Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.11.1996, Blaðsíða 1
■ Páll Pétursson félagsmálaráðherra sakaður um að falsa staðreyndir á Alþingi í gær - segir Jóhanna Sigurðardóttir sem íhugar að kæra Pál fyrir forsætisnefnd og telur að hann áformi að leggja félagslega íbúðakerfið niður. „Ég tel vinnubrögð Páls ófyrirleitin og ámælisverð. f svari ráðherrans koma fram mjög villandi og beinKnis rangar upplýsingar sem ég tel að jaðri við að vera bein fölsun staðreynda," segir Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka um Pál Pétursson félags- málaráðherra í samtali við Alþýðu- blaðið. Jóhanna bar fram fyrirspurn sem snertir félagslega íbúðakerfið í bytjun október og Húsnæðisstofnun ríkisins sendi ráðuneytinu svör 25. október. Jóhanna telur Pál hagræða staðreynd- um í svörum sínum nú og þau séu í engu samræmi við niðurstöður Hús- næðisstofnunar sem eru félagslega íbúðakerfmu mjög i hag. Þar segir til dæmis að 90 fermetra félagsleg íbúð sé allt að einni milljón króna ódýrari en sambærileg íbúð á almennum markaði. „Ráðherrann ber það á borð fyrir þingmenn að verð á íbúðum á almenn- urn markaði sé miklu hagstæðara en verð á félagslegum íbúðum. Hann vill ekki svara spurningu um greiðslu- byrði, segir að samanburðurinn sé fé- lagslegum íbúðum í óhag. Hins vegar kemur fram í svari Húsnæðisstofnunar að ef kaupendur eiga ekkert fé til að leggja í íbúðina borgi þeir 31 þúsund á mánuði í félagslega íbúð en tæp 68 þúsund í afborganir af sambærilegri íbúð á almennum markaði,“ sagði Jó- hanna. Hún segir ennfremur að ef við bæt- ist að sveitarfélögin láni 10 prósent, eins og heimildir eru fyrir, sé munur- inn enn meiri eða 18.900 samanborið við 68 þúsund. „Það er sama hvar gripið er niður, ráðherra snýr öllu við,“ segir Jóhanna. „Þegar spurt er um útreikninga á greiðslubyrði á almenna markaðinum á nýrri íbúð og notaðri, ber hann sam- an notaða gamla íbúð í Bolungarvík uppá 3 milljónir og nýja félagslega íbúð uppá 7 milljónir og fær útúr því að það sé hagstæðara að kaupa á al- mennum markaði. Hann segir að greiðslubyrðin sé hagstæðari á al- mennum markaði eða sem nemur 18.800 krónum. Ef hann notaði réttan samanburð, sem væri ný íbúð, kemur í ljós að greiðslubyrðin er 70.800 krón- ur.“ Jóhanna segir þetta jaðra við fölsun og íhugar að kæra meðferð málsins til forsætisnefndar þingsins og fara fram á að ríkisendurskoðun leggi mat á svar ráðherrans. Jafnframt að félagsmála- nefnd þingsins rannsaki málið og gefi þinginu skýrslu. „Ráðherra notar ekki svör Húsnæð- isstofnunar, hunsar þau og býr til svör sem þjóna lund hans og hann telur sér hagstæð. I hvaða tilgangi? Ég tel að hann sé að undirbúa jarðveginn til að slá af félagslega íbúðakerfið. Líka að hann sé að fela það hvemig hann hef- ur eyðilagt kerfið með gífurlegum nið- urskurði. Þetta er valdníðsla, h'tilsvirð- ing við þingið og til skammar að bjóða þingi og þjóð uppá þetta,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir. Gunnar og Smári á rökstólum Afdankaður blaðamaður og harðsvíradur mannorös- morðingi hittast. í blaðinu í dag er ítarlegt vidtal Gunnars Egilssonar blaðamanns við Smára Egilsson rithöfund. Til skammar að bjóða þingi og þjóð uppá þetta ■ BSRB Launastefna borgarinnar harðlega gagnrýnd - Ögmundur Jónasson: Ég vona að það sé ekki samasem merki milli nútíma jafnaðar- stefnu og launastefnu Friðrik Sophussonar. „Yfirlýst meginmarkmið borgaryf- irvalda í komandi kjarasamningavið- ræðum hafa komið mikið á óvart enda ganga þær þvert á yfirlýsingar forystu- manna R-listans um að leiðrétta kjörin og jaífia hlut kvenna,“ segir Ögmund- ur Jónasson formaður BSRB sem hélt bandalagsráðstefnu í vikunni. „Yfir- borganir eru undirrót launamisréttins milli kynja og því er skrítið ef það á að koma á launakerfi sem eykur slíkt misrétti. Á sama tíma og borgin setur þetta fram er verið að tala um að jafna launamun kynjanna. Við viljum að Reykjavíkurborg tjúfi þessa mótsögn og það gerist ekki með en því að leggjast á sveif með þeim sem fylgja ójafnaðarstefnu og spyrða sig saman við ráðuneyti Friðriks Sophussonar. Ráðstefnan ályktaði að mótmæla harðlega stefnu samninganefndar rík- isins og borgarinnar sem miðar að því að að draga úr vægi launataxta með viðbótarlaunum sem eru hugsuð á for- sendum atvinnurekandans. Ég vona að það sé ekki samasemmerki milli nú- tíma jafnaðarstefnu og launastefnu Friðrik Sophussonar því hún hefur ekkert með jöfnuð að gera og eykur hún þvert á móti ójöfnuð." Ögmundur telur að með yfirlýsing- unni sé gengið framhjá verkalýðs- hreyfingunni og í henni sé verið að draga úr vægi félagslegra ákvarðana og auka vægi atvinnurekandans. ora TAKTU EFTIR NÝJA ÚTLITINU! Notaðu m piparköku- F mótið og búðu til fiskönd, fisksvín, fiskblóm eða annað sem börnin vilja helst. á allra borð Prófaðu hann til dæmis með: bökuðum baunum, brúnuðum lauk og spældu egg: kartöflusalati og fersku grænmeti eða skerðu hann í litla bita og útbúðu spennandi sumarsalat. ► ► ► ►

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.