum,
skyldi vera verkalýðsleiðtogi, róttæk-
ur jafnaðarmaður. En Héðinn vildi
vera sjálfstæður, og til þess að vera
sjálfstæður þarf einstakfingurinn oft
að hafa efni á því að vera sjálfstæður.
Tragísk persóna
Héðinn var stór maður og feitlag-
inn, fyrirferðarmikill, með stór, brún
og útstæð augu. Hann hafði karlmann-
legan málróm, þótt hann væri enginn
sérstakur ræðumaður. Hann leit nokk-
uð útlendingslega út, minnti talsvert á
Pál ísólfsson. Hann var skapmikill og
kappsamur og átti að sögn sumra til
talsverða heift, þótt ég yrði þess aldrei
var. Hann var sannur sósíaldemókrat,
lýðræðissinnaður sósíalisti, eindreginn
jafnaðarmaður. Hann kom mér fyrir
sjónir sem ákaflega góðviljaður mað-
ur, alveg eins og Laufey, systir hans.
Hún kom stundum á fundi hjá okkur,
en talaði alltaf um hið sama, einstæðar
mæður. Það gat verið leiðigjamt. Héð-
inn var miklu sáttfúsari en ég gagnvart
kommúnistunum. Hann reyndi að
halda friðinn í lengstu lög. Ég held, að
Héðinn hafi verið eins og persóna í
grískum harmleik, tragísk persóna.
Hann réð ekki við aðstæður sínar,
góður maður, sem var blekktur af
samvizkulausum refskákarmönnum
með stóra valdadrauma. Kommúnistar
lögðu flokk sinn ekki öðruvísi niður
en sem herbragð, alveg eins og Einar
Olgeirsson hafði sagt mér í ársbyijun
1937, að þeir myndu gera. En ég fann
aldrei á Héðni, að hann væri beizkur
út í einn eða neinn.
„Sigfús Sigurhjartarson var geng-
inn í lið með kommúnistunum,
sem höfðu tögl og hagldir í [Sósíal-
istalflokknum. Hann átti um þessar
mundir í miklum fjárhagserfiðleik-
um. Líklega hafa kommúnistarnir
hlaupið undir bagga með honum,"
segir Benjamín.
■ Ein og hálf milljón í aðstoð til blindra í Sarjevo
Ástandiö verst hjá
þeim sem standa
höllum fæti
-segir Helgi Hjörvar um að-
stæður blindra í Sarajevo
þar sem hann var nýlega á
ferð til að kynna sér aðstæð-
urblindra.
„í heimavistarskóla fyrir blind böm
í Sarajevo þar sem áður dvöldu 370
böm við leik og störf er nú enginn.
Aðkomumenn geta þó gengið milli á
milli skólastofa og húsa gegnum skot-
glufur og sprengjugöt. Það brakar og
brestur í þessari menntastofnun sem
var í miðri víglínu styijaldarinnar og
er nú rústir einar. Margir kennarana
flúðu eftir að átökin hófust en bömin
fluttust heim til foreldra sinna í borg-
inni og dvöldu þar næstu fjögur árin
og fengu að reyna margfalda skelfingu
þess sem heyrir og skynjar sprengju-
árásimar og skothvelli leyniskyttanna
en getur ekki séð hvar sprengjurnar
lenda né hvert á að hlaupa í felur.“
Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri
Blindrafélagsins segir þama frá heim-
sókn sinni til Blindrafélagsins í
Sarajevo en þangað fór hann til að
kynna sér aðstæður blindra á þessum
slóðum. Þeirra bíður nú að taka þátt í
nýju samfélagi ásamt þeim fjölda
fólks sem blindaðist eða hlaut varan-
legan augnskaða í stríðinu bæði af
völdum átakanna og naeringarskorts.
„Forsaga málsins er sú að formaður
bresku blindrasamtakanna talaði við
okkur síðasta vetur og sagði frá
hörmulegu ástandi í Bosníu ög nefhdi
sérstaklega Sarajevo en þaðan hafði
borist hjálparbeiðni til Evrópusamtaka
blindra sem ekki var unnt að verða
við. Hann bað okkur að athuga hvort
við gætum lagt eitthvað af mörkum:
Ég hafði samband við utanríkisráð-
herra og fékk þær upplýsingar að að-
stoð íslands við Bosníu væri í undir-
búningi. Við kynntum þau meginsjón-
armið okkar að ákveðinn hluti slíkrar
aðstoðar ætti að renna til fallaðra í
viðkomandi landi og okkur til mikillar
ánægju féllst hann á það sjónarmið'og
við fengum eina og hálfa milljón til að
aðstoða Blindrafélagið í Sarajevo.
Eg þurfti að fara fyrir nokkru á Evr-
ópuþing blindrasamtakanna á Ítalíu og
notaði þá tækifærið og fór í bakaleið-
inni í vettvangskönnun til Sarajevo til
að átta mig á aðstæðum og athuga
hvemig mætti nýta þessa takmörkuðu
fjámmni með sem árangursríkustum
hætti.
Það var hrikaleg niðurstaða sem
fékkst, því sú aðstoð sem blindrafélög
„Hinsvegar var sérstakur hluti mat-
seðilsins ætlaður fyrir almenna
borgarbúa og hann bauð upp á
ódýra úrgangsfæðu," sagði Helgi
Hjörvar. „Gestir mínir völdu strax
ruður og bein af fátækraseðlinum
þótt þau væru í minu boði og það
lýsir þeim mjög vel."
í iðmfkjunum em að veita og er mjög
umfangsmikil snýst um hjálpaitæki og
velferðarþjónustu en það blasir við að
þarfimar em allmikið ffumstæðari en
það. Fólk líður mikinn skort og horfir
fram á harðan vetur sem er að bresta
á. Það em vandamál með kyndingu og
það er ekkert heitt vatn og fmmþarf-
irnar sverfa að íbúunum og kannski
sérlega að blindum og öðrum sem
höllum fæti standa því sú uppbygging
og atvinna sem er að skapast er fyrst
og fremst fyrir þá ófötluðu. Það munu
líða nokkur ár þar til samfélagið er aft-
ur komið á það stig að blindir geta far-
ið gera sér vonir um vinnu að gagni
eða almennt lífsframfæri og það er
ekkert tryggingakerfi en þeir eru
þiggjendur neyðaraðstoðar hjá hjálp-
arstofnunum.
Það var lýsandi dæmi um þá hjálp
sem hafði borist frá blindrasamtökum
erlendis að rekast á talandi baðvog
innan um annað dót, en það ætti að
vera ljóst að slíkt kemur ekki að gagni
þar sem fólk á ekki til hnffs og skeið-
ar. Þessi ferð forðar okkur frá því að
gera slík mistök.
En þó að menn búi ekki yfir fjár-
magni eða tækjum í borginni búa þeir
yfir mikilli reynslu. Þetta var áður
samfélag sem var þokkalega
skilvirkt. Blindir höfðu hús-
næði og vinnu og réðu yfir
myndarlegu blindrabókasafni.
Þeir vita því hvað þarf til.
Það var áhrifamikil reynsla
að kynnast þessu fólki því
eins og eyðingin og barbar-
isminn dregur úr trú manns á
manneskjuna þá vakti það
ekki síður nýja von að sjá
hvað fólkið bar sig vel þrátt
fyrir allt, og hvað það var ein-
beitt í þeim ásetningi að sigr-
ast á þessum aðstæðum. Það
var jafti mikil reisn yfir því og
hún var lítil yfir umhveifinu."
En hvemig varð Helgi var
við skortinn í borginni?
„Ég bjó heima hjá fram-
kvæmdastjóra Blindrafélagsins og
kynntist þvf kjörum fólks af eigin
raun. Þar var á borðum fæði sem ég
vona að ég þurfi ekki að kynnast aftur.
Eitt kvöldið vorum við að borða kart-
öflukássu þar sem vom innan um ein-
hverjar sérkennilegar kjöttægjur. Þeg-
ar húsbóndinn sá að mér varð starsýnt
á þetta sagði hann mér að þetta væri
breskt naut - væntanlega kúariðukjöt.
Ég bauð þeim á veitingahús seinasta
kvöldið mitt í borginni og þar skiptust
viðskiptavinimir í tvennt. Annarsveg-
ar var það diplómataelftan sem var
þama í tengslum við einhverja þróun-
araðstoð og át og drakk það sem er á
okkar mælikvarða góður og hollur
matur. Hinsvegar var sérstakur hluti
matseðilsins ætlaður fyrir almenna
borgarbúa og hann bauð upp á ódýra
úrgangsfæðu. Gestir mínir völdu strax
mður og bein af fátækraseðlinum þótt
þau væru í mínu boði og það lýsir
þeim mjög vel.“
En hvað verður gert við það fjár-
magn sem fengist hefur?
„Ákvörðun um hvernig þessum
peningum verði varið liggur ekki fyrir.
Hún verður tekin í samráði við utan-
ríkisráðuneytið. Við munum skoða
hvemig eða hvort við getum komið til
móts við þessar fmmþarfir, en um leið
verður aðalmarkmiðið að efla félag
blindra á viðkomandi svæði eins og
kostur og búa því viðunandi starfsað-
stæður svo að það geti beitt sér fyrir
þeim úiTæðum sem til þarf. Það er for-
sendan fyrir því að blindir fái mennt-
un, atvinnu og endurhæfmgu. Á næstu
mánuðum og ámm ræðst hvemig að-
stæður blindra verða tryggðar í land-
inu með löggjöf og tryggingakerfi og í
atvinnu og menntamálum.“
Lífsins tré eftir Böðvar
Guðmundsson
Mál og menning hefur sent frá sér
skáldsöguna Lifsins tré, eftir Böðvar
Guðmundsson. Þetta er skáldverk um
lífsbaráttu þrautseigra (slendinga sem
leituðu hamingjunnar vestur um haf
þegar heimaland þeirra þurfti ekki
lengur á þeim að halda. í þessari bók
segir höfundur frá örlögum fólks af
fyrstu og annarri kynslóð Vesturíslend-
inga og sambandi þeirra við ættingja I
gamla landinu.
í Lifsins tré er fléttuð til loka sú saga
sem hófst i Híbýlum vindanna í fyrra.
Sú saga hlaut afbragðs viðtökur les-
enda og var tilnefnd til íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
Fley og fagrar
árar Thors
Mál og menning hefur sent frá sér bók-
ina Fley og fagrar árar eftir Thor Vil-
hjálmsson. Þetta er hraðvirkur minn-
ingaspuni skrifaður I svipuðum anda
og hin vinsæla bók Thors, Raddir I
garðinum, sem kom út árið 1994. í bók-
inni kallar eitt atvik á annað, ein mann-
lýsing kvejkir aðra og ólíkir staðir lifna
fyrir augum lesandans.
Öðrum þræði er þessi bók ferðasaga,
rétt eins og aðrar bækur Thors Vil-
hjálmssonar. Sögusviðið víxlast hratt:
Róm árið 1968, Vestmanneyjar 1973,
England 1947 og Japan 1984 eru meðal
þeirra staða er koma við sögu og text-
inn er hafsjór af frjóum athugunum,
lýsingum á ólíkum samferðamönnum
og skemmtilegum sögum.
Ævinlega hér
Bókaútgáfan ein hefur sent frá sér
Ijóðabókina, Ævinlega hér, eftir Sigurð
Skúlason. Bókin geymir 25 Ijóð sem
lýsa persónulegri reynslu höfundarins,
þar sem staðir, fólk, atvik og tilfinning-
ar taka á sig form í „myndum úr veru-
leikanum litla" eins og undirtitill bókar-
innar hljóðar. Þetta er önnur Ijóðabók
höfundar en áður gaf bókaútgáfan Let-
ur út bókina Margbrotinn Augasteinn,
en auk þess hefur Sigurður fengist við
þýðingar og m.a þýtt Ijóð um leikhús
eftir Bertold Brecht auk leikrita fyrir
svið og hljóðvarp.
Japanskt gler
Á morgun verður listkynning á vegum
Myndlista og handíðaskólans en þá
munu glerlistamennirnir Sigrún Einars-
dóttir og Sören S. Hansen halda opinn
fyrirlestur um verk þrjátíu og fimm jap-
anskra glerlistamanna, skúlptúrverk og
nytjahluti sem verða kynnt með spjalli
og litskyggnum. Sigrún mun einnig
kynna sögu glerlistarinnar í japan
ásamt því að fjalla um ýmsa skóla og
stofnanir sem tengjast glerlistinni. Fyr-
irlesturinn er fluttur í Barmahlíð, fyrir-
lestrasal skólans og hefst klukkan fjög-
ur slðdegis.
Kort með Ásgrímsmynd
Safn Ásgríms Jónssonar hefur gefið út
listaverkakort eftir Vatnslitamynd Ás-
grlms, Brenna I Rútsstaðahverfi í Flóa
frá árinu 1909. Kortið er til sölu I Lista-
safni íslands á opnunartíma safnsins kl
11 til 17 alla daga nema mánudaga.
Tekið er á móti pöntunum I síma 562
100, kl 8 til 16 alla virka daga.
Gítar í hádeginu
Á morgun eru Háskólatónleikar í Nor-
ræna húsinu en þar mun Slmon H.
Ivarsson gítarleikari flytja verk sem
hann hefur sjálfur sett saman úr hefð-
bundnum stefjum spænskrar þjóðlaga-
tónlistar. Verkin bera eftirfarandi heiti:
Colombiana, Granadina, Rumba git-
ana, Rondena, og Farruca. Tónleikarnir
standa yfir I hálftíma og hefjast klukkan
12.30. Símon lauk fullnaðarprófi frá
Tónskóla Sigursveins og einleikara-
prófi frá Hochsscule fúr Musik und dar-
stellende Kunst i Vínarborg. hann hefur
einnig sótt námskeið til Ítalíu, Sviss,
Austuríkis og Spánar en hann hefur
sérhæft sig í Flamencotónlist.