Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
s k o ð a n i r
hhðiiiii roiD
21216. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjóri Hrafn Jökulsson
Fréttastjóri Jakob Bjarnar Grétarsson
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín ehf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Tölvupóstur alprent@itn.is
Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk
Að fortíð skal hyggja...
Þeir sem lesið hafa Alþýðublaðið undanfamar vikur og hlustað
á málflutning forystumanna Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks íslands hafa ekki farið varhluta af þeim pólitísku áherslu-
breytingum sem átt hafa sér stað á þeim vígstöðvum. Alþýðu-
flokksmenn líta ekki lengur á Sjálfstæðisflokkinn sem eðlilegan
bandamann til að koma fram erfíðum en nauðsynlegum umbóta-
málum.
Því miður voru bæði Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur
allt fram á síðustu ár rígbundin í hugarfar einangrunar og hafta-
stefnu í viðskiptum og því varð engin samstaða með þessum
flokkum og Alþýðuflokknum þegar fleygja þurfti á haugana úr-
eltu og afturhaldssömu millifærslu- og uppbótakerfi. Þá varð
Sjálfstæðisflokkurinn eðlilegur bandamaður, og samstarfstímabil
flokkanna á sjöunda áratugnum varð eitt mesta framfaraskeið ís-
lendinga á seinni tímum.
Þegar íslendingar þurftu að horfast í augu við samruna Evrópu
og tryggja viðskiptalega hagsmuni þar brugðust báðir þessir
flokkar. Þeir gátu ekki tryggt framgang EES- samningsins á Al-
þingi, þegar Alþýðuflokkurinn stóð frammi fyrir því að taka af-
stöðu til stjómarmyndunar á vordögum 1991. Til að koma stærsta
máli íslenskra stjómmála á þessum ámm farsællega í höfn þurfti
Alþýðuflokkurinn að mynda ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn-
um. Sú ríkisstjóm kom ekki aðeins EES og GATT-samningnum í
gegnum Alþingi, heldur stóð hún fyrir ljölmörgum framfaramál-
um á sviði ríkisQármála, fjármálaviðskipta og sjávarútvegsmála
svo eitthvað sé nefnt. Þótt ýmislegt megi til taka sem ekki tókst
jafn vel er aðaleinkunn þeirrar ríkisstjómar mjög góð.
Hér hafa verið tiltekin mjög mikilvæg dæmi um það sem ann-
ars ólíkir flokkar einsog Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur-
inn áttu farsæla samleið með í íslenskum stjómmálum. Dæmi um
farsælar vinstri stjómir em annars eðlis. Þeim hefur yfirleitt mis-
tekist að stjóma efnahagsmálum, stundum með hörmulegum af-
leiðingum, þótt atlagan að verðbólgunni í síðustu ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar hafi heppnast vel. Þá vom í tveimur
vinstristjómum stigin mjög mikilvæg skref til að færa út fisk-
veiðilögsöguna, sem alls óvíst er að gerst hefði í annarskonar rík-
isstjómarmynstri.
Þetta er rifjað hér upp, vegna þess að í þeirri málefnavinnu sem
framundan er í samstarfi jafnaðarmanna em enn til staðar afdrifa-
rík þjóðmál þar sem vemlegur skoðanamunur er á afstöðu svo-
kallaðra vinstriflokka. Óþarfi er að tíunda þau frekar, þau em öll-
um kunn sem íylgst hafa með stjómmálaumræðunni undanfarin
misseri. Munurinn er fyrst og fremst sá, að ágreiningurinn snýst
einkum um mál sem flokkast frekar undir innanríkismál. Áður
var þessi ágreiningur ekki hvað síst um afstöðu til utanríkismála.
Á því sviði er afstaðan til Evrópusambandsins stærst, því hjákát-
legt útburðarvæl um útgöngu úr NATO er ekki hægt að taka al-
varlega.
Jafnaðarmenn verða að hefja þessa málefnavinnu og opna fyrir
víðtækar umræður um samræmingu á sjónarmiðum. Verði engin
niðurstaða í þeirri vinnu mun samstarfið óneitanlega líða fyrir
það. Þá myndast ekki það samstæða afl sem hmndið getur í fram-
kvæmd stórum umbótamálum. íslendingar þurfa á samstöðu að
halda til að hrinda í framkvæmd því sem skiptir máli fyrir af-
komu, menningu og framtíð þjóðarinnar. Ef því tækifæri er glutr-
að niður er ekki hægt að útiloka að framsýn öfl frá hægri og
vinstri verða tímabundið að taka höndum saman aftur. Hætt er
við að það myndi höggva skörð í raðir. Mikilvægi samstarfs jafn-
aðarmanna sem leiðir til sameiningar er því ekki orðum aukið. ■
Andri í limbói
íslandsförin
Guðmundur Andri Thorsson
Mál og menning
Með Islandsförinni er sem Guð-
mundur Andri Thorsson gangi í björg
sem rithöfundur. Sagan er sérlega
vönduð, vel fléttuð, stfllinn hreint af-
bragð og fullkomið sæmræmi er milli
forms og innihalds. íslandsförin er
skrifuð beint í hefðina ef svo má að
orði komast; og má skoða sem fram-
iag í hinni eilífu leit að íslensku skáld-
sögunni. Þessari einu sönnu, sem nátt-
Bókmenntir |
úrlega verður aldrei skrifuð, því þá er
úti um íslenskar bókmenntir. Höfúnd-
ur hnoðar þannig einskonar snjóbolta í
snjókallinn sem gæti staðið fyrir
sjálfsmynd þjóðar.
„Cameron segir að sagan sé um
þjóð sem býr utan við meginlandið og
tekur aldrei afstöðu í átökum heims-
ins, milli góðs og ills, framfara eða
afturhalds. Allt fer framhjá þessari
þjóð. Islendingar una sér hvergi nema
á landinu sínu, og þar geta þeir aldrei
fest yndi heldur vegna þess að sjálft
landið hafni þeim sífellt. Þeir em lfk-
amalausir andar í þeim skilningi að
allur þeirra vemleiki er í bókum, þar
er sá veruleiki sem þeir sjá og skynja.“
(Bls. 116)
Ef líkingunni með snjókallinn er
fylgt eftir, þá bráðnar hann - en ekki í
bók, rétt eins og þjóðin lifir í bókum
en ekki í vemleika.
Er hægt að fara fram á meira?
Já.
Það væri synd að segja að íslands-
förin sé fjörleg. Innihald hennar rímar
fullkomlega við bókarkápuna sem er
svoldið litlaus. Þó er bókin alls ekki
leiðinleg, til þess er höfundurinn ein-
faldlega of snjall og kann þá list ágæt-
lega að teyma lesandann áfram. Hann
missir aldrei takið og þannig má hæg-
lega leiða að því rök að Islandsförin sé
spennandi. En samt, svoldið litlaus.
Guðmundur Andri er í limbói. Illsk-
ilgreinanlegur. Hann er ungur höfund-
ur sem virðist kjósa að skipa sér í
flokk með eldri kynslóðinni. Það er
eins og hann kæri sig ekki um að
sleppa fram af sér beislinu og velur
sér söguefni í stfl við það. Hvaða er-
indi á Islandsförin við samtímann?
Kannski þreytt spurning en gild.
Vissulega má segja að tómt mál sé að
tala um sjálfsmynd án skírskotunar í
fortíðina. í það minnsta má gera kröfu
til Guðmundar Andra og að hann hafi
eitthvað til málanna að leggja.
Sögumaður er hálfúr íslendingur og
hálfur Englendingur sem fer til Islands
í leit að sjálfum sér. Þetta er snjöll leið
til þess að horfa á ísland í senn með
augum aðkomumannsins og þeim sem
rennur blóðið til skyldunnar og íyrir-
verður sig fyrir amlóðahátt þjóðar
sinnar. Lýsingin á Reykjavflc skömmu
fyrir aldamót er ekki nýstárleg enda
segist Guðmundur Andi hafa skoðað
grannt ferðabækur frá þeim tíma. Mér
fmnst ég hafa lesið þetta áður. Alltjent
hljómar þetta kunnuglega. „Þetta er
ekki borg og ekki heldur þorp. Þetta er
samt ekki sveit. í rauninni er þetta ein-
ungis tilviljunarkennt samansafn af
húsum.“ Reykjavik kemur sögumanni
fyrir sjónir sem ógeðslegur staður,
mettaður dauni af slori, íbúarnir er
amlóðar og híbýlin hreysi. „Hér virð-
ist fólk hvorki ætla að lifa af né far-
ast.“ (Bls. 82)
Meiri matur er í því snjallræði höf-
undarins að gera Jón Sigurðsson for-
seta og þjóðskáldið Matthías Joc-
humsson að aukapersónum í sögunni.
í meðförum Guðmundar Andra lifna
þeir við og verða eðlilegir. Að ffátöld-
um sögumanni eru förunautar hans
Cameron, enskur fræðimaður, og Is-
lendingurinn Jón Hólm, aðalpersónur
bókarinnar. Þeir eru báðir skýrum
dráttum dregnir og magnað er þegar
Cameron fær kúltúrsjokkið í óbyggð-
um íslands. Jón Hólm er dæmigert ís-
lenskt athafnaskáld sem vill húrra
þjóð sinni til hagsældar og nútímalegri
viðhorfa. Þessar persónur þjóna vita-
skuld þeim tilgangi að draga fram
tvær helstu hliðar sögumannsins: gest-
inn/heimamanninn - Englending-
inn/Islendinginn. Það er vel heppnað.
Hins vegar er hliðarplottið, hugleið-
ingar sögupersónunnar um ástkonu
sína og samskipti þeirra, ósannfærandi
og vandséð hvaða tilgangi það þjónar.
Eins og áður sagði er lesandinn
dreginn áfram í átt að einskonar lausn
og sjálfsagt má deila um hvort það
gengur upp eða ekki. Hugsanlega má
segja að hún sé ódýr en vandséð
hvernig hægt var að hnýta endinn
öðruvísi. Þetta er svona afhjúpandi
endir og hafi tilgangurinn verið sá að
koma lesandanum á óvart, þá tókst
það í þessu tilfelli.
íslandsförin er samin af kúnst og ég
er kannski með ósanngjamar kröfur en
þeirri frómu ósk er hér komið á fram-
færi að Guðmundur Andri taki stökkið
aftur til nútímans í sinni næstu skáld-
sögu. ■
Iíslandsförin er samin af kúnst og ég er kannski með ósanngjarnar kröfur
en þeirri frómu ósk er hér komið á framfæri að Guðmundur Andri taki stökkið
aftur til nútímans í sinni næstu skáldsögu.
agatal 21. nóvember
Atburðir dagsins
1551 Sendiboði páfa, Francis
Xavier, kemur frá Japan ásamt
öðrum jesúítum sem í tvö ár
unnu að trúboði þar eystra.
Tvöþúsund Japanir tóku
kristni. 1695 Enska tónskáldið
Henry Purcell deyr. 1910 Rúss-
neski rithöfundurinn Leo Tol-
stoy deyr. 1916 Franz Jósef,
keisari Austurríkis- Ungverja-
lands síðan 1848, deyr. 1931
Leikrit flutt í fyrsta sinn í Rík-
isútvarpinu. Það voru kaflar úr
Bóndanum á Hrauni eftir Jó-
hann Sigurjónsson. 1984
Kynntar niðurstöður á viðhorf-
um og gildismati íslendinga.
Þeir reyndust hamingjusamasta
þjóð í hcimi, trúhneigðir og
stoltir af þjóðemi sínu.
Afmælisbörn dagsins
Voltaire 1694, franskur heim-
spekingur og rithöfundur. Har-
po Marx 1888, mállaus banda-
rískur skemmtikraftur, einn
Marxbræðra. Renc Magritte
1898, belgískur listmálari og
súrrealisti. Goldie Hawn 1945,
bandarísk leikkona.
Annáisbrot dagsins
Maður myrti barn sitt norðan
til á Holtavörðuheiði, 8 eður 9
vetra, hann hét Jón Jónsson,
undan Jökli, og þá það rómað-
ist, strauk hann vestur í ísa-
fjarðarsýslu.
Grímsstaöaannáll 1750.
Rán dagsins
Menn berjast fyrir frelsinu en
byrja síðan að búa til lög sem
ræna þá því.
Ókunnur höfundur.
Málsháttur dagsins
Það kostar klof að ríða rafti.
Löstur dagsins
Ljóðlistin er viðurstyggilegust
allra lasta.
August Strindberg.
Orð dagsins
Mörg eru Ijóðin glaðbeitt og
grœn
ofsarauð og eldrauð
bld einsog heiðríkjan
brún einsog lýng haustsins...
Þorsteinn frá Hamri, Mörg eru
Ijódin.
Skák dagsins
Nú lítum við á skák sem tefid
var í Moskvu árið 1948. Max
Euwe, sem um skeið var
heimsmeistari, hefur hvítt en
Keres svart og á leik. Keres er
einn sterkasti skákmaður allra
tíma sem ekki hefur hampað
heimsmeislaratitli. Hann gerir
nú úlum taflið með einföldum
og áhrifaríkum hætti.
Svartur ieikur og vinnur.
1. ... Hxcl! Hvítur gafst upp:
drepi hann með drottningu
mátar svartur á g2 og ef hrók-
urinn drepur skákar svartur á f3
og drottningin liggur í valnum.