Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
s k o ð a n
■ Ávarp forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar í hádegisverðarboði
forsætisráðherra Danmerkur20. nóvember 1996.
Vinátta og samvinna
í húsi Evrópu eru því og verða lengi enn mörg herbergi
sem öll þjóna sínum tilgangi. Fjölbreytileiki sem á sér
sterkar lýðræðislegar rætur getur gagnast vel á næstu
árum þegar leitað verður leiða til að fella þróun Evrópu
Forsætisráðherra. Kæru gestir.
Ég þakka hlýhug og vináttu sem við
Guðrún Katrín höfum fundið hvar-
vetna í heimsókn okkar.
I viðtölum við danska fjölmiðla á
Bessastöðum áður en við lögðum af
stað sagði ég að Danmörk væri mikil-
vægasta vinarland okkar Islendinga.
Sú skoðun mín hefur styrkst enn frek-
ar á þessum dögum.
Það er verkeíhi okkar allra að gefa
vináttu og samvinnu Dana og Islend-
inga aukið gildi á nýrri öld. Það er
ekki aðeins sagan og menningin sem
tengja okkur saman heldur einnig hug-
sjónir og hagsmunir á norrænum vett-
vangi, í evrópsku samstarfi og innan
alþjóðastofnana.
Lýðræðisleg og fjölþætt Evrópa
sem býr við öryggi, frið og blómlegan
efnahag er sameiginlegt viðfangsefni
fslendinga og Dana þótt formleg nálg-
un okkar sé ólík. Þrjú lýðræðisríki
VesturjEvrópu, öll með traustan efna-
hag - ísland, Noregur og Sviss - hafa
kosið að vera utan Evrópusambands-
ins. í húsi Evrópu eru því og verða
lengi enn möfg herbergi sem öll þjóna
sínum tilgangi. Fjölbreytileiki sem á
sér sterkar lýðræðislegar rætur getur
gagnast vel á næstu árum þegar leitað
verður leiða til að fella þróun Evrópu
allrar í nýjan farveg. Norrænar þjóðir
þurfa að vita hver af annarri í þróun
efnahagssamvinnu og við mótun nýrr-
ar öryggisskipunar í álfunni.
fslendingar og Danir geta vísað til
langrar og farsællar samvinnuhefðar
sem á margvíslegan hátt ætti að vera
öðrum þjóðum fordæmi. Það tókst á
því rúmlega 100 ára tímabili sem
hófst um miðbik síðustu aldar að leysa
mörg vandamál í sambúð landanna
með samningum og rökræðum, frið-
samlegum og lýðræðislegum aðferð-
um. Það er í raun afrek sem ber að
halda á lofti þegar spurt er víða um
allrar í nýjan farveg.
veröld hvort velja skuli vopn eða orð-
ræður, ofbeldi eða samninga til lausn-
ar erfiðum vandamálum.
í ár er aldarfjórðungur síðan þessi
einstæða samvinna íslendinga og
Dana var innsigluð með komu fyrstu
handritanna til íslands. Orðin voru
einföld - „Gjörið svo vel, Flateyjar-
bókin“ - en stundin einhver sú stærsta
í sögu íslands. í hvert sinn sem við ís-
lendingar berum handritin augum
hugsum við hlýlega til stórhugs Dana.
A þessari stundu færi ég yður og
ríkisstjóm yðar og reyndar öllum rík-
isstjómum Danmerkur og þjóðþingun-
um sem setið hafa á þessum 25 ámm,
djúpar og einlægar þakkir fslendinga.
Handritin em tákn ævarandi og ein-
stæðrar vináttu þjóða okkar.
Við íslendingar höfum ifá upphafi
lögbundinnar alþýðufræðslu haft
dönsku sem fyrsta erlenda málið í ís-
lenskum skólum. Vilji okkar er að svo
verði enn um alla framtíð.
Nýjar kynslóðir biðja hins vegar um
breyttar aðferðir. Þess vegna er mikil-
vægt að áhrifaöfl, bæði í Danmörku
og á fslandi, taki höndum saman um
að nýta nýja tækni í dönskunámi ís-
lenskrar æsku.
Margmiðlun nútímans, cd-rom, víd-
eó, sjónvarpsefni og kvikmyndir eru
allt tæki og aðferðir sem þarf að hag-
nýta til að gera dönskunám nýrra kyn-
slóða eðlilegt og spennandi.
Það er tungumálið sem tengir okkur
betur saman en flest annað. Því ber að
fagna sérstaklega útkomu fyrsta bindis
nýrrar fommálsorðabókar, Ordbog ov-
er det norröne prosasprog. Mikilvægt
er að styrkja áfram þann grun sem
lagður er með þessari útgáfu.
Um leið og við íslendingar virðum
danska tungu og viljum áfram hafa
hana í forsæti erlendra mála unnum
við heitast okkar eigin móðurmáli. ís-
lenskan er í reynd lífgjafi okkar og
kjölfesta í samfélagi þjóðanna, must-
eri sjálfstæðis okkar og menningar.
Við teljum því mikilvægt að halda
til haga rétti íslenskunnar í samfélagi
norrænna manna. Við dáumst að þeim
árangri Dana að danska skuli hafa
meiri rétt í samskiptum innan Evrópu-
sambandsins en íslenskan hefur haft í
norrænu samstarfi. Er þó hið norræna
samstarf byggt á vináttu en hið evr-
ópska á hagkvæmni.
Kæri forsætisráðherra.
Um leið og ég þakka ffábæra gest-
risni vil ég gera að mlnum orðum
Gunnars á Hlíðarenda við Njál hinn
vitra á Bergþórshvoli sem skráð em í
Njálssögu, mestu snilldarbók íslenskra
fomsagna:
„Góðar eru gjafir þínar en meira
þykir mér vert vinfengi þitt.“
JÓN ÓSKAR
Farþeginn er Færeyingur sem var
í fríi hérna. Hann tók þessu ótrú-
lega vel og var reyndar nokkuð
ánægður með að fá tilbreytingu í
nokkuð viðburðalitla dvöl.
Guöni Birgir Sigurösson leigubílstjóri en
hann var við störf þegar hann sá drukkinn
ökumann aka glannalega og ákvað að elta
hann uppi. Leikurinn endaöi með slagsmál-
um þar sem hann rifbeinsbrotnaði. DV í
gær.
Hann lá sem lamaður!
Hann áttaði sig skyndilega á
afhverju faðir hans hefði ekki
farið í mjaðmaaðgerðina.
Kvóti og bölvuð forgamgsrööin.
Jóhannes Þór Guöbjartsson í lesendabréfi
Moggans í gær.
Eftir þá hrifningarvímu koma
aftur á móti timburmennirnir og
ekki líður á löngu að platan er
komin í úreldingarhauginn; deyr
gömul eftir skamma ævi.
Árni Matthíasson í plötudómi um Emilíönu
Torrini í Mogganum í gær.
Allt þekktar myndir úr spólusafni
strákanna. ísköld nafnlaus flekun,
aftenging lims og sálar.
Hlín Agnarsdóttir dregur ekki af sér
í Degi Tímanum um íspinnaauglýsingu
í sjónvarpinu.
Stöð tvö splæsti dýrmætustu
mínútum fréttatímans á sunnu-
dagskvöldið með því að heim-
sækja fórnarlömbin, mynda heim-
ilisföðurinn þar sem hann sýndi á
leikrænan hátt hvar hann hefði
staðið þegar hinn óboðni gestur
kom inn, hvernig aðkomumaður-
inn hefði barið sig, tekið síðan
símann og slitið hann, barið
honum hingað og þangað og
húsfreyjan opnaði sig í lokin
og sagði sína sögu.
Hinn frumlegi fjölmiölarýnir í
Degi Tímanum í gær.
Ég hefði gjarnan viljað fá
annað lið og ég veit það fyrir víst
að gjaldkerinn okkar er ennþá
grátandi yfir þessu.
Alfreð Gíslason þjálfari KA um fyrirhugaöan
leik í Ungverjalandi. DT í gær.
smáa letrið
Antananarívó
í jólafríinu?
191 sjálfstætt ríki er í heiminum. Hér
eru nöfn nokkurra ágætra höfuð-
borga, fyrir þá lesendur sem eru að
skipuleggja jólafríið:
Lúanda, Nassá, Manama, Bandar
Serí Begavan. Bújúmbúra, Timfú,
Kító, Asmera, Súva, Abidjan,
Akkra, Kónakrí, Tegúsígalpa, Sana,
Jánde, Frunse, Tarava, Brassaville,
Móróní, Maserú, Antananarívó, Líl-
ongve, Nóaksjott, Kólónía, Vind-
hök, Pjongjang, Múskat, Asúnsjón,
Honíara, Apía, Harare, Mbabane,
Dúsjanbe, Núkúalófa, Vfla...
hinumegin
"FarSide” eftir Gary Larson
í gær sögðum við frá
Sþeim áformum hins of-
virka Gunnars Smára Eg-
ilssonar að stofna nýtt
bókmenntatímarit. Fyrir-
tækin sem standa að því
eru útgáfufyrirtækin
Dægradvöl, Smekkleysa og
Bjartur. Ráðgert er að tíma-
ritið beri hið fornfræga nafn
Fjölnir og stefnt er að því
að prenta það í 12 þúsund
eintökum og dreyfa ókeypis
til hinnar bókelsku þjóðar.
Ætlunin er að það komi út
ársfjórðungslega, líkt og
Timarit Máls og menningar,
og má Ijóst vera að þeir
menningarinnar menn sem
fengist hafa við tímaritaút-
gáfu hingað til fá nú harða
samkeppni. Þeir pennar
sem munu leggja til skrif
eru til dæmis Hallgrímur
Helgason, lllugi Jökuls-
son, Þorvaldur Þorsteins-
son, Dr. Gunni, Haraldur
Jónsson, Egíll Helgason,
Þórhallur Eyþórsson,
Bragi Ólafsson svo ein-
hverjir séu nefndir...
Forráðamenn Félags-
stofnunar stúdenta ætla
að vera flottir á því núna
fyrir jólin því ætlunin er að
bjóða starfsmönnum, alls
70 manns, í reisu til Wash-
ington. Sá glaði hópur
leggur upp frá Leifsstöð á
morgun og kemur líklega
aftur til landsins á þriðju-
dag...
Framsóknarmenn halda
flokksþing um helgina
og Framsóknarfélag Reykja-
víkur ætlar að „hita upp"
fyrir það í hádeginu í dag. Á
fundi í Hótel Borg verður
eldfimt mál til umræðu
undir yfirskriftinni „Sjávar-
útvegsstefna - Veiðileyfa-
gjald? Óbreytt fiskveiði-
stjórnun". Þar munu Einar
Svansson framkvæmda-
stjóri Fiskiðjusamlags
Húsavíkur og Ingólfur
Bender hagfræðingur
Samtaka iðnaðarins takast
á, en Ingólfur mun uppá
síðkastið hafa einbeitt sér
að útfærslu á veiðileyfa-
gjaldi í samræmi við stefnu
Samtaka iðnaðarins. Þá
verður fróðlegt að heyra
sjónarmið þingmanna
flokksins í málinu, til að
mynda Reykvíkingsins Ól-
afs Arnar Haraldssonar,
en Framsóknarmenn hafa
að undanförnu breytt nokk-
uð um tóntegund í umræðu
um sjávarútveg...
r
Akaffistofu Alþingis í
gær flaug vísukorn
milli manna, og er líklega
best að birta það skýringa-
laust. Höfundur er ókunnur:
Víða ÍEvrópu vita menn flest
um verðleika íslenska hestsins,
en læra á næstunni líklega mest
um lundarfar íslenska prestsins.
„Þetta er fínt svona, sagði ég. Flott nef, sagði ég. En nei,
það var ekki hægt að hlusta á mig. Þú varðst auðvitað að
lemja í meitilinn einu sinni aftur."
f i m m
förnum veg
Q| Myndir þú kjósa sameinaðan jafnaðarflokk ef kosið yrði til þings nú?
Guðmundur Tryggvason
rafeindavirki: Já, það myndi
ég gera. Mér líst vel á hug-
myndina.
Víkingur Viðarsson starfs-
maður jafningjafræðslu:
Nei, alls ekki. Eg er argasta
íhald.
Þröstur Kristjánsson
smiður: Já, tvímælalaust.
Guðni Jóhannesson
kennari: Nei, þar sem ég veit
ekki hver stefna þessa flokks
yrði í utanríkismálum get ég
ekki tekið afstöðu á þessu stigi
málsins.
Baldur Bragasson sölu-
maður: Já, mjög líklega.
V Í t
m e n n