Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ð t a I Ljósmynd: E.ól Samsetning: Burkni J. Óskarsson „Ja, tilhvers ert þú að skrifa?" spyr Smári á móti og ætlar auðsjáanlega sjálfur að vinna tíma til að hugsa upp eitthvað gáfulegt. „Att þú þennan fugl?“ spyr ég til að skemma fyrir honum umhugs- unina. „Ha, nei, fósturdóttir mín fékk hann í afmælisgjöf í sumar. Hann heitir Pási,“ segir Smári og horfir á fuglinn. Hann virðist líka efast um að fuglinn heiti Pási. Þama sitjum við þrír og efumst um að einn okkar heiti Pási. Svo rýfur fuglinn þögnina og segir okkur eitthvað sem fer fyrir ofan garð og neðan hjá okkur báðum. „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku trúði ég að það væri eftir að skrifa um allan andskotann," segi ég. „Síðan skrifaði ég og skrifaði en það var alltaf jafn mikið eftir. Þetta er botnlaus tunna. Og flestum virðist standa á sama. Þá fór ég að efast um að það hefði eitthvað upp á sig að skrifa meira. En samt held ég áfram. Líklega vegna þess að ég er ekki nógu hugmyndaríkur til að hætta.“ „Þetta var svipað hjá mér,“ segir Smári. „En ég sá ekki almennilega tilganginn með þessum skrifum fyrr en ég áttaði mig á þessu með tunn- una. Það er einmitt vegna þess að hún er botnlaus sem ég eys í hana.“ Er hægt að botna í manni sem trúir á botnlausa tunnu? Er yfirleitt hægt að botna í nokkrum manni? Eitthvað í þessa veru var kjaminn í því sem Smári trúði mér fyrir. Hann sagðist ekki nenna að hugsa um smærri málefni en tilgang lífsins. Hann sagðist ekki mega vera að því að bíða eftir að einhver annar kæmist að því hver tilgangurinn væri og tryði honum fyrir lausninni. Hann sagðist vera þreyttur á kjarkleysi og dugleysi sem einkenndu samfélagið. Hann sagði að óttinn væri sterkasta aflið í samtíma okkar. Hann sagðist vera fastur í eilífri klemmu manns sem er varpað inn í þennan heim og skilur ekki hvers vegna í ósköpunum þetta var lagt á hann. Hann sagðist trúa á guð eða alla vega eitthvað sem hann gat kallað guð. Hann sagðist ást- fanginn af lífsverkefni sínu við að fæðast, þroskast, duga og drepast. Hann sagðist trúa því að það væru skemmtilegir tímar í nánd vegna þess að hugmyndaleg deyfð hefði ríkt svo lengi. Hann sagði að það eitt að kaupmenn við Hafnarstræti rifu upp umferðaskilti og hentu því á haugana væri sér nægt merki um að enn leyndist dugur í fólki. Hann bauð mér meira kaffi. Hann bað mig um eld. Hann spurði mig hvað klukkan væri. Meira gagn virtist hann ekki hafa af mér. Þar sem ég sat og horfði á hann tala velti ég því fyrir mér hvort hann væri geðveikur og ef svo væri hvort það breytti nokkru. Ef til vill er þetta aðeins rómantískt fífl sem vaknaði einn daginn og lá of mikið á hjarta. Síðan léttir hann af hjarta sínu og sofnar aftur, vaknar og ákveður að verða praktískur. Ég var með strák í menntó sem ætlaði að flytja til Kúbu. Svo hitti ég hann á Laugaveginum fímmtán árum síðar og spurði hann hvemig hann hefði haft það á Kúbu en þá kannaðist hann ekki við neitt. Hann hafði farið til Los Angeles að læra kvikmyndatöku og kvartaði heilmikið undan metnaðarleysi hjá Sjónvarpinu og skerðingu á styrkjum til kvikmynda. „Ertu búinn að lesa bókina?" spyr Smári upp úr þurru og rífur mig upp úr hugsunum mínum. „Ha, nei, varstu ekki að fara með hana rétt áðan?“ spyr ég á móti. „Ja, ég var að reyna að gefa þér einhverja hugmynd um hana,“ segir Smári og virðist vera sár yfir áhuga- leysi mínu. Hann er í þessari eilífu klemmu rithöfundanna. Dagurinn sem þeir vakna og vilja endilega tjá sig er sami dagurinn og enginn er í skapi til að hlusta. „Hvenær lastu fyrst góða bók?“ spyr ég til að glæða samtalið léttum blæ frá Jónasi Jónassyni. Ef ég spyr hann um myrkrið þá er ég orðinn fullburða menningarblaðamaður. „Ég las Sult eftir Harnsun þegar ég var ellefu ára og hef ekki náð mér enn. Sú bók eyðilagði fyrir mér unglingsárin. Ég vafraði um hungr- aður eftir einhverju sem ég vissi ekki hvað var. Það er fyrst núna sem mér finnst ég vera farinn að átta mig,“ segir Smári og virðist vera jafn fljót- ur að læra að vera skáld í viðtali og ég að vera blaðamaður með áhuga á lista- og menningarmálum. Einhverju sinni bjó ég til þá kenningu að íslenskir rithöfundar væru bestir í viðtölum. Þá kæmu þeir fram eins og Samuel Beckett yngri, landkönnuðir tungumáls og hugmyndaheims. f bókunum birtast þeir hins vegar eins og litli putti á vinstri hendinni á Hemingway; kaffihúsakarlar sem vilja verða sagnameistarar. „Hvað með íslenska höfunda?" spyr ég í von um að fá efni í fyrirsögn. „Hvað með þá?“ spyr Smári á móti. , Ja, ég veit það ekki. Hvað með stöðu bókmenntanna? Stöðu bókar- innar?“ spyr ég. „Mér sýnist að það eigi að ráða Guðmund Andra í stöðu bókarinnar þessi jólin svo ég vitni óbeint í Dag,“ segir Smári. Það fer honum illa að slá um sig með annarra manna húmor. „Ég las það í Mogganum um daginn að rithöfundar væru hættir að semja aðrar sögur en bókmennta- söguna,“ bætir hann við. „Mér finnst það hljóma sennilega. Bókmenntimar eru orðnar svo niðumjörfaðar, fyrirséðar og einhvem veginn fáum viðkomandi. En það boðar gott. Mannskepnan er skemmtilegri en svo að hún láti bjóða sér það til lengdar." Eitt helsta einkenni á viðtölum við rithöfunda og listamenn er að þeir ræða um almennan vanda þess að vera til eins og hann sé upplifun sem er einskorðuð við þá og stéttarsyst- kini þeirra. Verkkvíðinn fær æðri merkingu þegar hann hittir lista- mann. Ottinn við að leggja verk sín fyrir annað fólk verður goðkynja. Nagandi efinn verður faglegt vanda- mál. „Er mikil þjáning í þessari bók?“ spyr ég. „Já, það held ég. En ég þjáðist ekki við að skrifa hana. Það var mér léttir. Einu sinni varð ég reyndar svo þreyttur að ég sofnaði fram á lyk- laborðið og vaknaði ekki fyrr en hálf- tíma síðar. Þegar ég leit á skjáinn sá ég að ég var kominn á blaðsíðu 814. Ég hafði skrifað rúmar 600 síður af h-i með nefinu og var að hugsa um að láta þær standa en hætti við. Mér fannst of mikil consept-lykt af því,“ segir Smári. „Þú hefðir sjálfsagt verið gagnrýn- dur fyrir að auðséð væri að þú skri- faðir á tölvu. Mér skilst að það sé ekki fínt að láta það sjást,“ segi ég. „Já, ég hef aldrei skilið það. Ég hélt það væri framför í ritmáli ef það kæmist nær hugsuninni. En á sama tíma og sumum fmnst það til góðs eru alltaf einhverjir sem eru elskari að forminu en tjáningunni. Er togstreitan þama á milli ekki söguþráðurinn í listasögunni?" spyr Smári. „Ekki spyrja mig,“ segi ég. „Þú ert ekki að skrifa?" spyr Smári. „Ég vinn við að skrifa," svara ég. „Ég meina hvort þú sért að skrifa bók?“ spyr Smári. „Nei, ég skrifa í blöð,“ segi ég. „Ég hélt að allir blaðamenn gengju með rithöfund í maganum," segir Smári. „Nú, ég hélt það væri öfugt; að allir rithöfundar gengju með blaða- manninn í maganum," segi ég. Við þegjum báðir. Það er eins og við séuni að velta því fyrir okkur hvort við eigum að fara að metast. Ég nenni því ekki og varð feginn þegar Smári býður mér meira kaffi. „Aðeins niinni sykur en síðast,“ segi ég. ú verður að afsaka en ég er ekki mjög sleipur í svona listamannav- iðtölum," segi ég þegar hann kemur með kaffið. „Segjum tveir,“ segir Smári. Og svo þegjum við. Tveir amatörar á bókamarkaði. Páfagaukurinn þegir líka. Ef ég ætti í mér skáldlega taug myndi ég segja að engill hefði flogið hjá. „Sérðu ekki stundum eftir þessu; að hafa gefið bókina út?“ spyr ég. „Nei, en ég velti því stundum fyrir mér hvort það væri ekki alveg eins gott að sleppa þessu. En ég hef komið mér upp þeirri vinnukenningu að ég sé tvískiptur; annars vegar vil ég vera einn og hins vegar kemst ég ekki undan því að vera hluti af öðrum og aðrir hlutar af mér. Ef ég hafna seinni kostinum þoma ég upp og verð að saltstöpli. Ef ég hafna fyrri kostinum tapa ég sjálfum mér,“ segir Smári. „Er það ekki það sem allir sækjast eftir; að gleyma sér yfir einhverju?“ spyr ég. , Jú, mér sýnist það,“ segir Smári. Og svo aftur þögn. „A ég ekki að gefa þér bókina,“ segir Smári; líklega til að ijúfa þögn- ina. „Nei, vertu ekkert að hafa fyrir því,“ segi ég; líklega vegna þess að það hékk í loftinu. „Æ, ég geri það nú samt,“ segir Smári og stendur upp til að teygja sig eftir bókinni í bókahillunni. Þar em átján bækur. Ég taldi þær. Átján mínus tuttugu og fimm höfundar- eintök gera sjö. Honum hefur þegar tekist að gefa sjö eintök af bókinni. Ég er áttundi. „Ekki skrifa á saurblaðið í það minnsta," segi ég. „Er þetta mín bók eða þín?“ spyr Smári. „Jæja, hafðu það eins og þú vilt,“ segi ég. Ég tók síðasta sopann af kaffinu, Smári hripaði eitthvað á saurblaðið, Pási horfði á. Smári rétti mér bókina, ég stóð upp og sagði jæja. Hann spurði hvenær viðtalið birtist, ég sagði að það kæmi í fímmtudags- blaðinu. Mér sýndist það auka enn á vandræði hans. Þegar ég gekk upp Vesturvalla- götuna kveið ég fyrir að skrifa viðtal- ið. Ég hef alltaf haft andstyggð á því að vera að burðast með aðra persónu á milli mín og tölvunnar. Á hominu á Holtsgötu opnaði ég bókina á leit á saurblaðið. „Til Gunnars blaðamanns, félaga í leitinni að sannleikanum." Drottinn algóður, maðurinn er ekki í lagi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.