Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1 b æ c u lJ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 ■ Póra Kristín Ásgeirsdóttir gluggar í þrjár nýjar bækur fyr- ir unga lesendur og ræðirvið höfundana, þau Guðrúnu Helgadóttur, llluga Jökulsson og Vigdísi Grímsdóttur Við munum öll eftir skemmtilegu barnabókunum - segir lllugi Jökulsson en hann á spennandi barna- bók á jólamarkaðnum ásamt drottningu barna- bókanna, Guðrúnu Helga- dóttur, og Vigdísi Gríms- dóttur sem þreytir frum- raun sína í skrifum fyrir börn. „Þetta er bara utri saga um hann Hólmar son minn og gerist á Njáls- götu 102,“ segir Vigdís Grímsdóttir en hún hefur nýlega sent frá sér bama- bókina Gauti vinur minn. „Bókin er til hans því ég sagði honum sögur og hann sagði mér aðrar í staðinn og ég lofaði honum því að ég myndi setja þetta á bók og efni það fyrst núna. Bókin segir frá konu sem ber út Moggann og er næturvörður á hóteh. Einn daginn sér hún strák sem situr allsber í glugga og hann kallar á hana. Það er Gauti og þau verða vinir. Hann hafði verið svo heppin að finna göldr- ótt mannsauga á götunni og þau fara í ferðalag með auganu og ferðast um ólíka og skringilega heima. Þetta er saga um ástina en þau finna hvert ann- að í gegnum missi og söknuð sem ger- ir þau þó ekki sorgmædd eða alvarleg heldur fjarskalega leitandi." Skelfileg element „Bókin mín heitir Silfurkrossinn og flallar um húsbyggingu í nýju hverfi sem gengur mjög brösuglega en á endanum er það tilbúið og fjögurra manna íjölskylda flytur inn,“ segir Dl- ugi Jökulsson rithöfundur. ,,Það kem- ur í ljós að það er eitthvað óhreint á ferðinni. Heimiliskötturinn týnist og „Við munum öll eftir skemmtilegu bókunum sem við lásum sem börn. Þær lifa lengur í huganum en allt kraðakið sem steypist yfir seinna á ævinni," segir lllugi Jökulsson. „Það er mikið drasl á þessum barnabókamarkaði eða kannski ekki drasl heldur bækur sem hafa enga sérstaka þýðingu eða skír- skotun til barna," segir Vigdís Grímsdóttir. blessuð bömin taka til sinna ráða og fara að reyna að grafast fyrir um hvaða öfl eru á ferðinni. Þetta er frek- ar hugguleg saga en það eru skelfileg element á kreiki en þó verða engar blóðsúthellingar. Þetta er fremur jóla- legt og það brennur á bömunum að leysa málin fyrir jól því annars em þau viss um að illa muni fara.“ Ekkert að marka „Bókin mín heitir Ekkert aö marka, og er sjálfstætt framhald af bókinni, Ekkert að þakka, og er hugsuð fyrir böm á aldrinum 0 til 90,“ segir Guð- rún Helgadóttir. „Það er reyndar líka að koma út endurprentun á miðbók- inni um Jón Odd og Bjama svo það má segja að ég sé með tvær bækur fyrir þessi jól. Ekkert að marka fjallar um böm sem komast á snoðir um ým- islegt sem ekki er gott og þar eiga full- orðnir í hlut. Þetta er spennusaga og því ætla ég ekki að ljóstra neinu upp um söguþráðinn." Umfram allt skemmtilegar „Ég hef lengi ætlað að skrifa bama- bók og mig hefur í raun alltaf langað til þess,“ segir Vigdís Grímsdóttir. „En ég vissi ekki hvaða stellingar ég ætti að setja mig í svo ég kom því ekki í verk.“ „Ég hef ekki gert mér grein fyrir af- hverju ég skrifa bækur fyrir böm,“ segir Illugi Jökulsson. „Þessa tilteknu „Bækur þurfa að vera skemmtileg- ar og áhugaverðar til að börn nenni að lesa þær," segir Guðrún Helgadóttir. „Þau eru kröfuhörð og þeim er illa við ef höfundar eru ein- göngu að skrifa fyrir börn af því þeir geta ekki skrifað fyrir fullorðna lesendur." bók skrifaði ég eftir pöntun en fram að þessu hafa sögumar orðið til í tölvunni upp úr þurru. Það er lógískt að skrifa fyrir böm og það er skemmtilegt. „Ég hef lítið fylgst með íslenskum, bamabókum. En mér finnst þó alltaf gaman að lesa Guðrúnu Helga," segir Vigdís Grímsdóttir. „Það em pínulitlar biblíur í mínum huga. Kristín Steins er líka skemmtileg með sitt sambland af draugagangi og alvöru og Illugi Jök- ulsson er góður. En það er mikið drasl á þessum barnabókamarkaði eða kannski ekki drasl heldur bækur sem hafa enga sérstaka þýðingu eða skír- skotun til bama. Bamabækur verða að höfða til einhvers sem skiptir börn máli. Hvað þau hugsa um og velta fyr- ir sér. Ekki bara hvemig er að hand- leggsbrotna eða liggja á spítala heldur það sem gerist innra með þeim. Til dæmis það að eiga ekki pabba eða mömmu og hvernig ímyndunaraflið hjálpar okkur til að yfirvinna hindranir og opnar nýja heima.“ Áhuginn hefur aukist „Mér finnst úrvalið með minna móti,“ segir Guðrún Helgadóttir. „Það er meira af þýddum verkum en ffum- sömdum og það em ekki nógu margir að skrifa fyrir böm. Það hefur þó sem betur fer orðið breyting á síðastliðnum tuttugu ámm en fyrir þann tíma var mikið um vondar þýðingar með ljót- um myndum. Áhuginn hefur aukist gífurlega þökk sé bókavörðum og kennurum sem hafa hvatt til vandaðrar útgáfu fyrir böm.“ „Ég hef ekki lesið allar íslenskar bamabækur en úrvalið er sæmilegt að mér sýnist," segir Illugi Jökulsson. „Inn á milli er bölvað msl en ég hugsa að þetta sé skikkanlegt miðað við ald- ur og fyrri störf. Hér á heimilinu vant- ar samt sífellt eitthvað að lesa svo við þurfum ekki að liggja yfir Andrés- blöðum. Það er ekki hægt að tala um bamabækur án þess að nefna Guðrúnu Helgadóttur, hún er fín og ég vildi óska þess að Vilborg Dagbjartsdóttir skrifaði meira fyrir börn. Forlögin standa sig líka vel í að kynna erlenda bamabókahöfunda, þar koma einkum tveir upp í hugann, Tove Janson og Astrid Lindgren sem skrifaði margar afbragðsbækur þó hún væri misgóð. En barnabækur þurfa að vera skemmtilegar. Umfram allt, skemmti- legar. Þá fylgir hitt með. Það er gott að þær séu vel hugsaðar og hugsandi og það er æskilegt að þær séu á skikk- anlegu máli. En það verður að vera í öðru og þriðja sæti. Böm eru kröfu- hörð. Það þarf ekki endilega að vera hasar og spenna, heldur innri skemmtilegheit.“ Gleði, sorg, alvara „Mér er almennt illa við hugtakið bamabækur og tala því oft um að ég skrifi bækur sem böm geta líka lesið," segir Guðrún Helgadóttir. „Bækur þurfa að vera skemmtilegar og áhuga- verðar til að þau nenni að lesa þær. Böm em kröfuhörð og þeim er illa við ef höfundar eru eingöngu að skrifa fyrir böm af því þeir geta ekki skrifað fyrir fullorðna lesendur. Ég hef per- sónulega miklar mætur á Tove Janson og Astrid Lindgren og þessum klass- ísku barnabókmenntum eins og til dæmis Lísu í Undraiandi. Bækur fyrir böm þurfa að hafa alla sömu eigin- leika og aðrar bækur. Það þarf að gera sömu kröfur til byggingar stfls og per- sónusköpunar en höfundar þurfa að vera varkárir. Það má skrifa um hvað sem er ef það er vel gert. Bækumar þurfa að auðga veruleik bamanna og opna nýja víddir í lífinu. Þau þurfa að þekkja muninn á gleði og sorg og það er engin ástæða til að hlífa bömumyið alvöm lífsins. En það þarf að leiða þau áfram og kannski er maður að reyna að stuðla að því að þau vaxi upp sem heilbrigðir og þroskaðir einstaklingar. „Það er borin minni virðing fyrir barnabókum heldur en öðrum bók- menntum en ég held þó að það sé að breytast," segir Illugi. „Þegar ég var unglingur þóttu höfundar bamabóka heldur ófínir pappírar. Það er líka minna Qallað um bamabækur. En auð- vitað þarf það ekki að vera þannig. Við munum öll eftir skemmtilegu bókunum sem við lásum sem böm. Þær lifa lengur í huganum en allt kraðakið sem steypist yfir seinna á ævinni," segir Illugi Jökulsson að lok- um. Mjög-mjög-mjög mjög skemmtileg Stafakarlarnir Bergljót Arnalds Myndir: Jón & Jón sf. Myndvinnsla og útlitshönnun: Jón Hámundur Marinósson Bókaútgáfan Skjaldborg Mér finnst Stafakarlarnir mjög- mjög-mjög mjög skemmtileg og skemmtilegasta bókin sem ég hef les- ið. Stafimir fuku úr bókinni og fóra að tala saman og við Ara. A-ið fór að tala við Á-ið og Ó-ið fór að tala við O-ið, I-ið fór að tala við I-ið og D-ið er með flautu. Mér finnst Ð-ið skemmtilegt af því að það á að finna það í bókinni. Ð- ið á ekki neitt og ekki heldur X-ið. X- ið er leiðinlegasti stafurinn þó að það sé að borða kex. A-ið er ljósblátt með rauðan hatt. Það er foringinn af því að það er stærsti bróðirinn. Mér finnst það skrýtið að það séu engir stelpustafir. Mér finnst til dæmis N vera stelpustafur. B er líka stelpa af því að það er bleikt og heitir þá bara Brynja kannski. B-ið er skemmtileg- asti stafurinn af því að það byrjar á bleikt og heitir B. Þess vegna skírði ég það Brynja. Bleikt er samt ekki Iengur uppáhalds liturinn minn. Uppáhalds liturinn minn er grænt. Stafakarlamir tala mikið um hluti sem byrja á sjálfum sér. G- ið talar um grindverk, það er með gítar og á glugga þó að H- ið eigi húsið. H-ið á mest af því að það á allan heiminn, hár og hatt. Þrautimar komu mér á óvart. Þær eru aftast í bókinni. Mér fannst þær ekki erfiðar nema ein sem er fyrir eldri krakkana. Þá á að taka orðin í sundur og sjá hvað gerist. Það er bara fyrir stærri krakka en mig. Barnabækur Nanna Elísa Jakobsdóttir 6ára Við megum eiginlega ekki vita að stafimir era lifandi nema Ari. Svo fara þeir aftur inn í bókina nema Ö-ið er eftir. Þá er Ösp að vakna. Allir stafim- ir eiga fjölskyldu. Það era til margir stafir. Til dæmis orðið bfll - öll ellin era fjölskylda og svo framvegis. Skil- urðu? Skessa með Ijósblátt hár Sagan af Hlina kóngssyni Ragnheiður Gestsdóttir endur- sagði og myndskreytti Mál og menning Mér fmnst þessi bók skemmtileg og spennandi þó að ég hafi heyrt söguna áður á segulbandsspólu sem ég á. Ég ætla að lesa hana aftur. Sagan er um Hlina kóngsson og Signýju sem bjarg- ar honum frá tveimur skessum. Skess- umar vora ekkert vondar við Hlina og mér fannst svoldið skrýtið að önnur skessan var með ljósblátt hár. Samt era myndimar í bókinni flottar. Signý bjargaði Hlina með því að láta hann henda spjóti í fjöreggið. Þó að skess- umar væra ekkert vondar fannst mér gott að þær dóu því annars hefði Hlini aldrei getað farið. Mér fannst mjög sniðugt þegar þau sögðu: „Renni, renni rekkja mín, langt út á skóg“. Þá flaug rekkjan, en rekkja er sama og rúm. Þetta ævintýri er líkt öðram æv- intýrum sem ég hef heyrt. Til dæmis ævintýrinu þegar strákurinn fór að leita að kýrinni. Þá vora karl og kerl- ing í koti sínu sem áttu einn son sem þeim þótti ekkert vænt um. Þeim þótti bara vænt um kúnna. (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.